Vísir - 02.10.1963, Síða 4
4
V í S I R . Miðvikudagur 2. október 1963.
Bækur eftir Olaf Tryggvason hug
iækni og Margréti frá Öxnafelli
Bókautgáfan Fróði í Reykja-
vík hefur síðustu árin færzt
mjög í aukana með útgáfu-
starfsemi sína og i haust kem-
ur nokkuð á annan tug bóka
á markaðinn frá fyrirtækinu.
Porvaldur Sigurðsson for-
stjóri Fróða hefur gefið Vísi
upplýsingar í stuttu máli um
helztu útkomubækur í ár. Tvær
eru þegar komnar á markaðinn,
annars vegar „Dagblað“, skáld-
saga eftir Baldur Óskarsson,
125 blaðsíðna bók — sem er
önnur í röðinni frá hendi þessa
höfundar Hins vegar er „Al-
þýðuheimilið“, skáldsaga, 133
bls. að stærð eftir Guðrúnu
Jakobsen. Hún hefur mynd-
skreytt bókina sjálf.
Annars má Iíklegt telja að
þær bækur, sem mesta forvitni
lesenda vekja, séu bækur þær
sem Fróði gefur út um dulræn
efni. Þar má fyrst og fremst
nefna nýja bók eftir Ólaf
Tryggvason huglækni á Akur-
evri. í fyrra kom út bók eftir
Ólaf „Huglækningar", sem seld-
ist upp á skammri stundu og
er nú með öllu ófáanleg. í
haust kemur á markaðinn stór
bók eftir hann, 230 — 40 bls. að
stærð og fjallar um dulræn fyr-
irbæri eins og hin fyrri bók
hans. Hún heitir „Tveggja
heima sýn“. I öðru lagi má
nefna bók um dulræna reynslu
Margrétar frá Öxnafelli sem er
2. bindið af „Skyggnu konunni",
en fyrra bindið kom út 1960.
Þetta er 290 bls. bók og verður
í henni sérstakur þáttur eftir
Árna Óla blaðamann, sem fjall-
ar um dulrænar lækningar í
Bretlandi.
Veigamesta og fallegasta út-
gáfubók Fróða í ár verður án
efa bók um Beethoven, ævi-
saga hans eftir Valentinus,
en Jón Þórarinsson tónskáld ís-
lenzkar hana. Bókin verður með
fjölda ágætra mynda sem
prentaðar hafa verið í Mtinchen
í Þýzkalandi, en textinn verður
prentaður hér á landi. Bók þessi
verður í stóru broti og mjög til
hennar vandað í hvívetna.
Af Islenzkum skáldsögum
hefur hér að framan verið getið
tveggja bóka sem þegar eru
komnar á markaðinn. Auk
þeirra er gert ráð fyrir skáld-
sögum þriggja annarra höfunda
íslenzkra. I þeirra hópi er nýr
höfundur, Már Kristjánsson,
sem sendir nú frá sér fyrstu
bókina, langa skáldsögu, sem
gerist í erlendri höfn. Hún heit-
ir „Saklausa dúfan" og verður
um 320 bls. að stærð.
Ásgeir Jónsson skrifar skáld-
sögu, sem gerist í Reykjavík á
vorum dögum og fjallar um
okurstarfsemi og bygginga-
brask eins og sögur fara af því
nú til dags. Sagan hefur hlotið
nafnið „Þræll hússins“ og er
rúmlega 200 síður að stærð.
Loks eru líkur fyrir því, að ný
skáldsaga komi á markaðinn í
haust eftir Friðjón Stefánsson
rithöfund,
Þá gefur Fróði út stóra og
veigamikla skáldsögu eftir júgó-
slavneska Nóbelsverðlaunahöf-
undinn Ivo Andric um Brúna á
Drinu. Það er sígilt skáldrit og
hrífandi og jafnframt þjóðlífs-
lýsing. Síra Sveinn Víkingur
hefur íslenzkað bókina. Hún er
nær 350 þéttprentaðar síður í
stóru broti.
Loks skal getið tveggja bóka
eftir danska höfunda. Önnur
þeirra „Hinn fullkomni eigin-
maður“ er eftir Willy Brein-
holst. í fyrra gaf Fróði út eftir
hann „Vandinn að vera pabbi“,
sem seldist upp fyrir jól og er
nú gjörsamlega ófáanleg á bóka
markaðinum. Þessi nýja bók
er skrifuð í sama létta gaman-
stílnum.
