Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 20.09.1963, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Föstudagur 20. septeniber 1963. Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Öryggismál flugvallarins Það var skynsamleg ákvörðun flugmálastjóra að kveðja hingað tæknifræðing Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar til þess að rannsaka öryggismál Reykjavíkur- flugvallar. Öðru hvoru hafa heyrzt raddir um að af flug- vellinum stafi hætta fyrir íbúana í næsta nágrenni Reykjavíkurflugvallar og þá ekki sízt á Kársnesinu í Kópavogi. Því var bæði tímabært og sjálfsagt að láta slíka rannsókn fara fram svo í eitt skipti fyrir öll feng- ist úr þessu deilumáli skorið. Niðurstaða rannsóknarinnar hefir leitt í ljós að núverandi starfræksla flugfélaganna veitir farþegum fullnægjandi öryggi og skapar enga sérstaka hættu í nágrenni vallarins. Þá kom það og fram að flugmála- stjóri og ráðamenn beggja flugfélaganna ganga ríkt eftir því að öll starfsræksla flugfélaganna fari fram í samræmi við fyllstu öryggiskröfur. Frumkvæði flugmálastjóra mun létta áhyggjum af þeim mörgu sem nálægt vellinum búa. Og ekki er að efa að meðan völlurinn er enn í notkun mun hins strangasta eftirlits gætt. Hitt er annað mál að brátt verður að taka ákvörðun um hvort nýr völlur verður byggður eða ekki. Herfræði Tímans Tíminn í gær var frámunalega óhress yfir því að Vísir hefir dregið í efa að ritstjóri Tímans hafi eins mikið vit á vömum hins frjálsa heims og herfræðingar Atlantshafsbandalagsins. Þetta hefir valdið ritstjórum Tímans miklum á- hyggjum. Draga þeir af þessum ummælum þá ályktun að Vísir vilji ekki að íslendingar sjálfir ráði því hvort hér sé vamarlið, heldur eigi herfræðingar Nato einir að ráða öllu um það. Hér hefir ályktunargleði blaðsins hlaupið með það í gönur, reyndar eins og svo oft áður. íslendingar báðu vamarliðið að koma hér 1951 og ann- ast vamir landsins. Það er auðvitað þeirra að meta það og vega hvort svo ófriðvænlegt er í veröldinni að vamarliðsins sé þörf. Hinu munu fæstir neita að við slíkt mat er óhjákvæmilegt að styðjast við álit og upplýsingar Atlantshafsbandalagsins og afstöðu ná- grannanna okkar á Norðurlöndum. Það er ofur eðlilegt að Tíminn sýni mikla við- kvæmni þegar minnzt er á vamarmálin. Tvískinnungur blaðsins í þeim málum hefir verið með slíkum endem- um, að lesendur þess hafa oft átt erfitt með að átta sig á því hvort blaðið væri með eða móti Atlantshafs- bandalaginu. Þess vegna verður Tíminn að sætta sig við það að meira tillit sé tekið til álits sérfræðinga bandalagsins á heimsmálunum en til greina ritstjóra hans um stríð og frið. StaBurbm ð Hverfisgötunni þar sem deilumar urðu milii lögreglumanns og leigubílstjóra. Bíllinn stóð um það bll þar sem vörubifreið sést aka eftir götunni. Sagði ökumaðurinn „helvítis fífl“ við lögreglumann? Óvenjulegt mál er nú fyrir Sakadómi Reykjavikur. Leigu- bílstjóri einn hér i bæ, hefur kært lögregluþjón, sjálfan varð stjóra umferðarlögreglunnar fyr ir líkamsárás. En varðstjórhm hefur á sama tíma sent inn kæru á hendur Ielgubílstjóranum fyrir brot á umferðarlögum og ber hamn þeim sakagiftum, að hann hafi sýnt mjög ósæmilega fram- komu, hellt yfir sig illyrðum og blótsyrðum og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglunnar. — Kvaðst varðstjórijm. síðan hafa, „ý‘t“ við bilstjójranum, þégafc hann neitaði að hlýða. MáF þetta skiptir hina al- mennu borgara mjög miklu máli. Umferðarmálin eru orðin mjög alvarlegt vandamál hér í borg- inni sem sést af hinum tíðu umferðarslysum og hinir þættir þess, ef sannir reynast, að leigu- bílstjóri helli svivirðingarorðum yfir lögreglumann að gæzlu- starfi, eða hitt að lögr.eglumaður berji ökumann, þó hann hafi brotið af sér, eru einnig alvarleg ir. Hér verður gangur þessa máls lftillega rakinn, en hinum tveimur aðiljum ber ekki saman um atvik og því er hér ekki hægt að leggja dóm á þau atriði sem þeim ber á milli. A HORNI HVERFISGÖTU