Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 16
Föstudagur 20. september 1963. Þakkir frá Johnson Kaupir borgin Temphra- höllína fyrir ÆskulýðsráB? Undanfarið hafa farið fram viðræður miili tempiara og Reykjavíkurborgar um kaup á Tempiarahöllinni við Fríkirkju- veg. Mun Reykjavíkurborg hafa áhuga á að kaupa húsið og nota það síðan undir starfsemi Æsku lýðsráðs Reykjavíkur. Samkv. upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér, hafa Templarar sett upp 12—14 milljónir fyrir eign sina. Formaður húsnefndar templ- ara, Böðvar Bjarnason bygging- armeistari ,hefur skýrt VIsi svo frá, að undanfarið hafi farið fram viðræður við fulltrúa Reykjavíkurborgar um kaup á Templarahöllinni. Böðvar sagði að templurum væri það mikið nauðsynjamál að geta selt eign slna á Fríkirkjuveginum sem fyrst, til þess að hægt væri að halda áfram byggingarfram- kvæmdum á Skólavörðuholti. En þar eru templarar sem kunn ugt er að byggja mikið hús. Skýrði Böðvar svo frá, að lokið væri við að sprengja fyrir ann- arri álmu hússins, en nú væru allar byggingaframkvæmdir stöðvaðar vegna fjárskorts og þess vegna væri templurum mik il þörf á að selja Templarahöll- ina sem fyrst. Vísir átti I morgun einnig samtal við Gunnlaug Pétursson, borgarritara, sem tekið hefur þátt I viðræðunum fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Skýrði Gunnlaugur svo frá, að viðræð- ur við templara hafi farið fram um kaup á Templarahöllinni, en hann kvaðst lltið meira geta sagt um þetta mál. Afmælisheimsókn til Ríkharðs Jónssonar Hinn landskunni listamaður Rikharður Jónsson á 75 ára af- mæli I dag. Við heimsóttum hann snöggvast I morgun á heimiii hans við Grundarstíginn en þar hefur hann búið hátt á fjórða áratug og hefur þar nú jafnframt vinnustofur sinar. Er komið er inn I vinnustofu listamannsins blasa við andlit margra iandskunnra manna, sem Ríkharður hefur mótað. — Þessar myndir hef ég hér flestar fyrir sjálfan mig, þær sem pantaðar eru fara jafnharð- an. Stærsta myndin I vinnustof- unni er brjóstmynd af Ólafsdals hjónunum og skammt frá er myndin Sáðmaðurinn, sem kom ið er fyrir á stöpiinum sem brjóstmyndin stendur á. — Hér er líkan af mjög stóru minnismerki, sem nú er úti I steypingu, segir Ríkharður. Það er minnismerki um Jón Þorkels- son Skálholtsrektor og verður Frh. á bls. 5. Héraðsmót Sjálfstæðismanna ísafirði Héraðsmót Sjálfstæðismanna á ísafirði verður haidið að Upp- sölum, laugardaginn 21. september kl. 9 síðdegis. Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra og Matthías Bjamason alþingismaður flytja ræður. Til skemmtunar verður einsöngur og tvísöngur. Flytjendur verða óperusöngvaramir Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjalte- sted, undirleik annast Skúli Halldórsson píanóleikari. Enn frem- ur skemmtir Brynjólfur Jóhannesson leikari. Dansleikur verður um kvöldið. Forsætisráðherra Ólafi Thors og utanrlkisráðherra Guðmundi f. Guðmundssyni bárust í gær skeyti frá Lyndon B. Johnson varaforseta Bandarfkjanna, þar sem hann þakk ar góða gestrisni og fyrirgreiðslu sér og fjölskyldu sinni til handa, er þau heimsóttu fsland s.l. mánu- dag. í skeytunum lagði varaforsetinn áherzlu á hið góða samband og Frh. á bls. 5. NÝTT LAUNA- KERFI STAÐFEST Nýtt launakerfi Reykjavlkurborg ar var einróma samþykkt á borgar- stjómarfundi I nótt. Launakerfið byggist á vlðtæku samkomulagi Reykjavíkurborgar annars vegar og Starfsmannafélags Reykjavlkur- borgar, Lögreglufélags Reykjavík- ur, Hjúkrunarfélags íslands hins- vegar. Auður Auðuns forseti borg arstjómar og formaður samninga nefndar Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir samkomulaginu. Kvað hún launaflokkakerfið sniðið eftir samningum ríkisstarfs ; manna um launaflokka. Mánaðar- i laun I hverjum launaflokki eru hin * 1 i sömu og í úrsk'urði Kjaradóms frá í 3. júlí s.l. Áhættuþóknun, sem ýms j ir starfsmenn hafa fengið greidd á í laun eru nú reiknuð inn í fasta- I kaupið. Reglur um vinnutíma eru I öllum aðalatriðum samhljóða þvl sem er um þetta efni I 2. kafla í úrskurði Kjaradóms, nema þar sem þær geta ekki átt við. Gildis- tími samkomulagsins er sá sami og hjá opinberum starfsmönnum. Launaflokkar eru 28. í ræðu sinni sagði Auður Auðuns m. a. að málið ætti langan aðdrag anda. Úm væri að ræða samninga við um 1200 starfsmenn, I ærið sundurleitum starfsgreinum. Var leitast við að verða við óskum borgarstarfsmanna eftir því sem sanngjarnt var talið og eðlilegt. Var samkomulagið um launakerf ið síðan samþykkt með atkvæðum allra borgarfulltrúa á fundi. Ríkharður Jónsson I vinnustofu sinni I morgun. — Fyrir ári síðan var byrjað á framkvæmdum við þverbraut á flugvöll- inn í Vestmannaeyjum og allar líkur benda til að sú áætlun standist og hægt verði að Ijúka verk inu í marzmánuði n. k. Verður þá komin um 600 m. löng þverbraut, sem bæta mun mjög flug samgöngur við Vest- mannaeyjar. Blaðið hefur fengið þær upp- lýsingar hjá Hauki Classen, hjá af þeirri braut. Uppfyllingin er tekin úr Sæfeilinu, þar sem sprengdar eru axlir til þess að opna aðflug að núverandi braut. En ennþá er eftir að fá halla báðum megin að brautinni. Þverbrautin verður alls 600 m. löng, en stækkunarmöguleik ar eru upp I 1300 m. Sex hundr uð metra löng þverbraut þýðir Frh. á bls. 5. Flugmálastjórn að I dag standi málin þannig að lokið er við að sprengja brautina niður, en eftir eigi aðeins að lækka brautina um 1 m. á 130 m. löngum kafla. Jafnframt þvl sem unnið er að sprengingum fyrir norðan nú- núverandi braut er unnið að því a’ð aka uppfyllingu I brautina fyrir sunnan núverandi braut. Eru um 100 m. langur kafli eftir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.