Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 5
5 VÍSIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1963. Hvað gátum við gert ti! að forða slysmu ': ? Gerhardsen er sór yfir því að nómusiysin á Svalbarða eru notuð til að fella stjórnina Stjórn Gerhardsens verð- ur að fara frá — stjórnar- kreppa í Noregi er stað- reynd — hin fyrsta í 28 ár —, segir í einu kunnasta bliði Noregs, Aftenpost- e:i, og enn fremur: Borg- araleg stjórn er reiðubúin að taka við og ráðherra- listi borgaralegrar stjórn- ar til taks, við forustu John Lyng úr Hægriflokkn um. Finn Gustavsen for- maður sosíaliska þjóðar- flokksins hefir sem áður er getið lýst yfir fylgi flokks síns við gagnrýni borgaraflokkanna í Kings Bay málinu, og greiðir van trauststillögu þeirra at- kvæði. Eftir að Einar Gerhardsen hafði rætt málið af miklum tilfinninga- hita, sagði John Lyng, formaður Hægri flokksins á þingi: íþréffir Framhald af bls. 2. 3) Ari Stefánsson HSS. Kringlukast: 1) Sigurþór Hjör- leifsson HSH, 2) Kjartan Guðjóns- son KR, 3) Sigurður Sveinsson HSK, 4) Ari Stefánsson HSS. Spjótkast: 1) Kjartan Guðjónsson KR, 2) Halldór Jónasson IR, 3) Sigurður Sveinsson HSK. Sleggjukast: I) Jón Ö. Þormóðs- son ÍR, 2) Halldór Jónasson ÍR. Þar sem ekki eru fjórir kepp- endur í grein, hafa ekki fleiri kepp endur reynt sig í greininni til 1. ágúst, en til þess tíma er fresturinn til að vera hlutgengur. Sjötíu og fjórir þingmenn í þess um sal (fulltrúar borgaraflokkanna) hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ef þeir segi ekki nú skoðun sína afdráttarlaugt, hafi „þeir ekk- ert hér að gera Iengur“. Vér erum fúsir til þess að taka afleiðingun- um af þessu til þess að fá hreinni og skýrari línur á vettvangi norsks þingræðis. Hann andmælti kröftug- lega þeirri skoðun forsætisráðherr- ans, að stjórnarandstaðan hefði knú ið fram stjórnarkreppu til þess að fá nýja stjórn. Lyng sagði: Borgaraleg stjóm, sem mynduð yrði, myndi fá mjög erfitt hiut- verk, en við og við verða menn að leggja reikningsdæmin til hliðar og taka ákvörðun um það eitt, að gera það, sem menn álíta réttast. Deilurnar undir umræðunni um Kings Bay málið hafa verið ákaf- lega harðar og á köflum mjög persónulegar, einkanlega í tengsl- um við ýmislegt sem Gerhardsen sagði, er tilfinningarnar ætluðu að bera hann ofurliði. Formaður þing- flokks Kristilega þjóðarflokksins varð að þola það, að honum væri núið um nasir hverjar trúarskoðan- ir hann hefði. Þingmenn Verkalýðs flokksins sameinuðust um Gerhard sen og aðra ráðherra og töldu þá ekki bera ábyrgð á því sem gerðist í Kings Bay málinu. Dönsk blöð, m. a. Politiken, segja, að beðið hafi verið með mik illi eftirvæntingu yfirlýsingar Finn Gustavsen, sem hafi ráðið úrslitum um örlög stjórnarinnar. Hann tók það fram í yfirlýsingu sinni, að hann , myndi nota fyrsta tækifæri sem byðist til að greiða atkvæði gegn hverri borgaralegri, (ó-social- istiskri, eins og hann sagði), stjórn, sem mynduð yrði. Afstaða flokks hans í vantraustsmálinu var sú, að í því máli hefði stjórnin brugðizt skyldum sínum gagnvart Stórþing- inu. í FYRSTA SINN — Einar Gerhardsen talaði af al- vöruþunga og hita og bar ræða hans því vitni, að hann tók nærri sér persónulega gagnrýni þá, sem hann hefur orðið fyrir, stjórn hans og flokkur. Takist stjórnarandstöðuflokkun- um að knýja fram vilja sinn í þessu máli, sagði hann, þá er það að Iíkindum í 'fyrsta skipti, sem það gerist í heiminum, að þjóðþing lands fellir ríkisstjórn vegna slyss hjá fyrirtæki í eign ríkisins. Ég hef oft spurt sjálfan mig að því í seinni tíð, hvað ráðherrarnir hefðu getað gert til þess að koma í veg fyrir þetta slys. Og nú spyr ég stjórnarandstöðuna, og ég bið um svar, ekki útúrsnúninga: Hvað hefði forsætisráðherrann átt að gera? Hvaða mistök urðu honum á — hver er vanræksla hans? Ég viðurkenni ekki, að ieiðtogar stjórn arandstöðunnar beri meiri um- hyggju fyrir heilbrigði og lífi verka manna en ég og samráðherrar mín- ir. Forsætisráðherrann ræddi þetta nokkuð frekara og aðallega hina stjórnmálalegu hlið málsins, sem hann taldi aðalatriðið og komst að þeirri niðurstöðu, að stjórnarand- staðan