Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 20. september 1963. Grasmjökframleiðsla á Kjalansesi Vélahusio sem byggt hefur venð yfir grasmjolsvélamar f Brautarholti. 1 sumar voru teknar f notkun á Brautarholti á Kjalamesi ný- tízku grasmjölsþurrkunarvélar til þurrkunar á heyi og fram- leiðslu á grasmjöli, en slíkar vél- ar eru aðeiins til á einum öðrum stað á landinu. Það eru bræðumir Páll og Jón Ólafssynir, bræður f Brautar- holti sem keyptu þessar vélar til landsins og hafa þegar byggt yfir þær myndarlegt hús. Fyrsta framleiðslan í vélunum hófst 1. júlí s. I. og hefur gengið ágæt- iega síðan. Hefur þegar verið framleitt talsvert magn af gras- mjöli sem ætlað er til fóður- blöndunar. Erlendis hefur gras- mjölsnotkun og framleiðsla aukizt stórlega með hverju ári sem iíður og telja merkir fóður- fræðingar að grasmjöiið sé mjög heppilegt til fóðurblöndunar t. d. f svína- og alifuglafóður o. fl. M. a. hefur kunnur norskur fóðurfræðingur gert tilraunir á landbúnaðarháskólanum að Ási að í svínafóður má nota allt að 40% af grasmjöli og í hænsna- mjöii allt að 10% af grasmjöli. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið af háifu Atvinnudeildar Háskóla íslands hefur komið f Ijós að íslenzka grasið stendur öllu framar er- Iendum grastegundum til fram- leiðslu á grasmjöli. Markaður fyrir grasmjöl er enn sem komið er ekki mikill hér á landi og eftir að þessi vélasamstæða í Brautarholti komst í gaing mun ekki vera þörf á því að flytja inn erlent grasmjöl. Að vísu munu vélam- ar framleiða meir heldur en núverandi markaður krefst og þess vegna muinu Brautarholts- bræður nota framleiðsluna til fóðurblöndunar í svína- og hænsnafóður á sínu eigin búi. Eigendur grasmjölsvélanna, bræðurnir Páil (t.v.) og Jón (t.h.) Ólafs- synir í Brautarhoiti. Hér sést á færibandið, sem færir heyið í gegnum þurrkunarklef- ann. Hjólið sem sést ofarlega á miðri mynd jafnar heyinu á færi- bandinu. Bræðurnir Jón og Páll standa við grasmjölssekk i sekkjunarhúsinu. Samkvæmt efnagreiningu á gras- mjölinu hefur komið í Ijós að það liefur alla þá kosti og eiginleika sem fyrsta fiokks grasmjöi þarf að hafa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.