Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 16
VISIR Fimmtudagur 22. ágúst 1963. höfuðborg síldarinnar Héraðsmót Sjólfstæðis- manna að Skúla- garði 24. ógúst HéraBsmót Sjálfstæðismanna í Norður-Þingeyjarsýslu verð- ur haldið að Skúlagarði, Norður-Þingeyjarsýsiu laugardaginn 24. ágúst kl. 9 síðdegis. Þorvaldur Garðar Kristjánssón, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Jónas G. Rafnar, aiþing- ismaður, flytja ræður. Leikararnir Árni Tryggvason og Jón Sigurbjörnsson skemmta. Enn fremur syngur Guðmundur Guð- jónsson, óperusöngvari, með undirleik Skúla Halldórssonar, planólelkara. Dansleikur verður um kvöldið. vcnu Ci zyiia auuaiiujuiapuníi t ocyuiaijaiuai vcfKSimujunni. Slys vii Reykjavikurhöfn Síðdegis I gær varð slys á Aust- urbakka Reykjavíkurhafnar er mað ur féll af dráttarvagni og slasað- ist Maður þessi heitir Jónmundur Einarsson til heimilis að Laugar- nesvegi 73. Vann hann við að koma steýpustyrktarjárni á dráttarvagn og var að laga til járnbúnt aftast á vagninum, þegar slysið vildi til. Búntið hafði slegizt til og lenti á fæti Jónmundar, þannig að fótur- inn klemmdist milli þess og vagns- ins, en um leið skall Jónmundur aftur af vagninum og niður á bryggjuna. Hann virtist hafa slas- azt talsvert og var samstundis fluttur í Slysavarðstofuna til at- hugunar og aðgerðar. Slys þetta skeði skömmu eftir kl. 6 síðdegis. Suður í Kópavogi varð umferðar- óhapp um kl. 5 síðdegis í gær. VoIk;agen sendiferðabíl var ek- ið aftur á bak á stuttum vegspotta við sjóinn. En þar hafði sjórinn brotið skarð í vegbrúnina og bíl- stjórinn ekki vitað af því eða veitt athygli sem skyldi. Bíllinn lenti út af, valt fyrst á hliðina og hafnaði að því búnu á hvolfi í fjörunni. Auk ökumanns var einn farþegi I bílnum. Farþegann sakaði ekkert, en ökumaðurinn hlaut höfuðhögg, þó ekki alvarlegt að talið var. Bíllinn er aftur á móti illa dæld- aður og skemmdur. Um svipað leyti og þetta óhapp vildi til, varð bifreið fyrir stein- kasti frá sprengingu, sem gerð var í námunda við áhaldahús Kópa- vogs. Lenti steinn á þaki bifreið- arinnar og olli á henni nokkrum skemmdum, en fólk sakaði ekki. Seyðisfjörður er nú orðinn hættulegur keppinautur hinna stóru og rótgrónu löndunar- stöðva sildveiðiflotans, Siglu- fjarðar og Raufarhafnar. Fyrir nokkrum árum barst naumast síld á land á Seyðisfirði, á sama tíma og mörg þúsund manns, karlar og konur höfðu atvinnu við síldarsöltun í síldarbræðslu víðsvegar á Norðurlandshöfn- um. Síðustu árin hefur Seyðis- fjörður komið æ méir við sögu síldveiðanna og þó aldrei í jafn ríkum mæli sem í sumar. Þar hefur nú þegar verið saltað meir heldur en í nokkurri ann- arri höfn á landinu í sumar og margt bendir til að það bil eigi enn eftir að aukast fremur en hitt. Jafnframt eru tvær stærstu söltunarstöðvar á land- inu nú staðsettar á Seyðisfirði, Hafaldan og Ströndin, og að- eins á þeim tveim stöðum hef- ur verið saltað í sumar í 34— 35 þús. tunnur. Þá hefur í sumar verið brædd meiri sild á Seyðisfirði en nokkru sinni áður eða um 130 Minnzt 200 ára af- á Seyðisfirði hefur að undanförnu orðið að vinna allan sólarhringinn og hefur í sumar skilað meiri afköstum en hún er ætluð fyrir. Hefur aldrei verið brædd jafnmikil síld á Seyðis- firði sem nú, og er þegar búið að bræða um 130 þús. mál frá því er hún tók til starfa í sumar. Væntaniega á hún eftir að skila miklum afköstum ennþá fyrir þúsund mál. — Mestu afköst bræðsluverksmiðjunnar áður hafa verið um 100 þús. mál. í sumar tók verksmiðjan til starfa strax og fyrsta bræðslu- síldin barst á land. Eftir að veið in fyrir Austurlandi tók að auk- ast hefur verksmiðjan verið I gangi dag og nótt og stundum L skilað meiri afköstum en upp- haflega var gert ráð fyrir. Síldarverksmiðja var fyrst byggð á Seyðisfirði árin 1935 —36 og þá á vegum hlutafélags sem stofnað ;var í sambandi við byggingu og rekstur verksmiðj- unnar. í fyrra keyptu Sildar- verksmiðjur ríkisins verksmiðj- una, létu rifa þá gömlu og byggja nýja í staðinn. Um Ieið • voru afköstin aukin úr 2500 málum i 5000 mál, en í sumar hefur verksmiðjan þó skilað meir en áætluðum afköstum, eins og áður segir. I vor var ný mjölskemma byggð á Seyð- isfirði og geymsluplássið tvö- faldað frá því sem áður var. Verksmiðjustjóri Seyðisfjarð- arverksmiðjunnar er Einar Magnússon. mælis Hólakirkju Tvö hundruð ára afmælis dóm- i irkjunnar á Hólum verður minnzt •■irðulega n.k. sunnudag með hátíð •samkomu, sem hefst með skrúð- <>ngu biskupa og presta í kirkju. Jafnframt hefst þar Prestastefna iands og mun verða fjölmenn. Hátíðamessuna í kirkjunni ann- ast þeir herra biskupinn Sigur- björn Einarsson og dómprófastur- htn að Hólum síra Björn Björns- -on. Kirkjukór Sauðárkróks syngur undir stjórn Eyþórs Stefánssonar iónskálds. Bjami Benediktsson, kirkjumála ráðherra flytur ávarp í messulok. Að kirkjuathöfninni lokinni verð ur hlé á hátíðahöldunum svo að menn getj notið veitinga og skoð- að sig um, en kl. 5 hefst samfelld dagskrá og verður hún flutt i kirkj unni, en komið fyrir hátölurum, svo að menn geti fylgzt með utan kirkjunnar sem innan. Þar syngur. kórinn aftur og dr. Páll ísólfsson leikur á orgel. Fluttir verða þættir úr sögu bisk upsstólsins, af Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði o. fl. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.