Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Föstudagur 11. október 1963. /5 ssacaa og bætti við nokkrum orðum á grísku. Stúlkan andvarpaði en tróð síðan hálsklútnum gætilega niður í stóra leirkrukku, sem stóð á gólfinu. — Og nú verðum við að flýta okkur, sagði Harilaos. Hann hjálpaði Barböru upp á múldýrið og gekk sjálfur með því og studdi hana. Leiðin var löng og Barböru fór aftur að verða illt í fætinum. Hún varð að bíta á jaxlinn til að kvarta ekki. Áfram — áfram, vegurinn virtist aldrei ætla að taka enda. Mj'rkrið féll á,4 en Harilaos hlaut að hafa augu kattar, því að hann var aldrei í vafa um hvar skyldi fara. Einu sinni kom einhver á móti þeim. Harilaos hjálpaði Barböru í snatri af baki og faldi hana í runna við veginn. Hún lá graf- kyrr og þorði varla að draga andann. í gegnum greinarnar gat hún greint mann, sem kom ríð- andi á asna. — Maður verður að vera gæt- inn, tautaði Harilaos, þegar mað urinn var horfinn. Sjálfsíkveikja er eitt af því, sem fólk á erfitt með að átta sig á. Það hefur el-cki farið með neinn eld, en samt kviknar í. Það getur kviknað í frá sólargeislanum, ef hann fellur á hlut sem endurkastar honum og myndar brennipunkt. Það sem oftast veldur sjálfsíkveikju er olíublautur tvistur Þegar tvistur hefur verið notaður til að þurrka upp olíu, á alltaf að setja hann í lokað ílát. Það á aldrei að nota tvist til að bera teakolíu á tré, því teakolía í tvisti veldur auðveldlega sjálfsíkveikju. Betra er að nota striga eða léreftstusku. Það á alltaf að nota lokaðan járnkassa fyrir olíublautar tusk- ur eða fægigögn, og myndirnar sýna kassa, sem eru mjög góðir til þess. Samband brunatryggjenda á íslandi. T A Aftur lá leiðin upp fjall og á svip Harilaos mátti sjá að hann var áhyggjufullur. En að lok- um náðu þau upp á fjallsbrún og Harilaos stanzaði og sagði stoltur: — Það er synd að það skuli vera nótt. Ég vildi að þér gætuð séð dalinn, sem er hér fyrir neðan. Dýrin, sem eru á beit, vínviðinn, ólívutrén og akr- ana. Allt þetta tilheyrir tengda- syni minum. Hann er mikill mað ur. Þrátt fyrir þreytuna gat Bar- bara ekki annað en brosað af gleði. Hún var komin út fyrir „áhrifasvæði“ Philips. Nú gat hann ekki fundið hana. Þega Philip varð var við, að Barbara sat ekki lengur á bekkn um, leit hann órólegur í kring um sig: — Barbara hvar ertu? hrópaði hann. v Hann fékk ekkert svar og sneri sér að leiðsögumanninum: — Hvar er konan mín? Sáuð þér hvert hún fór? Leiðsögumaðurinn varð alveg ruglaður og mjög skelfdur. Hann sá fyrir sér ensku konuna liggja fótbrotna í einum af göngum völundarhússins. — Ég skal leita að henni, flýtti hann sér að segja. Philip fylgdi honum hægt eft- ir. Hann var ekkert sérlega óró- legur — hvert gat Barbara svo sem hafa flúið? Leiðsögumaðurinn fann ekki Barböru, en hann rakst á ame- ríska ferðahópinn og fór að lýsa fyrir ferðafólkinu — með til- heyrandi handapati — því sem gerzt hafði. Konurnar hlustuðu spenntar og þegar Philip kom að, horfðu þær á hann með samúð • •. Ó, veslings gat hún verið? Og þær hrópuðu: — Frú Purvis, frú Purvis. En ekkert svar heyrðist, og Philip sagði: — Konan mín hlýt ur að hafa villzt. Hún kann ekki I I orð í grísku og getur ekki bjarg að sér sjálf. Ef einhver hittir þana verður hann að koma með hana hingað samstundis. — Einhver hlýtur að rekast á hana, sagði leiðsögumaðurinn hughreystandi. — Hún getur ekki verið langt undan. Og hér eru margir fjárhirðar ... — Getið þér sent út áskorun til allra hér um slóðir um að leita að henni?, sagði Philip. Ég heiti þeim, sem finnur hana, þúsund drachmer. Leiðsögumaðurinn varð mjög undrandi á svip en sagði aðeins: — Ég skal sjá um að það verði kunngerc. Verðið þér hér í nótt? Það er lítið hótel . . . — Já, ég neyðist víst til þess, sagði Philip. Það var ergilegt, en hann gerði sér grein fyrir að það myndi vekja eftirtekt, ef hann gerði það ekki. Eftirtekt og undrun ... Hann fékk herbergi á litla hótelinu og ákvað að fara til lögreglunnar morguninn eftir, ef Barbara væri ekki komin í leit irnar fyrir þann tíma. Hann vissi nákvæmlega hvaða sögu hann ætlaði að segja þar. Nýr