Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Laugardagur 21. september 1963.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteiíison
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
í lausasólu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Úíúrsnúnlngar Tímans
Eins og drepið var á hér í gær sló Tíminn
því síórt upp á forsíðu í fyrradag, að Vísir
hefði boðað stefnubreytingu SJálfstæðisflokksins
í utanríkis- og varnarmálum. Tilefni þessarar ályktun-
ar Tímans var forustugrein Vísis s.l. miðvikudag, en
þar var sagt að herfræðingar Atlantshafsbandalags-
ins mundu vera dómbærari á það en ritstjóri Tímans,
hvort aðstæður í heiminum leyfðu að vamarliðið yrði
látið hverfa héðan.
Þetta leggur ritstjóri Tímans þannig út, að Vísir
telji að herfræðingar Nató eigi einir að ráða því, hvort
hér sé vamarlið eða ekki. Þetta er hreinn útúrsnún-
ingur. Aðeins var á það bent, að ritstjórinn hefði minni
þekkingu á þessum málum en sérfróðir menn. Og það
er ekki að ástæðulausu, eftir allan hringlandahátt og
leikaraskap Framsóknarforingjanna í sambandi við
utanríkis- og varnarmálin fyrr og síðar. Hinu mundi
Vísir auðvitað aldrei halda fram, að ríkisstjórnin og
þjóðin öll eigi ekki að hafa uni það að segja, hvort her-
lið er í landinu eða ekki. Eins og Tíminn minnir á, em
um það ótvíræð ákvæði í vamarsamningnum, að það
skuli háð samþykki íslendinga sjálfra.
*
Hins vegar fylgir því nokkur ábyrgð, að hafa gerzt
þátttakendur í varnarkerfinu, þótt foringjum Fram-
sóknarflokksins virðist það ekki ljóst. Það er algerlega
óábyrg afstaða, að blanda varnarmálunum inn í dægur-
þrasið og móta viðhorfið til Nato eftir því, sem væn-
legast er talið til atkvæðaveiða á hverjum tíma og
hverjir eru í ríkisstjórn. Það var slík hentistefna, sem
þingsályktunartillagan fræga 1956 var byggð á. For-
ingjar Framsóknar bjuggust við að vinna á því einhver
atkvæði í Alþingiskosningunum, að beita sér fyrir upp-
sögn varnarsamningsins, en eftir kosningamar vom
þeir jafnfljótir að fallast á þau rök hershöfðingja Nato,
að það væri ótímabært og hættulegt að reka herinn úr
landi!
Einhliða uppsögn vamarsamningsins, að lítt at-
huguðu máli, bæri auðvitað vott um fullkomið ábyrgð-
arleysigagnvart samtökunum og þeim skuldbindingum
sem ísland hefur gengizt undir. Brysti einn hlekk-
ur keðjunnar svo til fyrirvaralaust, gæti það haft hin-
ar örlagaríkustu afleiðingar. Og þótt íslendingar hafi
sjálfir lokaorðið í því efni er vart hugsanlegt að nokk-
ur ábyrg ríkisstjóm mundi beita sér fyrir slíkri ákvörð-
un, nema að undangengnum ítarlegum umræðum og
athugunum á afleiðingum fyrir varnarsamtökin í heild.
Skrif Tlmans verða ekki skilin á annan hátt en
þann að við eigum að hafa eins gott af öðram þjóðum
samtakanna og við getum, en varast að láta nokkuð á
móti, nema það, sem er þeim algerlega gagnslaust og
okkur alveg útlátalaust. — Þetta er hin gamla og nýja
Framsóknarsiðfræði um samskipti sveita og kaup-
staða, í stækkaðri mynd!
1
ríkismálastefnu Kennedys
Kennedy Bandaríkjaforseti
hefur orðið að þola vaxandi
gagnrýni á utanríkisstefnu
sinni að undanfömu, og við því
að búast að gagnrýnendur hans
dragi ekki af sér á næstu mán-
uðum. Ein af skýringunum er
sú, að forsetakosningar i Banda
ríkjunum fara fram á næsta
ári. önnur ástæðan er sú, að
Kennedy hefur. ekki tekizt að
afla sér þess trausts, i með-
ferð utanríkismála, sem hann
leitaðist við að skapa.
Það kom ekki sízt f ljós í
sambandi við Moskvusamning-
inn, samkomulagið um takmark
að bann ,við tilraunum með
kjarnorkuvopn. Forsetinn og
ráðunautar hans ráku sig fljót-
lega á að talsverða andstöðu
við Moskvusamninginn, innan
Bandaríkjaþings. Það var ekki
fyrr en eftrr mikinn og harðan
áróður af hálfu forsetans og
stuðningsmanna hans, að
tryggja tókst tilskilinn meiri-
hluta og það var ekki fyrr en
eftir enn meiri áróður og kapp,
sem þingmenn þóttust sann-
færðir um hið jákvæða gildi
samnings, slökun á spennunni
milli austurs og vesturs.
Kennedy.
