Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 6
6 VISI R . Laugardagur 21. siptember 1963. yV'r"worf Sæða Kennedys á þingi $• Þ. Kennedy Bandaríkjaforseti flutti f gær ræSu á allsherjar þlngi Sameinuðu þjóöanna. Vakti hún mikla athygli fyrir það hve bjartsýnn hann var um að takast mætti að leysa alþjóðavandamálin. — Hann sagði að nú hefði dregið svo úr spennunni, að forustu- menn stórþjóðanna gætu og HcEtrömm órás — Framhald •-( bls. I. ar til byggingar olíugeymanna „sé hættuleg aðgjörð“ sem munj „mjög auka líkumar á gangárás á lsland ef til árásar- styrjaldar komi“. Hér viðhefur blað Rauða hersins beinar hót- anir og blandar sér í íslenzk málefni á hinn freklegasta hátt. í seinni greininni, sem rituð er af einum blaðamannanna, V. Polyansky majór, er því slegið föstu, að „í bígerð sé að setja strax upp herstöð í Hvalfirði fyrir bandaríska kjarnorkukaf- báta, sem fari um Norður- Atlantshafið“. Því hafi verið neitað af stjórnvöldunum en „almenningur hafi flett ofan af blekkingunum"! Segir blaðið að það sé alrangt að nauðsynlegt sé að byggja olíugeymana til þess að styrkja Atlantshafs- bandalagið gegn Sovétríkjunum. Haldið er síðan áfram í svip- uðum dúr. Tilgangur greinanna er aug- sýnilega sá að hræða íslenzku þjóðina með ógnunum frá þátt- töku í vestrænu samstarfi. Jafnframt er Tímanum, Þjóð- viljanum og Frjáisri þjóð hrós- að fyrir að hafa tekið í streng Sovétríkjanna í málinu. Slík skrif eru einsdæmi og ekkert erlent ríki hefir leyft sér að bera fram slfkar ógnanir og árásir á íslenzka stjórnar- stefnu og á islenzku þjóðina sem hér er gert. Og þáttur rússneska sendiráðsins er með fádæmum f þessu máli. ættu nú að einbeita sér að því að útrýma kalda stríðinu Og þyggja upp varanjegart frið.. . . .. v f 1V,- Útlitið hefur batnað svo mikið, sagði hann, að vonar- geislar brjótast nú í gengum skýjahjúpinn. Hann benti á það, að dregið hefði m. a. úr spennunni í Berlín, að minnsta kosti um stundar- sakir. Pólitísk eining hefur náðst í Kongó og hlutlaus stjórn er við vö!d í Laos, þó hún eigi við erfiðleika að stríða. Sérstaklega minntist hann þess mikilvæga áfanga sem hefði náðst, þar sem samningur um bann við kjarn orkuvopnatilraunum hefði verið undirritaður, sem nærri hundrað ríki hafa nú undirrit- að og hafi þjóðir um allan heim fagnað samkomulaginu, þar sem það leysir þær undan óttanum við geislavirkt ryk. Kvaðst hann nú fullviss urn það, að samkomulagið myndi hljóta samþykki bandaríska þingsins n. k. þriðjudag. Enn grúfir að vísu myrkur yfir. Skuggar andstöðu og deilna liggja enn yfir, en þó hittumst við hér í friði. Ég mætti ekki hér að þessu sinni til þess að skýra frá nýjum ógnunum við friðinn, heldur vegna þess að allt er kyrrt og friðsamlegt. En þetta hlé í kalda stríð- inu, sem nú er komið á má ekki leiða til þess eins að það hefjist á ný. Pað verður að nota það til að koma á gagn kvæmu trausti og samstarfi í friði. Það er hlutverk forustu- manna allra þjóða að treysta friðinn. Það eru ekki stórveld in ejn sem deila og kjarnorku vígbúnaðurinn er ekki eina vígbúnaðarkapphlaupið. Allar þjóðir heims verða að samein ast um það að draga úr spenn unni. Ég trúi því hélt Kennedy láfram, að Sovétríkin og Bándamenn þeírra geti náð ■ frekara samkomulagi. Og Við vitum hvað er á dagskránni. Við verðum að ná samkomu- lagi um aðgerðir til að hindra að stríð geti brotizt út fyrir mistök, um aðgerðir til að hindra árás að óvörum með eftirlitsstöðvum, samkomu- lag um að stöðva kjarnorku- vopnakapphlaupið og um að breyta kjarnorkuvopnum til friðsamlegra þarfa og sam- komulag um að stuðla að frjálsum flutningi frétta og skoðana. Þessa braut til friðar verð- um við að fara, þó hún kunni að vera brött, við verðum að reisa byggingu friðarins há- reista um leið og við brjótum , p.i^pr. y jgvéjamar. gd r>mvu>í?,u5 .