Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1963. ANDREA ODDSTEINSDÓTTIR RITAR FJÓRÐA OG SÍDASTA TÍZKUSRÉF SITT FRÁ PARÍS □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ast, er þær halda formleg mat- arboð í heimahúsum. Þessir kjólar eru stundum úr grófum efnum og yfirleitt einfaldir. Það er mjög mikið í tízku hér í París, að frúr klæðast þannig kjól, er þær halda formleg mat- arboð. Sumir eru einnig tví- skiptir, blússan sportleg og pils- ið rykkt, aðrir með blússu og víðum buxum með líningu um öklann og svo pils utan yfir, sem er opið í báðum hliðum frá mitti. Það mætti auðvitað skrifa miklu lengra mál um þessa sýn- ingu, en ég læt þetta stutta yfir- lit nægja að svo stöddu. JACQUES ESTERÉL í gær fór ég á mjög skemmti- lega tízkusýningu hjá Esterel. Þessi sýning hafði flest til sin ágætis. Hún var í senn frumleg, smekkleg og einföld, og fötin höfðu þann stóra kost, að þau voru öll nothæf og hentug. Esterel hélt sína fyrstu sýn- ingu fimm dögum á undan Dior og margir vilja halda því frani, að nokkurra áhrifa frá honum hafi gætt hjá Dior. Þegir á allt er litið fannst mér föt Est- erel stílhreinni og glæsilegri. Þetta er í annað skiptið, sem ég fer til Esterels og nú sýndi hann dragtir, kvöldkjóla og sel- skapskjóla. Öll föt Esterels voru kennd við borgir, dragt- ina, sem mér fannst fallegust, kenndi hann við Calcutta. Hún var græn úr þunnu upphleyptu ullarefni, jakkinn var laus, *ví- hnepptur með litlum hornum, Dragt og sportklæðnaður teiknaður af tízkuhúsi Diors. ísettum ermum og skásettum vösum. Innanundir var kjóll upp í háls að framan og drann- erað bak úr svörtu chiffoni. Höfuðbúnaðurinn við þessa dragt var svört chiffonslæða og á hana var klippt út gat fyrir andlitið, en slæðan sjálf náði niður fyrir axlir. Þetta var ljóm andi fagur og frumlegur höfuð- búnaður. Þarna gat einnig að líta kvöldkjól úr svörtu, léttu siikiefni. Hann var mjög slétt- ur og einfaldur, ermalaus og aðskorinn í mittið og pilsið þröngt. Blússan að framan var úr hvítu skinni, flegin í bakið og með einu svörtu þverbandi. Síður samkvæmiskjóll vakti mikla hrifningu, enda var hann í einu orði sagt stórkostlegur, har.n var úr svörtu, léttu silki- efni, alveg beinn upp í háls, með löngum ermum .alsettur kristalperlum, með svörtum skinnkaníi að neðan. Þetta eru síðustu tízkufréttir, sem ég skrifa frá París að þessu sinni. • © Onnur heimsókn í Parfs I júlí. 1 fyrradag fór ég að sjá tízku- sýningu hjá Dior, sem er fræg- asta og stærsta tízkuhúsið í heimi, en það er ekki þar með sagt, að það sé þekktast fyrir smekkvísi og listræn vinnu- brögð. Þaraa- voru sýndir 200 klæðnaðir, dagkjólar, kápur, dragtir, kvöldkjólar, síðir sam- kvæmiskjólar, skinnavörur og hattar, sem yfirleitt sátu mjög framarlega, auk þess hinir svo- kölluðu klúthattar, sem eru mjög skemmtilegir og óvenju- legir svo og skór, sem notaðir eru við kápur ,og dragtir, götu- skór mjög þægilegir og fallegir með breiðup, lágum hæl. Þeir eru sniðnir þannig, að þeir ná hátt upp á ristina. Stórvægilegasta byítingin, sem fram kom á þessari sýningu, var sú, að axlir á mörgum káp- um og drögtum voru stoppað- ar. Síddin er sú sama og áður. TVTargt var þarna skemmtilegt 1’JL að sjá, þó sumt af þessum fötum væru í rauninni aðeins sýningargripir, sem engri konu kæmi til hugar að ganga í, þótt margir þeirra væru frumlegir og fallegir. Kápurnar í ár hjá Dior eru yfirleitt fyrirferðarmiklar, marg ar hverjar tvíhnepptar, sumar með mikilli vídd og laskermum, en aðrar beinar og talsvert stoppaðar á öxlum. Kápumar voru flestar með stórum, háum trefli eða skinnkraga, sefn náði upp að augum. Dragtirnar eru margar með tveim jökkum, lítill innan und- ir jakki og annar hálfsíður utan yfir. Pilsin eru yfirleitt örlítið út- sniðin eða með lokufellingu frá mitti, bæði aftan og framan. Þarna voru líka til sýnis dragt- arkjólar, kjóllinn beinn og blúss an úr rússkinni, ermalaus, og jakkinn kragalaus, en með mikl um trefli. TZ völdkjólarnir eru margir hverjir úr léttum crepefn- um með chiffon-ermum og -brjósti. Þeir eru mjög fínir og kvenlegir. Aðrir eru mikið flegn ir í bakið, alveg niður í mitti og aðrir niður á mið brjóst. Síðu samkvæmiskjólarnir eru allflestir mikið skreyttir perl- um og pallíettum, mjög skraut- legir, mittið á mörgum þeirra var upp undir brjóstum (ekki ósvipaðir búningi kvenna á Mið öldum) og mikið bar þama á löngum ermum. Vonandi verður mikið um síða samkvæmiskjóla á Islandi í vetur, af því að kvenleg feg- urð nýtur sín aldrei betur en í síðum samkvæmiskjól. Mesta athygli vöktu síðir móttökukjólar, sem frúr klæð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.