Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 15
VISIR . Laugardagur 21. september IS63. Peggy Gaddis: 28 Kvenlæl cnirinn Laura horfði á hana um stund, klappaði svo á öxl hennar og sagði: — Það er nú sannast að segja kominn tími til, að létt sé byrðum af þessum veiku herðum. Þú ert að reyna að gera River Gap að betri bæ, og þökk sé þér fyrir það, en við erum búin að vera hér lengi — rektu ekki um of á 'eftir en haltu stefnunni. Kemst þó hægt fari. — Hef ég farið of geyst? — Ég mundi segja, að það örli á ofurkappi stundum — og heppiy legra fyrir þig «g alla, að þess gæti ekki um of, en fyrir alla muni, haltu stefnunni og sígðu á, og við komum og ryðjum braut- ina með þér, við komum, en við þurfum stundum dálítinn tíma til að átta okkur. í>að var von á Jónatan heim! Það var á heiðum september- morgni, sem Meredith barst frétt- in — og hún varð innilega glöð við. Og fyrst nú gerði hún sér fyllilega ljóst hve hún hafði sakn- að hans. Að baki var sumar, er hún hafði orðið að leggja hart að sér. Á ýmsu hafði gengið, stund- um verið kjarkiítil, jafnvel sorg- bitin, en gleði og hamingjustund- irnar voru fleiri. Hún las bréfið frá Matildu upp hátt, er setið var að hádegisverði, og þegar hún Ias kaflann um dag- inn og stundina, fórnaði Jennie höndum: — Hamingjan góða þau koma eftir viku — og húsið lítur út eins og . . og ég segi ekki meira, — ég verð að draga af mér slenið og byrja að gera hreint - fröken Matilda hefur aldrei séð allt svona útlftandi. Rosalie var skemmt. — Var kannski komið fram á varirnar á þér, að húsið liti út eins og svínastía, Jennie,. — sem sagt nógu gott handa mér og Merry — en allt öðru máli gegnir með Jóna tan og Matildu. Jennie horfði beint framan í hana og sagði: — Ungfrú Matilda og húsbónd inn eiga heima hérna. Þau taka eft- ir ef allt er ekki í lagi. — Eiga heima hérna, já, en við kannski ekki - og ég sem hefi varla komið út undir bert loft allt sumarið. Við verðum að láta okkur detta í hug eitthvað ráð til þess að fá höfðingjana til þess að koma án — Aleg rétt ungfrú Rosalie, þú hefir kannnki verið hérna, en hug- urinn var langt í burtu. Og áður en Rosalie gæti svarað hafði Jennie tekið t'óman bakka og strunzað út með hann. Meredith sagði ekkert, en Rosalie varð eld rauð í kinnum, er hún virti hana fyrir sér. — Af hverju læturðu það ekki [ fjúka, sagði Rosalie nepjulega — ég er alltaf til vandræða og leið- inda og það yrði öilum léttir, ef ég færi mína leið. — Það hefir enginn óskað neins í því efni, sagði Meredith kyrrlát- lega. Það er allt undir sjálfri þér komið. Ef þú ert óhamingjusöm hér .... — Ætli ég væri ekki farin, ef ég vissi hvert ég ætti að fara, nvar aði Rosalie hvasslega. — Segðu ekki svona vitleysu, Rosalie, sagði Meredith. Þú hefir fengið ágætis þjálfun, fórst úr vel borgaðri vinnu, sem þú getur feng ið aftur hvenær sem þú vilt. Og mér skilst að þörfin fyrir þjálfað fólk hafi aldrei verið meiri en nú. — Þú vilt kannski, að ég fari aftur í verksmiðjuna, þar sem ég yrði að hafa hann fyrir augunum hverja dagstund. Vel máttu vita hvað mundi gerast, fyrr éða síðar. Eg mundi smám saman brjóta á bak aftur mótspyrnu hans. Hann er meira en lítið ástfanginn í mér, máttu vita. Og ég er vitlaus í hon um. — Verksmiðjan, þar sem þú vannst er ekki eina verksmiðjan í landinu. — Ég er í sjúkraleyfi frá þens- ari. Ég. mundi ekki geta skipt um vinnustað án margskonar skýring ar. Ég stóð mig vel í starfi mínu — og þeir munu ekki fallast á, að