Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Föstudagur II. október I96S. utlönd 1 taor^un útlönd í morg-un utlönd f 1 morgun útlönd í morgun Macmillan fer frá — Hailsham lávarður afsalar sér lávarðartign Macmillan hefir ákveð ið að biðjast lausnar og Hailsham lávarður stig- ið fyrsta skrefið til að verða vaiinn forsætisráð herraefni. Tvennt gerðist í gær á vettvangi brezkra stjómmála, sem vakti heimsathygli, hið fyrra var ákvörðun Macmill- ans, að biðjast lausnar frá embætti forsætisráð- herra fyrir næstu þing- kosningar, og í tæka tíð, til þess að samkomulag hefði náðst um nýja flokksfomstu áður en kosningabaráttan hefst — hið síðara, að Hails- ham lávarður boðaði það að hann myndi af- MACMILLAN sala sér lávarðstign til þess að bjóða sig fram til þings í neðri deild- inni, en samkvæmt nýj- um lögum frá í sumar, geta nú þeir ,sem erft hafa aðalstign farið þessa leið, MeS þessari ákvörðun hefir Hailsham raunverulega gefið kost á sér sem forsætisráðherra efni, enda er ráðstöfuninni mis jafnlega teklð og einkum með- al ráðherranna, en tveir aðrir hafa einkum veriö nefndir sem forsætisráðherraefni, þeir R. A. Butler varaforsætisráðherra og Reginald Maudllng fjármálaráð- herra. Það verður hlutverk Butiers, sem varaforsætisráðherra að flytja lokaræðuna á landsfund- inum á morgun, en allir þrír flytja þelr ræður þar í dag og á morgun, Butler, Maudiing og Hailsham lávarður. Akvörðun Hailshams mun é- reiðanlega verða til þess, að stuðningsmenn Butlers beiti sér enn meira en áður fyrir þvi, að hann verði fyrir vali, en hér kemur margt til greina. Eftir blöðunum I morgun að dæma hefir Butler sterka aðstöðu. The Guardian segir hann reyndasta stjómmálamanninn, þelrra ,sem til greina koma, og Times telur einnig Butler liklegastan, og það vekur athygli, að hann tel- ur Edward Heath mjög líklegan, og nefnir hann sem forsætisráð herraefni og er greinilega hlynnt honum, þvi að blaðið segir, að teljl menn hann of ungan sé það Butler, sem mesta reysluna hafi, HOME LAS KLÖKKUR. Home lávarður, utanrikis- ráðherra, las bréf Macmillans um ákvörðun hans, og var næsta klökkur. Vetrargarðurinn I Blackpool fylltist á svipstundu er Home iávarður hóf lesturinn, og nœstum engir viðstaddra vissu hvað til stæði, en að það væri eitthvað óvanalegt skildist mönnum á svipstundu. I bréfinu sagðlst Macmillan fyrirsjáan- lega, þurfa svo Iangan tima tii þess að ná sér eftir uppskurð- Framh. á bls, 5. HEATH Þjóðarsorg ríkir á ltallu eftlr náttúruhamfarimar I Piavedalnum, Getur krabbamein læknazt af sjálfu ser Brezk blöð og útvarp skýra frá því, að það sé staðreynd, að krabbamein hafi læknazt af sjálfu sér — jafnvel hafi krabbameinssjúklingar, sem læknar töldu algerlega von- iaust, að fengju bata, læknazt algerlega af sjálfu sér. Það er vitað, að á Bretlandi em fimm manneskjur, sem gátu engar vonir gert sér um bata vegna þess að þær höfðu að áliti lækna ólæknandi krabba- mein — en nú — eftir sjö ár — em þær eins hraustar og heil- brigt fólk almennt er — kemtir sér elnskis meins. Og nú á að fara fram könnun um laml allt til þess að grafast fyrir um hvort flelri slík tllfelli séu I landinu og hafa kunnir iæknar rannsóknina með hönd- um. ;, þar sem þúsundlr manna fórast, eftir að skriður höfðu valdið geysi- legu aur- og vatnsflóði, svo að bærinn Largarone og mörg þorp em nú að öllu eða að hálfu leytl i kafi f aur og vatni. lbúar Larg- arone vom um 2500. Talið er, að flestir hafl farlzt, og opinberlega er áætlað, að