Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 9
VISIR . Föstudagur 20. septembor 1963, 9 > 'SYSt 'y y'' imiitr b mu.m lo.visawNT m\Á.m úr hverjum kima“ Iútherskrar, og Dillon þurfti að fá leyfi til að giftast henni án svaramanna, því að á þeim tima var ekki einn einasti kaþólskur maður á íslandi utan hans sjálfs. Því skrifaði hann Kansell- íinu í Kaupmannahöfn og sótti um undanþágu, en fékk neitun á þeim forsendum, að ættingjar hans í Englandi væru mótfallnir þessum ráðahag. Það var auð- vitað hreinn slettirekuskapur af dönsku yfirvöldunum, en þeim hefur ekki litizt á blikuna að fá slíkan mann inn I landið. Nú, ekki gat hann heldur rétt sinn hlut með lútherskri giftingu, vegna þess að þá var Reykjavík prestslaus — sr. Gunnlaugur Oddsson dó um vorið, og enginn var enn kominn í hans stað. Það var eins og örlögin væru þeim andstæð frá byrjun". ELDGÖMUL AÐALSÆTT „Hvað var DiIIon lávarður að gera til íslands?" „Jú, faðir hans, 13. baróninn af Dillon, dó árið 1832, og Art- hur Edmond, sem var þriðji elzti sonur hans, erfði mikla fjármuni, en engan óraði fyrir, að hann ætti eftir að taka við lávarðartigninni, þar eð tveir bræður hans stóðu henni naferí- Svo að ungi maðurinn — hann var aðeins 22 ára — lagði í fólk. Þeir eignuðust lönd á lr- landi og börðust með írum gegn Cromwell, enda kaþólskrar trú ar, og svo fór um sjóferð þá, að þeir urðu að flýja land og hafa aldrei fengið að sitja á ætt- aróðulum slnum þar síðan. Þá settust þeir að í Frakklandi, ein- hverjir þeirra gengu í franska herinn, en í stjórnarbyltingunni 1789 lentu þeir aftur öfugu meg in við þá, sem réðu lögum og lofum, og tveir þeirra voru háls höggnir. Eftir það fluttust þeir sem eftir lifðu, aftur til Eng- lands. „Jæja, okkar Dillon fór sem sagt að ferðast um heiminn, og þegar hann kom til Kaupmanna- hafnar frá Lapplandi, var dönsk hersnekkja, kölluð ‘Najaden’ um það bil að leggja af stað til Is- lands þeirra erinda að sækja þangað Friðrik Danaprins. Dill- on slæst í förina, og honum er samskipa Tómas Sæmundsson, þá nýskipaður prestur að Breiða bólsstað I Fljótshlíð. Þeir ræð- ast við á ítölsku. sem báðir kunnu, og latlnu þess á milli, og verða mestu mátar. Þegar Dillon kemur til Reykjavíkur, leigir hann sér herbergi í bæn- um, en þau voru ofnlaus og ís- köld, svo að hann leitar hús- næðis annars staðar og flyzt í klúbbinn, sem madama Sire Ottesen veitir forstöðu — klúbb urinn gamli var þar sem Her- eldri en Dillon, en hann varð svo ástfanginn af henni, að hann vildi fyrir alla muni ganga að eiga hana". HRÖKKLAÐIST ÚR LANDI „Og þá eyðilögðu Danir allt saman?" „Já, það gerðu þeir. En Dillon „Nei, hvernig var með hana?" „Jú, Ðillon gerði erfðaskrá sína, áður en hann fór frá Is- landi, og arfleiddi Sire og Henri- ettu að talsverðu fé, en þegar hann dó, var hún týnd og fannst ekki aftur fyrr en rúmri öld eftir að hún var færð I letur. Það var Sigurður Ólason hrl. sem Framhald á bls. 13. ■*■'> '' ; : »1111: V " . / ' /A, T. K< * *• * ... Jf ♦ , .’ ’■ '■ • '< y ;/ 4 *■ /."■■■ Á r /**... /•> , , H tfS*** V 4 < >4 ./■* *,*// / - / ./♦, /i—A.. / /*+ ,£* /r*.-- ., . 'f w /<. ■. &***£' • ■ ■ ”■■ f. ■ í....... Hin týnda og endurheimta erfðaskrá Dillons lávarðar. ákveður samt að setjast hér að og lætur byggja hús utan bæjar- takmarkanna — á Suðurgötu 2 — þetta hús, sem við erum nú í. Hann kom til íslands í ágúst- mánuði 1834, og í júní árið eftir fæðist þeim dóttir, sem er vatni ausin og nefnd Henrietta eftir móður hans — þér sjáið, að hann hefur elskað Sire, því að annars hefði hann ekki skírt barnið 1 höfuðið á móður sinni. Jæja, þau urðu rækilega fyrir barðinu á bæjarslúðrinu, sögu- burðurinn magnaðist fram úr hófi, afbrýðisemi og öfund meng aði loftið kringum þau, og á endanum hrökklast Dillon úr landi". „Og kom hann aldrei aftur?" „Nei, aldrei". „Hvað gerði Sire þá?