hefði tekið ákvörðun um að nota sér slys, sem 21 maður beið bana í til þess að fella stjórnina, andstæðingablöð stjórnarinnar hefðu þar næst bætt við tölum um þá, sem farizt hafa í fyrri slysum við Kings Bay, til þess auðsæilega að skella skuldinni á núverandi rík- isstjórn fyrir öll slys á Svalbarða fyrr og siðar. Blöð stjórnarand- stöðunnar hefðu hafið herferð gegn SSmurinn I Vísi, þriðjudaginn 20. ágúst, féll niður fyrsta ljóðlínan í vísu sem var í annál dagsins. Hér birtist vísan öll: Verkf ræðimenningin er varla byggð á sandi, milljónastrompur sá hæsti hér á landi svo borgin megi öll verða ilmsins aðnjótandi. Musferi — Framnald aí bls. 1. unni við skæruliða kommúnista. Stjórn Diems segir, að hún hafi verið neydd að taka í taumana, þar sem Buddhatrúarmenn hafi áform- að byltingu gegn stjórninni. Buddhatrúarmenn eru 70% þjóð- arinnar, en hinir rómversk-kaþólsk- ir — og eru það kaþólskir, sem stjórna. Times í London segir í morgun, að með seinustu aðgerðum sínum hafi Diem komið þvf til leiðar, að fjendum hans fjölgi, en vinum fækki. PIai§ sveífurlélugu Sjöunda landsþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga var sett í morgun í Hótel Sögu. Formaður sambandsins Jónas Guðmundsson setti þingið og minntist látinna fulltrúa, Erlings Friðjónssonar Ak- ureyri, Einars Jónssonar Vorsabæ og Ivars Jasonarsonar Vorsabæjar- hól. 170 fulltrúar eru á þinginu auk gesta frá sveitastjórnarsamböndum á Norðurlöndum. Að lokinni setnuingarræðu flutti Geir Hallgrímsson borgarstjóri á- varp, bauð fulltrúa velkomna til þings í Reykjavík og árnaði þeim heilla í störfum. Þá voru kjörnir forsetar þingsins Jónas- Guðmunds- son og Auður Auðuns forseti borg arstjórnar Reykjavíkur, ritarar Jó- háhn Hermannsson forseti bæjar- stjórnar Húsavíkur og Páll Björg- vinsson oddviti Hvolhrepps. stjórninni og eitrað hið stjórnmála lega andrúmsloft í Noregi um langa framtíð. Gerhardsen sagði, að þannig væri ráðizt á stjórnina eins og brezku stjórnina fyrir Profumomál- ið og sænsku stjórnina fyrir Wenn erströmmálið — en hann kvað stjórn sína ekki ætla að fara bón- arveg að stjórnarandstöðunni til þess að fá að vera áfram við völd. Sæmileg síldveiði Sæmileg síldveiði var síðast- liðinn sólarhring, 30 skip fengu 15 þús. mál og tunnur. Síldin er ekki eins góð og undanfarið og fer lítið af henni £ salt. Veiði- svæðið er frá sunnanverðum Héraðsflóa og út í Reyðafjarð- ardýpi, 25 — 40 mílur undan landi. Veður er kalt en stillt. — Þessi skip tilkynntu um afla: Hamravík 400, Ásgeir Torfa- son 450, Garðar GK 250, Jón Finnsson 350, Sigfús Bergmann 500, Sólrún 500, Guðrún Jóns- dóttir 1000, Seley 400, Sæfaxi 300, Héðinn 1300, Búðafell 250, Straumnes 250, Pétur Jónsson 1000, Pétur Ingjaldsson 550, Friðbjörn Guðmundsson 200, Gnýfari 500, Sigurpáll 1200, og hefur tekið forystuna, Hannes Hafstein 700, Hoffell 250, Dofri 80Ó, Sæþór 200, Einar Hálfdáns 600, Skipaskagi 200, Guðmundur Þórðarson 150, Hafþór 100, Svanur RE 600, Ásgeir Torfason 300, Björgvin 500, Engey 200. Otför KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR Hróarsholti sem andaðist 16. þ. m. fer fram laugardaginn 24. þ. m. ogt hefst með húskveðju frá heimili hennar kl. 1,30 e. h.. Bíl- ferð frá B. S. 1. kl. 11,30 sama dag. Börn og tengdabörn. Alltaf fjölgar VOLKSWAGEN ÁRGERÐ 19 Verð er ca. kr. 126.300,00 með eftirtöldum búnaði: Áður en þér kaupið bíl, þá kynnið yður hvort varahlut- ir fást og hvað þeir kosta Miðstöð — Rúðaþvegl- ar — Varadekk á felgu — Varaviftureim — Verkfæri — Lyftari — Tvöfaldir stuðarar aft- an og framan. Innisólskyggni beggja megin — Innispegill — Hliðarspegill bílstjóra megin — Eldneytismæl ir — Ljósamótstaða í mælaborði — Leðurlíki á sætum, hliðum og topp? — Hreyfanlegir stólar með stillanlegum bökum — Festingarvfyr ir öryggisbelti. — Vagn inn er tvíyfirfarinn og tvístilltur. Bæði við 500 og 5000 km. Erum nú að afgreiða sendingu af árgerð 1964 Tökum á móti pöntunum til afgreiðslu í september Komið og skoðið árg. 1964 H E K L A , Laugavegi Nýju bíiarnir, árgerð 1964, til sýnis að Laugaveg 170-172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.