Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 13
VióíK . Laugardagur 21. september 1963. 13 Homo aquaíicus — Framhald af bls. 9. gjálfrinu viS strendur Miðjarð- arhafsins. Sjö metra háar bylgj- ur hrifu flota ,Cæsar og þeyttu honum langt upp á land. Og það var aðeins fyrir harðfengi hinna vel vopnuðu manna sinna, að honum tókst að berja á hinum vopnlitlu Englending- um. í viku neðansjávar. í september 1962 beindist athygli margra samt að hafinu og ástæðan var ekki svo lítil. Tveir froskmenn, þeir Albert Falco og Claude Wesly, áttu aði gera tilraun til þess að búa í heila viku neðansjávar. Til- gangurinn var sá, að athuea hvort menn gætu unnið og lif- að sæmilegu lífi f hinum mikla þrýstingi sem á þeim hvílir undir yfirborði hafsins. Það var 14. september að froskmennirnir tveir lögðu í djúpið. Þeim var sökkt niður í köfunarhylkinu Diogenes, sem átti að vera heimili beirra með- an á tilrauninni stóð. Fyrst eftir að hylkinu var sökkt í sjóinn, var — þótt undarlegt megi virðast — stöðugur straumur gesta til þeirra tvímenninganna. Það voru læknar, tæknifræðingar og Ijósmyndarar, sem köfuðu nið- ur til þess að vera fyrstu menn- irnir sem færu í slíka neðan- sjávarheimsókn, og til þess að athuga hvort allt væri í lagi. Þegar svo reyndist vera, fengu þeir svo frið og voru látnir eftir einir. Fram til þessa hafði enginn maður verið undir yfirborði sjávarins í Iengur en 12 tíma. „Vfsindamenn telja það ekkert sambæriíegt að vera í kafbát, þar sem allt er gert til þess að aðstæðurnar megi verða sem líkastar því sem þær eru á þurru landi. Þeir líkja kafbát- unum einna helzt við litlar eyjar.“ Froskpiennirnir tveir áttu hins vegar að vera undir stöð- ugum þrýstingi, og við sem líkastar aðstæður og fiskar og önnur sjávardýr. Uppi yfir hylki þeirra voru tvö skip, Espadon og Calypso, sem áttu að vera samband þeirra við umheim- inn. Þaðan fengu þeir loft og mat, höfðu símsamband og einnig var þar í sambandi sjón- varpstökuvél, sem tók myndir af því sem skeði í og utan hylkisins. Falco og Claude höfðu verið valdir til tilraunarinnar, vegna þess að þeir voru báðir af- burðafærir froskmenn, rólyndir og ákveðnir, og vissu vart hvað hræðsla var. Og samt fyrstu nóttina sem þeir voru í hylkinu, vaknaði Falco eftir að hafa haft hræði- lega martröð. „Ég hafði það á tilfinningunni að ég yrði að komast út úr hylkinu, sagði hann seinna. Ég var með inni- lokunarkennd, og verkjaði í allan líkamann. Ég reis á fætur, og gekk að útganginum. Allt var kyrrt og rólegt. Mælitækin voru einnig í lagi. Claude svaf rólegur, og ég lagðist út af aftur, en gat ekki sofnað. Mér fannst ég vera algerlega yfirgefinn af guði og mönnum, og var ákaflega einmana þarna niðri á hafsbotni. Það var eins og ég hefði verið veiddur í gildru, og það sóttu á mig alls konar fáránlegar, en ægilegar hugsanir. Ég hafði til dæmis miklar áhyggjur af því að hylk- ið kynni að springa." Þetta var í eina skiptið sem vart varcj við ótta hjá tvímenn- ingunum. Og ótti Falcosvarekki svö alvarlegt tilfelli, því að löng þjálfun hans, sem kafara hjálpaði honum