Vísir - 20.09.1963, Side 2
2
m
VÍSIR . Föstudagur 20. september 1963.
HJÓLBARÐA SALA •
VIÐGERÐIR
Simj 3 29 60
ferrania
filmur
íþróttamúlin rædd í HaukodaEs
„Kvittun fyrír að
skyldur sínar vií Ifkamann
— sagðí iens Guðbjörnsson
um íþróttumerki ÍSf, sem
er stórmerk nýjung
Eitt þeirra mála, sem tekið var fyrir á fundi ÍSÍ
með forráðamönnum héraðssambandanna og sérsam-
bandanna um síðustu helgi í Haukadal var hið nýja
Iþróttamerki ÍSÍ. Það var Jens Guðbjörnsson, sem
flutti greinargóða framsögu í málinu og teíjum við
ástæðu til að flytja hér á eftir framsöguræðu Jens eins
og hann flutti hana í Haukadal, ekki sízt þar eð í henni
er skírt ítarlega frá íþróttamerkinu í framkvæmd, en
okkur er kunnugt um að það er nokkuð óljóst fyrir
mörgum. Er því vonandi að menn kynnist þessari stór-
merku tilraun ÍSÍ til að auka almannaíþróttir í landinu.
Fer hér á eftir erindi Jens.
Góðir íþróttaleiðtogar.
Það hefir fallið I minn hlut að
hafa framsögu um íþróttamerki
m.
'' Eins og flestum ykkar er kunn-
ugt, hafa allar Norðurlandaþjóðim-
ar nema íslendingar haft slíkt
merki til þess að keppa um og
það nú um nokkra áratugi, þau sem
fyrst hófust handa í þessu nauð-
synlega og merkilega máli.
Tilgangurinn með Iþróttamerki
íþróttasambands íslands er sá að
vekja og viðhalda áhuga manna
fyrir alhliða íþróttaþjálfun. Iþrótta
merkið getur hver íslenzkur ríkis-
borgari tekið, þegar hann er orð-
inn 16 ára. Iþróttamerkið er gert
úr eir, silfri og gulli.
Iþróttaafrekum þeim, sem hver
maður skal vinng, til þess að fá
merkið, er skipt í fimm flokka.
Skal leysa af hendi eitt afrek inn-
an hvers flokks og er það frjálst
val þátttakanda að öðru leyti,
hvaða þraut hann kýs að reyna við.
Til þess að hljóta íþróttamerkin
skal inna af hendi íþróttaafrek þau
sem krafizt er, svo sem hér segir:
Eirmerki: í fyrsta sinn, annað og
þriðja sinn, sem þrautirnar eru
Ieystar af hendi, hlýtur þátttak-
andi rétt til eirmerkja, sem númer-
uð eru f þeirri röð, sem til þeirra
er unnið.
Silfurmerki: I fjórða, fimmta,
sjötta og sjöunda sinn sem þraut-
in er leyst af hendi, hlýtur þátt-
takandi rétt til silfurmerkis, sem
númeryð eru í þeirri röð, sem til
þeirra er unnið.
Gullmerki: I áttunda sinn sem
þrautin er leyst af hendi, hlýtur
þátttakandi gullmerki.
Undanteknlngar vegna aldurs:
a) f>eir, sem orðnir eru 30 ára,
þurfa aðeins að leysa þrautirnar
tvisvar sinnum af hendi, til þess
að hljóta silfurmerki.
b) Þeir, sem oru orðnir 30 ára,
þurfa að leysa þrautir þrisvar
sinnum af hendi, þar af einu
sinni eftir að 35 ára aldri er
náð, til þess að- vinna til gull-
merkis.
íþróttamerkið er aðeins hægt að
taka einu sinni á ári, og ber að
skila gögnum um prófið til íþrótta-
merkjanefndar I.S.I. fyrir lok jan-
úarmánaðar næsta ár.
Ég hefi hér að framan getið um
eir, silfur og gullmerki, en fjórða
stigið er svo framtíðarinnar: fögur
stytta af íþróttamanni.
Vér íslendingar byrjum síðastir
Norðurlandaþjóðanna á þessu
merkilega máli eins og áður er sagt
en ég fagna því innilega að bætzt
hefir einn dýrmætur liður til þess
að auka á fjöibreytni í íþrótta- og
æskulýðsstarfi voru, sem sagt að
fá almenning, fólk á öllum aldri,
til meiri og hollrar útivistar hver
við sitt hæfi, enda miðað við þrjá
aldursflokka við íþróttamerkjatöku,
þ. e. 16—18 ára, 19—40 ára og 41
og eldri.
