Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 5
V1SIR . Mánudagur 22. júlí 1963. Svifflugmótið á Hellu: SverrírÞóroddsson svifflugmeistari Ungur Reykvíkingur, Sverrir Þóroddsson, bar sig- ur úr býtum á Svifflugmóti íslands, sem staðið hefur yfir á Helíu alla s.l. viku Gildir flugdagar urðu aðeins þrír, sem er lágmark, en veður var yfirleitt mjög óhag- stætt. Þriðji gildi flugdagurinn var laugardagurinn. Ekkert var hægi; að fljúga í gær, en þá fóru fram mót- slit í hótelinu á Hellu Afhenti Ásbjörn Magnússon, mótstjóri, sigurvegaranum tvo fagra bikara, annan far- andbikar, en hinn gefinn af Ingólfi Jónssyni flugmála- ráðherra, og þarf að vinna hann tvisvar í röð til að fá hann til eignar. Flugleiðin á laugardag var Hella, Hraungerði, Skálholt, Hella, alls 82,7 km. Beztu útkomuna fékk þá Þorgeir Pálsson, alls 1 þús. stig, næstur var Þórhallur Filippusson með 945 stig. Þriðji var Leifur Magnússon með 933 stig. Fjórði Sverrir Þóroddsson með 811 stig, en fimmti Ásgrímur Jóhannsson með 648 stig. Eins og fyrr segir, var ekkert hægt að fljúga í gær vegna mikils hvassviðris, en þrír gildir flugdag- ar voru komnir og var þv£ heildar- stigatalan reiknuð út. Kom þá í ljós, að sigurvegari og svifflugmeist ari Islands 1963 var Sverrir Þór- oddsson, Reykjavík, með alls 2662 stig. Annað sætið hlaut Þórhallur með alls 2550 stig. Næstur kom Þorgeir með 2256 stig. Fjórði varð Leifur Magnússon með 2177 stig. Og í fimmta sæti var Arngrímur Jóhannsson frá Akureyri og hlaut hann alls 1268 stig. í heild má segja um mótið, að utkoman er mun lægri en menn gerðu sér vonir um, en það stafar af mjög óhag- stæðri veðráttu flesta daga móts- ins. Þess má geta, að þeir Leifur og Þórhallur voru á æfingaflugum, og dregur það skiljanlega úr gððum árangri. Happdrætti Dregið var 15. þ.m. í Happdrætti Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Vinningur Simca-bifreið. — t>ar sem beðið var eftir skilagrein frá ýmsum var ekki hægt að til- kynna vinningsnúmerið strax, en það verður gert á morgun eða mið- vikudag. Mótið fór mjög vel fram, og ekk- ert óhapp henti neinn þátttakend- anna. Mótinu var slitið að hótel Hellu. Mótstjórinn, Ásbjörn Magnússon, hélt stutt ávarp og afhenti því næst verðlaun. Auk titilsins Svif- flugmeistari íslands árið 1963 hlaut sigurvegarinn, Sverrir Þóroddsson, glæsilegan bikar, sem er farandbik- ar, og var þetta I fyrsta sinn, sem keppt var um bikarinn. Bikarinn gáfu nokkrir meðlimir Svifflugfé- lags Islands til minningar um Jó- hann Hagan, sem var mjög efni- legur svifflugmaður, en lézt árið 1942. Einnig hlaut Sverrir fagran bikar, sem gefinn var af Ingólfi Jónssyni flugmálaráðherra Þórhallur Filippusson og Sverrir Þyroddsson, svifflugmeistari Islands. Evrópumótið í bridge: Island sigraði í 3.og4.umferð Einkaskeyti til Vísis frá Baden-Baden. Fjórum umferðum er lokið í Ev- rópumeistaramótinu f bridge, sem haldið er f Baden-Baden í V- Þýzkalandi. ísland tapaði í tveim fyrstu umferðum en sigraði í hinum. 