Vísir - 01.08.1963, Page 2

Vísir - 01.08.1963, Page 2
2 V í S I R . Fimmtudagur 1. ágúst 1963. Erfítt um landsliðsæfingm — segir Karl Guðoiundsson, landsliðsþjálfari Útlitið er allt annað en gott hvað æfingar og ann- an undirbúning snertir fyrir landsleikina við Englend- inga í næsta mánuði, sagði Karl Guðmundsson lands- liðsþjálfari i stuttu viðtali við Vísi. En landsliðsnefnd hefur sem kunnugt er valið 30 leikmenn til þátttöku í æfingum vegna væntanlegra landsleikja. Leikmennirnir sem valdir hafa verið eru frá öllum I. deildar liðun- um og tveimur II. deildarliðum, Þrótti og Brelðablik. — Fyrri leikur- inn gegn Englendingum fer fram í Reykjavík 1. september n. k., en seinni leikurinn í London viku síðar. Iþróttasiðan ræddi lítillega við Karl Guðmundsson, landsliðsþjálf- ara og spurði hann um æfingar og annan undirbúning íslenzka lands- j iiðsins fyrir keppnina. — Mál þetta hefur mikið verið j rætt á fundum landsliðsnefndar að < undanförnu. Og vægast sagt er j útlitið ískyggilegt. Okkar beztu j menn hafa engar æfingar fengið til þessa, nema tvo úrvalsleiki fyrir 1 nqkkru. Oa ekki er útlit fvrir að mikið verði um samæfingar með 30 leikmönnum sem valdir hafa verið til æfingar. Meistaraflokks- leikirnir verða nú mjög tíðir. Verið er að ljúka við íslandsmótið og um miðjan ágúst byrjar bikar- keppnin. Utanfarirnar segja einnig sitt. Það er nú mikið í húfi fyrir I. deildarliðin, enginn vill falla niður og 3 félög eiga möguleika til sigurs. Er félögunum því ekk- ert vel við að beztu leikmenn þeirra séu á landsliðsæfingum og eigi á hættu að meiðast. — Hvað telurðu að hægt verði að gera eins og málin standa í dag? — Sennilega mun ég ferðast eitthvað um, t. d. skreppa norður og spjalla við strákana sem valdir hafa verið baðan til æfinua. Við Karl Guðmundsson. munum reyna að ná Reykviking- unum saman. En þetta nær bara svo skammt. Reynt verður að fá æfingaleiki og er það mjög nauð- synlegt, en eitt það æskilegasta er að ná mönnum saman og láta þá dveljast saman einhvers staðar á góðum stað fyrir utan borgina, þar sem þeir geta æft allir saman, kynnzt þver öðrum betur og aukið samheldnina, sagði Karl að Iokum. Landsliðsnefnd KSÍ hefur valjð íslandsmeistarar FH í handknattleik kvenna utanhúss. FH Islandsmeisten knattleik kvenna r t gærkvöldi fór fram í Hafn- arfirði úrslitaleikur í hand- knattleik kvenna utanhúss. Keppnin var milli Vals og F.H. og lauk henni með sigri F.H. 8:5. F.H. stúlkurnar höfðu yfir allan tímann og i hálfleik stóð 4:3. Rétt áður en leikurinn hófst kom hellirigning og rigndi stanzlaust meðan að leik- urinn fór frarn. Var völlurinn því erfiður og knötturinn mjög háll. Allan tíman sóttu F.K. stúlkurnar mun meira og ekki er hægt að segja að sigrl þeirra hafi verið ógnað. Vnlbjörn vnrð nr. 2 / tugþrautinni Tugþrautarkeppninni á Norð- urlandamótinu lauk í gær. Val- björn Þorláksson náði því að hljóta annað sætið í keppninni og um tíma hafði hann forystu í keppninni. Árangur Valbjarnar var mjög góður og skorti hann aðeins 104 stig til þess að sigra í keppninni. Árangrar Valbjargar voru yf- irleitt mjög góðir. 