Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Föstudagur 11. október 1963. ^JAMLA BÍÓ sýnir um þess- ar mundir mynd sem þeir kalla „Þau lifðu það af“, en á frummálinu heitir myndin „The World, The flesh and THE DEVIL“, sem er ólíkt ó- líkt skáldlegra og háfleygara nafn. Aðeins þrír leikarar koma fram í myndinni og er það óvenjulegt, en aðeins einn þeirra, Harry Belafonte, kalypsosöngvarinn frægi, skil ar hlutverki sínu skamm- laust, næstum því vel. Hinir tveir leikararnir, Inger Stev- ens og Mel Ferrer eru leiðin- leg í sínum hlutverkum, lit- laus og sýna enga túlkun. Hugmyndin að baki mynd- arinnar er góð, og í fljótu bragði virðist vera hægt að gera miklu meira og senni- legra svið en þessi mynd býð ur upp á. Efni myndarinnar er í stuttu máli þetta. Ralph Burton, svartur námuverka- maður, lokast niðri í námu í fimm daga, sambandslaus við umheiminn meiri hluta þess tima. Þegar hann kemst upp á yfirborðið eftir nokkra hrakninga finnur hann sér til mikillar undrunar að engin lifandi sála er nálægt. Hann kemst að raun um að mann- kynið er dáið, og um tíma heldur hann að enginn annar sé á lífi. Um síðir finnur hann' þó unga hvíta stúlku á lífi< og vel það, og seinna finna ] þau þriðja aðilann, karlmann, < og þá byrjar ballið. Inní þá] atburðarás, sem að framan er < rakin, ef fléttað miklum á ] róðri og mörgum boðorðum< um jafnrétti blökkumannsins ] og frið á jörðu. Allt þetta er< talsvert yfirdrifið og kemur] fáránlega út. Lengi vel fram< eftir myndinni veit maður ekki af hverju mannkynið i hvarf, en svo skyndilega er gefin skýring, dálítið fáránleg < og mikið ófrumlegri, þ. e. að ] kjarnorkusprengja hafi með < geislavirkni sinni bundið ] enda á jarðneskt líf. Ef svo hefði verið, hvernig ] var þá mögulegt fyrir þetta, fólk sem eftir lifði að neyta ] þeirrar fæðu sem orðið hafði ( fyrir geislavirkni? Eins og< allir vita sópast geislavirkt] ryk ekki í burtu á fimm dög< um eins og í myndinni er] sýnt. Margir fleiri stórir efnis < gallar voru í myndinni. Kvik] myndun var góð, klippingarj og leikstjórn hvort öðru lak- ara, og í lokin mætti geta< þess að það var rétt svo að[ bíógestir lifðu sýninguna af, < svo leiðinleg og vitlaus var] myndin. Lúðvík Karlsson. MANNRAUNIR - Framhald af bls 7 ið skjótt til brókar og fór af- síðis til að ganga örna sinna. Þegar hann stóð frá þeim erindum á fætur aftur hafði hann tapað áttum og vissi ó- gjörla hvert stefna skyldi. — Það sem verra var, var að hann gat ekki gyrt bræk- ur sínar sökum kulda, sluppu þær niður fyrir þjóana og töfðu gönguna. Má segja að það hafi verið gifta hans þvi fyrir bragðið fannst hann fljót- ar. Var hann þá kaldur orðinn og illa til reika og þeim mun fremur sem brækur hans voru fullar orðnar af snjó. Gyrtu félagar hans brækurnar og varð honum ekki meint af frekar. En þar munaði mjóu að gangna maður á Eyvindarstaðaheiði hlyti ill og ömurleg örlög. X. Sögulegust villa á Eyvindar- staðaheiði, sem sagnir herma, varð þó árið áður. Sú villa er jafnframt talin ein hin mesta þrekraun á allan hátt sem mennskur maður hefur af hendi leyst þar um slóðir fyrr og sfðar. Tveir menn eru sendir í eftir- leit um veturnætur, Helgi Björnsson frá Ánastöðum og Ágúst Sigfússon frá Brúnastöð- um. Helgi 32 ára gamall, full- harðnað karlmenni, en Ágúst lítt þroskaður unglingur, aðeins 19 ára að aldri. Segir það af ferðum þeirra að