dagur rann án þess að nokkuð hefði frétzt af Barböru. Philip tók bíl til Herakleion og gaf sig fram við lögregluna. Ef. Barbara var á leið til ræðis- mannsskrifstofunnar í Kanea varð hann að komast þangað á undan. Sagan, sem hann ætlaði að segja, myndi afvopna hana — aðeins ef hann yrði á undan. ★ Lögreglustjórinn Michali var lágvaxinn maður með svart yfir- skegg og mjög vökul brún augu. Hann hlustaði hugsandi meðan Philip sagði frá hvarfi Barböru: — Konan mín er mjög slæm á taugum, sagði Philip, og ég er hræddur um að hún reiki hér um fjöllin -án þess að vera .fær um að bjarga sér . . . I laumi virti hann fyrir sér andlit Micha-lis til að sjá, hvaða áhrif sagan hefði á hann. En Michali hafði þegar gert sér allt aðra hugmynd um flótta frú Purvis. Flótti hennar var áreiðan lega undirbúinn fyrirfram — hún átti elskhuga, sem beið hennar einhvers staðar. Sigri hrósandi dró hann bréf fram úr stórum bréfabunka: — Er þetta rithönd eiginkonu yðar? Philip fölnaði: — Já, svo sann arlega. Hvaða bréf er þetta? Hvar fenguð þér það? Aumingja maðurinn, hugsaði Michali með sér. Auðvitað er hún honum ótrú. Svo sagði hann: — Það er áritað til ein- hvers hr. Lindley Treadgold. Maður sem heitir Orestes var hér í gær í öðrum erindagerð- um. Þegar við vorum búnir að afgreiða hann tók hann þetta bréf upp og sagðist hafa verið beðinn að senda það ... — Hver bað hann fyrir bréfið? greip Philip ákafur fram í fyrir honum. — Kona, sem heitir Eleni. Hún lét hann fá fimm drachmer fyrir frímerki, og Orestes spurði mig hve mikið frímerkið kostaði og svo tók ég bréfið og lofaði að senda það. Philin brosti: — Að hugsa sér að það skyldi falla í yðar hend- ur. Ég verð að lesa það — eigin konu minnar vegna, að sjálf- sögðu. — Auðvitað. sagði Michali og Philip reif upp bréfið og las: „Kæri Lindley. — Þú heldur áreiðanlega, að ég sé vitlaus, en j í raun og veru er ég í lífshættu. Ég get ekki útskýrt neitt nú, en þú verður að trúa mér og taka fyrstu flugvél til Aþenu eftir að þú hefur fengið þetta bréf. — Farðu á Hótel King George og ég reyni að hafa samband við þig. Kæri Lindley, ég sver að líf mitt liggur við Þín Barbara“. Philip las bréfið tvisvar, en svo hristi hann höfuðið. — Þetta er alveg fáránlegt. Hann leit upp og mætti vökul- um augum Michalis: — Lesið sjálfur. Michali las með erfiðismun- um: „Ég er í lífshættu ...“ hann hnyklaði brýnnar: — En ef hún hefur skrifað bréfið og látið El- eni fá það, skil ég ekki hvernig hún getur verið í lífshættu? — Hún tekur þetta í sig við og við, sagði Philip — það er dálítið erfitt að útskýra það, en hún getur fengið alls konar hug- myndir .. . Hver er Lindley Treadgold? spurði Michali tortrygginn. — Ég veit það ekki. Hún nefndi nafn hans einu sinni, en þagnaði svo skyndilega og ég fékk ekkert meira upp úr henni. Flún fékk móðursýkiskast. Phil- ip fól andlitið í höndum sér: — Getið þér ekki hjálpað mér? Ég verð að finna hana. Michali lagði höndina á öxl h:.ns og úr svip hans skein með- aumkun: — Ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur. En hvers vegna fór hún frá yður? — Hún er ekki fullkomlega með sjálfri sér, sagði Philip snögglega. Við verðum að finna hana sem fyrst, — hún er ekki með neina peninga og getur ekki komið sér áfram sjálf. Taunus stadion ’60, 90 þús. Plymouth ’58 stadion, til greina kemur skuldabréf. Benz ’55, diesel, góðir skil- málar. Rússajeppi ’59, blæja. Simca ’62, sex manna. Morris 1100 ’63. ZePhyr ’62 og ’63. Ford ’55 sex og átta cyl. Auk þess hundruð alls konar bifreiða. RAUOARÁ SKÚLAGATA 55 — SÍMÍ 15812 Við getum ekki haft fund með töframönnum, ef þið getið ekki komið ykkur saman um hver á að vera foringi ykkar, segir Tarz- an. Við verðum á einhvern hátt að ráða fram úr þessu. Hver ykk- ar hefur lifað lengst? Ég var orð- inn töframaður hjá mínum ætt- bálki meðan þeir voru ennþá í vöggu, segir einn töframannanna, þess vegna mun ég sitja í for- sæti. Nei hrópar annar. Þú ert orðin of gamall til þess að geta séð óvini okkar, ég sé að þessi Tarzan er óvinur. Við getum ekki treyst honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.