Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1963. Jóhann Bernhard MINNINGARORÐ Jóhann Bemhard ritstjóri lézt föstudaginn 16. þ. m. að heimili sínu við Öldujfötu 33 hér í bæ. Jóhann var fæddur að Hrauni í Aðaldal Suður-Þingeyjarsýslu 8. nóv. 1918. Jóhann ólst upp hér í bæ. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1939. Á uppvaxtarárum þreytti Jó- hann ýmsar íþróttir og beindist hugur hans snemma að frjálsum íþróttum. Tafl var honum mjög hugleikið og dráttlist. Um skeið var Jóhann meðal hinna fræknustu íþróttamanna er stunduðu frjálsar íþróttir, methafi og meistari. Hann var glæsilegur á velli og heilbrigður í keppni og vildi ætíð fara að lögum og sýna fullan drengskap. Eftir að Jóhann hætti keppni gerðist hann ötull starfsmaður fyrir íþrótt sína og svo heitur og sannur unnandi að tæplega munu finnast önnur dæmi gleggri. Jóhann var í K.R. og unni sínu félagi, en laus við allar félags- legar öfgar. Hann var allra manna fróðastur um afrek Islendinga frá upphafi frjálsra fþrótta. Iðni Jóhanns og elja að leita uppi skýrslur og gögn um mót og árangur manna á ýmsum tímum og á ýmsum stöðum var frábær. Átti hann orðið mikið safn sögu- legra gagna. Safn sem ómetanlegt mun reynast. Með útgáfu Árbóka frjáls- íþróttamanna var stígið stórt og þýðingarmikið spor. Sögulegt og menningarlegt afrek unnið. Jóhann mun þar hafa lagt fram drýgstan skerfinn sem ritstjóri þeirra bóka. Fyrsta bókin kom út 1943. Ritstjór- ar að henni voru Jóhann og Brynj- ólfur Ingólfsson. Var þar um Grettistak að ræða hjá þeim fé- lögum. Jöhann starfaði um árabil f stjóm Frjálsfþróttasambands Is- lands og lagði þar grundvöll að laganefnd sambandsins. Hann samdi og þýddi lög og reglur og var óþreytandi að skipuleggja mót og semja móta-reglur. Jóhann var um skeið ritstjóri íþróttablaðsins, auk þess gaf hann út fþróttablaðið „Sport',. Hann skrifaði fjölmargar íþróttagreinar í dagblöð bæjarins. Jóhann var samvizkusamur f öllum ritstörfum og setti sér það mark, að hafa ætíð það er sannara reyndist. Fallinn er góður drengur fyrir aldur fram. Brautryðjandi á sfnu sviði. Jóhann átti mörg störf óleyst. Hann brast til þess þrek að vinna úr því safni gagna um fþróttir er hann með mikilli mæðu hafði safnað að sér. „Það krefur tóm, það krefur þrek að koma þar nokkru f tó. Hver tæmir allt það timburrek af tímans stóra sjó. öxartálgu-spýtur, sprek og spón. — Til er nóg“. Hver tekur nú upp þráðinn? Hver tekur upp merki hins fallna riddara? Þar er nú skarð fyrir skildi. Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Svöfu Þorbjarnardótt- ur, 23. maf 1943. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Guðnýju, Þorbjörgu og Helgu. Faðir Jóhanns var Jón Jónsson skipstjóri og er löngu látinn. Móð- ir hans Guðný Jakobsdóttir býr hér f bæ; myndarkona og gáfuð. Jóhann Bernhard er horfinn úr hðpnum. Hættur að teikna myndir. Hættur að sétjá sinn sérstáka svip á frjálsíþróttariiótiri. Hættur að vera hrókur alls fagnaðar með spaugi sfnu og kímni. „Skjótt hefur sól brugðið sumri“. Ég kveð þig Jóhánn og þakka fyrir samfylgdina. Minningarnar briótast fram og ég verð þögull. Gakk þú inn í fögnuð herra þfns. Undir nýjum himni á nýrri jörð munu Ieiðirnar aftur liggja saman, því: „Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið". Samúð vottast aðstandendum, konu, börnum og móður. Benedikt Jakobsson. Syndið 200 metrana Héraðsmót Sjólfstæðis- manna í V-Barðastrandasýslu Héraðsmót Sjálfsíæðismanna í V-Barðastrandarsýslu var haldið sl. laugardag á Bfldudal. Mótið var á- gætlega sótt og