ég færi annað, án þess að leggja fram góðar og gildar ástæður. Þeir munu segja, að ef ég væri fær um að starfa þar, sem ég fékk þjálfun mína, bæri mér að starfa þar. Rosalie útnkýrðj þetta eins og fyrir barni, sem ekki er sérlega greint. Meredith dró andann djúpt. — Mig langar ekki til þess að koma óvinsamlega fram, en þú get ur tekið því sem þú vilt. Ég ætla mér að vera hreinskilin. Jónatan hefir verið alvarlega veikur. Það munaði minnstu, að við misstum hann. Hann er gamall maður og það eru takmörk fyrir hvað hann töframannanna, segir Joe Wild- cat. Þessi auðu stólar eru tákn um vald þeirra, svarar Tarzan. þolir. Þegar hann kemur heim ætl- ast ég til, að þú segir ekkert og aðhafist ekkert tii þess að raska ró hans. — Og hvað áttu við með þessu?, spurði Rosalie snöggt. — Ég á við það, að þú gangir hér ekkj um óeirin og óþolinmóð og hafir allt á hornum þér, eins og haldin ólæknandi þunglyndi. Þetta er hans heimili og hann á rétt á því, að hér ríkji friður — og að andrúmsloftið sé gott. Ronalie sagði hrokalega: — Þú virðist gleyma því, að þetta er mitt heimili ekki sfður en þitt. — Það er heimili Jónatans, fyrst og fremst og alltaf. Við eigum það góðvild hans að þakka að þetta er okkar heimili. Og það skaltu muna Rosalie, og eiga mig á fæti, ef þú sýnir það ekki í öllu, að þú metir rétt það sem Jónatan og Matilda hafa fyrir okkur gert. — Mér þykir alveg eins vænt um Jónatan og þér, sagði Rosalie jafn hrokafull og áður. — Þá skaltu sýna það með fram komu þinni, þegar þau koma heim, svaraði Meredith ákveðnum rómi. — Ef ég geri það verður það vegna þens að mér þykir vænt um hann, ekkf vegna neins sem þú seg ir eða gerir, svaraði Rosalie hrana lega. — Ef þú kemur ekki vel fram, Rosalie, skal ég taka til minna ráða — og þú munt sjá þótt síðar verði, að betra hefði verið að fara að mínum ráðum. Rosalie horfðf á hana um stund með unglingslegum kersknisvip og svo brá fyrir fjandsamlegum glampa í augum hennar: — Það er ekki neitt sem þú get ur sagt eða gert til þess að skjóta mér skelku í bringu — og það veiztu vel. — Ég gæti sagt Lawrence Ster ling allt um aðdragandann að frá fallj Tims Abernathy, svaraði Mere dith rólega og alvarlega. Rosalie stóð kyrr, það var eins og hún gæti ekki hrært legg eða lið, hún náfölnaði og hún starði á hana stórum augum, undrandi aug um, kreppti ringur um stólarminn og gat ekkert sagt. — Fyrirgefðu mér Rosalie, nagði Meredith og iðraðist nú orða sinna — það var ófyrirgefanlegt af mér að segja þetta, og þú veizt, að þetta mundi ég aldrei gera. — Jú, þú mundir gera það, ef þú héldir að þú næðir tilgangi þín um með því, svaraði Rosalie hásri röddu, — þú mundir einskis svífast ef þú teldir það réttlætanlegt. Það hlýtur að vera hræðilegt, að vera eins og þú, sjá aldrei neitt nema frá þínum eigin bæjardyrum. — Þú getur arkað um og sagt fólki hvað það eigi að gera, og allt miðað við hvað þér finnst, — það mætti- segja mér að þú segðir konunum hvort þær ættu að eiga börn eða ekki, og að þú skammaðir fólk fyrir að gera það, sem þér finnst að það ætti ekki að gera. Þér dett ur víst aldrei í hug, að aðrir hafi rétt til sinna skoðana, rétt til að Það hefur ekki verið höfðingja- ráðstefna síðan á dögum föður míns, segir Medu, töframennirnir I gera það sem það sjálft vill án af- ] skipta þinna, að aðrir beri aðrar til | finningar í brjósti en þú. Þú hefir j sett sjálfa þig á einskonar stall eins og þú værir lítill guð, nem aðrir ættu að tilbiðja, lttill guð, sem