Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 7
í;;ih! neytinu til íbúðar vændiskon- unnar, dvaldist með henni sinn fasta „viðtalstíma”. Og næsti „viðskiptamaður" vændiskon- unnar var hermálaráðunautur úr rússneska sendiráðinu. Tjað má geta nærri hvílíkt reið- slag þessi frétt var, þegar hún opinberaðist í réttarhöldum yfir svertingja einum, sem hafði reynt að myrða sömu vændis- konu, af því að hún hafði einn ig verið ástmey hans. Hún var reiðarslag bæði fyrir ráðherr- ann, er varð að segja af sér em- bætti og þingmennsku. Þar lauk glæsilegum ferli hans og á hann nú við hina mestu erfiðleika að stríða, honum standa allar dyr lokaðar, — eða fyrir eiginkonu hans, sem var særð en hefur haldið tryggð við hann. Og þetta var einnig reiðarslag . fyrir brezku ríkisstjórnina og for- ustumann hennar, Macmilian for sætisráðherra. fiegja má að ríkisstjórnin hafi riðað til falls vegna óhugn- anlegra staðreynda Keeler-máls ins. Er hægt að hugsa sér nokk uð óhugnanlegra en að ráðherra sem á að bera hina mestu á- byrgð og traust velji sér að vin- um gerspillt úrkast þjóðfélags- ins, drykkjumenn og vændis konur. Hér blandast þetta alit saman, sjálfur ráðherrann hafi gerzt kviðmágur svertingjaúr- hraks og í málinu var jafnvel morðtilraun. Þær raddir urðu sterkar, sem heimtuðu að Macmillan-stjórn var honum þungbært, en hann stóð öll þessi áföll af sér. Nú um mánaðamótin ágúst-septem ber fór fram skoðanakönnun í Bretlandi, sem virtist benda til þess, að öldurnar hefði lægt, vinsældir Macmillans og stjórn ar hans fóru nú vaxandi og framtíðin virtist bjartari. Þó er enn ekki bitið úr nál- inni með þetta og er málið nú enn komið á dagskrá. Enn eru nokkrar eftirhreytur væntanleg ar og geta þær öldur enn risið svo hátt, að Macmillan verði varla vært í stjórnarforustunni. 1-jegar ólgan var sem mest í sumar, reyndi Macmillan m. a. að lægja þær með þvl að skipa sérstakan rannsóknardóm ara til að kanna, hvernig væri háttað siðferðisstyrk meðal þeirra manna sem gegna ábyrgð armiklum stöðum í Bretlandi. Tilefni þesn var, að hugsan legt þótti, að Profumo hermála ráðherra hefði sagt vændiskon unni einhver hernaðarleyndar- mál, sem,hún hefði síðan getað komið til næsta viðskiptamanns síns, rússneska sendiráðsstarfs- mannsins. Var vel metnum lögfræðingi og hæstaréttardómara Denning lávarð; falið að rannsaka, hvern ig siðferðisstyrkur manna í á- byrgðarstöðum I Bretlandi væri og hvort hætta væri á þvf, að erlendar njósnadeildir gætu náð tangarháldi 'á þeim, vegna þess, að þeir hefðu gert sig seka um spillt líferni, drykkjuskap, kyn villu, væru í fjárþröng o. s. byggja slíkar rannnóknir á sögu sögnum. Síðastliðinn mánudag afhenti Denning lávarður síðan Macmill un skýrslu sína, sem er mjög löng greinargerð eða um 60 þúsund orð. Enn er farið með Dennings skýrsluna sem leyndar mál. Macmillan las hana að kvöldi mánudagsins og næsta dag fékk Harold Wilson foringi Verkamannaflokksins, að lesa hana, en vegna leyndarinnar varð hann að lesa hana í skrif stofu forsætisráðherra, fékk ekki að fara með eintak af henni með sér. Það má geta nærri, að samn ing þessarar skýrslu vekur feikna athygli í Bretlandi og telja menn, að með henni sé þetta mál vakið upp að nýju og muni geta valdið Macmillan miklum óþægindum. (f'krðrómur hefur komizt á kreik um það, að Denning lávarð ur sé mjög strangur. Hann er mikilsmetinn lögfræðingur og strangleikamaður í siðferð- isskoðunum og er talið, að hann taki hart á þeirri siðferðislegu upplausn sem gerir svo víða bethar drottningar til að gera henni grein fyrir þessu máli. Og nú hefur verið tilkynnt, að lávarðadeild brezka þingsins hafi verið kölluð sérstaklega saman þann 2. október til að gefa fyrir mæli um að birta skýrsluna sem þingskjal, öðruvísi er ekki hægt að birta hana, vegna meiðyrða- löggjafar landsins. Þá fyrst verð ur hægt að segja hvaða áhrif Denning-skýrslan kann að hafa í stjórnmálum Bretlands. Óhætt er að segja, að hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu og margir halda því fram, einkum andstæðingar ríkisstjórnarinnar, að hún geti þá jafnvel orðið stjórninni að falli. Ekkl er þó hægt við því að búast, að skýrsl an verði birt í heild, Wilson foringi Verkamannaflokksins krefst þess að vísu, en Macmill- an mun kjósa að strika nokkuð út úr henni. TVú fyrir nokkru andaðist brezki njósnarinn Guy Burgess austur í Moskvu. Við það rifjast upp gamalt hneyksli mál brezku stjórnarinnar, þar sem menn með kommúnískar skoðanir og ölhneigðir menn JJarold Wilson foringi brezka Verkamannaflokksins hefur enn haldið því fram, að Mac- millan sjálfur eigi mesta sök- ina á þeirri spillingu, sem gerir vart við sig á æðstu stöðum í Bretlandi. „Sfðan MacmiIIan komst til valda, segir hann. spyr ríkisstjórnin ekki fyrst og fremst, hvort eitt eða annað sé rétt, heldur hvort hún sleppi með það.