þeir gistu í gangnakofa við Haugakvísl, áttu þar kalda nótt en skiptu með sér leit morguninn eftir. Ákváðu þeir að hittast á stað þeim sem Hraungarðshaus nefnist og halda síðan saman í Ströngukvíslarskála þar sem gisting var fyrirhuguð. Þeim auðnaðist þó ekki að Vanir menn. Vönduð vinna. Þægileg. Fljótleg. ÞRIF. - Sími 22824. Teppa- og húsgagnahreinsunin Sími 34696 á daginn Sími 38211 á kvöldin og um helgar. Vélhrein- gerningar ÞÆGILEG KEMISK VINNA ÞÖRF. - Sími 20836 hittast. Ágúst sem var lítt reyndur til fjallaferða tapaði áttum áður en lauk, sá vofur og ofsjónir f myrkrinu á næturnar en reikaði um matarlaus og kaldur í kófi og hríð á daginn í sjö dægur samfleytt unz hann komst til byggða niður að Hofi í Vesturdal. Var hann þá ruglaður orðinn og hélt sig vera kominn til útilegumannabyggða. Um félaga hans, Helga, er það að segja, að hann varð miður sín þegar honum varð ljóst að Ágúst var týndur. Er gönguafrek hans talið frábært er hann leitaði félaga síns, ör- vinglaður maður, ekki sízt fyr- ir þær sakir að hann taldi sig bera ábyrgð á hinum óharðn- aða unglingi. 1 hríð og ófærð er talið að hann hafi gengið á annað hundrað kílómetra unz hann örvænti að fullu um af- drif félaga sfns og skjólstæð- ings. Settist hann þá að um stund f Ströngukvíslarskála þar sem þeir höfðu ætlað sér að eiga sameiginlega nótt. En um miðja nótt brast á stórviðri af norðri og eirði Helgi þá ekki einverunni í skálanum heidur hélt út í ofviðrið til að leita hjálpar í byggð fyrir félaga sinn. Báðir komust þeir félagar lftt eða óskemmdir til byggða, Helgi strax daginn eftir, en Ágúst eftir sjö dægur. Þykja gönguafrek þeirra meiri en nokkur dæmi eru til fyrr eða síðar á þessum slóðum ef tillit er tekið til aðstæðna allra. Ég held meira að segja að afrek okkar fjórtán-menninganna sem fluttir voru á sleðum upp f Ströngukvíslarskála hljóti að falla f skugga fyrir getu þess- ara tveggja garpa fyrir tæpum áttatíu árum. Vélahreingern- ing og húsgagna- Vanir og vand- virkir menn. Fljótleg og rifaleg vinna. ÞVEGILLINN. Sími 34052. ^/.//remgermpar << ðsoe 7 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Dún- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjarrdi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Simi 14968 TWntun ? \ prentsmiðja & gúmmísíimpiagerð a" Einholti Z - Slmi 20960 HÚSBYGGJENDUR \ SELJUM: !| Möl og steypusand Fyllingarefni. ]. Hagstætt verð. Heimflytjum. \ Símar 14295 og 16493 «" Næturvakt í Reykjavík vikuna 5. til 12. október er í Ingólfs- apóteki. Neyðarlæknir — sími 11510 — frá kl. 1-5 e.h. aiia virka daga Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4. helgidaga frá kl 1-4 e.h. Sími 23100 Holtsapótek. Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl 1-4. Slysavarðstofan 1 Heilsuverncl. arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama stað klukkan 18—8. Sfmi 15030 Útvarpið 20.00 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunds son). 20.30 Tónleikar. 20.45 Erindi: Kjarnöld og kjöl- festa (Þórður Möller lækn- ir). 21.00 Spænsk píanómúsík. 2L30 Útvarpssagan: „Herfjötur" eftir Dagmar Edquist, XIX. (Guðjón Guðjónsson). 22.10 Kvöldsagan: „Vinurinn í skápnum“, eftir Hermann Kesten, í þýðingu Sigur- laugar Björnsdóttur, síðari hluti (Gestur Pálsson leik- ari). 22.30 Létt músík á síðkvöldi. 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 11. október. Fastir Iiðir eins og venjulega. 