Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Laugardagur 21. september 1S63. Hér birtist ráðning krossgátunnar frá 7. september s. I. 122 ráðn- ingar bárust og þegar dregið var um það seint í gærkvöidi, hver skyldi hljóta verðlaunin 500 krónur kom upp nafn Sigríðar Bjama- dóttur, Þingholtsstræti 21. Má hún vitja verðlaunanna á mánu- daginn á skrifstofu Vísis, Laugavegi 178. Munið að senda ráðn- ingu síðustu lcrossgátu fyrir föstudagskvöld, annað hvort í rit- stjóm Vísis, Laugavegi 178 eða afgreiðsluna, Ingólfsstræti 3. 1600 rit — Framhald af bls. 1. samt nokkrum öðrum bókum eftir hann til sýnis á sýningunni. Að lokum tók ambassador Þjóð- verja Hans-Richard Hirschfeld til máls, þakkaði gestum komuna og þakkaði bæði þýzkum og íslenzk- um aðilum sem á einn eða annan hátt áttu hlut að sýningunni fyrir aðstoð þeirra og framlag við að koma henni upp. Hann gat þess í ræðu sinni að í engu landi heims væri jafnmikið skrifað, prentað og lesið sem á íslandi ef tillit væri tekið til íbúafjölda og þess vegna ætti sýning sem þessi alveg sér- stakt erindj til íslendinga. Að því búnu kvaðst hann opna sýning- una og bauð gestum að skoða það sem þar væri að sjá. Á sýningunni eru um 1600 bæk- ur er fjalla um flest svið mann- legrar þekkingar. Tækni, læknisfræði og náttúru- vfsindi eru þær greinar, sem flest rit tilheyra á þessari sýningu, en einnig getur að líta bækur um bókmenntir og ' málvfsindi, list, þýzkar þýðingar á verkum ís- lenzkra höfunda og þýzkar bækur um ísland, fagrar bókmenntir, sagnfræði og stjórnvísindi auk margra annarra greina hagvísinda og raunvísinda. Síðast en ekki sízt má nefna Iis'taverkaprentanir og hnattlíkön, auk úrvals bóka um tónlist og æskulýðsbókmennta. Fyrir sýningu þessari stendur „Börsenverein des Deutschen Buchhandels" í Frankfurt am Main, stofnun, sem stendur á gömlum merg, enda stofnuð árið 1825, og hefur æ síðan gætt hags- muna þýzkra bókaútgefenda. Að heita má allir þýzkir bókaútgef- endur og bóksalar eru meðlimir þessa félagsskapar. Eitt af verk- efnum þessa sambands er efling samskipta við önnur lönd, og hef- ur það staðið fyrir bókasýningum í nálega öllum löndum heims síðan árið .1950, og hér á Iandi efndi það til bókasýningar 1050. Á þessi sýning að gefa einskon- ar þverskurðarmynd af því sem út hefur verið gefið af bókum á þýzkum markaði frá því að sýn- ingin 1959 var haldin. Meðal þess sem þar getur að líta eru allmarg- ar bækur um íslenzk efni eða þýdd skáldrit eftir ísl. höfunda, sér í lagi eftir Jón Sveinsson, Gunnar Gunnarsson og Halldór Kiljan Laxness. Þar eru einnig þýzkar þýðingar á fornritum okkar eða ritgerðir um þau. Af hálfu Islendinga eru það Innkaupasamband bóksala h.f. og Snæbjörn Jónsson & Co. h.f. sem annast sýninguna og sjá um fram- kvæmd hennar. Þessir aðilar út- vega og allar þær bækur sem þarna eru til sýnis, hafa þær ýmist fyrir- liggjandi eða fá þær sendar í flug- pósti. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 og á sunnudögum kl. 10— 12 til og með 29. þ. m. Aðgangur er ókeypis og sýningargestir fá skrá yfir allar bækur sem á sýn- ingunni eru. UppsScerybresfur — Framh af 1 síðu ið væri sæmilega þroskað en gæti verið betra. Þegar kornið þroskast svona seint og draga verður uppskeruna er aðalhætt- an sú að það tapist í veðri. En sem betur fer hefur ekkert komið fyrir enn. Því miður er ekki útlit fyrir að uppskeran í ár, verði mikil. í, Horpafirði .er mikil. korn- rækt og ságði Egill Jónsson á Seljavöllum að þar væru horfur á góðum þroska hjá byggi, yfir- leitt, en uppskeran yrði fremur rýr. Þroski byggsins er betri og jafnari en í fyrra. Við erum ekki byrjaðir að uppskera, sagði hann og því er ekki séð fyrir endann á því. Við sáðum nokkuð miklu