Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 11
V í S I R . Laugardagur 21. september 1963. 77 12.15 14.00 15.30 17.30 18.30 20.00 20.20 20.45 21.10 22.10 23.30 Hádegisútvarp. Miðdegistónleikar. Sunnudagslögln. Bamatími (Anna Snorra- dóttir). „Hnígur þú, dýrlegur dag- ur“: Gömlu lögin sungin og leikin. Nokkrir söngvar úr leikrit- inu „Gfsl“ eftir Brendan Behan, í þýðingu Jónasar Árnasonar, fluttir af leikur um Þjóðleikhússins. Kynn ingar eftir Ieikstjórann, Thomas McAnna, flytur Jón Múli Árnason. Albert Luthuli; síðara er- indi (Óiafur Ólafsson kristniboði). Tónleikar. „Segðu mér að sunnan“: Ævar R. Kvaran leikari sér um þáttinn. Danslög. • Dagskrárlok. Sjónvarpið ^ Laugardagur 21. september 10.00 Marx Magic Midway 10.30 Roy Rogers 11.00 Kiddie’s Corner 12.30 G. E. College Boiol 13.00 Current Events 14.00 Saturday Sports Time 16.30 The Great Challenge 17.30 Candid Camera 17.55 Chaplain’s Corner 18.00 Afrts News 18.15 Air Power 18.30 The Big Picture 19.00 Perry Mason 19.55 Afrts News Extra 20.00 The 20th Century 20.30 Bat Masterson 21.00 Zane Grey Theater 21.30 Gunsmoke 22.00 The Dick Van Dyke Show 22.30 Lock Up 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 Northern Lights Playhouse „The Long Night" Sunnudagur 22. september. 14.15 This Is The Life 14.45 Pro Bowlers Toumament 16.00 All Star Golf . 17.00 Alum.ni Fun 17.30 The Christophers 18.00 Afrts News 18.15 The Sacred Heart 18.30 Science in Action 19.00 Parents Ask About School 19.30 The Danny Thomas Show 19.55 Afrts News Extra 20.00 The Ed Sullivan Show 21.00 Rawhide 22.00 The Jack Parr Show 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 Northern Lights Playhouse „Blackwell’s Island” NUSPÁ # Messur Dómkirkjan, messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Hallgrímskirkja, messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Háteigssókn, messa í Sjómanna skólanum kl. 2. Séra Jón Þorvarðs son. Laugarneskirkja, messa kl. 11. Séra Magnús Runólfsson. Langholtskirkja, messa kl. 2. Séra Árelíus Níelsson. Neskirkja, messa kl. 2. Séra Jakob Einarsson, predikar. Kópavogskirkja, messa kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Spáin gildir fyrir sunnudag- inn 22. september. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Eitthvað sem er mjög und arlegs eðlis kann að koma þér í snertingu við mjög óvanalegt tækifæri. Vinir þínir og kunn- ingjar gætu komið hér talsvert við sögu. Nautið, 21. apríl tii 21. maí: Dagurinn mjög hagkvæmur í sambandi við ástamálin til gift ingar eða samkomulags um slíka hluti. Þú kannt að þurfa að sanna öðrum tiitrú þina. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú kannt að hafa mjög frumlegar hugmyndir varðandi á hvern hátt hentugast væri að skreyta heimilið. Varastu að framkvæma nokkuð það sem skaðar heilsu þína. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Einhver ánægjuleg tilfinning er ríkjandi hjá þér og þeim, sem umhverfis þig eru. Óvæntir at- burðir munu gera kvöldstundirn ar skemmtilegar. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Óvænt tækifæri til að kaupa eða selja á mjög hagkvæmu verði ætti ekki að láta ganga sér úr greipum. Einhverjir kynnu að hagnast á arfi. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Það er engin ástæða til að vera mikið á ferli, ef þér finnst gott að taka lífinu með ró og slaka á taugakerfinu. Kvöldstundirnar verða viðburðarríkar og mjög skemmtilegar. Vogin 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að forðast fóík, sem leitast við að fá þig með í hættu leg ævintýri. Óvæntir atburðir I væntum í kvöld, t.d. heimboð frá kunningja. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Kynni sem í fyrstu eru tilvilj- unarkennd kunna að þróast í varanlega vináttu. Þér er samt nauðsynlegt að sigrast á innri grunsemdum sem sækja að þér. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú þarft að ná sjálfstrausti þínu upp öðru hverju, svo að það sökkvi ekki of djúpt. ó- væntur atburður kann að vera ofinn talsverðri hulu. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ættir að veita athygli sérhverju sem sagt er í þínum félagsskap, því 1 því gæti verið að leita útskýringa á þeim við- fangsefnum, sem þá átt við að etja. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú kemst 1 betra og betra skap eftir því sem á daginn líð- ur. Vertu árvakur ef góðum hug myndum skyldi skjóta upp, þær gætu orðið að peningum. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Verið getur að þér bjóð ist nú tækifæri til að fara f ferðalag, sem þú gazt ekki látið verða úr fyrir nokkru síðan. Gerðu nýjan samning. mm Kalli og kóng- urinn Stýrimaðurinn rótaði í káet- unni sinni, og var ósköp vand- ræðalegur. Að hafa konung um borð, hugsaði hann hræddur, það er bara agalegt. Ha, hvað er nú þetta? ann hafði verið að róta til í skipskistunni sinni, þar sem hann geymdi fötin, og fann þá matrósaföt, sem afi hans hafði átt. Þessi matrósaföt, hafði hann geymt í mörg mörg ár. Aaaaarv Bill frændi, sagði Tommy, mikið svaka ert flott. Ég vildi að ég hefði eitthvað annað en pappírs- hatt. Þetta er alger óþarfi hjá ykkur, sagði vélameistarinn, sem kom til þeirra. Hann var dálítið reigingslegur á svipinn, og bætti við: Nú kóngar eru nú bara venju legar manneskjur ekki satt. En hann pússaði nú samt gylltu hnappana á einkennisbúningnum sínum, þegar enginn sá til. Því að hann var líka hálfhræddur, þó að hann værj með þessi manna- læti. í sama bili kom Friðrik hof meistari um borð I Krák, til þess að skoða verkið. Jæja, sagði Kalli. Finnst yður ekki flott? Haldið þér ekki að kónginum finnist hann bara vera kominn heim í höll- ina sína. Og ætli það, sagði Frið- rik þurrlega. Hann var hissa, og dálítið öfundsjúkur yfir þvl hvað Krákur var orðinn fínn, án þess að hann hafi komið nálægt. Hann sperrti sig því enn meira, og rétti Kalla 20 blöð, og á þau voru skrif að hvernig skipið átti að vera. Þetta verður allt að vera eftir regl unum, sagði hann virðulega. Það er ekki hægt að fara með kóng eins og venjulegar manneskjur. R I P K I R B ¥ Rip ýtir borðinu á undan sér, og fletur herra Ming eins og pönnuköku upp við vegginn. Ég verð að komast út hugsar hann, og það mun líklega rétt, því að hann virðist eiga ákaflega fáa vini þarna inni. Rip geysist út úr herberginu og kemur inn í veit- ingasalinn. Þar er líka myrkur, og ofsahræðsla er að grípa um sig. Fólki verður misjafnlega við þessi læti. Sumir halda að þetta tilheyri hátíðinni, og að verið sé að sprengja kínverja. Aðrir bölva þeim í sand og ösku, sem slökktu ljósin, og enn aðrir öskra f skelf ingu sinni skothríð morð, morð. Betra gæti það ekki verið hugsar Rip með sér, og virðist ekki kenna í brjósti um veslings gest- ina. Þetta gefur mér tækifæri til þess að sleppa út. Og hann hleyp ur eins og fjandinn sé á hælunum á honum, enda er það ekki svo fjarri sanni. FRÆGT FÓLK Bandaríski geimfarinn Glenn talaði nýlega á stúdentafundi í heimalandi sínu. Þar var hann m. a. spurður hvort það væri rétt að hann ætlaði að reyna að komast í öldunga- deildina. — Getur verið, getur verið, sagði hann og kom jafnframt' með skýringu á því: John H. Glenn Á 15. og 16. öld tóku land- vinningarmennirnir alltaf að sér stjórnina í Iöndum þeim sem þeir lögðu undir sig. En svo Iengi sem ekkert er £ geimnum til að ráða yfir verður Glenn að láta sér nægja að vera á jörðinni — en það getur verið gott að hafa fram- tíðina í huga og æfa sig á öldungadeildinni. Það bar til tíðinda I sumar Ieyfisbænum Saint Tropez á Rívíerunni (bænum sem Bri- gitte Bardot hefur gert hvað frægastan) að hinn heimsfrægi stjómandi Herbert von Karaj- an særðist á auga í viðureign við þjóf sem brotizt hafði inn { íbúð hans. 1 bardaganum við innbrots- þjófinn brotnuðu gleraugu Karajans og glerbrot stungust Herbert von Karajan inn í annað augað. Samstundis var farið með Karajan á sjúkra hús. Eftir að hafa verið at- hugaður og meðhöndlaður af hinum færustu læknum mátti hann fara heim og Reuter fréttastofan sagði að ekki væri hætta á því að Karajan myndi bera þessarar viðureignar menjar. Þjónustufólkið hjá Karajan náði þjófinum og var hann af- hentur frönsku Iögreglunni. Fyrir þá sem ekki vita hver Karajan er má bæta því við að hann er Austurríkismaður, 55 ára gamall og er talinn hæf asti hljómsveitarstjóri í Evr- ópu í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.