Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 5
VtSIR . Föstudagur 11. október 1963. Drengur fyrír bíl vií heimili sitt Sinfóriían kveður sér hljóðs Sinfóníuhljómsveitin hóf vetrarstarf sitt hér í Reykja- vík, með hljómleikum í Há- skólabíói í gærkvöldi. Voru þeir að mörgu leyti forvitni- legir, og þá auðvitað fyrst og fremst vegna þess, að þar komu fram nýr stjórnandi, írinn Proinnsias O’Duinn, og tveir sólistar sem ekki hafa áður lát- íð til sín heyra á hljómsveitar- konsertum, þeir Guðmundur Guðjónsson tenórsöngvari, og Ketill Ingólfsson píanisti. Þrátt fyrir nokkum óstyrk í upphafi fyrsta verksins, Leónóruforleiks ins nr. 3 eftir Beethoven, mátti þá þegar heyra hljóm sem mað- ur var farinn að halda að hefði verið úthýst með öllu hér á landi. Þ. e. þegar allir hljóð- færaleikararnir leika óumdeil- anlega samkvæmt einni og sömu tónstillingu. Slíkt var sem sé orðið heldur fátítt um skeið, hvort sem um var að kenna barnalegum deilum um A 430 eða 44 o. s. frv., eða hreinu og beinu kæruleysi. Ann ars var forleikurinn heldur í andstyttra lagi, og náðist varla fram nema hluti þeirrar drama- tísku kyngi sem í honum býr. Guðmundur Guðjónsson söng fimm lög eftir Pál ísólfsson, sem Hans Grisch prófessor frá Þýzkalandi hefur fært í hljóm- sveitarbúning og gerði það með prýði. Öll þessi lög eru upphaflega samin fyrir söng- rödd og píanó, og það þannig, að erfitt er að hugsa sér þau í öðrum búningi. En Grisch hefur tekizt að gera þau tals- vert sannfærandi í hljómsveit- argervinu, og beitir reyndar til þess mjög einföldum og venju- legum meðölum, sem duga hér til síns brúks. Eini gallinn er, að búningurinn er nokkuð ein- litur. Þessi lög er óþarfi að kynna fyrir íslendingum, söng- elskum eða laglausum, því þau þekkir hvert einasta manns- barn. Þó finnst mér alltaf „Sáuð þið hana systur mína“ bera af, og það ekkj aðeins lögum Páls, heldur allflestum sönglögum sem hér hafa verið fest á blað. Einleikur Ketils Ingólfssonar I tiltölulega léttvægum, en ekki auðveldum píanókonsert eftir Weber, færði heim sanninn um að hann er efni I afbragðs lista- mann. Mátti vel heyra það, þrátt fyrir að hljóðfærið sem hann hafði undir höndum er gjörónýtt, og tónlistarlífi höfuð- staðarins reyndar tli háborinn- ar skammar. Að lokum lék hljómsveitin áttundu sinfóníuna eftir Dvor- ak. Þetta er mikið glæsiverk, sem reynir á hljómsveitina til hins itrasta, og verður ekki annað sagt en að þeim kröfum var vél svarað að þessu sinni. Stjórnandinn náði fram öllum hugsanlegum blæbrigðum tóna og hljóðfalls, sem hann felldi á einkar vel skipulagðan hátt inn í heildarbyggingu flutnings- ins, og útkoman var einn áhrifa mesti leikur hljómsveitarinnar um langan tfma. Nú má vel vera, að nýtt andlit á stjórn- andapalli hafi mest að segja um þetta, og þegar frá líður, og þetta andlit gerist gamalkunn- ugt, falli ailt í sama hjakkfar- ið aftur. En það breytir engu um, að hljómsveitin hefur látið skína I hvað hún raunverulega getur, og því verður ekki gleymt. Og þess skal þá einnig minnzt, að skipti við þá vest- menn, hafa fyrr reynzt heilla- drjúg íslenzkri menningu. Leifur Þórarinsson. Fimm ára drengur, Gunnar Tryggvason, Tungu við Laugaveg, varð í gærdag fyrir bifreið fyrir framan heimili sitt og var fluttur á Landspítalann. Líðan hans í morgun var eftir v.onum, en hann hefur hlotið slæman