Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimmtudagur 22. ágiíst 1963. 9 Hann tónlist ví enzka lönd Haraldur með eina af nýjustu hljómplötum Fálkans, „Gullöld íslenzkra söngvara". Haraldur V. Ólafsson situr í skrifstofu sinni og heldur á nokkrum af nýjustu grammófónplöt unum ,sem hann hefur látið gefa út. Hann hand fjatlar þær varlega, þurrkar af þeim og strýkur gljáandi, lit- skrúðug umslögin, eins og þetta væru lifandi hlutir. Það er auðséð, að honum þykir vænt um þær. Og það má líka segja, að góðar hljóm- plötur hafi sitt eigið líf alveg eins og góðar bækur. „Ég hef alltaf haft mikið yndi af góðri tónlist", segir hann. „Og mig hefur lengi langað að gera það, sem í mfnu valdi stæði, fyrir' íslenzka tónlist. Ég gat ekki hugsað mér neina betri leið en að gangast fyrir vönd- uðum hljómplötuupptökum á verkum íslenzkra tónskálda og túlkun íslenzkra söngvara og hljóðfæraleikara á íslenzkum og erlendum verkum“. Þarna er stór, hæggeng plata, sem kölluð er „Gullöld islenzkra söngvara". Á framhlið umslags- ins er litmynd af Öskjugosi, sem dr. Sigurður Þórarinsson hefur tekið, en á bakhliðinni ýmsar upplýsingar um söngvarana eftir Guðmund Jónsson. önnur plata af sömu stærð heitir „ís- land í tónum“, og þar er um- slagið prýtt litmynd af Heklu- gosinu 1947, sem Pálmi Hann- esson rektor tók. Á henni syng- ur karlakórinn Fóstbræður ís- lenzk verk eftir ýmsa höfunda. Minni plata geymir úrval af ar- íum og dúettum, sem Stefán ís- landi hefur sungið. íslenzkar plötur á erlendum markaði. „Við ætlum að gefa út aðra plötu með íslenzkum söngvur- um, .Gullöld islenzkra söngvara nr. 2“‘ segir Haraldur. „Þá held ég, að komnir séu flestir ef ekki allir beztu söngvarar okkar á þessu tímabili. Bráðlega kemur á markaðinn plata með Karlakór Reykjavíkur, sem syngur íslenzk lög, og ennfrem- ur úrval af rímnalögum. Allar þessar plötur verða settar á sölumarkað víðs vegar dm heiminn, bæði í Ameríku og Evrópu, og ég er sannfærður um, að þær eiga eftir að vekja áhuga útlendinga á íslenzkri tónlist og verða góð landkynn- ing um leið“. „Þér hafið kannske haft er- lenda markaðinn í huga, þegar þér völduð litmyndir frá Islandi til að skreyta með umslögin?" „Já, einmitt. Þessi umslög hafa vakið athygli í útlöndum og fengið sérstaka viðurkenn- ingu fyrir smekkvísi hjá His Master’s Voice í London. Það var Hafsteinn Guðmundsson, forstjóri Prentsmiðjunnar Hóla, sem gerði uppdrátt að þeim og lagði á ráð um uppsetningu á framhlið þeirra. Við höfum líka fengið hina færustu menn til að rita upplýsingar á bakhlið, t. d. dr. Hallgrím Helgason, sem skrifar um rímnalögin, Guð- mund Jónsson, sem skrifar um söngvarana, o.fl. Og umslögin voru prentuð og gengið frá þeim í Kaupmannahöfn og Lon- don“. „Hvað haldið þér um sölu- möguleikana?" „Ja, fyrst og fremst ,er mér annt um að kynna ís- lenzka tónlist sem víðast. Ég geri mér ljóst, að það er ekki hægt að búast við miklum hagnaði og á sumum plötunum verður ef til vill tap, því að kostnaðurinn er gífurlegur, þegar lagt er út í svona vand- aðar upptökur, en ég álít, að þessar plötur komi til með að hafa sögulegt gildi, þegar fram líða stundir. Dægurlagaplötur seljast oft vel kannske 4—5 mánuði, en svo allt I einu dett- ur salan alveg niður; sígildar plötur halda áfram að seijast ár eftir ár. Þetta er líkt og að gefa út sígildar bækur — þær standa alltaf í fullu gildi“. Einsöngur með kór vinsælastur. „Hvaða plötum hefur almenn- ingur mestan áhuga á?“ „Af íslenzkum plötum seljast bezt alls konar alþýðulög, söngkvartettar eins og MA kvartettinn og Smárakvartett- inn, kórlög, einkum þó ein- söngvarar með kór. Stefán ís- landi selst alltaf mjög vel, enda eru vinsældir hans einstakar. Útlendingar kaupa helzt ís- lenzka músík, síður erlend verk túlkuð af íslenzkum listamönn- um“. „Hvað um erlendar plötur?" „Núorðið er geysileg sala í klassískum plötum: sinfóníum, óperum, kammermúsík o.s.frv. Það er ótrúleg breyting frá því sem áður var. Fram að 1930 mátti telja á fingrum sér þá menn, sem keyptu slikar plöt- ur“. „Hvenær byrjuðuð þið 'að selja grammófónplötur í Fálkanum?" „Ja, eiginlega var það ég, sem fékk föður minn til þess, af því að ég hafði svo gaman af músík. ~j tók verzlunarpróf hér á landi og stundaði síðan fram- haldsnám í Berlín og annaðist innkaup og verzlunarferðir fyr- ir Fálkann. Árið 1925 keypti ég til reynslu eitthvað 5—700 plötur frá Parlophone f Berlín. Það þótti óðs manns æði í þann tíð“. „Og hvernig seldust þær?