Vísir - 22.08.1963, Blaðsíða 15
75
VlSIR . Fimmtudagur 22. ágúst 1963.
WHiM
naODDDQDODDDDDDOOQDB
Peggy Gaddis:
Kvenlæknirinn
lega, að það verkaði á Meredith
eins og hún hefði heyrt svipusmell.
Blake læknir, þetta bam neitar að
borða, horast með degi hverjum og
■ þjáist af svefnleysi. Ég er sannast
að segja svo áhyggjufull, að mér
liggur við að örvænta, og því kom
ég til yðar með telpuna.
Louella horfði á Meredith eins
og hún væri fjandmaður hennar.
— Það er alveg tilgangslaust
fyrir yður, að skoða í mér tung-
una, eða gera nokkurn skapaðan
hlut, því að það er ekkert að mér.
Ég er stálhraust og ætla ekki að
láta fara með mig eins og sjúkling
— til þess að mamma geti fárast
yfir þessu til þess að drepast ekki
úr leiðindum á þessum hræðilega
stað.
Meredith horfði um stund á stúlk
una og sagði svo við móðir hennar:
Frú Carling, kannski þér vild-
uð lofa okkur Louellu að talast við
undir fjögur augu, — við gætum
kannski frekar komist að niður-
stöðu um hvað er að ...
— Það er ekkert að mér, hreytti
Louella út úr sér, nema að mömmu
dauðleiðist og þarf að hafa eitthvað
til þess að fjargviðrast yfir, svar-
aði Louella skrækróma röddu, og á-
lyktaði Meredith nú, er hún hafði
tækifæri til nokkurrar athugunar,
að eitthvað lægi sem farg á fíuga
hinnar ungu stúlku, og að taugar
hennar væru f ólagi.
Frú Carling virtist að því komin
að gráta af gremju yfir þeirri móðg
un, að fá ekki að vera viðstödd
viðræðu læknisins og dótturinnar,
en áður en hún fengi hreyft mót-
mælum tókst Meredith að toga Lou
ellu inn úr biðstofunni f lækninga-
stofuna.
Louella settist niður fyrir fram-
an skrifborð læknisins ögrandi á
svip og Meredith horfði í augu
sem voru fagurblárri en nokkur,
sem hún hafði áður séð, — en til-
' lit þeirra var jökulkalt.
— Hve gömul ertu, Louella?,
spurði hún kompánlega og rólega.
— Átján, sagði Louella, jafn
þóttafull á svip — það er að segja
næstum átján.
— Og hve lengi hefirðu átt bágt
með svefn?
— Hér er ekki um neitt að ræða,
sem yður varðar, læknir — það er
ekkert að mér.
— Það veit ég vel, sagði Mere-
dith jafnrólega og áður, — það er
að segja: Líkamlega er ekkert að
þér, en hitt dylst mér ekki, að þér
líður illa, eitthvað sem þjáir þig ...
Það kom eins og smá kipringur
í munnvik Louellu, og það eins og
vottaði fyrir að hún ætlaði að mild
así, en svo harðnaði svipurinn aft-
ur, og hún mælti af nístandi hæðni:
— Ég vissi ekki að þér væruð
sálfræðingur, Blake læknir?
— Og ég er það heldur ekki,
bara venjuleg kona, sem á „litlu-
systur“, stúlku sem er á líkum
aldri og þú.
— Farið nú ekki að slá á strengi
viðkvæmninnar, Blake læknir, það
þýðir ekkert —
Meredith horfði á hana athug-
andi augum um stund.
— Þú elskar hann mjög heitt,
Louella, það dylst mér ekki. .
Það var eins og Louella kveink-
aði sér og svo kom eins og kyrrð
yfir hana. Það var eins og bláu
augun hennar stækkuðu og dökkn-
uðu og allur roði hvarf úr andliti
hennar. Hún reyndi að stappa í
sig stálinu, vera hörð og köld á-
fram, en gat það ekki, stóru bláu
augun fylltust af tárum, og varir
hennar bærðust.
Farið fjandans til, sagði hún svo,
en það var seinasta ögrunartilraun-
in. Hún grét, grét án þess að fyrir-
verða sig, f fyrstu eins og lítið
barn grætur,- — reyndi svo að
hætta, en gat það ekki, og svo
varð gráturinn ofsalegur, hún grét
með þungum ekka.