heilahristing og var ekki fyllilega kominn til sjálfs sin. Gunnar Iitlí varð fyrir bifreið sem var á leið inn Laugaveg, og að sögn bifreiðarstjórans hljóp Macmillan — Frh. af bls. 6: inn, jafnvel þótt hann heppnað- ist, að hann treysti sér ekki til þess að hafa forustuna í kosn- ingabaráttunni. Mikið lof er borið á Macmill- an í blöðum — en sumir telja hann hafa dregið fulllengi að taka ákvörðun sína. Wilson, formaður jafnaðar- manna segir nú efst £ sér og sfnum mönnum, að Macmillan megi ná skjótri og fullri heilsu. Tilkynningar lækna Macmill- ans í morgun herma, að þeir séu ánægðir með líðan hans eftir uppskurðinn, sem var gerður á honum í gær. Yfir- læknirinn er kunnur sérfræð- ingur I nýrna- og blöðrusjúk- dómum. Góðir gestir — Framhald at bls. 8. menn til landsins, og bentu m. a. á hvernig sportveiði við strendur landsins hefði verið skipulögð í því skyni. Ef til vill gætu íslendingar lært eitt- hvað af írum á sviði ferðamála. Allir létu þeir félagar og frú Murphy í ljós áhuga á að koma aftur til íslands og þá að sumarlagi. Héðan fóru þessir góðu gestir fyrir nokkru loft- leiðis, sölustjórarnir og frú Murphy til Kaupmannahafnar. Fylgja þeim beztu óskir þeirra, sem kynntust þeim i allt of skammri dvöl þeirra hér. - A. Th. drengurinn skyndilega £ veg fyrir bílinn og varð hann ekki var við hann fyrr en hann skall á bílnum. Barst drengurinn síðan með bíln- um alit að 15 metra og kastaðist í götuna. Ljósmyndari Vísis B. G. kom að slysstaðnum rétt eftir að slysið vildi til og sýnir myndin sjúkra- Iiðsmenn hagræða Gunnari litla á sjúkrabörum, en þeir fluttu hann fyrst til rannsóknar á Slysavarð- stofuna, en síðan á Landspítalann. Á forsíðu I dag er fjallað um umferðarslys barna, en gífurlega mörg og uggvænleg siys á börnum hafa orðið í umferðinni að undan- förnu og.visast nánar til þeirrar greinar. Bræðslusíld — Framh. af bls. 1. heimsmarkaðinum, sem fréttir hafa greint frá að undanfömu. Verður kg. nú 87 aurar en var 74 aurar í fyrra. Síld til skepnufóðurs verður nú 1,00 kr. en var s.l. vor 95 aurar. Þar er þó ekki fyllilega um sambærilegar tölur að ræða. Alþingi — Framh. af bls. 1. Aldursforseti tilnefndi síðan með samþykki þingheims þá Ólaf Björnsson og Skúla Guð mundsson til að vera ritara. Þá var raðað niður í kjördeild ir, þrjár talsins, samkvæmt þingsköpum, og fjölluðu þær síðan um kjörbréf, eftir að fundi hafði verið frestað til kl. 14,30 í dag. Allir þingmenn voru mættir til þings, tveir komu utan af landi í þann mund er fund- um var að Ijúka. Þrír nýir þingmenn taka nú sæti á Al- þingi, Matthías Bjarnason, 2. landskjörinn, Ragnar Arn- alds, 5. landskjörinn og Sverr ir Júlíusson, 7. landskjörinn þingmaður. Aðeins ein kona situr á þinginu, frú Auður Auðuns ,forseti borgarstjórn- ar Reykjavíkur. Alvarlegt — Framh. af bls. 1. henni í framsæti var annar far- þeganna, karlmaður, og £ aftur sætinu var hinn farþeginn, einn ig karlmaður. Lögreglan telur að slysið hafi or- sakazt er G-3024 ætlaði að aka fram úr tengivagni („Múlasna"), sem fór á undan og var einnig á leið norður. En i sama bilí kom stór sandflutningabifreið af Volvo- gerð, Y-24 á móti og skipti eng- um togum að G-3024 skall á hann hægra megin. Báðir bílamir stórskemmdust. Fólksbifreiðin klesstist öll að fram an og við flótlega yfirsýn er hún ónýt talin með öllu. Vöruflutn- ingablllinn skemmdist