18.30 Þingfréttir. Sjónvarpið 17.00 Föstudagur 11. október. Password Bl’óðum flett Mikið sá vann, sem vonarísinn braut með súrum sveita, hægra mun síðar að halda þíðrj heilla veiðivök. Bólu-Hjálmar Varúðar og fyrirboðar fyrir trú lofað fólk: Gefi kærasti kærust- unni skæri eða hún honum skegg hníf, þá slitnar upp úr trúlofun- inni. Dreymi mann að trúlofunar hringurinn sé brotinn eða týndur, er það fyrir tryggðarrofum. Gefi maður kærustunni söðul og sé hann valtur, reynist maðurinn svikull. Hjónaband fer eftir stærð hringanna — víður hringur boð- ar of mikla, þröngur hringur of litla ást. J. Rafnar, eftir sögn V.-Skaft- feljinga. Eina sneið... „ ... stærsta axarskaft okkar vinstri sósíalista fólst í trúgirni“, segir Haildór Laxness . . . ein- mitt það . . . ekki erum við þess umkomnir að telja nóbelsverð- launaskáldið ekki kunna að koma orðum að því, sem það vill segja, en sumum mundi kannskj finn- ast stærsta axarskaft þeirra og þess fólgið í því hverju og hverj- um þeir trúðu, en ekki hinu — að þeir trúðu . . . á sama tíma og Laxness orti — ótilneyddur — lofgjörðarsálminn um bóndann 1 Kreml, og kvað „líblegan gróður" í garði hans, voru þeir til, sem þóttust koma þar auga á arfann, og kallaðir fífl og trúgjarnir og margt annað verra fyrir vikið af þeim, sem nú harma trúgirni slna . . . það er skiljanlega ekki sársaukalaust neinum að verða að viðurkenna að hann hafi verið hafður að fífli — en þó, að því er virðist, enn sárara, að komast ekki hjá því að viðurkenna hitt, að hinir, sem þeir töldu þá fífl í fíflaskap sínum, hafi ekki verið það . . svo sárt, að jafnvel nó- belsverðlaunaskáldið veigrar sér við því og skrifar allt á reikning trúgirni sinnar : . . eru þeir og til í dag, sem hafa grun um að betur mætti núverandi Kreml- bóndi úða þann garð, sem hann tók við af gamla bóndanum, og taldir fyrir bragðið trúgjörn fífl af þeim, sem ekkert sjá þar nú, öðru sinni, annað en „líblegasta gróður“. . . það stoðar lítið þó maður hafi nuddað „sæludraum- inn‘ ‘úr augunum, ef maður geng- ur enn með hann í gleraugun- um ... Kaffitár . . . elskan mín góða, það mætti einmitt segja mér að það yrði met aðsókn að þessu franska, hjá þeim í Þjóðleikhúsinu . . . frúin hérna á efri hæðinni var að segja mér rétt áðan, að hún mundi ekki geta stilli sig um að fara í hvert skipti, sem það verður sýnt, ef bara að hún væri ekki hrædd um að það mundi vekja eftirtekt og umtal . . . það væri ekki aðeins spennandi, sagði hún, heidur ómet anlegt upp á mannþekkinguna, sagði hún, að sjá það, hverjir af þeim sem nálægt sætu, sagði hún, væru svo simplir að hiæja að kláminu, sagði hún . . . Skömmu eftir að metrakerfið var lögtekið hér á landi, kom bóndi austan heiðar í búð f Reykjavík og bað um nokkra faðma af snúrusnæri. Búðarmað urinn afgreiddi hann, en lét þess getið, að nú héti það ekki lengur faðmur, heldur meter. Þegar heim kom, var bóndinn eitthvað við skál, og þegar hann hafði fengið sér matarbita, sneri hann sér skyndilega að konu sinni og sagði: „Komdu nú í meterinn á mér, elskan mín“. Strætis- vagnhnoð Aldrei var eins aflavænlegt yfir mið að horfa, aldrei sást jafn samþjöppuð silfurkvik torfa. „Þyngdarpunkts-tilfærslan“ varð þar ei neitt til baga ... en hverjir fengu köstin — frá því hermir ekki Saga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.