Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 9
9
góðum árangri, þá yrðu þau ’
liklega bundin við árið 1872, j
þegar enska herskipið H.M.S. i
Challenger lagði af stað I (
þriggja ára rannsóknarferð, !
með vísindamanninn Wyville
Thomson sem stjórnanda. Þá
vissu menn þegar, áð líf var að
finna í sjónum á miklu dýpi.
Árið 1818 hafði leiðangur Sir
Johns Roos fundið krossfisk
fastan á ióðlínu, sem dregin
var upp af um það bil 1400
metra dýpi. 1858 hafði Fleming
Jenkin fundið margvísleg smá-
dýr á símakapli, sem tekinn
var upp af 1800 metra dýpi til
viðgerðar. Og Wywville Thom-
son á Challenger, fann líf á
ennþá meira dýpi.
Árangurinn af ferð Challeng- |
ers varð til þe'ss að þekking |
manna á hafinu og leyndar-
dómum þess, jókst til muna.
Eyjar og sker, sem lítið hafði
verið vitað um, voru kortlögð,
og fjarlæg höf sem lítt höfðu
verið þekkt voru vandlega
rannsökuð. Vísindamennirnir
fundu líf á miklu meira dýpi,
en mögulegt hafði verið talið.
Þeir mældu og hita hafanna,
og þeir komust að raun um það,
að þegar komið var niður fyrir |
100 metra dýpi, þá gætti á- I
hrifanna af árstíðum ekki
lengur, og að hitinn á botnin-
um, var svipaður á mjög vfð-
áttmiklum svæðum.
I fyrsta skipti fengu menn
nokkum veginn skýra hug-
mynd um ýmis einföld atriði,
sem verið höfðu hulin ráðgáta.
Hafið bláa hafið
hugann dregur,
hvað er bak við
yztu sjðnarrönd?
Hugur manna hefur alla tíð
hneigzt að þvf, að kanna 6-
kunna stigu, og leita sér fróð-
leiks um alla mögulega, og ó-
mögulega hluti. Það er það
sem önugir kalla að vera með
nefið niðri f öllu.
f kvæðinu hér að ofan kemur
könnunarþráin glögglega í ljós,
og maðurinn sem syngur það,
segir að bak við sjóndeildar-
hringinn, séu löndin sem hann
dreymdi um í æsku.
Ef einhver ungur drengur nú
til dags, myndi kveða kvæði,
sem vitnaði um ferðahug hans,
em lfkur á því að það gæti
orðið:
Himinn blái himinn
hugann dregur,
hvað er bak við þetta
guilna ský.
Og pilturinn sá, hefði ekki
„svifið seglum þöndum“, held-
ur þotið á eldflaug. Þessi nýja
öld, öld geimferðanna, hefur
að miklu leyti hrundið úr huga
alls þorra manna áhuga fyrir
hafinu, nema kannski þegar
geimfararnir byrja að svamla
í því.
Fyrir nokkrum árum, var
hafið sá leyndardómur sem
mest var reynt að varpa ljósi á,
en nú er það himingeimurinn.
Það eru aðeins fáir menn, sem
halda tryggð við hafrannsóknir,
og þeir kæra sig kollótta um
allar eldflaugar, meðan þeir
hafa sæmilegan kafbát. Þekk-
ing manna á hafdjúpunum, hef-
ur aukizt í sífellu, en þó er
margt ókannað. Framfarirnar
hafa verið svo örar, að þvf
verður vart trúað. Fyrir um það
bil 100 árum, var lóðlínan því
sem næst eina sambandið, sem
menn höfðu við djúpin. En nú
Commander Jacques-Yves Cousteau, hefur helgað líf
sitt hafrannsóknum um margra ára skeið. Hans heitasta
ósk hefur alltaf verið að kynnast betur og betur þvf sem
í hafdjúpunum leynist.
Það var hann, sem fyrir um það bil 20 árum síðan
fann upp vatnslungað, sem allir froskmenn nota í dag, og
sem olli algerri byltingu á sviði hafrannsókna. Cousteau
vann sleitulaust í mörg ár, til þess að tilraun þeirra
Falcos og Claudes mætti heppnast. Og hann lét ekki stað-
ar numið þar, heldur hélt enn áfram. Og sfðan tilraunin
sem hér er skýrt frá, var gerð, hafa þeir Claude og Falco
aftur „heimsótt hafsbotninn“, og í það skipti dvöldu þeir
í heilan mánuð neðansjávar, ásamt nokkrum félögum sfn-
um. Myndimar hér á síðunni voru teknar meðan á þeirri
tilraun stóð.
aftur á móti ferðast þeir um-
hverfis jörðina neðansjávar, og
án þess að koma upp á yfir-
borðið. Vfsindamenn kafa fleiri
þúsund metra niður í heimshöf-
in til þess að leita þar að lífi,
og kanna ókunnar slóðir.
Vegir hafsins eru ekki lengur
órannsakanlegir. Margir menn
hafa látið lífið við hafrannsókn-
ir, en þeir hafa ekki dáið til
einskis, því að leyndardómum
hafsins hefur farið ört fækk-
andi.
Lengur en hvalir...
...ferð Challengers.
Nú geta menn ferðazt synd-
andi um hafdýpin, og verið
jafn lengi, og jafnvel lengur f
kafi en hvalir. Hafið hefur alla
tíð verið áskorun, sem margir
hafa tekið, og tapað fyrir það
lífinu. Ef ætti að setja einhver
sérstök tímamörk, um það
hvenær mennirnir í fyrsta skipti
tóku við þessari áskorun í vís-
indalegum tilgangi, og með
En hið mikilvægasta hefur
líkiega verið það, að hafstraum-
arnir voru kannaðir, og
merktir inn á kort. Ef Júlíus
Cæsar hefði haft slfkt kort,
þegar hann ætlaði að leggja
undir sig England, um 55 fyrir
Krist, hefði ekki farið jafn illa
fyrir honum og varð. Hann var
ókunnugur hafinu, og enginn
manna hans hafði séð mikla
breytingu á flóði og fjöru. Þeir
voru vanir mjúklegu báru-
Framhald ð bls. 13.
Setustofan var jafn þægileg og í fínustu „Villu“ en útsýnið þó dálítið óvenjulegt.