minna, en þó það mikið að hann var óökuhæf- ur á eftir. M.a. fór drifskaftið und- an honum, auk fleiri skemmda er á honum urðu. Varð að flytja báða bílana burt af árekstursstað á kranabilum. Konan sem sat við stýrið £ fólks bifreiðinni ,svo og maðurinn sem sat við hlið hennar i framætinu slösuðust mjög mikið, skárust auk annarra meiðsla. Hins vegar slapp farþeginn í aftursætinu og eins öku maður vörubifreiðarinnar að mestu við meiðsli. Voru hinir slösuðu fluttir í Slysavarðstofuna og samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá Slysavarðstofunni rétt fyrir hádeg ið í dag var búið að flytja karl- manninn í Landakotsspítala. Hann var mun meira slasaður en konan og m.a. með höfuðáverka. Konan var þá enn til aðgerðar £ Slysa- varðstofunni. Árns — Framh. af bls. 16. afvopnaður skjótt. Bretarnir voru hafðir í haldi fram eftir nóttu en sleppt gegn tryggingu svo togaramir kæm- ust út, enda allir aðilar fegnir að losna við þá sem fyrst. Slysaalda — Framh. af bls. 1. Það eru óskráð lög, sagði Ólafur, að börn séu ekki á göt- unum nema í fygld með full- orðnum. Og foreldrar þurfa al- varlega að fylgjast með útivist barna sinna til að þau fari sér ekki að voða. Ólafur fulltrúi skýrði Vísi ennfremur frá því að nú fyrir skemmstu hafi umferðarnefnd sent áskorun til skólastjóra allra barna- og unglingaskóla £ Reykjavík þar sem þeir hlutist til um að á næsta hálfum mán- uði verði að minnsta kosti 2 kennslust. f hverjum bekk varið til umferðarfræðslu og aðvarana vegna hætrfti f um- ferðinni. Ólafur sagði að skólastjórarn- ir hafi tekið þessari málaleitan vel og kvaðst vona að ráðstaf- anir i þessa átt væru f fullum gangi í skólum borgarinnar. 'Þörfin fyrir sh'kar ráðstaf- anir eru jafnan hvað mestar á haustin þegar myrkur gengur i garð, veður versna og börnin eru nýkomin úr sveitinni þar sem þau þurfa siður að ugga að sér vegna umferðarhættu. Eldur — Framh. af bls. 16. urinn hafði einnig læst sig um. En eldurinn hafði komizt f gegnum loftið og þurftu því slökkviliðsmenn að rífa þak- ið, en þó að mjög litlu leyti, til þess að geta komizt að eldinum. Klukkan 8,18 fór síðasti slökkviliðsbíllinn frá húsinu, en slökkviliðsmenn eru ennþá á vakt. Skemmdir urðu miklar á íbúðinni sérstaklega þó á eld húsinu sem er mjög mikið Kristinn Holls- son syngur í frétt, af væntanlegri afmælis- söngskemmtun í Þjóðleikhúsinu n. k. Iaugardag, féll niður nafn Kristins Hallssonar, óperusöngvara, en hann syngur þar einsöng ásamt 3 öðrum einsöngvurum, Þuríði Pálsdóttur, Sigurveigu Hjaltested og Guðmundi Jónssyni, lög eftir dr. Pál ísólfsson. brunnið og einnig herbergi inn af því, einnig urðu tals verðar skemmdir af vatni. Á neðri hæðinni er Hanzka gerðin starfrækt. Ekki var vitað um í morgun hversu miklar skemmdir hafa orðið þar, en þó mun eitthvert vatn hafa lekið niður. Húsmóðirin mun hafa feng ið taugaáfall og fór hún á spítala. Ekki er vitað með vissu, hver eldsupptökin voru, en allar líkur benda til þess að gleymzt hafi að slökkva á eldavélinni. Afmæli Sjötug er í dag frú Sesselja Magnúsdóttir frá Skuld í Hafnar- firði. FÉLAGSLÍF Frjálsíþróttadeild K.R. heldur fund í kvöld kl. 20,30 £ KR-heimil- inu við Kaplaskjólsveg, þar sem rætt verður um vetrarstarfið og æf- ingar í vetur. AUir þeir sem ætla sér að æfa hjá deildinni í vetur eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.