fór mjög vel fram. Samkomuna setti og stjórnaði síð- an Hjálmar Ágústsson, verkstjóri Bfldudal. Dagskráin hófst með þvf að Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins flutti ræðu. Að lokinni ræðu Þorvaldar söng Guðmundur Guðjönsson, óperusöngvari einsöng en undirleik annaðist Skúlj Hall- dórsson, píanóleikari. Þessu næ: flutti Jónas G. Rafnar, alþingi: maður ræðu. Guðmundur Guðjón son söng síðan nokkur lög. Síða: á dagskránni var gamanþáttur < þeir fluttu leikararnir Ári Tryggvason og Jón Sigurbjörnsso: Var gerður mjög góður rómur að málj ræðumanna og einnig var listamönniínum ágætlega tekið. Lauk samkomunni svo með dans ’ leik. ÚLFLjÓTSVATNI Fyrir nokkru voru tveir dreng ir hætt komnir á Úlfljótsvatni, er bát þeirra hvolfdi. Svo heppi- lega vildi þó til, að tveir foringj- ar af Vinnu- og skátaskálanum á Úlfljótsvaíni urðu piltanna var ir og tókst þeim að bjarga hin- um nauðstöddu. Nánari tildrög að björguninni voru þau, að tveir unglingspilt- ar frá Ljósafossi höfðu brugðið sér á bát út á Úlfljótsvatn. Urðu piltarnir fyrir því óhappi að bát þeirra hvolfdi. Piltarnir voru í björgunarvestum og flutu þeir því á vatninu. Reyndu þeir að kalla á hjálp, en voru að verða úrkula vonar um að hún bærist, eftir að hafa reynt að gera vart við sig í tæpa klukkustund. Einn af flokkum Vinnu- og skátaskólans var i útilegu inni í Borgarvík, og allt í einu tóku drengirnir eftir því að tvær manneskjur flutu á vatninu. — Brugðu foringjarnir, þeir Sigurð ur Ragnarsson og Óttar Proppé skjótt við og hlupu heim að skálanum á Úlfljótsvatni. — Hrundu þeir báti á flot og björg uðu piltunum, sem þá höfðu flot ið i vatninu klukkustund. Pilt- arnir voru orðnir allþjakaðir eftir volkið. Vel gekk að bjarga þeim upp í bátinn, en síðan voru þeir fluttir heim að Úlfljótsvatni og hresstust þeir fljótt. iidur i b’fresð 50% HÆRRA VERÐ FYRIR SELSKINN Verð á selskinni á erlendum markaði hefur hækkað um 50% frá því í fyrra. Sala á selsklnni hefur gengið mjög vel og hefur allt selskinn verið selt úr landi. Selveiði í vor er álitin hafa verið heldur betri en s.l. vor og munu sennilega um 4 — 5 þús. selir hafa verið veidd ir í vor. Vísir nafði í gpermorgun sam- band við þá tvo aðilja sem mest selja af selskinni úr landi, Sam- bandið og Þórodd E. Jónsson, heild- sala. Eftir þeim upplýsingum að dæma sem blaðið fékk er góður markað- ur nú fyrir selskinn og ágætlega hefur gengið undanfarin sumur að selja skinn úr landi. Sambandið selur skinnin mest til Danmerkur og V-Þýzkalands, en Þóroddur E. Jónsson selur mestmegnis til Eng- lands og Þýzkalands. Verð það sem veiðimönnum var greitt fyrir skinnið í sumar var um 1600 kr. Eins og kunnugt er stendur sel- veiði einkum yfir í júnt og júlf. Erfitt er að segja um beztu veiði- svæðin, en óhætt er að nefna Skaftafellssýslur og Breiðafjörð sem góð veiðisvæði. I gær kviknaði í bíl í Hafnar- firði og skemmdist hann talsvert, en þó minna en ætla mætti og var það vegna skjótra viðbragða slökkviliðsmanna. Þannig var málum háttað að um tíuleytið £ gærmorgun skildi maður Skoda-bifreið eftir fyrir utan Öldu- götu 4 í Hafnarfirði á meðan hann skrapp snöggvast inn í húsið. Hann kom að vörmu spori út aftur, en þá var tekið að rjúka úr bifreiðinni. Var lögreglu og slökkviliði sam- stundis gert aðvart og eldurinn fljótlega kæfður. Samt urðu tals- verðar skemmdir í vélarhúsi og mælaborði. Gizkað er á að eldur- inn hafi kviknað í tvisti sem hafði verið í benzínlokinu en stutt á milli hans og púströrsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.