Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 30.09.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 80. september 1963 þá hættulegt skot Þórðar Þórðar- sonar og loks á 20. mín. kom 1—0 frá Ingvari sem negldi í netið fallega sendingu frá Skúla Hákon- arsyni. Tveim mín; síðar skoraði Skúli sjálfur, fékk boltann nokkuð ná- lægt rangstöðu eða jafnvel í rang- stöðu og renndi framhjá mark- verði. Fimm mín. fyrir leikhlé kom 3 — 0, boltinn hrökk af Birni Júlíus- syni í mark, en Þórður Þórðarson hafði komizt inn að endamörkum og skotið þaðan í þvöguna fyrir marki. Og enn kom mark þegar Þórður Þórðarson notfærði sér geysiskemmtilega sendingu fyrir mark frá hægri og skallaði mark- ið án þess að Björgvin gæti nokk- uð aðhafzt. I seinni hálfleik rauk Þórður Þ. upp og skaut af stuttu færi en boltinn hrökk í fót markvarðarins til Ingvars í upplögðu færi og átti hann auðvelda leið með boltann I mark, 5-0. Þetta var á 17. mín., en á 31. mln. kom hröð sókn Akra- ness og endaði með því að Skúli Hákonarson notfærði sér sæmilegt skotfæri innan vítateigs og skaut óverjandi í stöng og inn, 6 — 0. Það blés því ekki byrlega fyrir Reykjavíkurmeisturum Vals. Þeir höfðu átt eitt virkilega gott tæki- færi I hálfleiknum, en verið út- leiknir á allan hátt af ákveðnum Akurnesingunum. Það var Berg- steinn, sem á 30. mín átti gott færi fyrir opnu marki, en einhvern veg- inn snerist fótur hans svo að bolt- inn lenti utan á stönginni. Eina mark Vals var skorað fimm mín. fyrir leikslok og var það fyrir góð- an leik Hans Guðmundssonar, sem gaf boltann í gott færi til Stein- gríms Dagbjartssonar, sem skaut 6 —1 af stuttu færi. Akurnesingar voru með tvo mjög góða brodda í framlínu sinni, Þórð Þórðarson og Skúla Hákonarson, en Ríkharður vann vel fyrir aftan þá. Þessir tveir menn urðu aðal- lega til þess að Skagamenn skor- uðu svo mjög í þessum leik. Ingvar Elíasson var og ágætur. Framverð- ir Akraness voru líka góðir og unnu flestar orrustur á miðbiki vallarins, en Þórður Árnason var bezti maður varnarliðsins og Helgi Daníelsson í markinu stóð vel sína pligt. Lið Valsmanna brást algjör- lega vonum manna með greinilegu æfingaleysi. Helzt var það Þor- steinn Friðþjófsson v. bakvörður, sem stóð sig vel. Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi sæmilega. - jbp- — KR-Keflavík Framh. af bls. 2. Bæði liðin áttu nú allhættuleg færi, en Keflvlkingar þó það hættulegasta, þegar Hólmbert „vippaði" yfir markið £ góðu færi á 37. mín. Leit þá einna helzt út fyrir að jafntefli mundi haldast og leikurinn framlengd- ur. •£ En heppnin átti eftir að gæla við KR, því ein sókn þeirra — mjög vel undirbúin — bar ávöxt, Ellert var leikinn í gott færi og afgreiddi sendingu Gunn ars Fel. beint í netið með lag- legu skoti. Þá voru aðeins 5 mínútur til leiksloka og eftir það drógu KR-ingar sig til baka og vörðust, kýldu út af og það heppnaðist að halda 3 — 2, þrátt fyrir harða hrlð Keflavíkur, sem oft virtist ætla að enda með marki. Það er vart hægt að greina frá frammistöðu leikmanna. — Annað liðið barðist af fullmikl- um krafti, en hitt reyndi að verja sig meiðslum eftir megni. Mér fannst mikið koma til Þórð ar; Jónssonar, ungs framherja KR, en Ellert Schram, Heimir ¦MHnHBBBBBHai Þeir leika í 1. deild næsta ár. Frá vinstri: Formaður Þröttar, Jón Ásgeirsson, Gunnar Ingason, Eysteinn Guðmundsson, fyrirliði, Ómar Magnússon, Ólafur Brynjólfsson, Jón Björgvinsson, Eyjólfur Magnússon, Guttormur Ólafsson, Helgi Áraason, Axel Axels- son, Haukur Þorvaldsson, Jens Karlsson, Þorvarður Björnsson, Simoniy Gabor, þjálfari Iiðsins og Sölvi Öskarsson. ÞRÓTTAR var sterkt fyrír BRíli SIGUR DRÓTTAR 9:0 í LEIK SEM VAR ÚKASTUR KNATTSPYRAðU- ÞRÓTTUR mun leika í h«5pi 1. deild arliða á sumrí komanda. Þróttur lék sér að. Breiðabliki á grasvellin- um í Njarðvíkum í fyrradag og vann, 9 — 0, og hefði sú tala get- að orðið hærri, enda óðu þeir í tækifærum, áttu 7 stangarskot (2 í stöng-inn) og sýndu gífurlega yf- irburði á öllum sviðum knattspyrn- unnar, einhverja þá mestu, sem menn muna f urslitaleik. Þegar