til þess að- hafa vald á tilfinningum sínum, og hugsa skýrt. Daginn eftir byrjuðu þeir svo að vinna. Tvo tíma fyrir há- degi, tvo tima eftir hádegi, og einn eftir kvöldmat. Þá yfir-j gáfu þeir hylkið jafnan f frosk-1 mannsklæðum, og „gengu“ til vinnu. Með vissu millibili voru þeir heimsóttir af tveimur Iæknum sem rannsökuðu þá. Læknamir voru báðir áhuga-froskmenn, og það var því auðvelt fyrir þá að fara í þessar óvenjulegu vitj- anir, Læknaskýrslurnar sýna, að köfurunum tveimur leið verst á öðrum degi, og í byrj- un þess þriðja. Eftir það byrj- uðu þeir að hressast, og á sjö- unda degi var þeim farið að líða mjög vel. Til að byrja með var þeim gefinn samskonar matur og þeir neyttu á þurru landi. En' á öðrum degi, báðu þeir um að fá einhverja léttari fæðu. Misstu áhuga fyrir lífinu á yfirborðinu. / Á þriðja degi skeði nokkuð sem vakti mikla undrun og á- huga þeirra lækna og vísinda- manna sem á yfirborðinu voru. Falco og Wesly, misstu allan á- hugá á þvf sem var áð ské fyrir ofan þá. ‘ Þeir hættu að hlusta á útvarpið og horfa á sjónvarpið, og þeir nenntu ekki einu sinni að lesa. Falco sagði um þetta: „Mér var algerlega sama um hvað var að ske þarna uppi, eða á þurm landi, og Claude hafði það alveg eins. Við lifðum í öðrum heimi, og tíminn hætti að- hafa .nokkra þýðingu fyrir okkur. Við vissum hvaða mán- aðardagur var, og hvaða dagur vikunnar, en það var aðeins vegna þess að þeir sem uppi voru sögðu okkur það. Okkur fannst það ekki skipta neinu máli.“ Áhugaleysi félaganna varð svo mikið, að þeim gramdist það jafnvel þegar verið var að trufla þá. Þeir voru að laga sig að nýjum lifnaðarháttum, og kærðu sig ekki um að vera truflaðir. Þeir sögðu við þá sem á skipunum voru: „Við verðum að fá að vera einir. Þið verðið að sjálfsögðu að gefa okkur loft og annað, en við viljum vera einir. Ef okk- ur langar til þess að sjá ein- hvern, þá skulum við segja til.“ Þessir tveir menn voru að sam- laga sig lífinu á hafsbotni, og þeim fannst að þessi nýja til- vera þarfnaðist allrar athygli þeirra. Á sjöunda degi fóru lækn- arnir í síðasta skipti niður til þess að athuga þá Claude og Falco. Og að þeirri rannsókn lokinni voru þeir dregnir upp á yfirborðið, eftir að hafa íifað við sömu aðstæður og fiskar í heila viku. Tilraunin velheppnuð. Tilraunin tókst vel, og aðrar tilraunir sem síðan hafa vérið gerðar hafa einnig leitt margt í ljós. Vísindamenn vinna stöð- Sýningin verður opin áfram í dag og á morgun frá kl. 2-7 en er lokuð á sunnudagskvöld. ugt að því að fullkomna alls konar tækni, sem orðið geti til þess að menn geti lifað sem óháðastir neðansjávar. I Bandaríkjunum er verið að fullkomna gervitálkn, sem kaf- arar geta notað til þéss að sjá blóðinu fyrir súrefni og losna þannig við að þurfa að nota öndunartæki. Tálknin er hægt að festa undir handlegg, og tengja við hjartaslagæðina (aorta) með einfaldri aðgerð. Þegar er byrjað að tala um Homo Aquaticus, þ. e. menn sem munu lifa algerlega neðan- sjávar, og búa í neðansjávar- borgum. Og þróunin getur vel orðið sú, að þessir sjávarbúar geti verið óháðir, og þurfi