Vísir - 02.10.1963, Síða 8
8
V1SIR . Miðvikudagur 2. október 1963.
VISIR
. n
Otgefandi: BlaSaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
t lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Framsókn finnur aldrei
úrræðin
Tíminn segir í gær, að þjóðin horfi agndofa á
óðaverðbólguna, sem nú flæði yfir. Og blaðið spyr,
hvers vegna svona sé komið. Spyr sá sem ekki veit.
Þjóðviljinn er líka að fárast út af dýrtíðinni og lætur
sem sér þyki þetta hörmuleg þróun. Það leynir sér þó
ekki, að bæði aðalmálgögn stjórnarandstöðunnar, eru
himinlifandi yfir ástandinu, enda hafa þau stutt að því
af fremsta megni að svona færi. Hið eina, sem þessi
ábyrgðalausa stjórnarandstaða hugsar um, er að gera
ríkisstjóminni sem erfiðast fyrir.
Tíminn spyr, hvað gert verði, hvaða úrræða verði
leitað, til þess að stöðva verðbólguna. Það undrar eng-
an, þótt Tíminn spyrji á þessa Ieið, því að úrræði, sem
að gagni mættu koma, verða aldrei fundin upp í þeim
herbúðum. Þar eru sjónarmiðin óbreytt frá tímum
vinstri stjómarinnar, hafta- og uppbótakerfið er hið
eina stjórnarfar, sem Framsóknarherrarnir geta hugsað
sér, þótt meirihluti þjóðarinnar hafi með ótvíræðum
hætti lýst sig andvígan þeirri stjómarstefnu.
Stjómarandstaðan hefur hrósað sér mikið af því,
að hún hafi beitt sér fyrir „sanngjömum“ kauphækk-
unum, en hún fullyrðir jafnframt, að það sé mesta
fásinna að halda því fram, að þessar hækkanir þurfi að
hafa nokkur áhrif á dýrtíðina. Á sama hátt hefur það
líklega engin áhrif heldur þótt stórfelld hækkun hafi
nýlega orðið á landbúnaðarafurðum o. s. frv.
Því verður ekki móti mælt, að lífskjörin hafa mjög
batnað síðan viðreisnarstjómin kom til valda. Fjár-
hagur þjóðarinnar hefur aldrei verið betri en nú og
aðstaðan út á við er traustari. Atvinnulífið er með
miklum blóma og allt vinnufært fólk hefur nóg að
starfa. Gmndvöllurinn, sem lagður var með viðreisn-
inni hefur reynzt svo traustur og árangur ráðstafan-
anna svo góður, að efnahagskerfið hefur þolað all-
miklar kauphækkanir fram að þessu. En hitt hljóta allir
að skilja, að það era takmörk fyrir því, hve hækkan-
imar mega verða miklar, og raunverulegar kjarabætur
verða Iaunahækkanir ekki, nema framleiðslan geti með
góðu móti borið þær.
Þetta vill stjómarandstaðan ekki skilja, eða a. m.
k. fara eftir því. Hún notar hvert tækifæri sem býðst
til þess að ýta undir kröfur um hækkanir, en lætur
svo blöð sín jafnframt deila á ríkisstjómina fyrir það
að dýrtíðin vaxi.
Spumingu Tímans um það, til hvaða úrræða verði
gripið, verður áreiðanlega svarað með ráðstöfunum til
þess að stöðva þessa þróun, og sumar þeirra era þegar
komnar til framkvæmda. Það má ekki koma fyrir, að
hinn ágæti árangur viðreisnarinnar verði eyðilagður
með nýrri dýrtíðaröldu á borð við þá, sem vinstri
stjómin arfleiddi þjóðina að fyrir jólin 1958.
Sænski leikstjórinn
Ingmar Bergman er að
Ijúka við nýja kvik-
mynd, sem kallast
„Þögnin“. Hefur hann
hann gefið nokkrum
sænskum kvikmynda-
gagnrýnendum tækifæri
til að skoða hana og
skýra þeir nú frá því, að
Bergman slái í þessari
kvikmynd út öll sín fyrri
met í djörfum lýsingum
á ástaratriðum og kyn-
mökum.
Segja þeir, að sum atriði
kvikmyndarinnar séu svo
hrottaleg og gróf, að engum
nema Ingmar Bergman gæti
látið sér detta f hug að sýna
það á hvfta tjaldinu.
Þrátt fyrir það viðurkenna
gagnrýnendurnir, að myndin
sé stórbrotið listaverk, stór-
kostleg sálræn lýsing. En þeir
undrast það mest, að nokkur
Leikkonan Gunnel Lmdblom.
borg fyrir 31 ári. Þegar hún
hafði lokið menntaskólanámi
vann hún um stund f skrifstofu,
var að hugsa um að gerast
barnakennari en fyrir tilviljun
sótti hún um inngöngu við leik-
skóla. Dramaten í Stokkhólmi.