110 m. grinda eftirtalda menn til þátttöku I æf- ingum vegna væntanlegra lands- leikja í september næstkomandi: Frá KR: Heimir Guðjónsson, Gunnar Felixson, Bjarni Felixson, Ellert Schram, Garðar Ámason, Sigurþór Jakobsson, Hörður Felix- son, Sveinn Jónsson. Frá Val: Árni Njálsson, Þor- steinn Friðþjófsson, Ormar Skeggja son, Bergsveinn Alfonsson, Berg- steinn Magnússon. Frá Fram: Hrannar Haratdsson hlaup hljóp hann á 15,9 sek. i í kringlukasti kastaði hannj 38,99 m. Mest jókst stigatala* hans í stangarstökkinu, en þar / var hann fyrstur, stökk 4,30 m.' í spjótkasti kastaði hann 56,6 * m. og 1500 m. hljóp hann ái 4,28,2 mín. Kjartan Guðmunds- son keppti einnig í tugþraut og< hlaut hann alls 5361. og Björn Helgason. Frá Þrótti: Axel Axelsson. Frá Breiðablik: Reynir Jónsson. Frá I.A.: Helgi Daníelsson, Skúli Hákonarson, Bogi Sigurðsson. Frá Í.B.A.: Jón Stefánsson, Kári Árnason, Einar Helgason, Stein- grímur Björnsson og Skúli Ágústs- son. Frá Í.B.K.: Sigurvin Bjarnason, Hólmbert Friðjónsson, Karl Her- mannsson og Högni Gunnlaugsson. ValurlBK í kvölá í kvöld keppa á Njarð- víkurvellinum Valur og Keflavík. Leikurihh er síð- ari viðureign liðanna í I. deild íslandsmótsins og verður án efa um spenn- andi og skemmtilegan leik að ræða, ef veður verður sæmilegt til knattspyrnu- keppni. Eins og kunnugt er af fréttum kepptu þessi sömu lið á Laugar- dalsvellinum sl. sunnudag og lauk þeirri viðureign með sigri Vals- manna 3:1. — En Keflvíkingar hafa löngum þótt harðir á heimavelli og er þess skemmst að minnast, þegar íslandsmeistararnir Fram heimsóttu þá og komu til Reykja- víkur aftur án þess að fá stig. — Sigur Keflvíkinga yfir Fram gaf þeim von um áframhaldandi keppni í 1. deildinni. Ef Keflvík- ingum tekst að vinna leikinn i kvöld eru þeir jafnir Akureyring- um hvað stigatölu snertir. Fram á að leika við Akureyringa um helgina svo líkur eru á að ekki t dug verði þess langt að biða að úr því fáist skorið hverjir falla nið- ur og mæti til leiks í 2. deild næsta sumar. — Valsmenn gefa án efa ekki mikið eftir í kvöld, því að þeir stefna að því að í 1. deildar bik arinn verði geymdur að Hlíðarenda næsta árið. Verður því án efa um skemmtilegan og baráttumikinn leik að ræða. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum Aðalhluti Meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum verður haldinn 12., 13. og 14. ágúst n.k. Frjálsíþróttadeild KR sér um framkvæmd mótsins og verður það haldið í Laugardal. Eins og fyrr greinir fer mótið fram á þremur dögum og verður keppt í 200 m. h!., kúlu, hástökki, 800 m. hl., spjótkasti, lan^stökki, 5000 m. hlaupi og 400 m. grdhl. fyrsta daginn, 12. ágúst. 13. ágúst verður keppt í 100 m. hl., stangarstökki, kringlukasti, 1500 m. hh, þrístökkl, 110 m. gr.hl., reggjukasti og 400 m hl. 14. ágúst verður keppt 1 4x100 |m. boðhl., 4x400 m. boðhl., fimmt | arþraut og 3000 m. hindrunarhl. Meistaramót kvenna- fer fram j samtímis. 12. ágúst keppa konur í 100 m., hástökki, kúluvarpi, spjótkasti og 4x100 m boðhlaupi. 13. ágúst fer fram keppni þeirra í 80 m. grhl., Iangstökki, kringlu- kasti og 200 m. htaupi. 13. og 14. ágúst verður keppni í fimmtarþraut kvenna, en keppnis- greinar eru kúluvarp, hástökk og 200 m hlaup fyrri dag og 80 m. grhl. og langstökk síðari dag. Þátttaka tilkynnist til Gunnars Sigurðssonar, c/o Sameinaða, í síðasta lagi 6. ágúst 1963. Syndið 200 metrana

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.