sér allt, veit allt, og sem aðr ir eiga að fá leiðsögn frá, jafnvel fyrirskipanir frá. Ég kalla það blátt áfram mannúðarleysi . . . Meredith Iyfti hönd sinni eins og til þess að stöðva hana, en svo hallað hún sér aftur í stólnum, næstum óttaslegin á svip. Það, sem Rosalie hafði látið út úr sér kom meira en ónotalega við hana, það hafði truflandi áhrif á hana. Var það satt og rétt, sem Rosalie hafði sagt? Var hún afskiptasöm, hroka full og tók ekkert tillit til annarra? Ljótt, ef satt var, en hún gat ekki viðurkennt, að Rosalie hefði rétt fyrir sér. — En hafði ekki Laura sagt eitthvað á þessa leið: Við er um búin að vera hér lengi, „rektu ekki um of á eftir, en haltu stefn- unni“. Og hún rifjaði upp fyrir sér allt, sem þær höfðu rætt um, hún og Laura, en hún visni með sjálfri sér, að hún hafði f allri auðmýkt litið svo á, að hún hefði gert allt sem hún gat til þess að verða góð ur, samvizkusamur læknir, ávallt verið reiðubúin og alltaf gert það, sem hún gat — alltaf haft að markmiði, að efla heilbrigði íbú- anna í River Gap. Þessi gusa, sem hún fékk hjá Rosalie hafði komið ónotalega við hana, komið henni úr jafnvægi, og minnt hana á það, sem Laura hafði sagt. Kannski hafðj hana skort þol inmæði, og látið hana í Ijós, er hún var vör andúðar og skilnings- leysis á áformum hennar verðandi stofnun fyrir verðandi mæður — og hún minntist undirtektanna, sem hún hafði fengið hjá ráða- mönnum, og hún hafði sagt við sjálfæ sig, að þeir'væru ánægðir, ef þarna væri gamaldags sveita- læknir,' ’ sém‘ækf iím‘f héstkerru, skrifaði lyfseðla og því um líkt, og léti sig almennar heilbrigðileg- ar umbætur litlu varða. Og hún minntist þess hvernig henni hafði liðið eftir að hvirfil- vindurinn hafði farið yfir, og hún fann aðdáun og samúð manna, — þá hafði hún haldið, að orrustan væri unnin, en síðar vissi hún, að baráttan mundi verða þrotlaus — og ef hún var eins og Rosalie hafði lýst henni yrði það að vera svo, — hún yrði að berjast áfram eins og hún hafði gert. Hún stóð á fætur, dró andann djúpt, gekk út að glugganum og horfði á skiltin yfir lækningastofu sinni: Annað veðurbarið og varla- Iæsilegt, en á því stóð: Jónatan Blake, læknir — Hitt tiltölulega nýtt og gljáandi og læsilegt vel: Meredith Blake, læknir. Hún skildi við Rosalie án þess að svara árás hennar og er hún gekk til læknastofu sinnar hugsaði hún sem svo, að ásakanir Rosalie væru aðeins eitt af því, sem þeir yðu að þola, sem sóttu fram, án fylgis almennings. hafa hindrað það. Við verðum að vera þolinmóðir, segir Gana, þessi ráðstefna verður að heppnast. „Kaffistofa“ skógarhöggmannsins Artúr, hvað oft á ég að segja þér að skilja gluggann ekki eftir opinn þegar frú Olsen er að gera hreint. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Dún- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstfg 3 — Sími 14968 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði YÍnnur að meðaltalil Hæsiu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Ódýrar þykknr | drengjapeysur HAGKAUP Miklatorgi ¥ A R 1 A N WE MUST THIKKOF SO*\E SCHEttE, TAKZAN,TOGET ALL THE AFKICAH N CHIEFS TOGETHEK— WITHOUT THEIK. WIJCH P’OCTOKS'. Fsr,s.jsjí-;iv.is 10-9-6299 THEKE HAS SEEN NO 'CONPEZENCE OFGKEAT CH/EFS'SINCE MY FATHEK'S TI/AE! 'OSIA' I MEN HAVc PREVEHTE7 THEAl WE MUSTALL BE F’ATIENTÍ WE'LL SUCCEE7...WE M.UST^ MAKE THIS COUWCIL SUCCEEI7 FOK. THE SETTEKMEMT OF ALL - OUK. f’EOf’LEÍ rr"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.