Hin bókin er eftir danskan
blaðamann, Jens Kruse. „Við
ókum suður“ heitir hún og er
ferðasaga suður um Evrópu, en
með í þeirri ferð var íslending-
ur, Einar Sigfússon (Einarsson-
ar tónskálds). Skrifar Einar sér-
stakan eftirmála að bókinni.
Andrés Kristjánsson blaðamað-
ur íslenzkaði bókina.
Fróði gefur út nokkrar barna
bækur þ. á m. smákrakkabók
eftir Kára Tryggvason sem
hann nefnir „Palli og Pési“.
Hún verður með teikningum.
Þá má og geta tveggja barna-
bóka eftir Astrid Lindgren
„Strokudrengurinn" og „Lísa
litla í Ólátagarði".
Ólafur Tryggvason.
líugiom
fróðleik frá Iðunnarútgáfunni
Hjá Iðunni koma út nú í
haust m. a. eftirtaldar bækur:
Ný skáldsaga eftir Indriða G.
Þorsteinsson. Saga þessi gerist
norðanlands rétt fyrir heims-
styrjöldina síðari.
Vonglaðir veiðimenn, gaman-
saga eftir Óskar Aðalstein,
myndskreytt af Halldóri Péturs-
syni.
Frá Djúpi og Ströndum, þætt
ir frá ísafjarðardjúpi og úr
Strandasýslu, eftir Jóhann
Hjaltason fræðimann. Fyrir
tuttugu og fimm árum kom út
bók eftir Jóhann undir þessu
sama nafni, en hér er um nýtt
safn að ræða.
Heimdragi, þjóðlegur fróð-
leikur af ýmsu tagi víðsvegar
að af landinu og frá ýmsum
tímum, ritað af mörgum höf-
undum. Ritstjóri er Kristmund-
ur Bjarnason rithöfundur.
Á síðasta ári hóf Iðunn út-
gáfu skáldsagnaflokks undir
nafninu Sígildar sögur Iðunnar.
er ætlunin að birta einvörðungu
Ferðabók og barnabæk-
ur f rá Snæf ellsútgáfunni
Bókaútgáfan Snæfell í Hafn-
arfirði sendir nokkrar bækur á
markaðinn í haust.
Veigamest Snæfellsbóka
verður ferðabók eftir Arne Salk
Rönne, sem heitir á íslenzku
„Frumskógar og demantar". Að
lesmáli verður hún 11 — 12 ark-
ir að stærð en auk þess með
32 heilsíðu litmyndum, sem
prentaðar hafa verið í Dan-
mörku. Ólafur Þ. Kristjánsson
skólastjóri hefur þýtt bókina.
Aðrar útgáfubækur Snæfells
í haust eru yfirleitt ætlaðar
unglingum og krökkum. Meðal
þeirra má nefna Ævintýri Tom
Swift eftir Victor Attleton, en
ævintýrabækur hans hafa verið
í röð metsölubóka á undanförn-
um árum. í haust sendir Snæ-
fell eina nýja bók eftir hann á
markaðinn og endurprentun á
annar.
1 bókaflokknum um ævintýri
Sjónvarps-Sigga kemur 2. bókin
í þeim flokki þar sem Sjón-
varps-Siggi er á slóðum þræla-
sala.
Af bókum fyrir yngstu les-
endurna gefur Snæfell út end-
urútgáfu á „Tíu litlir hvuttar"
með litmyndum, „Valur fer á
veiðar“, saga með myndum
fyrir jmgstu lesendur og loks
er barnasaga „Bakka-Knútur“
eftir Jón ísfeld
í þeim flokki víðkunnar úrvals-
sögur, sem um áratuga skeið
hafa verið eitt vinsælasta lestr-
arefni fólks á öllum aldri. Fyrir
síðustu jól kom út Ben Húr, og
nú í haust koma út þrjár bæk-
ur: Kofi Tómasar frænda eftir
Harriet Beecher Stowe, ívar
hlújárn eftir Walter Scott og
Skytturnar eftir Alexandre
Dumas, fyrra bindi af þremur.
Þá kemur út ný bók eftir
Alistair MacLean, höfund bók-
arinnar „Byssurnar í Nava-
rone“, en hið íslenzka nafn
þessarar nýju bókar hefur enn
ekki verið ákveðið.
Nokkrar bækur handa börn-
um og unglingum koma einnig
út á vegum Iðunnar, þar á með-
al tvær bækur eftir Enid
Blyton, höfund „Ævintýrabók-
anna“
Auk þess koma út í nýjum
útgáfum 2 — 3 af eldri útgáfu-
bókum Iðunnar.
Indriði G. Þorsteinsson.