Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1963. Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fiéttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur). _________Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Forðum nýju gengisfalli. í grein, sem fjármálaráðherra Gunnar Thorodd- sen ritaði hér í blaðið í gær, benti hann á að þau verkefni, sem framundan eru, lúta að því að tryggja framhald viðreisnar og jafnvægis í öllum búskap þjóð- arinnar. Nýtt uppbóta- og haftakerfi má ekki innleiða á nýjan leik. Af slíkum neyðarúrræðum hefir þjóðin vissulega fengið meira en nóg. Uppbóta- og hafta- kerfið dró mátt úr frjálsu framtaki og kom í veg fyrir eðliíega þróun og uppbyggingu atvinnugreinanna. Skálkurinn var þar oft heiðraður, en ekki var tekið tillit til þeirra, sem ráku fyrirtæki sín af forsjá og dugnaði. f rauninni var uppbótakerfið ekki nema gálgafrestur. Fé var tekið úr vösum almennings til þess að halda uppi taprekstri atvinnutækjanna vegna þess að efnahagskerfið var sjúkt. Fólkið greiddi tapið í nýjum sköttum og skyldum, sem komu harðast nið- ur á launamönnunum — oft þeim, sem sízt máttu við háum skattgreiðslum. Allir frjálslyndir framfarasinnaðir menn vona, að til slíkra úrræða þurfi aldrei aftur að grípa. Atvinnu- reksturinn verður að geta staðið á eigin fótum. En til þess þarf þjóðfélagið að skapa eðlileg vaxtaskil- yrði og heilbrigt fjármálalíf. Það þarf að vera unnt að reka fyrirtæki í landinu með hagnaði, án þess að krjúpa ríkisjötunni og biðja um brauð. Hitt neyðarúrræðið er gengisfelling- Af því höf- um við íslendingar sára reynslu, verri en nokkur önn- ur þjóð Evrópu. Gengisfelling er að vísu oft ekki ann- að en viðurkenning á þeim vandkvæðum, sem þegar hafa skapazt. En það er manndómsverk að hindra að út í slíkar ógöngur þurfi nokkum tímann að fara. Gengisfelling eyðir ekki einungis sparifé þjóðarinnar og lífeyri gamals fólks og heiðrar skuldunautana, heldur rýrir hún fjármálaálit þjóðarinnar mjög út á við. Afleiðingin er sú, að hvergi er nauðsynleg fram- kvæmdalán að fá, eins og saga áranna fyrir 1960 sýn- ir gleggst. Þess vegna má ekki aftur til gengisfellingar koma. Þess vegna verður þjóðin að lúta eðlilegum hagfræði- legum lögmálum, sem segja til um það, hvemig haga verður þjóðarbúskapnum. Ekkert efnahagskerfi þolir 25—30% almennar launahækkanir á einu ári og sömu aukningu alls tilkostnaðar atvinnulífsins. Ekkert efna- hagskerfi þolir langvarandi vinnudeilur, sem merg- sjúga atvinnurekstur þann, sem þjóðin byggir velmeg- un sína á. Þetta eru einfaldar staðreyndir, en það er mikið undir því komið að fólkið í landinu skilji þær. Of lengi hafa kjarabæturnar fuðrað upp í eldi nýrrar verðbólgu, eldi nýrrar gengislækkunar. í haust eru ýmsar aðgerðir í efnahagsmálunum nauðsynlegar. Þjóðin verður þar að þekkja sinn vitj- unartíma. Stöðvunarstefnan er sú eina stefna, sem getur forðað frá vandræðum gengisfellingar og upp- bótakerfis- Á miklu ríður að menn geri sér það ljóst, - ljósar en nokkru sinni fyrr. HundruB lögreglumanna leita lestarræningjuima Leynilögregluforingjar þeir, sem stjóma leitinni. Þeir heita Mc Arthur og Fawtrell. Leitinni að lestarræn- ingjunum er haldið á- fram, í Englandi, og af auknum krafti. Fara ekki