Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1963. 7 ÚTVARPSSTÖÐIN arerindisins Hvfð gerist á slíku heims- þingi? Heimsþingið er hald ið 6. hvert ár, nú orðið, og kemur það saman m. a. til þess að ræða það starf, sem unnið hefur verið milli þinga, taka á- kvarðanir um þau verkefni, sem fyrirsjáanlega þarf að einbeita sér við á næsta 6 ára tímabili og fela lausn þeirra sérstökum framkvæmdanefndum, er starfa milli þinga. Sameiginlegt helgi- hald. með daglegri göngu ti! Guðs borðs mótar samveruna þingtímann, eins og fyrr er frá sagt, sameinar og helgar, styrk- ir til ákvarðana um einbeitt átök' ti! úrlausnar á knýjandi verkefnum í öllum heimsálfum. Nokkurra málefnaflokka, sem falin eru framkvæmdanefndum milii heimsþinga, ’vil ég geta-. Guðfræðileg rannsókn á grundvallaratriðum sameigin- legs trúarstarfs lútherskra manna og er það starf vitan- lega falið hinum færustu guð- fræðingum. Petta er kjarninn, sem sameinar allar hinar sundur leitu þjóðir og þjóðabrot sam- .takanna, kjarninn, sem trúarlíf og starf fær orku sína frá. Og lútherskar kirkjudeildir vilja varðveita hann hreinan, því að þær líta svo á, að þeirra hlut- verk sé að standa vörð um sér- stök mikilvæg trúarsannindi, er þeim hafi verið trúað fyrir, og að vitnisburðurinn um fyrirgefn ingu Guðs af óverðskuldaðri náð, fyrir trúna á Guðs son. Frelsarann, um náð Guðs sem hinn eina hjálpræðisveg synd- ugra manna, sá vitnisburður megi ekki þagna, og það sé vort hlutverk að frambera hann um heim allan. Þá má geta um alþjóðatrú- boð, bæðí meðal heiðinna þjóða og þeirra, sem kristið nafn bera, alþjóðlega hjálparstarf- semi margvíslega, fræðslustarf- semi o. fl. Jj^ngin leið er að gera grein fyrir þessum starfssviðum öllum í stuttu máli og verður því hér aðeins gerð lítillega grein fyrir tveimur þáttum til þess að gefa einhverja hugmynd um, hve hér er um risavaxin og þýðingarmikil verkefni að ræða. Einn þátturinn í alþjóða hjálparstarfsemi L. W. F. er að- stoð við vanþróuð lönd. Tii- mæli bárust frá Tanganyika, svo að dæmi sé tekið, um 3.000.000 bandariskra dala styrk til þess að halda áfram framkvæmdum við að koma á fót kristilegri tekningamiðstöð í Kilimanjaro. Þeirri beiðni hef- ur verið svarað með loforði um 2.862.000 dala framlag og áæt! að að fylla 3 milljónir áður en lýkur, Fyrir liggja auk þess áætlanir I 21 lið um framlög til vanþró- aðra landa og nema þær upp- hæðir samtals 1.267.626 banda- riskra dala. Er hér um að ræða hin margvíslegustu verkefni, því að þarfirnar eru aðkallandi á flestum sviðum menningarlífs- ins, má til nefna: almenna fræðslu, bygging sjúkrahúsa, að koma upp farand-lækningastöðv .um, styrk til sjálfsbjargar holds veikra, sjúkrahús holdsveikra, byggingu skóla, m. a. landbún- ' aðarskóla, prentsmiðju, kaup á landbúnaðarvélum, styrk til samvinnufélaga, til að koma upp rannsóknar og tilraunastöðvum í landbúnaði o. fl. o. fl. Og styrkir þessir ganga til ýmissa staða í Afríku og Asíu, svo sem í Etiopíu, Tanganyika, Nigeríu, Madagaskar, Indónes- íu, Indlandi, Nýju-Guineu, Nepal, Kamerun, Jerúsalem í Jórdan, Suðvestur-Afríku. Hvaðan koma þessar miklu fjárhæðir? Þær koma sem gjafir frá lúthersku kirkjunum í Evrópu og Ameríku. Eru þær svo auðugar? Nei, ekki að fjár- munum, heldur af samúð og kristilegu kærleiksþeli. Auðmenn gefa að vísu stundum háar upp- hæðir, en það er lítill hluti