Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 1
Á þingi Sambands íslenzkra un flutti fjármálaráðherra Gunn- sveitarfélaga, sem hófst í morg- ar Thoroddsen ræðu. Frá setningu þings Sambands íslenzkra sveitarfélaga á Hótel Sögu í morgun. Sést Geir Hallgrímsson borgarstjóri flytja ávarp. Við stjómarborðið sitja Tómas Jónsson borgarlögmaður, Jónas Guðmundsson, formaður samtakanna og frú Auður Auðuns, forseti bæjar- Ræddi hann fyrst og fremst um nauðsyn þess að efla fjár- hagslegt sjálfstæði og sjálfs- forræði sveitarfélaga. Kvað hann það vera einn þáttinn í lýðræðislegum stjórnarháttum.. Hann kvað ýmislegt hafa áunn- izt í þessum efnum s.l. 4 ár og benti m. a. á Iögin um tekju- stofna sveitarfélaga frá 1960, og lögin um bjargráðasjóð sem sett voru fyrir tveimur ámm en þar er gert ráð. fyrir að sjóð- urinn veiti sveitarfélögum lán eftir því sem hann hefur bol- magn til. Þrátt fyrir þetta væri mikið ógert varðandi sjálfsforræði sveitarfélaga í fjármálum þeirra. Taldi ráðherrann nauðsynlegt að komið yrði á fót sérstakri lánastofnun er gæti bætt úr þeim skorti á stofnlánum og rfekstrarlánum sem valdið hefur sveitarfélögunum erfiðleikum mörg undanfarin ár. Kvað hann margar leiðir koma til greina, minntist í því sambandi á sér- staka bankastofnun og þann möguleika að koma á fót stofn- lánadeild innan einhvers af nú- verandi bönkum landsins en kvað máiið þurfa rsekilegrar at- hugunar við og lýsti hann yfir skipun nefndar til athugunar á fjárhagsmálum sveitarfélaga. í VISIR 23. árg. — Fimmtudagur 22. ágúst 1C-33. — 182. tbl. Ffúrmála ráðherra í morgun: Nauðsyn sérstnknr lána- stofnunar sveitarfélaga stjórnar Reykjavíkur. — (Ljósm. Vísir: I.M.). segir Guðmunilur á Hœfnkelsstöðuni 4000 tunnur nú í vikunni, mest allt í salt. Ummæli Jakobs Jak- obssonar, fiskifræðings, hér í blaðinu í gær varð- andi síldvéiðamar hér syðrav hafa vakíð mikla athygli. Hallast fleiri og fleiri á þá skoðun, að hér sé um varhugaverð- ar veiðar að ræða, sem alvarlegar afleiðingar geti haft í för með sér fyrir síldveiðar og síld- argöngur almennt. Blaðið átti í morgun tal við Guðmund útgerðarmann frá Rafnkelsstöðum, sem kunnur er af útgerð sinni og sínum afla- sælu skipum, og lét hann hafa eftir sér eftirfarandi ummæli: „Ég hef ekki mikla trú á þess- um veiðum, og kalla þær hálf- gerða rányrkju. Og ég segi líka, að þótt ég hefði haft verksmiðj- una tilbúna fyrir hálfum mán- uði, bá hefði ég ekki viljað fá bátana mína hingað suður. Ég hefði neitað að taka við þessari smásíld í verksmiðjuna. Skip- stjórinn á elnum bátanna hjá mér, Mumma, hefur Iegið í mér og viljað komast suður, en ég iagðist alltaf gegn því, sagði honum sem var, að hann gæti þá alveg eins hætt strax. Ekk- ert varð úr suðurferðinni, en síðustu dagana hefur Mummi rótfiskað fyrir austan, fengið Rökin hjá sjómönnunum eru j^Tu, að Norðmennirnir veiði þessa smááíld, og þess vegna sé eins gott að við veiðiim hana líka, og það má kannski til sanns vegar færa. En persónulega tel ég ve?ðar á smásíld stórspillandi og er þeim algjörlega mótfallinn". Þess skal getið, að verk- smiðja Guðmundar á Suðurnesj- um verður væntanlega tilbúin í næstu viku, og getur hún þá afkastað um 4—5000 málum á viku. Musteri vanhelguð, handtök- ur og manndráp í S.-Vietnam Bfaðið í dag Bls. 3 Heiisuhælið i Hveragerði. — 4 Tízkubréf frá París — 7 Lútherska heims- þingið. — 8 Lestarræningjanna leitað — 9 Spjallað við Harald V. Ólafsson. Herlög voru sett í gær í Suður- Vietnam og ráðist með lögreglu — og herliði — inn í stærstu musteri Buddhatrúarmanna og margir menn munkar og nunnur drepnir eða handteknir. Tala hinna handteknu skiptir hundruðum. Með þessum að- gerðum voru musterln, sem eru helgir staðir, vanheiðruð. Þetta var gert þrátt fyrir harð- orða yfirlýsingu utanríkisráðuneyt- is Bandaríkjanna, sem fordæmdi stefnu Stjórnar S-Vietnam — lýsti sig algerlega andvíga hernaðarleg- um aðgerðum gegn trúarflokkum — og hefði með ofsóknunum gegn Buddhatrúarmönnum verið brotið í bág við loforð Diems forseta fyrir skemmstu til Bandaríkjastjórnar í þessu efni. Henry Cabot Lodge hinn nýi am- bassador Bandaríkjanna í Suður- Vietnam hraðar sér nú þangað, til þess að taka við embættinu. Ýmsar líkur eru nú fyrir, að Bandaríkjastjórn taki til endurskoð unar alla aðstoð sína við stjórn Diems, en hún hefur veitt henni m.a. hernaðarlega aðstóð í barátt- Framh. á bls. 5 Gunnar Thoroddsen, er hann héit ræðu sína í morgun. henni eiga sæti Jón Maríasson, formaður stjórnar Seðlabanka I’slands, ráðuneytisstjórarnir Sig tryggur Klemenzson og Hjálm- ar Vilhjálsson, Gunnlaugur Pét- ursson borgarritari, Ásgrímur Hartmannsson bæjarstjóri og Jónas Guðmundsson formaður Sambands íslenzkra sveitarfé- laga, sem verður formaður nefndarinnar. Síðan árnaði ráð- herrann þinginu heilla í störf- um. Helgi Þórarinsson forstjóri Bæjarút- gerðar Hafnar- fjarðar Útgerðarráð Hafnarf jarðar hef ur ákveðið að ráða nýjan for- stjóra Bæjarútgerðarinnar. Er það Helgi Þórarinsson, sem áður var starfsmaður hjá Söiumiðstöð hraðfrystihúsanna en hefur sið- ustu ár veitt forstöðu Flskiðju- verinu á ísafirði. Tekur hann við starfinu af Óttari Hanssynl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.