“ „Hún breytir Dillonshúsi í veitingastað, tekur leigjendur — þeirra á meðal Jónas Hallgríms- son — og heldur þar píuböll svokölluð. Þangað til Henrietta verður 15 ára; þá hættir móðir hennar við böllin, vill vist ekki hafa neitt slæmt fyrir dótturinni og leigir húsið I staðinn ýmsum ágætismönnum. Henrietta gift- ist síðar Levinsen faktor, og þau eignast son, Pétur Arthur, sem talið er, að hafi gengið I Indlandsherinn". HIN TÝNDA ERFÐASKRÁ „Hvenær tók Arthur Edmond við lávarðartigninni?" „Ja, hann varð allra karla elztur og lifði báða bræður sína, og árið 1873 varð hann lávarður af Dillon; hann dó ekki fyrr en 1892. En ég var ekki búinn að segja yður frá erfðaskránni". „Lady Dillon". Hvort þessi vaxmynd, sem gerð var hjá Mme Tussaud f London, er af Sire Ottesen eða Málfríði Sveins dóttur frá Sölvhól, veit enginn Iengur, en svo var mál með vexti, að Haraldur Árnason kaupmaður lét gera vaxmyndir af tveim af fegurstu konum síð- ustu aldar og notaði þær sem gluggaútstillingai’ í verzlun sinni. Önnur myndin var af Sire og gerð eftir silhouette, sem til var af henni, en hin af Málfriði. önnur þessara mynda er týnd, og hvort þetta er Sire eða Málfríð ur, er vafamál, en safngestir kalla hana óhikað „Lady Dillon" Heímsókn í Dillonshús til Lórusnr Sigurbjörns- sonur skjalovorður „1 boði hjá Lord Dillon — er það ekki tilvalin fyrirsögn? Það eru margar minningar bundnar við þetta hús, sem brezki aðalsmaðurinn Arthur Edmond Dillon byggði handa konunni, sem hann elskaði en fékk ekki að giftast, vegna þess að dönsku yfirvöldin voru of framsýn til að gefa samþykki sitt. Þau kærðu sig ekkert um að fá forríka enska tignarmenn inn í land- ið. Enda hefði þetta hjóna- band getað gjörbreytt Islands sögunni ef, ef, ef . . . . það eru alltaf þessi stóru ,ef‘, sem gera strík í reikninginn og breyta gangi tilverunnar“. Lárus Sigurbjörnsson skjala- vörður hellir bleksterku Dillons kaffi 1 bollana og býður fram rammíslenzkar kökur. Við sitj- um I franska horninu svonefnda I Dillonshúsi, og Lárus er svo rómantískur, að hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en ást- arævintýri Sire Ottesen og Dill- ons Iávarðar, þótt ætlunin hefði verið að tala um allt annað. „Já, ætli sjálfstæðisbaráttan hefði ekki reynzt auðveldari með Dillonsfjármagnið að bak- hjarli", heldur Lárus áfram. „Hannes Hafstein fékk ekki svo litlar átölur fyrir að taka ca. 10 þúsund punda jafnvirði að láni til að koma upp slmanum, það þótti óðs manns æði í þann tfð — og um svipað leyti selur Harold, sonur Dillons lávarðar, er hingað kom, ættaróðalið á írlandi fyrir 250 þúsund sterl- infl;spund. Brezka rílrið keypti góssið, og verðið var álitið lágt. Danir vissu sko vel, hvað þeir voru að gera, þegar þeir bönn- uðu þessa giftingu". ÖRLÖGIN ANDSTÆÐ „En hvað kom það Dönum við?“ „Jú, þannig stóð á, að DiIIon var kaþólskrar trúar, en Sire Lárus Sigurbjömsson hjá skjaldarmerki DiIIons lávarðar. mikla reisu, hélt til Lapplands og skrifaði seinna bók um þá för. „Þetta er annars merkileg ætt, eldgömul aðalsætt frá Normandf, stafar frá 12. öld og hét uppraflega ,de Lion', af henni eru margir hálærðir menn með akademíska titla, öndvegis- kastalinn er nú, á hinu gamla bæjarstæðj Ingólfs Arnarsonar. Það er ekki að orðlengja, að þau verða hugfangin hvort af öðru. Sire — eða Sigrid Bergmann Þorkelsdóttir — var þá fráskil- in, hafði gifzt 14y2 árs og eign- azt tvo syni, en þeir voru ekki hjá henni. Hún var 12 árum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.