sögur af jafn um- fangsmikilli og víðtækri leit. Hundruðir lögreglu manna taka þátt í leit,- inni, öll spjót eru höfð úti, blöðum er óspart beitt og háum verðlaun um er heitið hverjum þeim sem gagnlegar upp lýsingar getur gefið. Jafnvel undirheima- * menn á Bretlandi að- stoða lögregluna. Árangurinn er misjafn. Tugir manna hafa verið teknir fastir og hundruð annarra yfirheyrðir. Á þriðjudaginn lét Iögreglan þær fréttir frá sér fara, að henni væri kunnugt um fjóra af forsprökkum ræningjanna, og búizt var við aðgerðum lögregl- unnar vegna þessara manna nú í vikunni. Lögreglan hefur feng ið leyfi fyrir 30 húsrannsókn- um sem verða notuð, þegar á reynir. 19 nöfn eru á lista ,eftir- lýstra manna“ og álitið er að þessir 19. geti ekki dulizt öllu lengur. tei Scotland Yard, en leynilög- reglumennirnir, Gerald Mc Arthur og Malcolm Fewtrell stjórna leitinni af hennar hálfu, hefur og látið í það skína, að henni væri kunnugt um, hvaðan upplýsingamar hefðu komið til ræningjanna „innan frá“, en ljóst hefur orðið að í vitorði með ræningjunum hefur einhver aðili verið, sem aðgang hefur haft að æðstu stjórn póstmála- anna. ISl Leit er gerð að ungu pari, sem grunað er að hafi verið við ránið riðið, þar eð bifreið, sem unga parið notaði fannst, yfirgefin nálægt flugvellinum í London, en sama bifreið hafði einnig verið notuð í sambandi við ránið Bifreiðirnar, sem not- aðar voru á ránstaðnum sjálf- um, vörubifreið og tveir Landrov erbílar, hafa einnig fundizt og hefur lögreglan notað þær, til þess að setja á svið hvemig ránið hafi verið framið, og hvemig ræningjarnir hafi þá hagað sér. ISI Auk viðtækra aðgerða lög- reglunnar, tekur almenningur fullan þátt í leitinni, og er skemmst að minnast, hvemig fólk fann peninga á víðavangi og upplýsti lögregluna um fund inn. Bréf streyma inn með allskyns upplýsingum réttum og röngum. Áhugi þessi stafar að sjálfsögðu að miklu leyti af þeim verðlaunum, sem heitið hefur verið. [S1 En um Ieið og fólk gerir til- raunir til að koma upp um ræn ingjana, gr það jafnframt fullt aðdáunar á þessu snilldarlega og velframda ráni. Gætir þeirrar aðdáunar víða. Geta má þess, t. d. að undanfarna daga hefur verið stöðugur straumur forvit- inna ferðalanga til sveitáseturs þess, sem ræningjarnir notuðu og höfðust við f, er þeir undir- bjuggu ránið. Höfðu þeir keypt það af fyrri eigandanum, Bern- ard Rixon. Nú hefur Rixon þessi gert kröfur um að fá sveitabæinn afhentan að nýju, og hefur hann 1 hyggju að selja aðgang að bænum og nágrenn- inu, og hagnast þannig á for- vitni þess fólks, sem skoða vill þennan umtalaða og sögulega stað! ISI Lögreglan hefur nú einnig að mestu lokið rannsókn sinni þar á staðnum, svo brátt verður Rixon ekkert að vanbúnaði að koma gróðafyrirætlunum sfn um f framkvæmd. Enn þá hefur aðeins fundizt lítill hluti af allri þeirri fúlgu sem stolið var í lestinni. Við- búnaður ræningjanna var samt svo mikill og fjöldi þeirra hefur greinilega verið slíkur, að kraftaverk mun það verða, ef þeir sleppa með þýfið án þess að finnast. Allar líkur eru því til þess, að komist upp um ræn- ingjana áður en langt um líður. Bifreiðir þær, sem ræningjarnir notuðu. Vörubifreið og tveir Landrover (aftast).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.