Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 22.07.1963, Blaðsíða 9
V1S IR . Mánudagur 22. júlí 1963. n FÖGUR ATHÖFN — sagði prófessor Þórir Kr. Þórðarson LÁTLAUS OG FAGUR BÚNAÐUR Meðan á vfgslunni stóð, stóðu hundruðir manna fyrir utan kirkju, létu veður og vind engin áhrif hafa á sig, og hlýddu á hina sögulegu athöfn. I^réttamaður Visis átti tal við 1 prófessor Þóri Kr. Þórðar- son í Skálholti I gær eftir vígslu dómkirkjunnar og spurði hann um það, hvernig honum hefðu þótt hátíðahöldin fara fram. Prófessor Þórir var formaður undirbúningsnefndar hátíðarinn- ar. —- Hún hefur tekizt afburða vel, svaraði hann. Undirtektir almennings má sjá af þvi hve hér er margt fólk þrátt fyrir fremur slæmt veður. Athöfnin í kirkjunni var mjög fögur. Sérstaka athygii mina vakti tónlistin. Tibi laus salus sit Christe var undra vel sungið. A thygli margra gesta í Skál- holti í gær vakti, að engin altaristafla er í kirkjunni. Prýð- ir látlaus kross vegginn að baki altarinu, sem einnig er sveipað- ur tjöldum. Þetta er þó ekki nema bráðabirgðalausn. í ráði er að íslenzkur listamaður skreyti vegginn sjálfan fyrir of- an altarið. Kirkjugestir f gær voru flest- ir á því máli að inni væri kirkj- an látlaus, fögur og stílhrein. Framarlega í kórnum til vinstri stendur prédikunarstóll, sem Skálholtskirkju barst að gjöf frá Danmörku 1650, er Brynj- ólfur biskup reisti sína kirkju. Prédikaði hann í stólnum og einnig Jón Vídalín biskup. í norðurstúkunni stendur hið gamla altari Brynjólfs biskups. Munu þar fara fram guðsþjón- •ustur venjulegar í Skálholts- sókn en háaltari verða notað við stærri athafnir. Altari kirkjunnar teiknaði Sveinn Kjarval, en sinn til hvorrar handar við það standa tveir miklir ljósastjakar úr smíðajámi, sem kirkjunni hafa borizt að gjöf. Skfrnarfonturinn er gjöf frá Færeyjum. Alls tek- ur kirkjan 248 í sæti. í þetta sinn var þó bætt við fleiri sæt- um og rúmaði hún í gær 428 manns. Stólarnir eru gjöf frá Danmörku, og einnig lýsingin á kirkjuveggjunum. 1 kjallara kirkjunnar hefir steinkistu Páis biskúþs vérið komið fyrir í hvélfingu. Verður hún þar til sýiiis almenningi, framvegis. skátar umferðinni af myndug- leik og af þeirri skipulagningu, að til einskis öngþveitis kom og allt gekk greiðlega fyrir sig. Bílastæði voru í túnum Skál- holtsbæjar, og taldist lögreglu- mönnum til, að um 500 bifreiðir hefðu verið í Skálholti fyrir fyrri messu. Margir fóru um hádegið, en aðrir komu þá jafn- harðan, og má lauslega áætla að ufn 5000 manns hafi heimsótt Skálholt í gær. Svo fór einnig að stöðugur straumur fólks var í kirkjuna allan tímann milli messa, þröng á kirkjugólfi og biðröð fyrir ut- an. Stympingar urðu engar og var haft á orði, af forráðamönn- um, hversu vel væri um stað- inn gengið. Tjaldbúðaborg í brekkunni neðan við kirkj- una og „biskupshúsið", hafði mikilli tjaldbúðaborg verið fyr- ir komið. Þar voru veitingar, þar voru sælgætissölur, pósthús, merkja- og minjagripasala. Nóg var að gera 1 veitinga- tjaldinu, þar sem fólk gat hitað sér í nepjunni með kaffisopa og heitum pylsum, og fengið auk þess kökur og brauð. „Við höfum hér nóg að gera, og veit ég sannarlega ekki hvern ig við hefðum farið að, ef jafn margir hefðu komið og áætlað hafði verið,“ sagði ein kvenn- anna í veitingatjaldinu. Það voru kvenfélögin úr sveitinni og nágrenninu ,sem sáu um veiting- arnar ,og enginn kvartaði svo við vissum til. I pósthúsinu og umslagasöl- unni var sömuleiðis mikið að gera, feikilega mikið. Var sama á hvaða tíma við gengum þar fram hjá, þar var stöðug ös fyrir utan. þrátt fyrir veðurhaminn Köld gisting Á hæðardraginu, neðan undir kirkjunni var margt tjalda, allt að 30 tjöld ,og höfðu íbúar þeirra greinilega gist þar urn nóttina. En köld hefur sú gist- ing væntanlega verið, vegna slagveðursins, sem buldi um nóttina. Veðrið og veðurspáin hafði líka þau áhrif að færra fólk kom ( Skálholt, en almennt hafði verið reiknað með. Þann Strax og vígslunni var lokið þyrptist fólkið inn í kirkjuna, bæði til að skoða hana og eins til að kost hafði það 1 för með sér, ná sæti í næstu messu, tveimur og hálfri stundu síðar. að umferðin var mun meðfæri- legri, og greiðfærara var um vegina til staðarins. Lögreglan og skátarnir höfðu haft mikinn viðbúnað og þeir, ásamt Félagi ísl. bifreiðaeigenda gert ýmsar varúðarráðstafanir á vegunum. Til einskis óhapps kom þó, og af þeim 60 lögreglumönnum, sem kallaðir höfðu verið út, voru heilu hóparnir sendir aftur til Reykjavíkur. Er það gott dæmi um hversu slysalaust allt gekk fyrir sig. Eina óhappið sem að kvað, átti sér stað í herbúðum þeirra, sem forða skyldu óhöppum ann- arra, þ.e. skátanna. Um miðjan daginn fauk annað af tveim tjöldum þeirra um koll i veður- hamnum. Var það sjálft Sjúkra- húsið, sem flytja þurfti fyrir vikið í gamlan strætisvagn! Sögulegur dagur Klukkan 3 var hlýtt aftur á messuna bæði utan dyra og inn- an. Fjöldi manns var þá í Skál- holti, og eins þegar slðari hluti athafnarinnar 1 Skálholti þennan eftirminnilega dag fór fram. Var það þegar herra biskupinn tók fyrstu skóflustunguna að vænt- anlegum lýðháskóla I Skálholti. Sögulegum degi var lokið. Þúsundir manna höfðu hvorki látið erfiða umferð né slæmt veður aftra sér frá því, að hóp- ast austur í Biskupstungur. Þar fylgdist það með virðulegri og tilkomumikilli athöfn í veður- hæðinni. Og enginn varð fyrir vonbrigðum. Menn komu i há- tfðarskapi — þeir fóru í há- tíðarskapi. Þar hafði hvorki veður né vindur áhrif á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.