Vísir - 22.07.1963, Síða 4

Vísir - 22.07.1963, Síða 4
4 VÍSIR . Mánudagur 22. júlí 1963. y///áMLZ&/áMiZ7////£ fTn1 n T r/. y////MZ////////'2M/y//////z m =3® Akureyringar tapa enn á heimavelli Akranes — ÍBA 3:1 I rigningarsudda og leiðinda veðri mættu til leiks á Akureyri Í.B.A. og Akumesingar. Trú manna á það að Akureyringar vinni ætíð á heimavelli er nú farin að dofna, því enn töpuðu Akureyringar. Akumesingar héldu heim með bæði stigin og skoruðu alls 3 mörk, en boltinn lá aðeins einu sinni í marki Skagamanna. Mikill áhugi virtist vera fyrir leiknum á Akureyri. Síminn á íþróttavellinum þagnaði ekki með- an á leiknum stóð og sagði frétta- ritari Vísis, að hringt hafi verið úr öllum landshornum. Akurnesingar hófu leikinn með sókn, en fljótlega svöruðu norðan- Nýtt heinas- met í hó- stökki í gær lauk í Moskvu lands-1 I keppni milli Rússa og Banda- I ríkjamanna í frjálsum íþróttum. Keppt var bæði f karla- og' kvennagreinum. Keppninni lauk | 1 með sigri Rússa. AIls hlutu þeir j 189 stig, en Bandaríkjamenn hlutu 146 stig. í landskeppninni' settl rússneski hástökkvarinn I 1 Brumel heimsmet, stökk 2,28. Er j I það einuni cm. hærra en hans , I fyrra heimsmet. í karlagreinum báru Banda-I 1 ríkjamenn sigur af hólmi, fengu | alls 119 stig, en Rússar 114. 1/ i kvennagreinum var hins vegar : um að ræða yfirburðasigur' Rússa, hlutu 75 stig á móti 28 | stigum Bandarikjamanna. menn og á 10. mínútu kemst mark Skagamanna í hættu, en hægri út- herja ÍBA mistókst. Síðan rekur hvert upphlaupið annað. Það er sótt og varizt á víxl. Það var á 21. mínútu leiksins, sem gamla knatt- spyrnukempan Þórður Þórðarson skoraði fyrsta mark leiksins, sem kom upp úr þvögu. Stuttu síðar á Skúli skot á markið. Tveimur mín- útum síðar fá Skagamenn horn. Tómas fær boltann, þar sem hann er staðsettur á marklínu, en ekki virtist Tómas ætla að skora, því hann skaut beint upp í loftið, en heppnin var með og boltinn fór í slá og inn, 2:0. Eftir markið færðist fjör í leik- inn og stuttu síðar á 'SkÚli Ágústs- son hörkuskot á mark Skagamanna, en Helga Dan. tókst naumlega að bjarga og stuttu síðar ver Helgi aftur glæsilega. En Skagamenn voru ekki hættir, og á 39. mín. bættu þeir marki við. Akureyringar voru mun ákveðn- ari, er þeir mættu til leiks f síðari hálfleik. En spil þeirra var of þröngt. Of mikið var reynt að brjótast upp miðjuna og útherjarnir lítið notaðir. Þrátt fyrir það tekst þeim Skúla og Steingrími að brjót- ast upp miðjuna og í gegn kemst Steingrímur með boltann og skor-' ar laglega, 2:1. Ekki löngu síðar fá Akurnesingar fjórar hornspyrnur í röð, en engin þeirra ber tilætlaðan árangur. Eftir það var leikurinn lé- legur. Völlurinn var orðinn þungur og leikmennirnir flestir þreyttir. Á 30. mín. á Ríkarður gott skot og rétt á eftir skorar Skúli Hákon- arson glæsilegt mark fyrir Skaga- menn. Skúli stóð 6—8 m'. fyrir utan vítateig og skaut föstum jarðar- bolta, sem fór í gegnum vörn Ak- ureyringa og hafnaði f netinu — laglega gert hjá Skúla. Áberandi bezti maður f liði Ak- urnesinga og ef til vill á vellinum var Skúli Hákonarson. í liði ÍBA voru einna beztir bræðurnir Guð- mundur og Ævar. Dómari í leiknum var Hannes Sigurðsson, og dæmdi hann ágæt- lega. Leikurinn f gær átti að byrja kl. 4. Síðan var honum frestað til kl. 8 um kvöldið, en þrátt fyrir það byrjaði leikurinn ekki fyrr en kl. 8,45. Frestunin stafaði af því að dómari og línuverðir úr Reykjavík komu ekki fyrr, vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Akureyrar í gærmorgun. Akurnesingar komu hins vegar norður á laugardags- kvöld. Hefði því vel mátt senda dómarann og lfnuverði með bifreið snemma um morgunin, en ekki kl. 2, og vonandi á sama sagan ekki eftir að endurtaka sig. Þrátt fyrir það, að þjarmað var að Birgi Bjömss. tekst honum að skora. Handknattleiksniótið á HörðuvölBum: 13:9 4 Beikir um heð-iina Handknattleiksmót ís- lands, utan