Meredith fór fram og fyllti glas
með köldu vatni og færði henni,
og Louella greip það, næstum heift
arlega, án þess að þakka, og svolgr
aði í sig úr því.
Meredith settist aftur og hag-
ræddi þreytulega hári sfnu.
— Fari í heitasta, sagð Louella,
ens og ð.sjálfa sig, mér þætti gam-
an að vita hvar þessi ljóðskáld og
sagnaskáld fá hugmyndir sfnar um
ástina — hún færir áreiðanlega
ekki þá hamingju, sem þau vilja
vera láta, kannski fáein sæluaugna
blik, en þess í milli hugarkvalir.
Stundum finnst mér enda, að það
væri bezt, ef ástin væri ekki til.
Louella var hætt að gráta. Henni
var eins og mörgum unglingum
lítt um það gefið að sjá aðra gripna
viðkvæmni — og enn verra við að
Iáta sjálf viðkæmni í ljós með beim
hætti, er hún nú hafði gert. Hún
þerraði nú augun sín með vasaklúts
bleðli, sem var blautur þegar, svo
að Meredith rétti henni pappírs
þurrku.
— Þökk, sagði Louella nú, og
tók við honum feginslega og tók
svo upp púðurdós og spegil, og
reyndi að snyrta sig dálítið eftir
grátinn, og svo horfði hún á Mere-
dith og sagði:
— Mér þætti annars gaman að
vita hvernig f skrambanum stend-
ur á því, að þér eruð svona fróðar
um ástina?
Meredith glotti góðlátlega:
— O-jæja, jafnvel hálfgamlar
kerlingaskruddur eins og ég geta
orðið ástfangnar, sagði hún. —
Mætti ég annars minna þig á, góða
mín, að einhver frægasta ástarsaga
nútímans fjallar um konu nærri
fertugu og mann, sem var nokkr-
um árum eldri en hún?
Louella horfði á hana af nokkr-
um áhuga.
— Þér eigið þó ekki við hertog-
ann og hertogafrúna af Windsor?
Jæja, jæja, þau þurfa að minnsta
kosti ekki að búa við það, að heyra
ásakanir foreldra og hlusta daginn
út og daginn inn á sama lesturinn,
eins og ég: Þú ert barn, þú ert of
ung — og þar að auki er hann
ekki þér samboðinn.
Meredith kinkaði kolli samúðar-
lega:
— Mér skilst þ áað erfiðleikarn-
ir stafi af því, að þú elska mann,
sem móðir þín telur þér ekki sam-
boðinn?
Það var engu líkara en að Lou-
ella ætlaði að fara að gráta aftur,
en hún harkaði af sér, tók upp
sigarettuveski, kveikti sér í siga-
rettu, og sagði hörkulega:
— Mamma segir að ég sé of ung,
en hún var á mínum aldri eða sem
næst, þegar ég fæddist. Og — við
Jimmy erum ekki með nein áform
um að láta gefa okkur saman í
einum grænum. Það væri ekki hægt
því að hann hefur ekki efni á því,
því, að hann verður að hjálpa til
heima hjá sér — og svo hefir hann
verið kvaddur til herþjónustu og
það-er ekki svo langt þangað til
hann verður að fara, — hann verð
ur átján í næsta mánuði. Okkur
langar bara til að trúlofast og mega
hittast eins oft og hægt er, áður
en hann fer og finnst yður, Blake
læknir, — fi — finnst þér það vera
til of mikils mælzt?
— Nei, elskan mín, sagði Mere-
dith hrærð og kenndi innilega I
brjóst um hana. Það er ekki til of
mikils mælzt.
Roði hljóp í kinnar Louellu og
augu hennar ljómuðu, er hún horfði
á Meredith og sagði með ákefð;
.biðjandi röddu:
— Þá talarðu við mömmu, segir
henni, að við Jimmy blátt áfram
verðum að fá leyfi til nð hittast —
annars dey ég, því að, ég segi það
alveg satt, ef við fáum ekki að vera
saman eins oft og hægt er, og lof-
ast, — þá geri ég eitthvað — í
örvæntingu minni.
Hún beit á vör sér og kreppti
hnefana til þess að halda aftur af
tárunum.
— Ég skal tala við móðir þína,
Louella, sagði Meredith af hluttekn
ingu og viðkvæmni, það er það eina
sem ég get gert en ég skal gera
það, sem í mínu valdi stendur, —
því lofa ég þér.
