Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 15
VlSIR . Föstudagur 20. september 1963. 75 Peggy Gaddis: 27 scmrrnn sem „kunna eitthvað fyrir sér“, búi til sterk te úr baðmullarstöngl um og rótunum líka held ég, til fóstureyðinga. Blökkufólkið kallar það djöflate. Og ég hefi heyrt að það geti verið hættulegt lífj móður- innar. — Ó, Laura, sagfði Meredith hneyksluð. Heldurðu að þetta geti verið satt? — Ég held ekkert um það, ég «r viss um það. Það er altalað að Mammy Jo bruggar þetta — og selji pottinn á doilar — og þéni vel. Meredith fölnaðj og kreppti hnef ana um stýrishjólið — Og ég, bjálfinn, hélt mig vera að vinna að góðu máli og þörfu, — með stofnun ráðleggingarstofunnar, til þess að opna augu manna fyrir nýjum kenningum og aðferðum, og svo kemur annað eins og þetta fyr- ir mann eins og reiðarslag. — Þú mátt ekki taka þetta svona væna mín. Þú hefir ekki verið hér starfandi læknir nema á annað ár og þú hefir þegar unnið mikið á, en allt tekur sinn tíma. Gleymdu ekki, að þú starfar í afskekktum landshluta, sem hefir verið og er án margra mikilvægra tengsla við staði, þar sem menning er lengra á veg komin og framfarir. Við er- um sannast að segja öll stolt af þér, og dauðhrædd urn að missa þig — því að ekki bíður þessi mynd arlegi og laglegi Hugh Prather að eilífu. — Ég held sannast að segja, að ég ætti ekki að láta hann bíða öllu Iengur. Hví skyldi ég stritast við að koma málum í betra horf, ef allt er eins og ókleifur veggur skilningsleysis framundan. — Hví skyldi ég neita Hugh lengur um þá lífshamingju, sem við eigum rétt á? — En ég er þér þakklát fyrir, frá djöflateinu, sagði Laura rólega. Meredith dró andann djúpt og rétti svo úr sér í sætinu: — En ég er þér þakklátur fyrir. É.g veit nú betur hvað við er að stríða. Meredith stöðvaði bílinn fyrir framan lækningastofuna og leit þar inn, en engir sjúklingar voru í bið stofunni, enda klukkustund þar til auglýstur heimsóknartími skyldi byrja. v Það var óskaplega heitt í veðri, enda var þetta á heitasta tíma árs- ins, í ágúst. Það drógu líka margir að koma á þessum tfma, eða þeir sem töldu það óhætt, því að fram undan var nú svalara veður með komu september. Þær gengu heim að húsinu og settust úti í garði á hvítmálaða stóla í skugga eikitrés og þangað færði Jennie þeim ístertu, ásamt gómsætum smákökum. Laura kippti af sér hattinum og henti .honum á grasflötina og teyg aði sv'aladrykkinn niður f hálft glas, tevgði svo úr sér og lét fara vel um sig barna í fnrsælunni, og.gerði Meredith slíkt hið sama. — Hvað er það annars, sem þú ætlar að tala um við mig Meredith? Ég er ekki fædd f gær, — fann það á mér eins og skot, að eit.thvað bió undir hiá hér. Hvað er hér f huga. sem hú 'i'ilr ,H?S mi". TTr rr}pð bað! — Gott og vel, sagði Meredith og án þess að nefna nokkur nöfn sagði hún Lauru söguna um börn in, sem þurftu að komast í skóla — um raunir og erfiðleika móður- innar og það allt. — Drottiqn, rpinn dýri, rhvað aumingja kónan hefir orðio að þol mikinn hluta ævi. sinnar,, sagi Laura, er' Mére’difli ’ hafoi' lokið frásögn sinni. — Og börnin verða að fá sitt tækifæri, eins og önnur börn, Laura, hélt Meredith áfram, eins og nú er ástatt atast þau upp sem mannafælur. Laura horfði á hana drykklanga stund athugunaraugum. — Mér skilst, að þú sért að tala um Addie Perkins. Af hverju ertu með þennan örvæntingarsvip? Ég gat mér þess til, undir eins og þú minntist á piltinn á her- skyldualdri. — Mér líður ekki vel út af að hafa rætt leyndarmál