Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 1
u l E2 Síldarsaltendur stefna Þjóðviljanu&n Félag sfldarsaltenda á Norður- og Austurlandi samþykkti f gær að stefna Þjóðviljanum fyrir að- dróttanir og rangart málfiutning. Stefnir félagið blaðinu vegna skrifa þess um óheiðarleilca síld- arsaltenda á þessu svæði, en til ágreinings hefir komið sem kunnugt er milli rússneska skoð unarmannsins og Sildarmats rik isins. í gær gaf Síldarútvegsnefnd út tilkynnmgu um mál þetta og kemur þar f ljós að ágreiningur inn stendur milli íslenzka Síidar matsins og rússneska skoðunar mannsins. Þar segir: „í tilefni af ummælum f 2 dagbiöðum um stöðvun á fram vísun á síld til skoðunar fyrir yfirtökumann rússneska kaup- andans v/o Prodintorg vill Síld arútvegsnefnd taka eftirfarandi fram: Saltsíldin til Rússlands er seld samkvæmt matsvottorðum ís- lenzka Síldarmatsins, en kaup- andi hefur heimild til að láta skoðunarmenn sína skoða síld- AFTAKA RIGNING í MORGUN Margir Reykvfkingar hafa ef iaust orðið fyrir nokkrum ó- þægindum vegna stífiaðra niður falia, er þeir héldu tii vinnu í morgun. Úrkoman f Reykjavík mældist með mesta móti í lang an tíma 11 m. m. En mest varð úrkoman á Þingvölium 22 m.m. Við hringdum í Pál Bergþórs- son, veðurfræðdng í morgun og báðum hann um betra veður, en eina svarið sem við fengum var að við mættum búast við um- hleypingasamri veðráttu á næst unni. B. G. ljósmyndari Vfsis tók þessa mynd f morgun á hori Rauðarárstfgs og Lauga- vegar, þar sem niðurfail hafði stfflast og vatnið flæddi yfir alla götuna. Á myndinni sést einn starfsmanna Egils Vil- hjálmssonar þar sem hann var að hreinsa niðurfallið, svo við- skiptavinirnir kæmust inn f verzlunina án j>ess að blotna upp fyrir ökla. Á neðri myndinni sjást 3 strákar sem fór strax að leika sér f „druIlupollaIeik“ í morgun (Ljósmynd I.M.). ina eftir að matið hefur farið fram og áður en hún er flutt út. Undanfarin ár hafa ekki orð- ið teljandi árekstrar milli Síld- armatsins og rússnesku yfir tökumannanna um gæði síldar- innar og mat hennar, sem fram hefur farið á áðurgreindan hátt. Fyrir nokkrum dögum hóf rússneskur yfirtökumaður, sem ekki hafði verið hér áður, skoð un á síld, sem metin hafði verið af íslenzka Síldarmatinu. Kom fljótlega til alvarlegs ágreinings milli Síldarmatsins og hins rúss neska skoðunarmanns. í byrjun þessarar viku varð ágreiningur þessi svo mikill, að ísienzka Síld armatið stöðvaði frekari famvfs- un á síld til yfirtökumannsins og óskaði eftir þvi, að Síldarút- vegsnefnd ræddi þennan ágrein- ing við rússneska verzlunarfull- trúann í Reykjavík, sem undir- ritað hafði samninginn vegna v/o Prodintorg. Á fundi í dag þar sem mættur var síldarmatsstjóri, Leö Jóns- son, verzlunarfulltrúi rússneska “sendiráðsins, ásamt yfirtöku [manni sem starfað hefur hér áð- ur og fulltrúa Síldarútvegsnefpd ar, varð samkomulag um, að skoðun hæfist að nýju og skyldi farið eftir sömu reglum og gilt hafa undanfarin ár. Af framangreindu er ljóst, að sá ágreiningur, sem varð um framkvæmd skoðunar síldarinn- ar var ekki á milli saltenda eða Síldarútvegsnefndar og rúss- neska yfirtökumannsins, heldur á milli Síldarmats ríkisins, sem er opinber og hlutlaus stofnun, og rússneska skoðunarmannsins, um síld sem Síldarmat ríkisins hafði úrskurðað og metið sem samningshæfa vöru“. 5% minna slátraS enífyrra Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Sveini Tryggva- syni framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs í morgun, mun 5% færra fé verða slátrað á þessu hausti heldur en slátrað var í fyrrahaust. Þetta stafar einfaldlega af því að sauðfjáreign iandsmanna er minni nú en hún var í fyrra. Var 30 þúsund fjár færra á fóðrum s.l. vetur heldur en veturinn 1961—62. Talið er að sauðfjáreign landsmanna hafi náð hámarki árið 1961, en þá voru 822 þúsund fjár á fóðrum. S.I. vor náði tilsvarandi tala ekki 800 þús. fjár. Að því er Jón Bergs forstjóri Sláturfélags Suðurlands tjáði Vísi I morgun, er slátrun hafin í öllum sláturhúsum félagsins nema Kirkjubæjarklaustri, en þar hefst slátrun strax upp úr næstu helgi. Sláturfélagið á slát urhús á 7 stöðum frá Borgar- firði og austur í Skaftafells- sýslu. Húsin eru við Laxá í Leirársveit, í Reykjavík, á Sel- fossi, Hellu, Djúpadal, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri. í þessum sjö sláturhúsum verð- ur samtals slátrað um 150 þús- und fjár, eða eitthvað færra en í fyrrahaust, þá var slátrað 154 þús. fjár hjá Sláturfélaginu. Um þriðjungur þessarar slátrunar fer fram á Selfossi, enda mun í engu einu sláturhúsi á land- inu verða slátrað jafnmörgu fé og þar. Búizt er við að talsvert magn af kindakjöti verði flutt út úr landinu eða líklega 2500 —2900 lestir. BIs. 2 íþróttamerki ÍSÍ. — 3 Grasmjölsfram- framl. á Kjalamesi. — 4 Hfbýli og húsgögn. — 7 Siðspilling á æðstu stöðum. — 8 Mál Iögreglumanns og ökumanns. — 9 Heimsókn í Dillons- mmmMkmmmmmnmm SÖLUTURNAR OPNIR TIL KL 22 Borgarráði heimilað að lengja opnunartímann Tillögur Sigurðar Magnússon- ar og Páls Lfndal um lokunar- tíma sölubúða voru samþykktar með fáeinum breytingum á fundi borgarstjórnar í gær. Sam þykkt var að leyfa kvöldsölu sölutuma gegnum lúgu til kl. 22 en gefa borgarráði heimlld til að Ieyfa sölutumum að hafa Iúgurnar opnar til 23.30. Fjöldi vörutegunda í söluturnum var takmarkaður verulega, enda þótt við hann væri aukið frá tillögum Sigurðar og Páls. Allar verzlanir fá heimild til að selja fram til kl. 22 á föstu- dögum, en takmarkaður fjöldi aðra daga vikunnar, Frestað var tillögu um að leyfa ekki sæl- gætissölu og gosdrykkjasölu í mjólkur- og brauðbúðum. Fuiltrúar úr öllum flokkum borgarstjórnar fluttu breyting- artillögur, 30—35 talsins, þeg- ar taldar eru með breytingar- Framh. á bls 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.