þar og annars staðar hafi farlzt að minnsta kosti 3000 manns, en sú tala getur að allra dóml reynzt allt of lág. Menn óttuðust flóð og aurskrið- ur fyrir ofan Vaiont-stlfluna I dalnum og var þvl fyrir nokkru hafizt handa um að tæma lónið fyrir ofan hana, en því gat ekki orðið lokið fyrr en I næsta mán- uði. Lónið er um 7 km. langt og eitt hið mesta I heimi. Það var I fyrrinótt um miðnætti, að geysimiklar aurskriður féllu úr Tocfjalli niður I lónið, og bylt- ist vatnið yfir stíflugarðinn undan aur- og vatnsþunganum. I fyrstu fréttum var talið að garðurinn hefði brostið. Björgunarstarfið er ákaflega erf- itt. 1 Largarone fundust 300 lík í nótt og voru öll grafin upp úr aur og leðju. Gronchi forseti hefir beitt sér fyrir samskotum um land allf. Álþjóða Rauði krossinn hefir brugðið við til hjálpar og Rauði kross margra landa, m- U- brezki Rauði krossinn hefir sent peninga. ■« 5 Furðuleg gagnrýni 1 dag birtum við fyrst bréf frá fmmsýningargestl um nýja leikritlð Flónið, sem Þjóðleik- húsið fmmsýndi I fyrrakvöld og skrif eins dagblaðsins um það. Gestur segir: „í gær las ég leikdóm I dag- blaðinu Tíminn um Flónið. Þar tekur íeikdómarj Þess blaðs svo urjdarlega til orða að ég get ekki stillt mig um að gera við það athugasemd. Hann er að ræða um frammistöðu frú Sigríðar Hagalín Og segir þá: „Orðræður Sigríðar voru fálmkenndar á lokaæfingu." Ég hefi aldrei vit- að tjl þess fyrr að neinu máli skipti hverpig leikarar standa sig á æfingum leikrits, þegar dæma skal frumsýningu. Og ég get ekki betur séð en að það sé frámunaleg ósanngirni að lasta eina leikkonuna fyrir það þótt henni hafi ekki tekizt sem þezt upp á æfingu. Það skiptir engu máli — og breytir þar engu um þótt maðurinn bæti við að leikkonan hafi staðið sig bet- ur á fmmsýningunni. Svona vinnubrögð hafa sem betur fer hingað til verið ó- þekkt I skrifum um leikrit og ég held að þelm, sem þannig grein- ar skrifa sé að þeim harla ift- ill sómi. Þau sýna að þeir sem þannig skrifa em of ókunnugir I leikhúsum tll þess að fást við þau efnl,“ Örninn brátf útdauður Nú eru rjúpnaveiðimenn farn ir að taka fram byssurnar sínar, bera á þær olíu og fægja. Orð ekki ómerkari manns en dr. Finns Guðmundssonar em fyrir þvl að rjúpunni fari fjölgandi og hugsa því margir sér gott til glóðarinnar. Skottfminn hefst 15. októher og verður þá eflaust mannmargt á fjöllum og heið- um I nágrenni Reykjavíkur. En fjölgun veiðimanna leiðir það einnig af sér að hættan eykst mjög á því að þeir skjótj hvern annan, þar sem veiðar hafa hing að til verlð með öllu skipulags- lausar, en ekkj ákveðinni tölft manna beint á sérstök svæði eins og við fuglaveiðar hjá ná- grnnnaþjóðum okkar. En við sjá um hvað setur. Skot-rjúpan fellur! Fuglavinir benda á það, að aðeins séu nú átta fullorðnir émir orðnir eftir á Islandi — og að illar horfur séu á því að þeir haldi lífi sökum eitrunár fyrir ref og veiðjbjöllu. Mér sýn ist að það sé ekkert áhorfsmál að öminn er þegar dauðadæmd- ur og líklega getur maður talið árin á fingrurn annarrgr hand- ar sem hann á eftir að sjást á íslenzkum himni. Verða þá ör- lög hans svipuð og geirfuglsins á þessu landi og við getum ylj- að okkur við minninguna um að hafa sálgað honum i framtíð- inni. Það er að segja nema Iög- gjafarvaldið gripi hér I taum- ana, sem það hefir ekki gert hingað til. .V.W.V.V.V.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V/.V. V.V.V.V/.V.V.V.V.V.'.V.'.W.V.VA’.V.V.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.