OG KLAPPARSTlGS. Atburður þessi gerðist um 10 Ieytið á laugardagsmorguninn. Leigubílstjórinn Kjartan Pálsson á bifreiöinni R-1459 sem er á bifreiðastöð Steindórs kvaðst þá ha%t verið að flytja konu með tvær hárþurrkur að húsi við Hverfisgötu. Þegar þangað kom, kvaðst hann hafa orðið að leggja bifreið sinni norðan megin Hverfisgötu, rétt fyrir innan Klapparstlg fyrir framan húsið nr. 37. Sem kunnugt er, þá er bannað að Ieggja bifreiðum norð an megin Hverfisgötunnar, en Kjartan kveðst ekki hafa fundið neitt pláss sunnan megin henn- ar, þar hafi öll bflastæöi verið full. Fór hann nú út úr bifreiðinni til að hjálpa konunni við að bera hárþurrkuna inn f húsið, en skildi bifreiðina eftir ólöglega staðsetta og mannlausa á göt- unni. Þá gerðist það eftir þvf sem sesir í skýrslu Sigurðar Ágústs sonar varðstjóra, að hann kom þarna akandi og sá hvar leigu- bifreiðin stóð mannlaus að nokkru uppi á gangstétt norðan megin götunnar. Þetta gerist á laugardagsmorgni, þegar um ferð um Hverfisgötuna er geysi- gjikil, en andspænis á Hverfis- götunni, segir Sigurður að hafi staðið röð bifreiða við stöðu- mæla en utan við þá röð og skáhallt við leigubflinn stóð stór vöruflutningabifreið mannlaus. Var með naumindum, að öku- tafcki kæmust leiðar sinnar eftir Hverfisgötu milli Ieigubílsins og þessarar vörubifreiðar, sem báð ar voru í óiöglegum stæðum. Svo þröngt var bilið, að þegar strætisvagn kom þama að skömmu síðar hafði orðið að skáskjóta honum framhjá og tafðist umferð allmikið við það. SEKTARMIÐI tVCRIFAÐUR. Ekki getur Sigurður sagt um það með vissu, hvað lengi þess- ar bifreiðir stóðu þama, en sjálf ur ók hann bifreið sinni áfram eftir Hverfisgötu, þar til hann fann stæði framan við Hverfis- götu 50. Fór hann út úr bíl sín- um og gekk til baka og stóð leigubifreiðin þá enn þama og var mannlaus. Enn kveðst hann hafa gengið fyrir hornið á Hverf isgötu 37 til að svipast um eftir ökumanni og litið þar inn f verzl un, en enginn gaf sig fram Kvaðst hann þá hafa farið að skrifa sektarmiða á bflinn. Kjartan Pálsson leigubílstjóri segir, að hann hafi komið út og þá séð, að Sigurður var að skrifa bfl hans upp. Hann hveðst þá hafa setzt undir stýr- ið, en Sigurður skipað honum að fara með bflinn burt af þessum stað. Kveðst Kjartan hafa tregð- azt við það, þar sem konan, sem ætlaði áfram með bílnum var ó- komin út úr húsinu og taldi hann, að hún myndi koma á hverri stundu og auk þess hafi hann lagt bifreiðinni þannig, að hún væri ekki fyrir umferðinni. FÚKYRÐI Sigurður varðstjóri segir nokk uð öðru vísi frá þessum skipt um þeirra: Er ég var kominn á veg með að skrifa sektarmiða, kom, mað- ur út úr verzluninni á Hverfis- götu 37 og gekk að Ieigubifreið inni. Er hann var að stíga inn í hana, kastaði hann að mér f hæðnishreim orðum á þá Ieið: „þér verður ekki að því að hafa ánægju af því að kæra mig, hel- vítis fíflið þitt, ég var að af- greiða vörur. Þú ert alltaf með helvítis merkilegheit og lætur engan í friði, helvítis fíflið þitt“. Sigurður varðstjóri kvaðst nú hafa haldið að ökumaðurinn ætl aði að aka af stað og hafi hann ætlað að afhenda honum sektar miða eða fá skýringu á því, hvers vegna bifreiðin hafi staðið þarna svona lengi mánnlaus. Kvaðst hann því hafa farið inn í bifreiðina og setzt við hlið öku manns f framsætið, sagt honum að aka af stað og leggja bif- reiðinni þar sem autt svæði væri. Ytt eða slegið? ökumaðurinn neitaði að gera það. Kvaðst Sigurður þá hafa endurtekið fyrirmæli sín og bætt þvf við, að hér gæti bifreið in ekki verið. Sem svar við því segir hann að rignt hafi yfir sig frá ökumanni formæling- um, blótsyrðum og ökumaður hafi algerlega neitað að hlýða. Kvaðst hann þá hafa sagt, að hann yrði að taka bifreiðina á brott og hafa beðið ökumann um að víkja undan stýri. öku- maður neitaði þvf einnig og vildi taka „svisslyklana" úr kveiki- Framhald á bls. 13. Sló lögreglumaðurinn hann þungt högg á gagnaugað ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.