á fyrstu mínUtu leiksins mátti sjá hvort liðið var sterkara. Vopn Breiðabliks hefur oft verið flýtir á boltann og harka og dugn- aður, en nú var allt þetta Þróttar- megin, strax á fyrstu mín. var mark Breiðabliks í yfirvofandi hættu og Haukur Þorvaldsson skaut t. d. hörkuskoti í þverslá. Mörkin komu á eftirfarandi hátt: Q Axel lék skemmtilega inn að endamörkum og gaf fyrir á Hauk, sem pressaði boltann í netið á 7. mín. Q Haukur skorar enn eftir aðeins tvær mínútur, hafði betur í einvígi við markvörð um nokkuð háan bolta og tókst að skora auð- veldlega, 2 — 0. Q Sami maður skoraði þriðja markið, „hat-trick" á 20 mínútum. Haukur skaut af vítateig í stöng-inn. Q Axel Ax- elsson bætti 4 — 0 við á 34. mín., lék auðveldlega inn á miðjuna og Guðjónsson, Gunnar Felixson og Bjarni Felixson voru allir góðir. Af Keflvíkingum var Magnús Torfason beztur, en Jón Ól. Jónsson og Einar Magnússon á- gætir. Liðið í heild mikið bar- áttulið. En skortir allt sem heit ir tækni og líkamsmýkt. Dómari var Magnús V. Péturs son og dæmdi ágætlega, en hefði átt að taka leikinn fast- ari tökum. T. d. þegar Högni Gunnlaugsson tók einn KR-ing- inn haustaki innan vítateigs, þá var vart hægt annað en að gefa Högna „reisupassann" og KR- ingum víti að auki. - Jbp. — skaut þaðan í stöng og inn, gjör- samlega óverjandí fyrir markvörð- inn. (3) Ömar Magnússon skoraði 5 — 0 stuttu síðar eftir að Þróttar- ar höfðu hreinlega leikið sér inn- an vítateigsins, en Jens lék á Óm- ar fri^n óg'ömá'r átti auðvelt með að skórá. Q Órhar bætti við'6 —0 eftir 3 mín. af seinni hálfleik, þá komst hann einn inn fyrir og skor- aði örugglega. Q Á 22. min. var dæmd vítaspyrna & Breiðablik, bolt inn hafði hrokkið óviljandi í hönd varnarmanns, hæpinn dómur Ein- ars Hjartarsonar, Þorvarður Bjarna son framkvæmdi spyrnuna og skor- aði örugglega, 7 — 0. Q 8 — 0 kom frá Jens með glæsilegu skoti úr fallegri sendingu Helga Árnasonar. Q Síðasta markið var úr vlti, en nu var ekki um neinn vafa að ræða þar sem varnarmaður hafði gripið inn £ og varið hörkuskot Ax- els með hendi. Axel skoraði sjálf- ur úr vítaspyrnunni. Þróttur hafði þvl öll ráð í hendi sér og sóknir Breiðabliksmanna voru næsta fátíðar og ógnuðu sára- sjaldan þó það kæmi fyrir. Þróttar- liðið lék mjög góða knattspyrnu lengst af og má vel við una. Er ekki nokkur vafi á, að liðið getur átt framtíð í 1. deild... ef leik- menn sjálfir kæra sig um að spjara sig. Allir leikmenn Þróttar áttu góðan leik og er þar ekki um neinn veikan hlekk að ræða. Þó er vart hægt að hæla varnarmönnum, þeir fengu h'tinn starfa, en voru þó ekki traustvekjandi oft á tíðum. Beztir voru ^xeL; Axelsson, Ómar Magmísson, Éýjóífur Magmísson og Helgi Árnason. " """ ^ * Breiðabliksliðið er mjög ungt að árum og segja má að það hefði ekki verið liðinu hollt að komast 1 tæri við 1. deildarliðin þegar á næsta ári því fæstir piltanna, sem þar leika, kunna nema lítinn hluta af stafrófi knattspyrnunnar. Hins vegar er ekki nokkur minnsti vafi á, að knattspyrnan I Kóp.avogi ætti að geta orðið stórveldi strax og unglingum bæjarins eru útvegaðar aðstæður til að stunda Iþróttir. — Langbezti maður.Breiðabliks í þess um Ieik var innherjinn Reynir Jóns son, mjög harður og fljótur leik- maður og sá eini, sem var nokk- urn veginn I „klassa" með Þrótt- urunum. Dómari I leiknum var Einar Hjartarson og dæmdi ágætlega. - jbp. - Haraldur í dag eru 50 ár frá fæðingu vinar míns Haraldar Snorrason- ar, málarameistara, Gnoðarvogi 61. Haraldur hefur getið sré hiö bezta orð í íþróttahreyfingunni fyrir margvisleg störf um mörg undanfarin ár. Haralclur var um árabil formaður Knattspyrnu- félagsins Þróttar og það mi þakka Haraldi mikið að Þróttur hefur komizt yfir erfiðasta hjall- ann, en þrautseigju Haraldar er viðbrugðið svo sem vinir hans þekkja. Ég vona að við megum njóta krafta Haraldar um ókomna framtíð og óska honum og fjöl- skyldu hans heilla á* þessum merkisdegi. — jbp. — «/S/WWWVW«A/WS^V\AAi Haukur Þorvaldsson sk«rar eitt mark af nfu mörkum Þróttar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.