Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 16
VlSIft Föstudagur 11. október 1963. Nobels- verðlaun veitt Norska Stórþingið hefir úthlutað friðarverðlaunum Nobels fyrir 1962 og 1963. Friðarverðlaunin fyr- ir 1962 hlaut bandariski vísinda- maðurinn Linus Carl Pauling, en hann er fyrsti karlmaðurinn, sem fær Nobelsverðlaun tvisvar, en ein kona — franska vísindakonan Mme Curie, — hlaut þau tvisvar. Pauling er heimskunnur fyrir bar- áttu sína gegn kjarnorkuvopnum. Friðarverðlaun þessa árs blaut Al- þjóða Rauði krossinn. Er það í þriðja sinn, sem hann hlýtur þau (1937, fyrir 1944 og nú). Eldurað Bergstaðastræti I Miklar skemmdir urðu af völdum elds á efri hæð hússins Bergstaða- stræti 1. Það var klukk- an 7,31 sem slökkvilið- inu barst tilkynning um að eldur væri laus í hús- inu. Allt varaliðið var kallað út og gekk slökkvistarfið mjög vel, enda skilyrði öll hin beztu, stillt og bjart veð- ur. Húsið að Befgstaðastræti 1 er tveggja hæða jámklætt timburhús. — Niðri hefur Hanzkagerðin aðsetur en uppi er íbúð Eldurinn kom upp í eldhúsinu uppi, sem er portmegin. Þegar eldurinn brauzt út, var húsmððirin heima, ásamt tveimur böm- um sínum, en húsbóndinn hafði þá fyrir nokkra farið til vinnu sinnar á Keflavfkur flugvelli. Maður nokkur sem býr í næsta húsi varð eldsins fljótlega var, og hringdi hann strax á slökkviliðið. Síðan hljóp hann að húsinu og upp á efri hæðina portmegin. Er hann kom upp á ganginn mjög vel. Nokkuð fljótlega mætti hann • t húsmóðurinni eftir að slökkviliðið kom á með tvö böm: ^ ■' staðinn. ggf -það ráðið niður- Samkvæmt ' Upplýsingúm, ^^jjgum^éfSáiíiá í éldhúsinu og frá varðstjóra slökkviliðsins ^etbergi inn af því sem eld- í morgun gekk slökkvistarfið Framh. á bls. 5. Ávísanasvikamálið: Tveir hnepptir Vfsir hefur hlerað að gjald- keri sá f Landsbankanum, sem við sögu kom á dögunum í sam- bandi við ávísanasvikamál Sig- urbjöms Eirfkssonar veitinga- manns, hafi nú verið settur í gæzluvarðhald. Eins og skýrt er frá, þegar upp komst um svik Sigurbjöms, var tveim gjaldkerum vikið frá störfum í Landsbankanum vegna þess að þeir höfðu farið út fyrir verksvið sitt og ekki farið eftir settum regium bankans. Nú mun grunur leika á því að annar þessara gjaldkera komi meira við sögu málsins en upp- haflega var talið eða a. m. k. vitað. Var gjaldkerinn kallaður fyrir rétt í gær, en að því búnu settur í gæzluvarðhald. Þá munu lögreglunni einnig hafa verið gefin fyrirmæli um handtöku sjómanns sem kom með skipi sínu til Reykjavíkur í fyrrinótt. Hann er talinn vera viðriðinn mál Sigurbjarnar Ei- ríkssonar á einn eða annan hátt. Rannsókn í málum þessarra manna stendur nú sem hæst og fer hún fram fyrir luktum dyr- um. Rannsóknardómarinn, Hall- dór Þorsteinsson, kveðst á þessu stigi engar upplýsingar geta gef- ið. Mynd þessa tók ljósmyndari Vísis B.G. af brunastað í morgun. Myndin er tekin í eldhúsinu. Átján brezkir sjómenn handteknir á ísafírði Þau tfðindi gerðust vestur á Isafirði i vikunni að lögreglan Lýðræðissinnarjiinga um kaupgjaldsmál Svo sem kunnugt er hefur Al- þýðusamband Islands boðað til ráðstefnu til þess að ræða kaup gjaldsmál. Hin ólöglega mið- stjóm Alþýðusambandsins boð- aði til þessarar ráðstefnu með þeim sérstaka hætti, að hringja í nokkur verkalýðsfélög, sem að mestu voru vaiin eftir póli- tískum litarhætti, t.d. var Verzl unarmannafélagj Reykjavíkur, næststærsta aðildarfélagi AI- , þýðusambandsins, ekki boðin þátttaka, þótt félagið eigi nú í harðri baráttu um nýja samn- inga og kjarabætur. Vegna þessa gjörræðis „Alþýðusam- bandsstjórnarinnar“ ákváðu stærstu verkalýðsfélögin í Reykjavík, að Dagsbrún frátal- inni, að efna til fundar með verkalýðsfélögunum í Reykja- vik og nágrenni til þess að ræða ástand og horfur f kaupgjalds- málum. Fundur verður haldinn f Félagsheimili múrara og raf- virjcj^ í dag og hefst kl. 5_,e.h. Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram ;að Fulltrúaráð verka- ■ mmm, ■ ■■ ,■ wmmm» m lýðsfélaganna í Reykjavík mun ekki eiga neina aðild að hinni svokölluðu ráðstefnu Alþýðu- sambandsins, sama gildir um þau verkalýðsfélög, sem ekki vilja lúta forustu hinnar ólög- legu stjórnar Alþýðusambands- ins. Þessi félög munu ráða ráð- um sínum, ræða þann vanda sem nú steðjar að launþegum og freista þess að finna raun- hæfar leiðir til úrbóta og efla samstöðu sína í hagsmunamál- unum. þar fangelsaði 10 brezka sjó- menn, þar af þurfti hún að handjáma þrjá þeirra, en 8 aðra flutti hún beint til skips. 1 fyrrakvöld lágu tveir brezk ir togarar í höfn á ísafirði og sjómenn héldu f Iand, meira og minna ölvaðir og höfðu ýmiss konar háreysti f frammi á göt- um úti. Um 10-leytið um kvöldið barst lögreglunni tilkynning um að 8 brezkir sjómenn hefðu gert aðsúg að veitingamanninum á Uppsölum, en svo heitir veit- ingahús á staðnum og veitinga- maðurinn þar Pétur Vilberg, norskur að uppruna. Barst lögreglunni tilkynning um að veitingamaðurinn þyrfti á skjótri hjálp að halda og þeg- ar hana bar að héldu sjómenn- imir á honum hálstaki og voru komnir að því að kyrkja hann. Lögreglumennirnir fengu los- að manninn úr klóm Bretanna, en þá snérust þeir að lögreglu- mönnum, sem voru aðeins 2. Fengu þeir síðar liðsauka, fyrst 2ja annarra lögreglumanna og loks 3ja röskra pilta sem komu lögreglunni til hjálpar. Tókst að yfirbuga sjómennina en þeim hafði fjölgað eftir að leikurinn barst út á götu. Rifu þeir mjög föt tveggja lögreglumanna og einn otað; að þeim hnif, en var Framh. á bls. 5. SENDLAR ÓSKAST Dagblaðið Vísir óskar eftir að ráða sendla á ritstjórn blaðsins. Vinnutími fyrir eða eft- ir hádegi eða allan daginn. Gott kaup. Uppl. gefur framkvæmdastjóri Vísis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.