Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 11
V í S I R . FimmtiídagUr 22. ágúst 1963. Ymislegt Dregið hefur verið í skyndi- happdrætti Krabbameinsfélagsins, og kom vinningurinn — Prinz bifreið — á miða númer 11656. Vinnings skal vitja í skrifstofu Krabbameinsfélagsins, Suðurgötu 22. Blíndrafélagið þakkar. Eins og kunnugt er efndi Blindrafélagið til happdrættis í vor. í tiiefni þess vili félagið þakka styrktarfélögum sínum og öllum öðrum sem veitt hafa að- stoð og hjálp við sölu og dreif- ingu miðanna. Ennfremur vilja hinir blindu félagsmenn nota þetta tækifæri og þakka félögum Sjálfsbjargar og lögreglunni í Reykjavík fyrir ómetanlega hjálp þeirra. Síðast en ekki sízt ber að þakka öllum almenningi fyrir frá bærar undirtektir og skilning, sem.fram hefur komið við þetta tækifæri. Happdrættisnefnd Blindrafélagsins. Fundarhöld Frétt frá ríkisráðsritara. Ríkisráðsfundur var haldinn í Reykjavík í dag. Á fundinum stað festi forseti fslands ýmsa úr- skurði, sem gefnir höfðu verið út utan rikisráðsfundar, þ. á m. staðfesti hann skipun Björns Jóhapnessonar, Eiríks Jónssonar Spáin gildir fyrir föstudaginn 23. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú gætir komizt að þeir.-i niðurstöðu að mikið auðveldara er að koma sér saman við aðra þegar maður notar ekki þving- un. Leitaðu eftir félagsskap ann arra. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú hefur tilhneigingu til leti núna. Það gerir ekkert til með- an aðrir þurfa ekki að reka-á eftir þér. Notaðu heimilið til að hvílast á því. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú eykur möguleika þína fyrir fullum sigri, með því að leggja ákveðin drög að . fram- kvæmdaáætluninni. Það er ekki nóg að byggja bara skýjaborgir. ICrabbinn, 22. júní til 23. júlí: Reyndu að ijúka þeim verkefn- um, sem fyrirliggjandi eru, því önnur viðfangsefni eru nú í upp siglingu. Snúðu þér til þeirra sem vit hafa á málunum. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Taktu aðeins eitt fyrir f einu og gerðu því full skil. Það skilar litlum hagnaði að hafa svo mörg járn í eldinum, að engu þeirra sé unnt að sinna nóg. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú ættir að ljúka skylduverk- efnunum eins snemma og unnt er í þeim tilgan^ að snúa þér að skemmtunum helgarinnar. Einveran er stundum góð. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Það eru horfur á því að þú haf- ir gott næði, eftir erfiði þeirra viðfangsefna, sem staðið hafa fyrir dyrum að undanförnu. Rabbaðu við ástvini þína í kvöld. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú munt komast að raun um það að þér verður mest úr verki með því að starfa sem mest þar sem enginn getur truflað þig- Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að halda áfram við að treysta á kunningja, sem tekið hafa góða afstöðu gagn- vart þér og hugsjónum þínum. Taktu fullt tillit til hugmynda þeirra. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Ef þú hefur komið í fram kvæmd þeim verkefnum, sem fyrir liggja heima og jafnframt greitt ákvílandi reikninga, þá mun fátt vera fyrir hendi til að skaprauna þér. Vatnsberinn, 21. jan. til 19 febr.: Þú ert eftirvæntingarfull- ur eftir því að heyra frá þeim ættingjum þínum og vinum, sem dvelja fjarri, sérstaklega ef þú býrð yfir ákveðnum ráðagerð- um gagnvart þeim. Fiskarnir, 20. ferbr. til 20. marz: Þú ert bezt fyrir kallaður fyrri hluta dagsins, og þar af leiðandi ætturðu að leitast við að koma sem mestu af þá. Eftir það geturðu tekið lífinu með ró. og Guðmundar Þorlákssonar í kennaraembætti við Kennaraskóla Islands. Staðfest var skipun Kaare Ringseth til þess að vera aðalræðismaður íslands í Rio de Janeiro, skipun Öivind Wendelbo Aanensen til að vera ræðismaður í Haugasundi og skipun dr. Otto Löffler til að vera ræðismaður í Köln. Ríkisráðsritari, 15. ágúst 1963. e. u. Miimmgarspjöld Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá: Ágústu Jóhann esdóttur Flókagötu 35, Áslaugu Sveinsdóttur Barmahlíð 28, Gróu Guðjónsdóttur Stangarholti 8, Guðrúnu Karlsdóttur Stigahlíð 4, Sigríði Benónýsdóttur Barmahlíð 7. Ennfremur í bókabúðinnj Hlíð ar, Miklubraut 68. Kvenfélag Hringsins. Minningarspjöld barnaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Skartgripaverzlun Jó- hannesar Norðfjörð, Eymundsson- arkjallaranum, Verzl. Vesturgötu 14, Verzl. Spegillinn, Laugavegi 48, Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61, Vesturbæjarapóteki, Holtsapóteki, og hjá Sigríði Bachmann, Lands- spítalanum. Minningarspjöld fyrir Innri- Njarðvíkurkirkju fást á eftirtöld- um stöðum: Hjá Vilhelmínu Bald- vinsdóttur Njarðvíkurgötu 32 Innrj Njarðvík, Guðmundi Finn- bogasyni Hvoli Innrj Njarðvík, og Jóhanni Guðmundssyni Klappa stfg 16 Ytri-Njarðvík. Minningarspjöld Blómasveiga- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdóttur. Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats- dóttur Teigagerði 17, Guðfinnu lónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl un Lárusar Lúðvíkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Minningarspjöld styrktarsjóðs starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar fást á eftirtöldum stöðum: Borgarskrifstofum Austurstræti 16, Borgarverkfræðingaskrifstof- um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla- tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan Hafnarhúsinu á tveim stöðum, Á- haldahúsinu við Barónstíg, Hafnar skrifstofunni, Bæjarútgerðinni skrifstofunni, Hitaveitan Drápu- hlíð 14, Strætisvagnar Reykjavík- ur Hverfisgötu 115 og Slökkvi- stöðin Tjarnargötu 12. Gengið £ 120.28 120.58 U.S. dollar' 42.95 43.06 Kanadadollar 39.80 39.91 Dönsk kr. 622.29 623.89 Nýtt f. mark 1.335.72 1.339.14 Norsk kr. 601.35 602.49 Fr. franki 876.40 878.64 Belg. franki 86.16 86.38 Svissn. franki 993.97 996.52 Gyllini 1.193.68 1.196.74 Tékkn. kr. 596.40 598.00 V-þýzkt m. 1.078.74 1.081.50 Líra (1000) 69.08 69.26 Austurr. sch. 166.46 166.88 Peseti 71.60 71.80 Reikningskr. vöruskiptal. 99.86 100.14 Tilkynning Áskrifendaþjónusta VlSIS. Ef Vísir berst ekki með skilum til áskrifenda eru þeir beðnir að hafa samband við áskrifendaþjón- ustu Vísis, síma 1-16-60. Þar er tekið á móti beiðnum um blaðið til k). 20 á hverju kvöldi, og það sent strax til allra þeirra, sem gera viðvart fyrir þann tíma. Söfnin Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið alla daga í júlí og ágúst nema laugardaga frá kl. 1,30 til 4. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1,30 til kl. 3,30. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. Þjóðskjalasafnið er opið al!a virka daga kl. 10—12 og 14—19. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opin alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20—22 nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Ot- lán alla virka daga kl. 13—15.. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á sunnudögum er opið frá kl. 2—7. Veitingar i DiIIons- húsi á sama tíma. Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins er opið daglega frá kl. 1,30 til 16. Dyr Piggiorella-fawgelsinn lokuðust nýlega að baki Soffíu Loren, en þið skuluð ekki vera hrædd, hún hafði ekkert brot- ið af sér. Hún er um þessar mundir að leika í kvikmynd Vittorio de Sica sem heitir „í gær, dog og á morgun“. Soffía Loren t myndinni leikur Soffin konu frá Napólí, sem ákærð er fyrir sígrettusmygl en til þess að komast hjá langri fang elsisvist eignast hún hvert barnið á fætur öðru. Nokkur hluti kvikmyndarinn ar var tekinn í fangelsinu og dvöldust Soffía og aðrir sem starfa við kvikmyndina ’’nr í eina viku. General Sir Oliver Leesc hafði I síðari heimstyrjöldinr, 1.000.000 hermanna undh sinni stjórn í Mið- og Austui asíu. Nú er hann orðinn 6f ára og lifir rólegu lífi í bænum Worfield í Shropshire og ve: tfmanum til tómstundagamcm sína sem er að láta 2000 tir dáta berjast. Hann stjórnar brezka her flokknum en kona hans Lafð Margaret óvinunum. En generalinn andvarpar oc. segir: Hún vinnur næstum alli af og ég er hræddur um þa' sé vegna þess að hún svindlt stundum. A5 KlRBY Ah'P FAN IEAVE THE AM TERM/hJAL... STANI7 ! UITú STItL., ANF 'SOJK KANI7S. Þegar Rip og Fan snúa sér við til þess að yfirgefa pallinn, sting- ur þjónustustúlkan hendinni nið- ur í veski sitt og kemur upp með skammbyssu. Gerið svo vel að stoppa, segir hún, og rétta upp hendurnar. Temple, hrópar Fan vantrúuð. Ah, hugsar Rip með sér, svo að við höfum alið slöngu við barm okkar. Frakki og Ameríkani voru á skemmtiferð um Miðjarðarhaf ið og sátu saman við matar- borð. — Bon appetit (verði yður að góðu), sagði Frakkinn kurt- eislega. Og Ameríkaninn, sem ekki kunni orð I frönsku svaraði: — John W. Brown. Um kvöldið sagði Frakkinn aftur bon appetit og þótt Ame ríkanuanum þætti alveg nóg að kynna sig einu sinn vildi hann ekki vera „the ugly american“ og endurtók: — John W. Brown. Þannig gekk þetta noklcrum sinnum og Amríkananum fór nú að þykja þetta grunsamlc',t og sneri sér til eins skrifstc‘ .'. manns á skipinu, sem skýrði þetta alit úr fyrir honum, Og þegar næst var setzt að borGi sagði Ameríkaninn brosandh — Bon appetit. Og Frakkinn svaraði um hæl: — John W. Brown.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.