Tjað eru ekki aðeiris'andstæð-
ingar Kennedy í Republik-
anflokki heldur og hans eigin
flokksmenn, sem hafa haldið
mikilli gagnrýni á utanríkis-
stefnu Bandaríkjastjórnar. Þess
vegna hafa umræðurnar um
Moskvusamninginn orðið að
almennum umræðum um utan-
ríkismáiastefnu Bandaríkjanna,
f stað þess að fjalla eingöngu
um kjarnorkumál eftir eðli
málsins.
Meðal þess sem þykia svartir
blettir á stefnu Kennedy er
stuðningur hans við stjórnirnar
í S.-Viet Nam og S.-Kóreu, sem
verða einræðiskenndari með
hverjum deginum sem líður. Þá
er ágreiningurinn innan Atlants
hafsbandalagsins um ýmis mál,
þess eðlis að miklar umræður
og gagnrýni geta skaðað stöðu
forsetans og Bandaríkin á þeim
vettvangi.
•pitt af því sem hefur verið
til umræðu innan NATO
og deilur hefur vakið er tillaga
Krúsévs um griðasáttmála^.
(ekki-árásarsáttmála) miili i
NATO og Varsjárbandalagsins. ]
Frakkar og VesturÞjóðverjar!
hafa lýst sig gjörsamlega and-;
víga slíku, á sama tíma, sem
Kennedy hefur látið skína í
vissan áhuga á tillögunni. Full-
trúi Frakka í fastaráði Atlants-
hafsbandalagsins, sagði í um-
ræðum um þessa tillögu, að
hún væri óþörf þar sem hlut-
verk NATO væri fyrst og
fremst varnir og skipulag þess
miðaði við varnir en ekki árás.
Það skyti skökku við þennan
yfirlýsta tilgang að ætla sér að
semja um „ekki árás“ við
Varsjárbandalagið. Þessi at-
hugasemd og rökin á bak við
hana hafa þótt skipta talsverðu
máli. Jafnframt óttast Frakkar
og V.-Þjóðverjar að griðasátt-
máli við Varsjárbandalagið
myndi fela í sér viðurkenningu
á ■stjórn Austur-Þýzkalands,
sem er aðili að Varsjárbanda-
laginu. Og þá viðurkenningu
vilja þessi ríki fyrir alla muni
ekki veita.
Hugsanlegt væri að hafa þenn
an griðasáttmála í öðru formi,
þ. e. a. s. að Sovétrfkin og
Bandaríkin, kannski ásamt Eng
Iandi gerðu með sér griðasátt-
mála. En vitað mál er að innan
Bandaríkjaþings er mikil og
hörð andstaða gegn slíkum
hugsanagangi.
Jjá er mikill ágreiningur milli
Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra um sameiginlegan
atomher innan NATO. Þetta
mál verður tekið upp á nýjan
leik á næstunni, eftir að það
hefur legið í láginni um nokk-
urn tíma, vegna þess að tillagan
fékk lítinn hljómgrunn fyrst
eftir að Kennedy bar hana fram.
Talið er að Kennedy muni
leggja mikla áherzlu á að til-
lagan verði samþykkt. Mörg ríki
innan NATO eru andvíg því að
Létt
Vetrardagskrá Ríkisútvarps-
ins er nú senn tilbúin og hef-
ir útvarpsráð rætt hana á
fundum sínum að undan-
förnu. Kennir þar margra
nýrra grasa og verður ýmis-
legt nýtt efni á ferðinni.
í ráði er að dagskrá út-
varpsins hefjist klukkutíma
fyrr en venjulega eða kl. 7
á hverjum morgni. Verður þá
útvarpað léttum lögum fyrir
morgunhanana og aðra sem
núa stírur úr augum svo
eldsnemma. Er það í sam-
auka atomheri í heiminum. Þau
telja að það sé öllum fyrir
beztu að ekki verði fleiri um
atomvopn en nú. Hins vegar
mundi tillaga Kennedy hafa 1
för með sér að allmargir bætt-
ust í hópinn, sem einir eða með
öðrum réðu yfir atomvopnum.
Ðandaríkjamenn eru reyndar
á þessari skoðun, líka.
Tillaga Kennedy var fyrst og
fremst hugsuð til að koma til
móts við Frakka og Englend-
inga, sem telja ekki fuilnægj-
andi tryggingu fyrir sig að
Bandarlkjamenn einir ráði yfir
nægilegum kjamorkuþerafla
gegn Sovétríkjunum.
Þótt einhver gagnrýni utan
Bandarlkjanna sé á stefnu
Kennedy sakar það lítið, ef
gagnrýnin innan Bandaríkja-
þings kæmi ekki á versta tíma,
eins og t d. nú. Andstæðingar
Kennedy ætla að nota sömu að-
ferð og hann, byrja snemma og
halda stöðugt áfram I þeirri
von að koma honum I klípu
fyrir forsetakosningarnar 1964.
frá kl. 7
ræmi við venjur erlendra út-
varpsstöðva sem byrja sínar
dagskrár yfirleitt svo
snemma. Þá er og í ráði
að tekinn verði upp nýr þátt-
ur í útvarpinu. Er það út-
dráttur úr leiðurum dagblað- ^
anna, sem væntanlega verður
fluttur að morgni dags. Slík-
ur útdráttur er víða fluttur í
útvarp m. a. í BBC. Innan
skamms mun útvarpið skýra
ítarlega frá vetrardagskránni
í einstökum atriðum.