ekki neina hjálp frá hinum venju- legu, jarðbundnu manneskjum. Og þá verður hægt að tala um sjómenn, í orðsins fyll^tu merkingu Guðlaugur Einarsson Málflutningsskrifstofa Freyjugötu 37 Sími 19740 KVENSKÓR Tökum upp 9 gerðir af Hollenskum skóm með innleggi á mánudagsmorguninn kl. 9 Mikið úrval af breiðum skóm. Lítið í glugg- ana um helgina. STEINAR S. WAAGE Laugaveg 85 — Sími 18519 prestaköllin Safnaðarfundir, til að kjósa sókn- arnefnd og safnaðarfulltrúa, hafa verið auglýstir í hinum nýju presta- köllum: Fyrir Ásprestakall í kvik- myndahúsi D.A.S. sunnud. kl. 1,30, og fyrir Grensásprestakall f Golf- skálanum sama dag, sunnudag 22. þ. m. kl. 4 e. h. Til þess að auðvelda fólki að vita, hverjir eiga kosningarrétt í þessum sóknum, hefir dómprófast- urinn sent blaðinu þessar upplýs- ingar: Til Ássprestakalls telst þjóð- kirkjufólk, sem búsett er við þess- ar götur: Ásvegur — Austurbrún — Brúna vegur — Dalbraut — Dragavegur — Laugarásbl. — Dyngjuvegur — Efstasund nr. 2 — 64 — Engjavegur (Bræðrapartur, Bræðrapartur A, Bræðrapartur B, Engjabær, Laug- ardalur, Laugatunga) — Hjallaveg- ur — Hólsvegur — Holtavegur (Engjabær, Langholt) — Kambs- vegur — Kleifarvegur — Klepps- vegur (nr. 52—108, Heiði, Hlíðar- endi, Hrafnista, Kleppur— ,hjúkr- unarbústaður, Kleppur, Kleppur — Prófhús, Kleppur — Víðhlíð, Mel- staður, Nafta, Sólvellir, Ægissíða — braggar — 5, 6, 7, 8, 9 og 11) Langholtsvegur (stök númer 1 — 69 og jöfn númer 2 — 84) — Laug- arásvegur — Laugamýrarbl. — Múlavegur (Hafrafell, Laugarás, Reykjaborg) — Selvogsgrunn — Skipasund (stök númer 1—51 og jöfn númer 2—56) — Sporðagrunn — Suðurlandsbraut (Álfabrekka) — Sundlaugavegur (Breiðablik, Efstahlíð (Holt), (Hringsjá), Jaðar, (Mold, Reykir, (Úthlíð), Braggi við Norðurhlíð, Bragg; 12, 13, 16, 18) — Sunnuvegur — Vesturbrún. Til Grensássprestakalls telst þjóðkirkjufólk, sem búsett er við þessar götur: Brekkugerði — Bústaðavegur — Sogamýrabl. — Grensásvegur (jöfn númer 24 — 60, Fagrahlíð) — Háaleitisvegur (Sólheimar) — Háa- leitisvegur, Kringlumýrarbl. 23 og 24 — Háaleitisvegur, Sogamýrar- bl. 32, 34, 36, 38, 49, 41 og 59 - Heiðargerði — Hvammagerði — Hvassaleiti — Mjóumýrarvegur, Kringlumýrarbl. 19 — Seljalands- vegur, Kringlumýrárbl. 12, 14, 15 og 17. — Skálagerði — Stóragerði — Bústaðavegur: Fossvogsbl. 30, 31, 39, 42, 42A. 47, 49, 50, 51, 54, 55 — Bústaðavegur: Bústaða- bl. 3, 7, 23 — Bústaðav.: Fossvog ur — Fossvogsvegur: Fossvogsbl. 2, 2A, 3, 5, 13 og 14 - Klifvegur: Fossvogsbl. — Reykjanesbraut: Garðshorn, Hjarðarholt, Kirkju- hvoll, Leynimýri, Rauðahús, Sól- bakki, Sólland og Br. 88 Fossvogi — Sléttuvegur — Sléttuvegur: Fossvogsbl. Drengur slasnsf í gærkveldi, laust fyrir kl. 7, var sjúkrabifreið kvödd að mótum Bergstaðastrætis og Skólavörðu- stígs vegna drengs, sem talið er að hafi verið hrint í götuna. Drengurinn heitir Sveinn Lárus Austmann og blæddi nokkuð úr höfðj hans þegar sjúkrabifreiðin kom á vettvang. Hann var lagður inn í slysavarðstofuna til aðgerðar, en að þvi búnu leyft að fara heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.