þessa fjármagns. Það er kirkju- fólkið almennt, sem gefur þess- sínu í Afríku, að Lútherska heimssambandið ætti að koma upp útvarpsstöð þar suður frá. Hann ræddi þetta við ýmsa framámenn, en hugmyndin þótti nokkuð hátt uppi 1 skýjunum. Til byggingar og reksturs slíkr- ar stöðvar þyrfti meira fjár- magn en líkur væru til að feng- ist í því skyni. byggð f höfuðborg þess ríkis Addis-Abeba. Tilgangur útvarps stöðvarinnar er að boða Krist í heimi hans. Nefnd þeirri, er þetta verk var falið, var mikill vandi á höndum. Fjáröflun, staðarval, þar sem stöðin nyti sín bezt og næði til flestra, ölfun heim- ildar viðkomandi ríkis og samn ingar er lutu að frjálsum rekstri stöðvarinnar, öll tæknileg vanda mál, sem fela þurfti öruggum sérfræðingum o. s. frv. Og þessir menn eru fagnandi glaðir nú, það er ánægjulegt að heyra þá segj^ frá. Þeir einir þekkja þá erfiðleika, sem þurfti að sigrast á. Og þeim ber sam- an um það öllum, að þetta sem hefur gerzt, hvernig lausn hefur fengiit á öllum vandamálum og erfiðleikum, hvernig flókinn hef ur greiðzt í sundur jafnóðum, Biskupsritari sr. In gólfur Astmarsson ritar um lútherska heimsþingið „ ar stórgjafir, fólk, sem vinnur fyrir brýnustu þörfum og á lítið eða ekkert fram yfir það. En sá ágæti, fagri siður tíðkast um allan heim meðal kristinna manna að hafa þann fastan þátt í guðsþjónustu helgidags- ins, að gefa kirkjugestum kost á að færa fórn, gjöf til góðs málefnis, samskot. Slík gjöf er guðsþjónusta handarinnar. Og þessar smáu gjafir, sem gefnar eru vlða og oft, renna saman og mynda fjárupphæðir, sem verða fjöldanum til bjargar. Margar hendur vinna létt verk. Er ekki enn kominn tími til þess, að við Islendingar tökum upp þenn an fagra þátt í guðsþjónustu okkar? Hvenær öðlumst við þann skilning á þessu atriði kristinnar guðsþjónustu, að það verði oss eðlileg uppfylling sál- rænnar þarfar, trúarþarfar, svo að vér fyndum til saknaðar, ef þetta tækifæri gæfist ekki á helgidegi? Það skal tekið fram, að þeir starfsmenn Lútherska heimssam bandsins, sem hafa með hönd- um dreifingu þessara fjármuna, gera það f samráði við kirkj- una, sem gjöfina veita. Og þeir eru mjög vel að sér um þarfir hinna ýmsu Ianda, er hjálpina hljóta, gera kröfu til að fram- kvæmdir séu vel undirbúnar, á- ætlanir liggj fyrir og séu skil- merkilega gerðar, og fylgjast nákvæmlega með framkvæmd- um hvers verkefnis. Fjárupp- hæðirnar fara jafnaðarlega um hendur lúthersku heimakirkj- unnar, sem stendur þá fyrir framkvæmdum. Útvarpsstöðin: Rödd fagnaðar- erindisins. Jjað var víst árið 1956, sem norski biskupinn Birkilí fékk þá hugmynd á ferðalagi Þó varð það ofaná á heims- þinginu 1957 í Mineapolis, að nefnd var fengið í hendur það verkefni að rannsaka möguleika og taka ákvörðun um málið Það datt víst fáum þá í hug, að sex árum síðar yrði þessi út- varpsstöð komin upp, tekin til starfa, og fjárhagsgrundvöllur fyrir rekstri hennar tryggður. En sú er raunin. Stöðin var opinberlega opnuð 26. febr. s. 1. við hátíðlega athöfn að við- stöddum þjóðhöfðingja Etiópíu Haile Selassie. Útvarpsstöðin er hve allt hefur gengið fljótt og betur, en beztu vonir stóðu til, það sé stórkostlegt og því verði ekki lýst með öðrum orðum en þeim, að hið ómögulega hefur orðið mögulegt. Stórbrotið kraftaverk hefur gerzt fyrir augum vorum. Bænheyrsla, sem þakka ber. Lútherska heimssambandið er eigandi stöðvarinnar og rekur hana. Hefur það til eigin þarfa 50% af útvarpstímanum. Hin 50% eru lánuð öðrum kirkju- deildum við kostnaðarverði. 