Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Föstudagur 20. september 1963, Greinar um byggingarmál, birtar í samvinnu við Byggingaþjónustu Arkitektafélags íslands. Hansahillurnar svokölluðu hafa náð miklum vinsældum hér heima. Allur fjöldinn kann ekki lengur að meta eldri gerðir bóka skápa, sem þó verða alitaf tald ar sigildar. Fólk vill geta fengið „dekorativari" fjölbreytni úr uppsetningu á bókahillum, ef það á annað borð hefur ein- hvern áhuga á að koma upp slík- um hillum hjá sér. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja gerð af lausum, færanleg- um bókahillum. Möguleikarnir í uppsetningu eru að vissu leyti fleiri í notkun þressarar gerðar, en Hansa-hillunum, fyrst og fremst í skiptingunni langsum í uppsetningunni. Að sumu leyti mynda þær sterkari heild en Hansa-hillurnar, en það er smekksatriði hvað menn vilja í þeim efnum. Sumir kjósa Hansa hillumar af því þær eru léttari í útliti. Þessar hillur hafa ekki verið framleiddar hér og mýndu senni lega verða dýrari en ýmsar aðr- ar gerðir, af lausum hillum. Samt er ekki úr vegi að kynna þær, ef einhver skyldi hafa á- huga. -• -W^SN- ,. W.>N- ____ __________ , ri.. ',C ÍH1; w,. í einföldustu mynd saman- stendur hitakerfi af; hitakerfi (ketill), ofnum, þenslukeri og rörleiðslum með lokum (sjá mynd bls. 6). Það vinnur í aðal- atriðum á eftirfarandi hátt. Upp hitað vatn rennur í rörum frá hitatæki út í ofna, sem gefa frá sér varma í herbergjum (sjá mynd) Vatnið kólnar þá og flyzt síðan aftur I hitakerfið. Vatnið Hitastig vatnsins úr hverjum ofni á að vera það sama á öllu hitakerfinu. rennur í hringrás i kerfinu ann- að hvort af sjálfu sér eða í dæluhringrás. Eldri hitakerfi eru venjulega byggð þannig að vatnið renni af sjálfu sér. Notfærður er sá eig- inleiki vatns að það léttist við upphitun og þyngist við kæl- Dæmi um hitastigsmun f tveim- ur ofnum sem sýnir að hita- kerfið er ekki rétt stiilt. Her- bergi A. verður of kalt en - herbegi B. of heitt. ingu. Vatnið, sem hitnar í hita- kerfinu leitar upp á við, en eftir að það kólnar í ofnunum og þyngist, leitar það aftur til hita- kersins. 1 nútíma hitakerfi er alltaf höfð hringrásardæla. Kostur slíkrar dælu er sá, að gera má allar rörleiðslur grennri, sem þýðir minni kostnað við hita- lögnina. Þensluker eru til þess að jafna þrýsting, sem myndast við mis- munandi hitastig vatnslns á kerf inu og hindrar að hitakerfið springi. Hitavatnsgeymir og ofnar fá oftast heitt vatn frá sama hita- keri. í hitavatnsgeymum þarf að vera stöðugt heitt vant (um 80 gráður), en heitt vatn inn á ofna þarf að stilla eftir mismun- andi útihita og þarf það vatn ekki að vera eins heitt eða frá 30 gráðum til 65 gráða, eftir þörfum •sv ruuSúdöuíii,! Rörlögninni er því hagað-þann ig að 80 gráðu heitá vatninu frá hitakerfinu er blandað saman við kælda vatnið, sem kemur frá ofnunum. Þessi vatnsblönd- un fer síðan til ofnanna. Þetta kallast uppblöndunarkerfi og lok inn, sem notaður er til þessarar : blöndunar nefnist þrívegaloki. Þessi uppblöndun er ýmist höfð handstýrð eða sjálfvirk. Það sem raunverulega á sér stað er að heita vatninu frá hitakerfinu er blandað við kælda vatnið frá ofnunum í þeim hlutföllum að ákveðið hita stig fáist á vatni til ofnanna. Hitastig vatnsins í sjálfu hita- kerfinu er oftast stjórnað með vatnshitastilli. œejRgBBKessB • : ' ■ r'íííltl. Óhlaðið eldstæði í stofu Emföld mynd af hitakerfi með hringrásardælu. Hér er eitt dæmi um skemmtilegan arin. Vegna bess að eldstæði njóta vaxandi vinsælda í Reykja- vík má minna á að þau þurfa ekki endilega að æra hlaðin. Þetta dæmi um óhlaðinn en stílhrein- an arin gæti verið til fyrirmyndar. Hellan kring um eldstæðið og til hliðar við það er þannig að hana má nota sem borð fyrir blöð og glös. Auð- velt er að byggja minni gerðir af þessum ami. A •■ ■,■•■ •., , í y- ■, ■ ,. . % , ., . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.