Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 4
T
VlSIR . Föstudagur 11. október 1963.
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
GX
GX
W
M
Algengustu orsakir eldsvoða
eru íkviknanir í kyndiklefum,
óvarkárni með ýmiss konar
rafmagnstæki og lélegar
raflagnir.
Forðið tjóni
með því að ganga vel um
kyndiklefann og athuga vel,
hvort nokkur leki er á olíu-
leiðslum.
Verið varkár með öll
rafmagnstæki
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT.
(S»
‘Qerncfið heimi/iyfa
MEÐ HAGKVÆMUM
TRYGGINGUM.
G
e
ta
s
<
o
us
k 4. hundroð nesnendur á Húsuvík
ÍHúsavík 9. október.
Gagnfræðaskólinn og barnaskól-
inn á Húsavík voru settir í fyrri
viku. 1 gagnfræðaskólanum eru 110
nemendur í 6 bekkjardeildum og
eru fastir kennarar fjórir auk skóla-
stjórans Sigurjóns Jóhannessonar.
í barnaskólanum eru 217 nemendur
í 10 bekkjardeildum og eru fastir
kennarar 6 og skólastjóri er Kári
Arnórsson. TónUstar.skóli __Húsavík
ur tekur til starfa um næstu helgi.
Aðalkennari verður Reynir Jónas-
son. Iðnskólinn tekur til starfa um
næstu mánaðamót. Þar munu verða
30 — 40 nemendur.
Um s. 1. mánaðamót lét Frið-
þjófur Pálsson af störfum póst- og
símstjóra á Húsavik og hafði hann
þá verið símstjóri s. 1. 29 ár. AIls
hefur hann unnið hjá símanum á
Húsavík um nær 40 ára skeið, s.l.
8y2 ár hefur hann verið póst og
símstjóri. Við starfi Friðþjófs tek
ur Ragnar Helgason en hann var
starfssmaður bæjarsímans í Reykja
vík.
Nýr apótekari er komin á stað-
inn, Sigurður Jónsson. Relcur hann
nú Húsavíkurapótek en s.l. 20 ár
hafði Helgi Hálfdánarson verið við
apótekið.
Þeir Friðþjófur Pálsson og Helgi
Hálfdánarso’n eru báði’r fluttir tii
Reykjavíkur.
Um s. 1. mánaðamót tók Reynir
Jónasson við starfi organista á
Húsavík en Gertrud Friðriksson hef
ur haft það starf í s. 1. 28 ár.
Ágætt veður hefur verið hér að
undanförnu en hefur nú brugðið
til N-áttar með fjúki og slyddu-
hríð.
Dress-On frakkarnir
eru komnir, á drehgi og fullorðna. —
Vandað efni — fallegt snið - fallegir liíir.
Gjörið svo vel og skoöið í gluggana.
^eysir h/f«
FATADEILDIN
HRÚTASÝNING
Hrútasýning fyrir Reykjavík, Kópavog og
Seltjarnarnes verður haldin sunnudaginn
13. okt. 1963 kl. 10 f.h. í hesthúsum Fáks við
Elliðaár.
Allir fjáreigendur eru hvattir til að koma
með hrúta sína.
Undirbúningsnefndin.
Herbergs óskast
Herbergi óskast nú þegar helzt í Austurbæn-
um. Uppl. í síma 50214.
Fulltrúaráðsfundur
Sjómannaaagsins
verður haldinn sunnudaginn 13. okt. kl. 14.00
STJÓRNIN
/