Tveimur árum síðar lék hún að-
eldri systirin veikist. Lungna-
berklar brjótast út f henni.
Meðan þær dveljast þarna í
hótelherberginu leitar yngri
systirin eftir félagsskap karl-
manna og verður hin sjúka
eldri systir að horfa upp á það
f magnleysi sínu og hún fyllist
KVIKM YNDIN ÞÖGNIN
kona skyldi fást til að leika
aðalhlutverkið, svo nærri henni
sé gengið, persónu hennar og
kynlífi, að hætt sé við því að
hún muni seint bíða þess bæt-
ur, mjög sé hætt við því að
almenningsálitið snúist gegn
henni eftir að fólk hefur horft
á ,,aðfarirnar“ f kvikmyndinni.
En það undarlega er, að hlut-
verkið leikur ung og siðprúð
kona, sem er gift og tveggja
barna móðir. Fréttamenn blaða
alhlutverkið í Colombe eftir
Amouilh og gerðist síðan leik-
ari við borgarleikhúsið í Málm-
éy, þár sem hún lék m. a. Sol-
veigu f Pétri Gaut, Margrétu í
Faust, f Draumadísin eftir
Elmer Rice og Páskar eftir
Strindbérg. Síðan tók hún að
leika í kvikmyndum og sjón-
varpi.
Kvikmyndin ,,Þögnin“ er á-
litin vera síðasta myndin í
„trílogfu" Ingmars Bergmans.
Aldrei fyrr hafa sést þvílík ástaratriði á hvíta tjaldinu.
hafa nú sótt að henni og reyna
að spyrja hana í þaula, hvernig
hún hafi getað fengið sig til að
leika svo ógeðslegt og nær-
göngult hlutverk. En svar
hennar er eins og sakleysið
uppmálað: — Ég er ekki vön
þvf að svara blaðamönnum. Ég
held líka að það væri ekki rétt
að ég færi að lýsa sjálfri mér
eða einkalífi mínu. Ef til vill
vitum við minnst um okkur
sjálf.
Hin unga kona heitir Gunnel
Lindblom og er fædd f Gauta-
Fyrsta myndin var „Flfsin í
auga kölska", önnur myndin
„Næturgesturinn".
Þögnin segir frá tveimur
systrum sem eru á ferðalagi í
ókunnugu landi á leið heim til
sín. Eldri systrin er gáfuð,
menntuð og frábitin og hrædd í
kynferðismálum og um leið
öfundsjúk gagnvart yngri syst-
ur sinni, sem er „eðlilegri“ að
tilfinninga- og ástalífi.
Þær koma við í borg einni og
gista þar á gistihúsi. Þar stöðv-
ast för þeirra vegna þess að
heift og hatri út í systur sfna.
Kvikmyndagagnrýnendurnir
segja að ástamökin séu listræn
þrátt fyrir þann ofsa sem fylgir
þeim og að þau falli vel inn. í
kvikmyndina, eigi sinn þátt f
að skapa spennuna og hatrið
milli systranna f hótelherberg-
inu. Þrátt fyrir þessa listrænu
mynd, segja þeir að sum atrið-
in séu óhugnanleg.
Ný bók ffyrir
enskunema
Nýkomin er á bókamarkaðinn
ENSK LESTRARBÓK eftir
Bjöm Bjamason. Útgefandi er
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Bókin er ætluð nemendum,.
sem hafa lært ensku einn til tvo
vetur, en þó einkum landsprófs-
nemendum, segir höfundur í for
mála. Síðar; hluta bókarinnar
má þó kenna þeim, sem Iengra
eru komnir í námi eða vilja sjálf
ir auka við þekkingu sfna.
Val leskaflanna virðist hafa
tekizt vel, enda hefir verið leit-
azt við að hafa lestrarefnið f
senn læsilegt og sem likast því
enska máli, sem talað er í dag,
og er þetta mikill kostur, en efn
ið er einkum valið úr nýjum,
enskum lestrarbókum. Allýtar-
legt orðasafn er aftast í bók-
inni.
Höfundur hefir í hyggju, verðt
bókin notuð verulega víð
kennslu, að gefa út stílaverkefni
í samræmi við efni hennar. —
Fyrir framan lesmálskaflana er
kafli um hljóðtáknakerfið, sem
hér er notað, en það er f aðal-
átriðum samkvæmt kerfi Ai-
þjóða hljóðfræðifélagsins. Mál-
fræði fylgir ekki bókinni.
Bókin er 198 bls. og frágang-
ur vandaður. Er að öllu leyti
til hennar vandað og á hún vafá
laust eftir að koma mörgum
enskunemendum að notum. — a.