Louella sat kyrr, reyndi að finna
orð til þess að láta þakklæti sitt
I ljós, en þorði varla að mæla, af
ótta við að hún færi þá aftur að
gráta. Svo spratt hún á fætur, stam
aði „þökk“ og flýði út úr herberg-
inu.
Frú Carling hafði stikað fram
og aftur á litla garðinum fyrir
framan húsið, og þegar Louella
kom æðandi út kailaði hún t)l
hennar áhyggjufull, og þegar hún
sá tárin renna niður kinnar henn-
ar mælti hún hvasslega:
— Elskan mín, hvað er að?
— Talaðu ekki eins og bjálfi,
Isabella, sagði dóttir hennar grát-
klökkum rómi og flýði út I bif-
reiðina.
Frú Carling starði á eftir henni,
hneyksluð og hrygg, og gekk svo
hratt inn I lækningastofuna, þar
sem Meredith enn sat við skrif-
boorð sitt.
— Hún var að gráta þegar hún
fór frá yður, sagði hún hrokalega.
Hvað gerðuð þér henni?
Meredith strauk enni sitt
þreytulega.
— Gerið svo vel að fá yður
sæti, frú Carling, sagði hún ró-
lega.
— Ég krefst þess að fá að vita
hvers vegna hún fór grátandi frá
yður, sagði frú Carling valds-
mannslega.
Meredith horfði djarflega í augu
hennar.
— Ég held, að þér gætuð betur
svarað því en ég, frú Carling, sagði
hún.
Frú Carling settist niður, treg-
lega, og kenndi enn hroka 1 rödd
hennar, er hún svaraði:
— Ég skil ekki hvað þér eruð
að fara, læknir.
— Dóttir yðar er sjúk, frú
Carling, sjúk af ást, sagði Mere-
dith enn rólega. Og það getur
verið eins þjáningarfullt og eins
hættulegt eins og að þjást líkam-
lega.
— Hvílík fjarstæða, sagði frú
Carling, Louella er hálfgert bar.n
enn þá.
— Hún er hér um bil átjín
ára og hún segir mér, að þér
hafið verið giftar og hún fæðzt
í þennan heim, þegar þér voruð á
nær sama aldri og hún er nú.
Frú Carling hikaði, og þrátt fyr-
ir hið þykka smyrsllag á andliti
hennar, mátti sjá, að hún skipti
litum. Greinilegt var að henni var
þvert um geð að gera þá játningu,
sem hún sá, að hún varð að gera
því að með þvl einu gat hún, að
henni fannst, réttlætt framkomu
sína gagnvart dótturinni.
— Ég — ég er smeyk um, að
Louella fari vill vegar um þetta
atriði, sagði hún að lokum. Ég
var tuttugu og tveggja, þegar hún
fæddist.
— Og þér hafið látið hana halda
fram á þennan dag, að þér hatið
verið átján ...
— Þrjátlu og sex ára gömul
kona með átján ára dóttur — þér
hljótið að skilja ..., sagði frú Car-
ling þóttalega.
Hárgreiðslustofan
HAtONI 6, sfmi 15493.
Hárgreiðslustofan
SÓLEY
Sólvallagötu 72.
Slmi 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, sfmi 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13, sfmi 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgrelðslu- og snyrtlstofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð (lyfta).
Sími 24616.
Hárgrelðslustofan
Hverfisgötu 37, (horni Klappar
stlgs og Hverfisgötu). Gjörið
svo vel og gangið inn. Engar*
sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
jPERM A, Garðsenda 21, slmi
{33968 — Hárgreiðslu og snyrti-
»stofa.
* Dömu, hárgreiðsla við allra hæfl
[tjarnarstofan,
i Fjarnargötu 10, Vonarstrætis-
’ megin. Sími 14662.
Hárgreiðslustofan
rr
Háaleitisbraat 20 Sfm! 12614
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
8IFREIÐALEIGAN,
Bergþórugötu 12. Slmar 13660,
14475 og 36598.
Kálaðu kvikindinu, Tarzan, seg ráðast aftan að þér. Tarzan gríp- um, svo a. hann getur sig hvergi skellir kjaftinum á öxl Tarzans
ir gamli höfðinginn, annars reyn ur utan um Oda og heldur hand- hreyft. Svertingjaræfillinn kann og bítur sem mest hann má.
ir hann bara enn einu sinni að leggjum hans föstum að hliðun- því að vonum illa, svo að hann
Ódýrar þykkar
drengjapeysur
HAGKAUP
Miklatorgi