1 þakklætis og vináttuskyni við heimalandið fær 'Orthodoxa kirkjan í Etiópíu 30 mín. útsend ingu daglega endurgjaldslaust. Ctöðin: Rödd fagnaðarerindis- ins nær til landsvæða, sem byggð eru yfir 500 milljónum manna. Auðvitað tala þessar þjóðir fjölda tungumála, og stöðin verður að útvarpa á mörg um málum. Er því svo íyrir komið, að heimakirkjur í hinum ýmsu löndum framleiða útvarps efnið og senda á segulbandi til stöðvarinnar, sem síðan útvarp- ar því. Er útvarpsefnið a. m. k. framleitt á .15 tungumálum og mun þeim fara fjölgandi. Stöðin er mjög vinsæl og mik ið á hana hlustað, berast um 200 bréf um útvarpsefnið viku- lega. Fólk í þessum löndum hlustar með ánægju og eftir- tekt á útvarp a. m. k. enn sem komið er. Lúthersku söfnuðirnir, sem dreifðir eru um þennan heims- hluta, Asíu og Afríku, afla út- varpstækja og koma þeim fyrir, þar sem fólk getur safnazt til áheyrnar. Enn fremur kaupa þeir sér segulbandstæki og taka útvarpsefnið á þau til þess að geta síðar endursent það hve- nær og hvar, sem þurfa þykir. ■Jl/Tá af þessum fáu upplýsing- A um nokkuð ráða hversu mikilvægt útbreiðslutæki heims sambandið hefur fengið f hend- ur. Takmark þess er að nota það af fyllsta megni öllum þjóð um, er þess geta notið, til heilla og blessunar. Útvarpsstöð fagn- aðarerindisins streymir út yfir heiðin lönd, og þótt tungurnar séu þar margar talaðar, er fagn- aðarerindið, sem þær flytja, eitt, Kristur í dag. Clifford Odets látinn Clifford Odets, hið heims- fræga, bandaríska leikskáld og kvikmyndastjóri, andaðist í Hollywood fimmtudaginn 15. þ. m. Hann var fæddur í Phila- delphia árið 1906, ólst upp í New York og gerðist leikari og tók af skrifa leikrit þegar að lokinni skólagöngu. Árið 1935 ávann hann sér heimsfrægð með löngum eiþáttungi, „Wait- ing for Lefty,“, sem fjallaði á róttækan hátt um verkföll, fundi í verkalýðsfélögum og hugar- farsbreytingu einstakra persóna í átt til sósíalisma. Eftir næsta leikrit hans, „Awake and Sing“, um fátæka Gyðingafjölskyldu í Bronx, var hann kallaður „Skáld alþýðunnar og talsmaður lítil- magnans í Bandaríkjunum" Frægð hans náði hámarki með „Golden Boy“ 1937, en úr því fóru vinsældir hans heldur þverrandi. Odets sætti harðri gagnrýni hin síðari ár, og var talið, að ádeila hans hefði misst brodd sinn, er auður og velgengni milduðu lífskjör hans sjálfs. Hann sneri sér þá að Holly- Clifford Odets. wood og fór að skrifa kvik- myndahandrit og stjórna mynd- um, m. a. „None But the Lonely Heart“, þar sem Ethel Barrymore hlaut Oscarverðlaun- in fyrir beztan leik á árinu, og ,,The Country Girl“, þar sem Grace Kelly hreppti sömu verð- laun. Seinasta kvikmynd hans var gerð árið 1960, „The Story on Page One“ með Rita Hay- worth. Stðustu árin vann hann mik- ið við bandaríska sjónvarpið. Hann var tvíkvæntur, og var fyrri kona hans hin heims- þekkta leikkona, Lui'se Rainer, sem tvívegis vann Oscarverð- launin fyrir bezta leik ársins. Á íslandi hafa verið sýnd tvö leikrit eftir Clifford Odets, „Rocket to the Moon“ eða Brúin til mánans af leikflokknum Sex I bíl og „The Country Girl“, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu árið 1956 undir nafninu Vetrar- ferð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.