af höfrum og í ágúst áleit ég að það næði ekki allt þroska og up'pskar því mik- ið sem hey, en því sem eftir var hefur farið mikið fram í september. Ef bregður til betra veðurs, þótt ekki væri nema einn sólardagur ætti uppskeran að geta orðið nokkuð góð. Sveinn á Egilsstöðum sagði okkur að útlit væri fyrir heldur lélega uppskeru þar um slóðir yfirleitt. Hún yrði líklega þolan leg hjá þeim sem hefðu snemm- vaxin afbrigði en hjá hinum, sem væru með afbrigði sem þroskuðust 2—3 vikum slðar yrði alger uppskerubrestur. Á Héraði eru einstaka bændur byrjaðir að skera kornið, nema í Fljótsdal, þar hafa bændur lokið kornskurði og var upp- skeran allsæmileg. Á Fosshóli í Þingeyjarsýslu er nokkur kornrækt og sagði Bjarni Pétursson, sem þar stend ur fyrir kornræktinni að þar hefði farið illa. Veðrið hefði verið óhagstætt, kalt og sólar- laust og síðari hluta sumars hefði hvað eftir annað komið frost. Kornið náði ekki þroska og er nú verið að skera það nið- ur sem grænfóður. — En við gefumst ekki upp, sagði Bjarni. Við erum bjartsýnir og teljum okkur trú um að við fáum betri uppskeru í framtiðinni. Mulbikun — Framhald af bls. 16. og ökutækja mun þó ekki kom- izt hjá því að skipuleggja um- ferðina ásamt bílastæðum og er það fyrirhugað eftir því sem gatnagerð miðar áfram í hverf- unum, að koma fyrir gangstétt- arköntum vegna gangandi fólks. En síðar er fyrirhugað að ganga frá helluiögðum eða steyptum gangstéttum, í svipuðu formi og annars staðar í fullfrágengn- um íbúðarhverfum. Fullkomnar vélar Það sem einkum veldur þess- um miklu framkvæmdum eru nýjar og fullkomnar vélar, t. d. hefur Reykjavíkurborg fengið tvpr fullkomnar kantagerðar- y( # " september s.l, tók nýja ma. ” unarstöðin til starfa og framleiðir hún hvorki meira né minna en 1 tonn af malbikí á hverri mínútu eða 60 tonn á klukkustund. Frá því um áramót hefur töluvert verið unnið að hellulagningu, m. a. hafa þess- ar götur verið hellulagðar: Fjöl- nisvegur, Barónsstígur, Ægis- gata, Öldugata, Ránargata, Stýri mannastígur. En vegna skorts á vinnuafli hefur verið farið út í það að steypa meira af gang- stéttum í stað hellulagningar. Tvær malbikunarútlagningar- vélar starfa nú f Reykjavfk. Reykjavíkurborg á aðra, en hin er fengin að láni frá íslenzkum aðalverktökum. Nína Sæmundsson. Opnar sýníngn í Bogasnlnum Hin þekkta Iistakona Nína Sæmundsson opnar sýningu í Bogasalnum kl. 5 í dag. Á sýn- ingunni sýnir hún yfir 20 mál- verk og höggmyndir og meðal höggmyndanna er myndin „KIeópatra“, sem sýnd var á Grand Palais í París. jr Avísfigngfölsun —■ Framhald af bls. 16. 1 lengi að berast á sama mann- inn, þótt hann hafi á skömmum tlma gefið út nokkrar sviknar ávísanir og síðan steinhætt. Ávísanirnar sem gefnar hafa verið út, sviknar eða falsaðar, eru mjög misháar að upphæð. Sumar' þeirra aðeins nokkrar krónur, en aðrar hafa skipt þús undum króna, sú hæsta, sem komið hefur fram á þessu ári, var að fjárhæð 69 þúsund krón- ur. Magnús Eggertsson taldi að í ýmsum tilfellum myndi ekki vera um pretti að yfirlögðu ráði að ræða, sérstaklega þar sem um litlar fjárhæðir væri að ræða, enda væru sumir fljótir til að greiða ávísanirnar, þegar þeir vissu að kæra hafi borizt á hendur þeim. Er það dómarans að meta hvort viðkomandi sleppa með áminningu, réttar- sætt eða- hvort mál þeirra fer til dóms. TILKYNNING frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Stofnlánadeildin vill brýna það fyrir bændum að brunatryggja útihús sín. Framvegis verður ekkert lán veitt úr deildinni út á hlöður eða önnur útihús, nema lánsskjölum fylgi sönnunargögn fyrir því, að þau séu vátryggð. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNÁÐARINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.