annarrar konu. — Ef við hugleiðum Addie Mec I og börnin hefir hinu sanna verið | haldið leyndu allt of lengi. Það, j sem máli skiptir nú er að koma j krökkunum i skóla, án þess aðrir krakkar rífi þá f sig. Krakkar eru í óargadýr — I Meredith rak upp stór augu, en YOUKS WAS A WOItTHY PLAN.TACZAN,] 5UT IT FAILS... '05/4'MEN AEE THE KEAL KULEKS 0F MOST TRI5ES. THEy’VE PkEVEKITEP1 THEIK CHIEFS COMING HERE WlTHOUT THEMÍ V* 50 IT SEEMS, TOP’AV,CHIEFSANAl SUT WE MUST VCEEP TRyiNG! NO, FRIEN7 TUT, WE MUST NOT MUR7ER TO KE-ESTA5LISH A OUR TR.IBAL AUTHORITV ! N LET US OUTWIT THE 'OB/A' MEKl! SHOW ALL PEOPLE THE EVILSOF BLAOC. MAQIC SUPERSTITIONS! WE UGAN70S HAVE NO SUCH PR.OBLEW- r WE K.ILLE7 OUR ’ 'OB/A' man! Ct»f ItH U|if ■■<• »uffiJi»< t»f — T». _. .. ....... Diitr. by UniUd Fe»ture Syndlcata, Inc SiWL EuiOIT Joa*J ¥ A R 2 A i Volkominn Medu, vinur minn, segir Tarzan, Gana höfðingj og ég erum að reyna að efna til fundar meðal höfðingja, án þess að hafa töframenn með, en það hefur eng inn komið ennþá nema Tut. Þetta var gott ráð hjá þér Tarzan, en það hefur brugðizt. Töframenn- irnir eru^ þeir sem raunverulega ráða skóginum. Þeir hafa bannað höfðingjunum að fara, einum. Það lítur út fyrir að svo sé, segir Tarzan, en við verðum að halda sagði hlæjandi: — Að þú skulir segja þetta, Laura þú tekur bara svona til orða. — Mér er rammasta alvara, Mere dith. Mér blátt áfram geðjast ekki að krökkum, en láttu þér ekki detta í hug, að ég gæti átt það til að fara illa með börn á einn eða annan hátt. Ég er nokkuð ströng, en sann- gjörn, og krakkaormarnir bera virð ingu fyrir mér, jafnvel dást að mér. — Og samt geturðu látið þér um munn fara að þér geðjist ekki að börnum? Laura horfði á hana með nokkr um undrunarsvip. — Nei, hví skyldi ég ekki tala eins og mér býr í brjósti? Ég get ekki að því gert, að ég hefi næst- um óbeit á krökkum, og kennske mundir þú skilja það, ef þú þekkir þau við sömu skilyrði og ég, í hóp, en ég endurtek, að ég mundi ekki leyfa undir neinum kringum stæðum, að barn væri látið sæta líkamlegri hegningu í mínum skóla, hversu alvarlegt sem brotið væri, en strákprakkara læt ég kannske skrifa hundrað sinnum á töfluna: Ég er slæmur drengur, eða ég Iæt krakka sitja eftir, en ef um alvar- leg brot er að ræða tala ég við for eldrana og þau verða að taka til sinna ráða. Mitt hlutverk er að kenna, ekki að hegna. Og ef ég yrði ekki að kenna krökkum mundi ég svo sannarlega njóta þess. Bn ég sætti mig við það, en enginn getur krafist þess, að ég elski þau. Hún horfði á Lauru og glotti svo allt I einu: — Þú situr þarna stórhneyksl- uð og hugsar sem svo: Vesalings Laura, hún er vonsvikin piparmey og það bitnar á elsku litlu börnun um. Nei, Merry! Því er ekki svo varið. Ég er piparmey af því að ég kaus að pipra. Ég átti þesn kost að giftast, oftar en einu sinni, en ég var elzt fjórtán barna, og ég fékk alvegwflpg af - fjölskyldulífinu, — En^flölskylduiff getiir verið hamingjuríkt?. — Að sjálfsögðu, en þeir karl- menn, sem ég kynntist voru í sama flokki og faðir minn .aðlaðandi, elskulegir - og eigingjarnir, eða hálfgerð dauðyfli, lítið gefnir og viljalausir. Ég varð að leggja hart að mér að afla mér kennaramennt- unar. En ég kinntist engum karl- mönum, sem heilluðu mig. Ég varð kennari vegna menntunarlöngun- ar, til þess að geta hjálpað öðrum til þess að eignast þjálfaðan huga til þess að geta notið þess, sem fagurt er. Hún fékk sér vænan sopa af teinu. — Hvort, sem þú trúir því eða ekki , þá