Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 21.09.1963, Blaðsíða 7
VíSIR . Laugardagur 21. september 1963. 7 Árni Siemsen ræðismaður Ég vildi óska þess að ég mætti þrýsta hönd þessa sjötíu og fimm ára öðlings á sunnudag- inn kemur, og gjarna má hann vita að ég er ekki einn um það hér heima á Fróni. Árni Siemsen er um flesta hluti óvenjulegur maður. Harð- duglegur, Ijúfmenni í viðmóti, gestrisinn og greiðvikinn svo af ber, og svo stendur hvert orð hans eins og stafur á bók. Þetta get ég með góðri samvizku sagt, eftir löng kynni við hann, bæði í viðskiptum og á annan hátt. Það er ekki ætlun mín að rekja viðburðaríkan æviferil .Árna þó að ég sendi honum af- mæliskveðju á tímamótum langr ar <tarfsævi. Þess skal aðeins getið að hann er fæddur í Hafn- arfirði, sonur merkishjónanna Franz Siemsen sýslumanns og Þórunnar, f. Thorsteinsson. Fór á unga aldri til Þýzkalands, hef- ir dvalizt þar og starfað síðan, aðallega við kaupsýslu, en auk þess mörg ár sem aðalræðis- maður íslands í Hamborg. Árni hefir búið í Þýzkalandi á tímum tveggja heimsstyrjalda, eða um tíu ár á styrjaldartímum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hver þrekraun það hefir verið að byggja nálega allt sitt upp tvisvar frá grunni, á umbrota- tímum eftir styrjaldir, og fjarri sínu ættlandi. Einhver kynni að álíta að þeir sem fyrir slíku yrðu hefðu glatað hluta af þjóðareðli sínu, og orðið okkur framandi. En þeir sem notið hafa fyrir- greiðslu Árna eftir síðari heims- styrjöldina vita, að hann hefir staðizt þessa raun með prýði. Heilsteyptur er hann, handtak- ið þétt, og íslendingur inn að hjartarótum, þó að heimalönd hans séu nú tvö. Árni er tvíkvæntur. Fyrri 75 ára konu sína Elisabeth, f. Hartwig, missti hann, en kvæntist síðar Liselott, f. Rosenberg, og búa þau hjónin á fallegum stað við Körnerstrasse í Lúbeck. Tveir synir hans frá fyrra hjóriabandi eru búsettir fjölskyldumenn hér, þeir Ludwig og Franz, austur- rískur konsúll. Þeir starfrækja hér umboðssölu undir nafni föð- ur síns og í tengslum við hann. Árni var á yngri árum róðrar- kappi mikill, og hafa synir hans verið meðal forgöngumanna um þessa íþrótt hér á landi. I starfi sínu sem ræðismað- ur í Hamborg varð hann mjög | vinsæll vegna óvenju mikillar ; og góðrar fyrirgreiðslu fyrir j landa, kunna jafnt sem ókunna. Þar var svo margt unnið um- fram beinar skyldur, að þau störf hans verða seint metin að verðleikum. Ég hefi hitt hann oftar en einu sinni í Þýzkalandi, síðast er Karlakórinn Fóstbræð- ur var þar á ferð árið 1954. Sungum við þá m’ a. í Lúbeck, og var þar ýmiss konar sómi sýndur af forvígismönnum borg- arinnar. Urðum við þess þá greinilega áskynja að Árni nýt- ur mikillar virðingar þar í borg. Þau Siemsen hjónin voru hér á ferð um síðastliðin áramót. Auk nánustu skyldmenna hittu þau marga vinina frá eldri og nýrri tímum. Naut Árni þess mjög að hitta vinafjöld, ekki sízt allmargt æskuvina. Ég átti eina kvöldstund með þeim hjón- um í fremur fámennum hópi. Kvöldið leið alltof fljótt. Árni lék á als oddi, fáguð kurteisi hans og græskulaust gaman var óbreytt, og allt á réttum stað — hjartað líka. Ó. N. ■yini mínum og velunnara Árna, vil ég á þessum merkisdegi hans, senda beztu árnaðaróskir, konu minnar og mínar. Þeir sem að þekkja Árna, eða hafa þurft að fá aðstoð hjá honum, hvort sem að hefur verið á hans yndis- lega heimili í Körnerstrasse, eða á ræðismannsskrifstofunni f Hamborg, vita að maður hefur ekki þurft að fara bónleiður til búðar, altaf var og er Árni til- búinn að rétta hjálparhönd, og veit ég að það eru ekki svo litlar fjárupphæðir er hann hefur hjálp að öðrum um í hans starfi sem ræðismaður, en sem því miður hafi oft gleymzt að greiða aftur. í sambandi við hans og sona verzlunarfyrirtæki, get ég sagt það af 40 ára samstarfi, hef ég aldrei orðið var við annað en heiðarleik og drengskap. Vonast ég til að fá að njóta hans vináttu lengi ennþá, og