1 fyrstu umferð sigraði Belgía ísland 6—0 (134—77) og í annarrí umferð sigraði Þýzkaland ísland 6—0 (129—86). í þriðju umferð sigraði Island Sviss 6—0 (120—55) og I fjórðu umferð sigraði Island Líbanon 6—0 (87—27). Úrslit urðu að öðru leyti sem hér segir í 1. umferð: Pólland vann Sví- þjóð, 6—0, Þýzkaland frland 6—0, Finnland Sviss 5—1, England Le- banon 6—0, Frakkland Holland 6—0, Danmörk Aus'turríki 5—1, ítalía Egyptaland 6—0 og Spánn vann Noreg 6—0. Stefán, Lárus, Ásmundur og Hjalti spiluðu fyrir ísland í 1. umferð. í annarri umferð sigraði Eng- land Frakkland 6—0, Svíþjóð Belgíu 6—0, Sviss frland 5—1, Hol- land Danmörku 6—0, Austurríki Frh. á bls. 7. BreiðaMik í I. Vestmunnueyjur — Breiðublik 2-2 aæsta ar 7 Breiðablik, liðið, sem mest hefur komið á ó- vart í knattspyrnunni undanfarið, hefur nú tryggt sér sigur í A-riðl- inum og leikur nú til úr- slita í II. deild, sennilega við Þrótt, um að hreppa sæti í I. deild næsta ár. Þessir duglegu Kópa- vogsbúar kepptu í Vest- mannaeyjum s.l. laugar- dag. Þeir voru að vísu heppnir, en þeir komu með eitt stig til baka frá Eyjum. Dýrmætt stig, sem tryggði þeim að leika til úrslita í II. deild. Fljótlega eftir að leikurinn í Vestmannaeyjum hófst, var það ljóst, að Eyjamenn voru ákveðn ir í því ð hefna fyrir ófarirnar á Melavellinum, þegar Breiða- bliksmenn renndu knettinum fjórum sinnum I netið hjá þeim, án þess að þeir gætu svo mikið sem sett eitt mark. Þrátt fyrir það voru það Kópa vogsmenn sem settu fyrsta mark leiksins, það kom um miðj an fyrrj hálfleik. Grétar Krist- jánsson skaut föstu, góðu skoti fyrir utan vítateig, sem hafnaði efst uppi f horni — glæsilegt, óverjandi skot. Eftir markið sækja Vestmannaeyingar mun meira, en skora loksins síðast í fyrri hálfleik af stuttu færi úr þvögu. Fljótlega eftir að síðari hálf- leikur byrjaði, skora Eyjamenn aftur og var þar Guðmundur Þórarinsson að verki. Vest- mannaeyingar „pressa" nær stanzlaust í síðari hálfleik og Breiðablik á ekki nema eitt og eitt upphlaup. En heppnin var með þeim. Þegar um það bil átta mínútur voru til Ieiksloka, tókst þeim að skora, 2:2. Ekki urðu mörkin f leiknum fleiri. Dómarinn, Valur Benediktsson, flautaði af og það voru ánægðir II. deildar leikmenn úr ung- mennafélaginu Breiðablik í Kópavogi, sem yfirgáfu leikvang inn. Eitt stig hafði bætzt við á stigatöfluna þeirra og það var nóg til að tryggja þ'eim "áð- leika til úrslita í II. deild. Áberandi bezti maður Vest- mannaeyinganna var Atli Ein- arsson, h. framvðrður. I liði Breiðabliks stóðu þeir sig einna bezt Júlíus miðvörður og Reynir Jónsson. Einnig átti markmað- urinn ágætan leik. Eins og fyrr segir, var dómari í leiknum Valur Benediktsson, og dæmdi hann ágætlega. Ahorf endur voru margir, enda mikill áhugi fyrir knattspyrnu i Vest- mannaeyjum og hvöttu áhorf- endiir ^e'T^pn-ienn vel aft vanda. Syndið 200 m trana ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN FERÐIZT í VOLKSWA3EN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.