húss, í meist- araflokki karla og kvenna hófst á Hörðuvöllum í Hafnarfirði á laugardag- inn. Hallsteinn Hinriksson setti mótið með stuttu á- varpi í fjarveru form. Fim- leikafélags Hafnarfjarðar. Aðeins fjórir leikir voru Ieiknir á mótinu yfir helg- ina, vegna þess að Ármenn ingar hættu við þátttöku. Leikimir buðu ekki upp á mikið, en einna mesta at- hygli vakti markvörður K.R. á laugardaginn, ekki fyrir sérstaklega góðan Keflavík sigraði Keflavík — Fram 2:0 í gær fór fram á gras- vellinum í Njarðvík leik- ur í 1. deild á milli Fram og Keflvíkinga. Veður var allgott, norðan kaldi en sólfar. — Keflvíking- ar unnu hlutkestið og kusu að leika undan vindi. Strax og leikur hófst má segja að Keflvíkingar tækju leikinn f sínar hendur og héldu uppi lát- Iausri sókn á Fram. En vörn Fram varðist vel og tvfvegis bjargaði Geir með góðum út- hlaupum. Að öðru leyti er ekki hægt að segja að mark Fram kæmist f mikla hættu. Á 20. mfnútu kom fyrra mark Keflavíkur. Högni Gunnlaugs- son, sem lék miðvörð í þessum leik, sendi langa sendingu fram miðjan völlinn til Jóns mið- herja, sem lyfti lagléga yfir Hall dór Lúðvíksson miðvörð og skaut í hornið fjær, óverjandi fyrir Geir markvörð. Tveimur mínútum síðar var dæmd víta- spyrna á Fram, og skoraði Högni örugglega úr henni. í seinni hálfleik snerist taflið við. Þá voru það Framarar sem sóttu og skapaðist oft mikil hætta við mark Keflvíkinga, en Kjartan markvörður var vel á verði og sýndi oft frábæra markvörzlu. Áhorfendur vörpuðu öndinni léttilega þegar dómar- inn, Haukur Öskarsson, flautaði leikinn af og sigur Keflvíkinga var orðinn staðreynd. LIÐIN: Lið Keflvíkinga var litillega breytt frá fyrri leikjum. Högni lék nú miðvörð og Sigurvin bak vörð og Magnús Torfason fram- vörð. Styrkti þetta vörnina mjög mikið. En undarleg ráðstöfun var að láta Jón Ólaf, sem verið hefur hættulegasti maður fram- línunnar f undanförnum leikjum, verma varamannabekkina. Vörn in var sterkari hluti liðsins með Kjartan markvörð og Högna sem beztu menn. I framlínunni voru virkastir Jón miðherji og Einar Magnús- son. Lið Fram var nokkuð mis- jafnt. I framlínunni var aðeins einn maður, sem barðist, Bald- ur Scheving. Framverðirnir Björn Helgason og Ragnar voru beztu menn liðsins. Björn ó- þreytandi við að reyna að byggja upp og fá spil í gang. Einnig áttu bakverðirnir Birgir og Sigurður góðan leik. Áhorfendur voru allmargir. A. leik, heldur fyrir það að missa nokkrum sinnum niður um sig buxurnar. Eftir að Hallsteinn Hinriksson hafði sett mótið lék F. H. við K.R. Ekki bar leikurinn þess merki að menn hefðu æft mikið. F.H. tók strax yfirhöndina og bilið breikk- aði jafnt og þétt. Er leiknum lauk stóð markatalan 20:42 F.H. í vil. Bæði Iiðin höfðu á að skipa flestum þeim leikmönnum sem leikið hafa með liðunum undanfarið. Á eftir leik F.H. og K.R. kepptu í kvennaflokki Þróttur og F.H. og Iauk þeim leik með yfirburðarsigri F.H. Þriðja leikinn á laugardaginn áttu að leika í karlaflokki Ármann og Í.R. Ármenningar mættu ekki til leiks og sama gerðu þeir í gær er þeir áttu að leika á móti F.H. svo sennilega vejða þeir ekki með í mótinu. Á sunnudag fóru einnig tveir Ieikir fram. Fyrri leikurinn var í kvennaflokki milli Breiðabliks og Víkings. Lauk þeim leik með ör- uggum sigri Víkings 15:9, en í hálf- leik stóð 3:6. í karlaflokknum átt- ust við K.R. og Víkingur. Sem kunnugt er, eru Víkingar nýkomnir úr keppnisferðalagi frá Tékkósló- vakíu og bjuggust margir við sér- staklega góðri frammistöðu þeirra. En K.R.-ingar voru ekki á þeim buxunum að láta Víkingana vinna leikinn. Að vísu var ekki eins mik- ið markaregn í leiknum eins og hjá F.H. og K.R., í hálfleik stóð 6:3 K.R. í vil. Framan af var leik- urinn nokkuð vel leikinn, en í seinni hálfleik færðist i hann meiri harka og var mikið um „víti“. K.R.- ingum tókst að sigra 13:9.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.