óska hans góðu konu og fjöl- skyldu til hamingju með daginn. K. E. Nýja Bíó sýnir nú myndina SÁMSBÆR SÉÐUR Á NÝ, sem er amerísk stórmvnd frá 20th Century Fox í litum og Cinema- scope. Sámsbær séður á ný, er fram- hald af myndinni Sámsbær, sem var sýnd hér fyrir nokkru, en þó myndin sé í raun og veru beint áframhald af fyrri mynd- inni, er hér þó um sjálfstæða mynd að ræða, þannig að þó fyrri myndin hafi ekki verið séð, þá er alveg jafn skemmti- legt að sjá þessa og maður hef- ur aldrei þá tilfinningu að mað- ur hafi verið að grípa inn í framhaldssögu án þess að hafa fylgzt með frá byrjun. í smáborg einni í Nýja Eng- landi, Sámsbæ, ríkir andrúms- loft ekki ósvipað því er við eig- um að venjast hér heima á ís- landi. Aliir eru með nefið of- an I öllu sem þeim kemur alls ekkert við, hleypidómar, kjafta- vaðall og klíkuskapur blómstra, manneskjurnar eru dæmigerðir smáborgarar, en þó er þetta allt bezta fólk inn við skinnið. í þessu andrúmslofti hefur ung stúlka alizt upp á heimili móð- ur sinnar og stjúpa. Mike Rossi. Stúlkan heitir Allison Mac- Kenzie og er söguhetjan og sól- argeislinn í myndinni. Allison hafði skrifað bók og sent til útgefanda í stórborginni og heit- ir sá Lewis JackmanfJeff Char.d ler). Allison fer til hans til að endurrita bókina fyrir útgáfuna, og er ekki að orðlengja það, þau falla fyrir hvort öðru, en hann er giftur maður. Bókin er gefin út og verður metsölubók fyrir tilstuðlan Jackmans, en þá fyrst fer að sjóða f fbúum Sáms- bæjar. Bókin var sem sagt um þá, þeirra galla og lágkúruhátt, en var skrifuð undir rós þannig að enginn vissi til nema íbúar bæjarins. Svður nú og kraumar í þessum bæ, sem er svo hlið- stæður okkar litla bæ, og veitur á ýmsu, en áhrif bókar Allison verða til' bess að fólkið verður aftur fólk en ekki eitthvað ann- að. Með aðalhlutverk myndarinn- ar, hlutverk Allison MacKenzie, fer Carol Lynley, sem sýnir frá- bæran leik í gegn um alla mynd- ina, hún er heilsteypt og maður finnur hvað hún er og hvernig hún er og maður skilur hana innilega og hefur með henni fylls,tu samúð. Leikur Carol Lyn ley í þessari mynd er bezti leik- ur, sem ég hef séð hana fremja á hvíta tjaldinu, og í raun og veru bar hún af öðrum leikurum myndarinnar að þeim ólöstuð- um. Hlutverk Lewis Jackmans leikur Jeff Chandler. Leikur hans er sterkur, en það er eins og hann falli í skuggann af stjúpa Allisons, en hann leikur Robert Sterling glæsilega og skemmtilega. Með önnur veigamikil hlut- verk fara t. d. Eleanor Parker, Mary Astor og Luzianna Pal- uzzi, sem er lökust af þeim sem þarna koma fram. Brett Halsey og einhver Gunnar Hell- ström leika minni hlutverk, en skila þeim þó þokkalega án nokkurra tilþrifa. Tæknilega var mynd þessi vel vönduð og þokkaleg mjög, en þó fór svo fyrir mér eins og sjálf- sagt flestum, að hinn sterki söguþráður sem einkennir flest- ar sögur Grace Metalious hreif mig algerlega, og tæknihliðin virtist ekki skipta svo miklu máli. Aðalatriðið var að myndin var þokkalega gerð, hitt sá sag- an um. Framleiðandi var Jerry Wald, handrit gerði Ronald Alexander, leikstjórn annaðist Jose Ferrer og heiti sögunnar er á frum- málinu Return to Payton Place. Myndin er í heild frábærlega vel gerð, sagan er heillandi og hrífandi og mæli ég eindregið með þessari mynd, sem ég ráð- legg fólki að missa ekki af. Lúðvík Karlsson. Skrifstofutækni 1963: Góð fyrirmynd fyrir aðr- ar greinar verzlunar Cýningin „Skrifstofutækni 1963“ er fyrsta sýningin sinnar tegundar hér á landi. í öllum meiriháttar verzlunar- löndum eru slíkar sýningar mjög tíðar. Nú þessa dagana eru sams konar sýningar opn- ar i New York og i Kaup- mannahöfn. Þær eru að sjálf- sögðu mikið stærri og veiga- meiri, enda eru menn þar með meiri reynslu í þessum hlutum og þar eiga framleiðendurnir sjálfir einnig mikinn hlut í. Verzlunarskóli Islands hefur í nokkur ár haft eins konar sýningar á skrifstofuvélum í tengslum við