“ „Heldur dræmt til að byrja með. Næst fór ég til London og heimsótti Columbia, sem þá var í miklum - uppgangi og örum vexti. Ég fékk umboð fyrir plötur frá þeim, og seinna þegar mynduð var samsteypa við Parlophone og fleiri stór fyrir- tæki, stungu þeir upp á, að Fálkinn hefði umboð fyrir allt saman, og það höfum við haft síðan. Þessi samsteypa gengur undir nafninu EMI og er stærsta hljómplötufyrirtæki í heimin- um“. Ös a91an daginn. „En hvenær byrjuðuð þið að sjá um upptökur á Islenzkri tónlist?" „Mér datt í hug að fá hingað verkfræðinga frá Columbía til að sjá um upptöku á tónlistinni i sambandi við Alþingishátíðina 1930, en þegar til lrom, reyndist ómögulegt að hljóðrita .músík undir beru lofti og við óviss veðurskilyrði. Þá tók ég upp á því að leigja Báruna gömlu og þar voru teknar upp einai 60 plötur. Það gekk allt prýðis- vel Við höfðum söngvara eins og t.d. Hrein Pálsson sem þá var upprennandi stjarna og hafði fyllt Gamla Bíó sjö sinn- um, Maríu, Einar og Sigurð Markan, Sigurð Skagfield, Dóru Sigurðsson o.fl. Karlakórinn Fóstbræður söng inn á nokkrar plötur, svo var Lapdskórinn, 150 manns, einnig undir stjórn Jóns Halldórssonar. Hljómsveit Reykjavíkur, einleikarar eins og Haraldur Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Þórhallur Árna- son. Auk þess höfðum við rímnalög og upplestur ... já, þarna kenndi margra grasa". „Hvernig gekk salan?“ „Þetta rann út — það var ös hjá okkur allan daginn marga mánuði“. „Og síðan hafið þið haldið ðfram með upptökur á íslenzkri fónlist?“ „Já, eftir því sem hægt hefur verið. Að vísu lagðist það nið- ur á mestu kreppuárunum, svo ■ kom stríðið, en að því loknu byrjuðum við aftur, og ég held, að mér sé óhætt að segja, að með nýjustu plötunum, sem nú eru að koma á markaðinn, sé búið að hljóðrita það merkasta, sem þekkt er af sfgildri, fs- lenzkri tónlist, túlkað af helztu listamönnum þjóðarinnar á þessu sviði“. „Er hægt að gera það hér á landi?" „Já, fyrir tveimur árum fékk Ríkisútvarpið fullkomnustu tæki, sem völ er á til hljóðrit- unar, og samstarf okkar við Út- varpið hefur alltaf verið með afbrigðum farsælt. Það getur enginn að óreyndu gert sér grein fyrir, hversu vandasamt er að taka músík upp á plötur eða raunar segulband, sem nú er farið að nota. Jafnvel veðrið getur haft sfn áhrif, rakastigið og hvaðeina. Þá er ekki lítill vandi að stilla upp mfkrófón- unum. Sá, sem fæst við upp- tökur á sígildri tónlist, þarf að hafa örfínt músíkeyra og mikla tæknikunnáttu. Ríkisútvarpið hefur á að skipa úrvalsmönn- um, og tvfvegis höfum við fengið hingað til lands á veg- um Fálkans dr. Rosenberg, sem er tónlistarráðunautur H.M.V. f Danmörku. Dr. Rosen- berg hafði m.a. yfirumsjón með upptökum á organleik Páls ís- ólfssonar, en plötur dr. Páls hafa vakið mikla afchygli er- lendis og fengið prýðilega dóma hjá músíkfólki þar“. Söguleg verðmæti. „Eru ekki íslenzku tónlistar- mennirnir ánægðir með að fá tækifæri til að komast á plötur, sem seldar verða úti um allan heim?“ „Jú, allt samstarf við þá hef- ur verið einstaklega gott. Þeir hugsa minnst um ágóða af þessu, en leggja mikla áherzlu á að vanda allt sem bezt. Enda er þýðingarmikið, að frágang- urinn sé óaðfinnanlegur, jafnt hvað snertir túlkun verkanna, hljóðritun og ytri búning eins og umslögin, myndskreytingu þeirra, upplýsingar á bakhlið o.s.frv. Bræður mfnir og með- eigendur f Fálkanum eru stund- um svolítið hugsi út af kostn- aðinum við þetta, en það er aldrei hægt að vanda sig um of. Hugsið yður t.d. þau sögu- legu verðmæti að eiga upplest- ur Ðavíðs Stefánssonar á mörg- um fegurstu ljóðum sfnum varð- veittan á grammófónplötu — margir vildu víst gjaman eiga plötur með upplestri Jónasar Hallgrfmssonar og fleiri ást- sælla þióðskálda". „Hafíð þér nokkuð fleira á prjónunum í nánustu framtfð?" „Ég er hálfpartinn að hugsa um að gefa út serfu af plötum fyrir lítil börn, þ.e. með upp- lestri á ævintýrum, undirspili og fallegum lögum, sem börnin hafa gaman af. Slíkar plötur eru mjög vinsælar í Danmörku. Og auðvitað fleiri íslenzkar plötur, eftir því sem efni fæst. Hugmyndum er alltaf nóg af — en það tekur sinn tfma að koma þeim f framkvæmd“. — SSB. cjssaoEsanEíonannnannnnnnncítananDaEjaaaaaananDan Spiallað við Harald V. Oilafsson/ forstjóra Fálkans hi. □aaacaaaaaoDaaaaaanaoaaQaaaaDaanaaaaaanDDD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.