er það ánægð kona sem situr hér og rausar, — hamingju- samari en ég hefi nokkurn rétt til að vera í heimi, þar sem menn berast á banaspjótum og leggja allt í rúst. Ég á dálítið hús og þrjár ekrur lands. í húsinu er allt ná- —»Mm———————i— áfram að reyna. Við Ugandora erum ekki í neinum vandræðum, segir Tut, við káluðum okkar töframönnum. En það er ekki rétta leiðin, Tut, segir Medu, við megum ekki myrða til að öðlast kvæmlega eins og ég helst kýs. Ef ég set einhvern hlut á ákveðinn stað er hann kyrr þar og ég get gengið að honum. Og ég á kött, læðu, sem ég kalla Sunie, sem ótt- ast víst, að ég verði einmana, því að hún á kettlinga á hverju ári, og bráðum verður víst ekkert pláss fyrir mig lengur, því að ég hefi ekki brjóst í mér til að losa mig við þá — en — sem sagt — eins og stendur — þá skyggir ekkert á hamingju mína, — En, sagð; Meredith í mótmæla tón, þegar þú verður gömul, held urðu að þú verðir ekki hræðilega einmana? Laura brosti eins og henni fynd- ist barnalega spurt. — Og eins og mikið er til af góðum bókum í heiminum- Og með síbreytandi náttúrufegurð fyrir aug unum? Og svo er garðurinn minn, þar sem ég get ræktað fögur blóm? Og þú heldur kannske að ég eigi ekk; vini? Jú, ég á vini. Og ég legg til hliðar af kaupi mínu — og þegar ég hætti, um sextugt, get ég lifað fjárhagslega áhyggju- lausu lífi í litla kotinu mínu. — Hneyksluð?, spurði Laura. — Nei, en furðu lostin, því að ég hélt, að allar ógiftar konur í barnakennarastétt elskuðu börn og grétu í leyni, af þvi að þær höfðu aldrei átt mann og engin börn eignast sjálf. Laura hló. — Ég tel víst, að svo sé um margar þeirra, en það vill nú svo til, að ég er öðru vísi, og það má vel vera, að það sé heppilegt, að ekki séu margar slikar sem ég. En nú skulum við snúa okkur að öðru: Hvað við getum gert fyrir Perkinskrakkana? Krakkar verða vitanlega fyrir áhrifum af afstöðu foreldra sinna til annarra. Þess vegna var allt svo miklum erfið- leiknum bundið fyrir mig og hina kennarana að hjálpa Jud. Við verð urp - fté-breyta- afstöðu foreidranna áður en krakkarnir hefja skóla- gönguna. — Þetta hljómar eins og dag- skipan um stórsókn, sagði Mered- ith. — Það er nú kannske fullmikið sagt, sagði Laura, en ég skal hreyfa málinu á næsta foreldra- fundi. Hann verður á fimmtudag- inn. Og ég skal tala undir fjögur augu við þær, sem vilja teljast for ustukonur, — maður verður að hafa slíkar með sér, þá koma hin- ar á eftir. Laura stóð upp, hristi smáköku korn af kjól sínum, brosti til Meredith og sagði: — Og nú, væna mín, skaltu gleyma Perkinsvandamálinu, — ég skal taka málið að mér og ábyrgj- ast, að krakkarnir komi þegar skóli verður settur — og að allt fari vel. — Þú munt aldrei geta gert þér grein fyrir, Laura, hve þungri byrði þú hefir létt af mér. niBMnmnwwin ‘111111111 iii iitamiBwaaaaiit aftur vald okkar. Það er betra að sýna fólki frant á að töframenn- irnir séu gagnlausir, og hafi ekk- ert vald. Sýna fólk; fram á hvað mikið illt þensi hjátrú leiðir af sér. Jafnvel þó að betta sé fyrsta barnið yðar, þá getið þér ekki fengið frí alitaf seinni partinn til þess að sjá það í baði. Jú skiljið þér, maðurinn niinn vill helzt sofa í tjaldi, en ég er hrifnari af mjúkum hótelrúmum, og þetta er lausnin. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Dún- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 16250 ViNNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Ódýror þykkor dren§jopeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.