íþróttamerkið er aðeins kvittun,
ef ég mætti orða það þannig, fyrir
því að heilbrigðir menn hafa rækt
nauðsynlega skyídu við lík'ama sínn
þvf hvað er oss nauðsynlégra á
þessari vélvæðingaröld én holl og
góð hreyfing í góðum og glöðum
félagsskap.
Iþrótta- Og ungmennafélög hvar
sem eru á landinu gætu efnt til
merkjatökumóta um helgar eða á
einhverjum ákveðnum degi að
minnsta kosti einu sinni í mánuði,
og eftir æfingar hjá hinum ýmsu
íþróttaflokkum er oft tilvalið tæki-
færi að reyna við þrautirnar, því
víðast hvar er hægt með góðum
undirbúningi að leysa 1 þraut úr
3 flokkum af 5 1 sama skipti.
Fyrir nokkrum árum vildu Norð-
menn fá Svía og Dani í lands-
keppni um íþróttamerki ~þessara
þriggja þjóða. Noregur hafði þá um
10.000 þátttakendur, en Svíar
30.000. Danir treystu sér ekki til
þessarar keppni vegna þess hve
Myndimar á síðunni tók ljósm. Vfsis austur í Haukadal um siðustu
helgi. Á ræðupúltinu er hinn aldni jöfur Sigurður Greipsson bóndi í
Haukadal, en hann var gestgjafi fundarmanna og fórst þáð af mesta
myndarskap. Hin myndin er af fundarmönnum.
blöðin í landinu veittu þeim lítinn
stuðning, en Norðmenn og Svlar
lögðu til atlögu.
Miðað við fólksfjölda þurftu
Norðmenn að auka þátttöku sfna
um 40% til þess að sigra. Það var
há tala sögðu margir, en aðrir svör
uðju vissulega er það rétt, en ef
við aðeins fáum 2 þátttakendur í
viðbót frá hverju félagi verður
aukningin 7000.
Úrslitin urðu þau, að Norðmenn
sigruðu með glæsibrag og hlutu
veglegan bikar að launum.
Ég get þessa hér, aðeins til að
rökstyðja það einu sinni enn, að
ef samhugur ríkir og vilji er fyrir
hendi er hægt að komast langt.
Þann 17. júní s.l. var hringt til
mín áf framkvæmdarstjóra I.S.I.,
Hermanni Guðmundssyni, og sagði
hann þau óvæntu tíðindi að 11 í-
þróttamerki þyrfti að afhenda þann
dag. Var það unglingalandsliðið í
körfuknattleik sem hafði unnið
brautryðjendastarf, sem voru okk-
ur öllum, sem að þessum málum
vinna, gleðitíðindi mikil.
Var þessum ungu myndarlegu
piltum afhent merkið á leikvangin-
um í Laugardal, í sambandi við 17.
júní mótið, við mikinn fögnuð við-
staddra, meðal annarra forsetahjón
anna hf. Ásgeirs Ásgeirssonar og
frú Dóru Þórhallsdóttur.
Þegar íþróttakennaraskóla Is-
lands var slitið í vor, höfðu þeir 6
piltar sem stunduðu nám þar slð-
astliðinn vetur, unnið til merkjanna
og afhenti forseti I.S.I Gísli Hall-
dórsson þeim merkin f lok skóla-
uppsagnarinnar með stuttrj hvatn-
ingarræðu.
Kæru íþróttasamherjar. Innan 1-
þróttasambands íslands eru nú 7
sérsambönd, 26 héraðssambönd
með 232 fþrótta- og ungmennafé-
lögum. Ef við samstillum þessa
krafta af alhug fyrir þessu þjöð-
nytjamáli, Iþróttamerki Í.S.l. og til
gangi þess, og setjum okkur það
mark að að meðaltali tækju íþrótta
merkið fjórir úr hverju félagi. Á
árinu 1964 væri þátttakendafjöld-
inn orðinn rúm 1000 þá er ég ekki
óánægður, en kannski finnst ykk-
ur þessi tala of lág, þá verður enn
gleðilegri árangur, því ef við kom-
um þessu vel af stað, kvíði ég engu
með framhaldið.
Þökk fyrir áheyrnina.
Jens Guðbjömsson.
RAM MAGERÐIN!
GRETTISGÖTU 54
SÍMI-I 91 OSl