“ Þetta er heldur ljót lýsing á siðferðisástandinu og sennilega mikið ýkt, vegna þess, að fyrir Wilson geta þessi hneyksli orðið þrep upp f valda stöðuna. Hitt hefur virzt eftirtakanlegt, að hneykslismál meðal brezkra stjómmálamanna og embættis- manna hafa verið alltof tíð, njósnamálin eru orðin of mörg, þar sem rússneskir sendiboðar gátu borið fé á brezka menn f trúnaðarstöðum eða náð tangar haldi á þeim vegna siðferðis- legra ávirðinga þeirra. Virðist sýnt, að Bretar þurfi að setja strangari reglur sem tryggi það betur að ábyrgðarstöður séu veittar grandvörum mönnum. Þorsteinn Thorarensen Föstudagsgreinin V I S I R . Föstudagur 20. seytember 1963. Jjað varð niikið áfail fyrir Mac millan forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þegar þau furðulegu tíðindi spurðust í sum ar, að sjálfur hermálaráðherra Iandsins hefði haft náin kynni af alræmdri ungri vændiskonu Christine Keeler. Ráðherrann John Profumo hafði til skamms tíma verið á- litinn einn efnilegasti maðurinn í hópi yrigri íhaldsmanna. Frami hans hafð; orðið mikill og skjót ur, hann hafði m.a. komið við sögu sem aðstoðarráðherra við lausn Kýpur-málsins og þótti fara það mjög vel úr hendi. Hann var glæsilegur ungur mað ur, gáfaður og skjótur til ákvarð ana og auk þess var hann kvæntur glæsilegri konu, sem hafði verið mjög vinsæl. Fram tíðin virtist brosa við honum, hann vann kosningu í Stratford- kjördæmi, heimabæ Shakespe- ares með miklum meirihluta og farið var að tala um það, að áð ur en lyk; myndi hann setjast f æðstu embætti, það kæmi mönnum ekki á óvart þó hann skipaði embætti utanríkisráð- herra, jafnvel forsætisráðherra eftir einn eða tvo áratugi. En á sama tíma og þessi mað ur var að rfsa upp til aukinna valda og virðinga átti hann að vinum spillta félaga, úrkast þjóð félagsins og heimsótti vændis konuna á vissum dögum í hverri viku. Hann sat á daginn í em- bætti hermálaráðherra og hand- lék viðkvæm trúnaðarskjöl. En um kvöldið ók hann úr ráðu- Hér sést Denning lávarður og fyrir framan hann í skjalabindum skýrslur og vitnisburðir, sem hann hefur tekið í rannsókn sinni. in segði af sér, ekki vegna þess að Macmillan sjálfur væri á neinn hátt riðinn við þetta, held ur vegna þess, að hann hefði orðið þess valdandi með kæru leysi sínu, að linað hefði verið á siðferðilegum kröfum til þeirra manna, sem bera mesta ábyrgð. Foringj stjórnarandstöð unnar Harold Wilson krafðist þess m. a. að stjórnin færi frá og hreinsað væri út úr spilling- arbælinu. 17'n Macmillan varðist og greip til ýmissa ráðstafana til að hreinsa sig og stjórnina af allri ábyrgð. Hneykslasumarið mikla frv. J^enning lávarður tók til ó- spilltra málanna, að kanna þetta vandamál og hefur rann- sókn hans tekið tólf vikur. Hann ýfirheyrði persónulega um 180 vitni og var rannsókninni hagað með þeim óvenjulega hætti, að vitnisburðurinn var ekki gefinn undir eiðstaf, svo að vitnin gætu einnig skýrt frá orðrómi, sem þau hefðu heyrt. Með þessu var talið að auðveldara yrði að graf ast fyrir orðróm, en jafnframt hefur það verið gagnrýnt all- mikið, að ósæmandi sé að vart við sig. M. a. er því haldið fram, að hann telji a. m. k. tvo af ráðherrum í brezku stjórn- inni óhæfa siðferðislega til að gegna slíkum embættum og einn aðstoðarráðherra. Sé það rétt, er skýrslan geysilegt áfall fyrir ríkisstjórnina. Fleiri ráðherraaf- sagnir gætu riðið henni að fullu. Þó. verður það að takast fram, að enn er þetta ekki með öllu Ijóst því að skýrslan er leyndar mál. í gær var brezka stjórnin að ræða Denning-skýrsluna og í dag átti Macmillan forsætis- ráðherra að ganga á fund Elísa- þeir Burgess og McLean höfðu fengið að sitja í miklum ábyrgð arstöðum, þar sem þeir höfðu aðgang að þýðingarmiklum ríkis Ieyndarmálum. Þeir reyndust og vera rússneskir njósnarar, en þegar átti að handtaka þá, hafði þeim borizt njósn frá þriðja manni, sem virðist hafa verið Kim Philby, er þá starfaðj í brezku leyniþjónustunni og hafði einnig nokkrar kommún- ískar tUhneigingar. Allir þrír flúðu þeir svo að lokum austur til Sovétríkjanna, en líf þeirra hefur verið heldur ömurlegt þar í einskonar útlegð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.