námskeið i „hag- nýtum skrifstofustörfum" fyrir IV. bekk skólans á haustin. Beint eða óbeint eru þessar sýningar orsökin fyrir þessari stóru sýningu sem nú er í gangi. Bæði er þar að miklu leyti um sömu sýnendur að ræða og eins eru sumir skipu- leggjararnir hinir sömu. Þeim, sem sótt hafa þessa sýningu heim, dylst ekki, að þar er á ferðinni einhver glæsileg- asta samsýning verzlunar- manna, sem hér hefur sézt. Er sýningin til mikils sóma fyrir alla þá, sem að henni standa og að henni hafa starfað, og til mikils sóma fyrir verzlunina í landinu í heild. Er það von mín, að aðrar greinar innflutningsins taki sér þessa sýningu til fyrir- myndar, þegar ríkisvaldið hefur gert þeim það kleift með auknu verzlunarfrelsi. Reynsla sú, sem fengizt hefur við þessa sýningu, getur orðið dýrmæt fyrir allar svipaðar sýningar. veit ég, að bæði framkvæmda- stjóri sýningarinnar og skreyt- ingastjóri mundu vera fúsir til að miðla af henni með öðrum væntanlegum sýnendum. Þó að sýningin sé mjög vel heppnuð að öllu útliti og skipu- lagi, þá gegnir hún ekki alls kostar því hlutverki, sem henni var í upphafi ætlað, þ. e. að sýna þá tækni, sem skrifstofur landsins búa við á árinu 1963, eða öllu heldur þá tækni, sem skrifstofunum stendur til bóta á því herrans ári. Eru það nokkur atriði sem því valda. j fyrsta lagi eru þarna ekki allir innflytjendur skrifstofu- véla, sem sýningin leggur mesta áherzlu á. Þarna vantar nokkur þekkt nöfn á þessu sviði, s.. MARCHANT, UNDER- WOOD og NATIONAL. í öðru lagi þá nær orðið ,,skrifstofutækni“ yfir mikið meira en véltæknina eina, sem yfirgnæfandi er á sýningunni. Ýmsir hlutir aðrir heyra skrif- stofutækninni til, svo sem skrif- stofuhúsgögn, lýsing á vinnu- stað, aðbúnaður starfsfólks og almenn innri skipuiagning skrif stofa. Einnig heyra þessu til hlutir eins og eyðublöð, ritföng, möppur, umslög og aðrir „smá- munir“, sem þó eru mjög svo algengir á skrifstofum og alls ekki sama hvernig úr garði eru gerðir. Dettur mér til dæmis í hug, að eftirfarandi fslenzk fyrirtæki hefðu mátt sýna þarna: Hóiaprent (eyðublöð), Múlalundur (möppur), Eggert Kristjánsson (pappír o. sl.), Ofnasmiðjan (skjalaskápa), Egill Guttormsson (lindarpenna)1 og Penninn (almenn ritföng). Þá eru skrifstofur mjög oft kaupendur að ýmiss konar þjón ustu s. s. bókhaldsskipulagn- ing, lögfræðileg aðstoð og bankaþjónusta, sem þarna er svo til ekkert bryddað á. Þannig spannar sýningin alls ekki nærri ailt það svið sem nafnið bendir til að hún geri. Það er þó alls ekki forráða- mönnum hennar neitt að kenna, því að allir, sem það vildu, gátu fengið þar inni. Sölutækni er ekki þroskaðri en það hér, að seljendur þessara hluta gera sér ekki grein fyrir þvi að það er einmitt á svona sýningum, sem þeir ná til langstærsta hóps viðskiptavina. T oks má svo benda á, að ^ sumir sýnendanna hafa ekki þarna allar þær gerðir véla, sem umboð þeirra fram- leiða, til dæmis ýmsar mjög ungar gerðir véla. Bæði skortir þar á tíma til að sýnendumir gætu kynnt sér þessa hluti nægilega vel áður en þeir setja þá á sýningu (þjálfað sölumenn og viðgerðarmenn), og eins er oft mjög langur afgreiðslu- frestur á svona vélum, iengri en undirbúningsfresturinn var. Þó hefur sumum sýnendanna tekizt að ná til sfn mjög ung- um nýjungum, sem er mjög lof- samlegt. Þessari sýningu er þó aðeins ætlað að vera byrjun að langri keðju sýninga, sem haldnar verða með nokkurra ára milli- bili. Hver veit nema, að fyrir næstu sýningu hafi augu manna opnazt fyrir því hversu mikið sölugildi svona hlutir hafa og að undirbúningstíminn verði lengri, t .d. eitt eða tvö ár. Hvað sem öðru h'ður þá er sýningin mjög smekkleg og ber vitni um að við eigum góða verzlunarmenn innanum, verzl- unarmenn sem gegna þjóðfé- lagslegu hlutverki, eins og vera ber og eins og kemur af sjálfu 'sér þegar viðskiptahættir eru frjálsir og óþvingaðir. Þ. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.