íg'i^rn!' ' - Keykingar bnrnn—- Frartihald aí Dls. 1 undi hver drengur og sextánda hver stúlka. Þá sýnir rannsóknin enn frem- ur, að reykingar aukist mjög mikið hjá börnum við það að þau fara úr barnaskóla upp í unglingaskóla. Leiðir athugun þessi í ljós, að nauðsynlegt er, að hefja áróð- ur gegn reykingum þegar í fyrstu bekkjum bamaskóla og halda honum áfram í öllum bekkjum barnaskóla og gagn- fræðaskóla. dag klukkan 4 opnar Þorlákur R. Haldórsen, Iistmálari málverka. sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Á sýningunni er 26 mynd- ir, þar af nokkrar málaðar í Noregi. Þetta er fjórða sjálfstæða sýningin sem Þorlákur heldur og einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum. Allar myndimar, að einni undanskilinni eru til sölu. Fyrstu mynd \ irnar komnar \ Kvikmyndatökumenn frá Kvik- . myndafélaginu ’Geysi eru nú á < ferð um landið og taka land- 1 kynningarmynd. Hafa þeir farið % viða um og hefur ferðin gengið t vel. Undanfarlð hafa þeir verið / á Suð-vesturlandi nú siðast á / Þrngvöllum. Næsta verkefni J þeirra eru réttir og ef veður » leyfir verður farið í Stafsrétt f i Húnavatnssýslu, en þangað kem / ur líklega stærsta safn á land- j inu, auk þess sem þar er hesta- \ rétt. i Leiðangurinn lagði upp um / sfðustu mánaðamót og er reikn- J að með að hann verði á ferð- J innl f tvo mánuði, en nokkuð í mun það fara eftir veðri og hvemig gengur að ná myndum af hinum ýmsu atvinnuvegum. Fyrstu myndimar úr leiöangr inum, sem teknar vom á sfld, era nú komnar og era þær mjög / vel heppnaöar. ; Myndin hér að ofan var tek- % in af leiðangursmönnum á í Sprengisandi og er kvikmynda- stjórinn, Reynir Oddsson, að út skýra hugmyndir sfnar um myndina, sem taka á af staðn- um. t SPURNINGAR LAGÐAR FYRIR BÖRNIN Könnun þá sem hér um ræðir framkvæmdi borgarlæknir f stærstu barnaskólum Reykjavík- ur f samráði við fræðslustjóra og skólastjóra. Var ekki talin þörf á að Játa könnunina ná til yngrj barna en 10 ára. Hefur Björn L. Jónsson aðstoðarborg- arlæknir nú ritað grein um könnun þessa í nýútkomið hefti af tímariti Rauða krossins, Heil- brigt lff. Könnunin fór fram 12. apríl 1962 f tfu barnaskólum. Börnin vissu ekki, hvað til stóð fyrr en kennarinn úthlutaði spurn- ingaspjöldum, sem á voru þess- ar spurningar: 1) Reykirðu sígarettur? Ef þú reykir, þá hve margar á mán- uði, hve margar á dag. 2) Hve mörg af bekkjarsyst- kinum þínum er þér kunnugt um að reyki? Hve margar stúlk- ur, hve margir piltar? Spjöldin vora nafnlaus og voru þau öll sett í eitt umslag fyrir hvern bekk að börnunum aðsjáandi. Börnin gátu þvf svar- að spurningunum allsendis ó- hrædd. Björn L. Jónsson greinir frá því, að heildarhlutfallstala reykj andi barna sé þessi: Piltar Stúlkur 10 ára 10,4% 2,8% 11 ára 12,1% 2,5% 12 ára 15,4% 5,7% Eftir þessu að dæma eru reyk ingar um þrefalt tíðari meðál drengja en stúlkna. Svo virðist af svörunum, að reykingar séu mjög misjafnlega miklar eftir skólum. I’ einum skóla eru aðeins 3% pilta, sem reykja og engin stúlknanna, en hæst er hlutfallstala í skóla ein- um þar sem 24% drengjanna og 4,4% stúlknanna reykja. 1 öðr- um skóla reykja 23,1% drengj- anna og 7,4% stúlknanna, í þeim skóla viðurkennir einn drengurinn, að hann reyki 20 sígarettur á dag og er það mesta reykingamagn, sem kemur fram. Ekki er gefin nein skýrgrein- ing á því, hvers vegna reyking- arnar eru svona misjafnar í mis munandj skólum, bæði er hugs- anlegt að svör séu ýkt og svo að viðhorfin séu ólík innan hvers skólr..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.