Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 11. október 1963. ☆ VII. Sæluhús eru aðeins til I einni merkingu og það er um skála á fjöllum eða heiðum uppi, sem ætlaðir eru lúnum og langþreyttum ferðalöngum ýmist til hvíldar um stundar- sakir eða gistingar. Kofar gangnamanna á ýmsum heið- um íslands hafa einnig hlotið sæluhúsanafngiftina, enda gegna þeir í meginatriðum sama hlutverki þótt í nokkuð þrengri merkingu sé. Heyrt hef ég þær raddir, sem telja sæluhúsanafnið öfugmæli með hliðsjón af á- sigkomulagi og útbúnaði þess ara heiðakofa almennt. Færi betur á að kalla þá „vansælu- hús“, því þar sé mennskum mönnum ekki sæmandi að hvíla sig hvað þá dvelja í þeim næturlangt. Ég vildi að einhver af þess Ium dómhörðu mönnum hefði fylgzt með okkur inn að Ströngukvíslarskála í hríðinni og slyddunni aðfaranótt mið- vikudagsins þegar 14 lúnir og kaldir leitarmenn leituðu þar skjóls í hregg og hreti eftir 16 stunda óslitna ferð úr byggð. Hafi ég nokkru sinni komið í sæluhús í þessa orðs fyllstu og beztu merkingu þá var það þá. Að koma kaldur og blaut- ur í skjól, hljóta vingjamleg- ar móttökur hjá þeim sem þar voru fyrir og heitt kaffi" í þokkabót það er einhver hin mesta sæla sem maður gat hugsað sér. Þess ber þó að geta að klukkan var fimm að morgni og þremur stundum síðar átti að hefja leit til að bjarga fé bænda til byggða. Menn gátu því ekki búizt við langri hvíld og ein svefnstund varð að nægja — fyrir þá sem á ann- að borð gátu sofnað. En hlýj- an sem þarna var að mæta varð eftirminnileg öllum og í raun og veru einhver sú hin mesta sæla sem á varð kosið. Hafi ég nokkru sinni efast um að sæluhús væru réttnefni á gangnamannakofum og heiða skýlum þá hvarf sá efi við þessa hvíld í Ströngukvíslar- skála. VIII. Eyvindarstaðaheiði heitir landflæmi það norðan Hofs- jökuls sem liggur austan Blöndu en vestan Vestari Jökulsár inn af Skagafirði. Nafn dregur hún af Eyvindar stöðum í Blöndudal og mun að einhverju leyti hafa verið I eigu Eyvindarstaðabænda fyrr á öldum. Heiðin sjálf er sviplítil svo sem mörg önnur heiðalönd hér á landi, ávalir hálsar og hæðadrög með móum og mýraflákum hér og hvar. Víð sýni er hinsvegar mikið af heiðinni til allra átta og feg- urst suður til jökla. Mér segja kunugir menn að Eyvindarstaðaheiði beri í höf Iuðdráttum ísaldareinkenni. Berglög eru þar öll úr blá- grýti og bera merki margra og mikilla eldgosa aftan úr grárri fomeskju. Ár og lækir falla hér og hvar um heiðina. Flestar leggja leið sína til Blöndu og er Strangakvísl þeirra mest.. Hún er jökulvatn sem kemur úr Hofsjökli og getur í leys- ingum jafnt á vori sem hausti orðið illfær yfirferðar og stundum torsóttur farartálmi í haustgöngum. vatn hef ég heyrt nefnt, en það heitir Mannabeinavatn. Það mun þó frekar vera tjörn en stöðuvatn og þvínær þorn- að. Mannabeinavatn er ekki langt frá Ströngukvísl og um hana er til sú munnmælasaga að þar hafi áður staðið sæluhús eða skýli fyrir gangnamenn. Eitt sinn létu þeir illum látum venju fremur og höfðú í gangnamönnum öllum nema þessum eina sem gat forðað sér. Myndaðist þarna síðan uppi- staða eða stöðuvatn. Hlaut það nafngiftina Mannabeinavatn vegna þess að árin næstu á eft- ir fannst mikið af mannabein- um i og við vatnið. Þar hefur lengi síðan verið reimt. Víðar hafa draugar verið á ferli á Eyvindarstaðaheiði, þ. á m. I leitarmannakofanum við Ströngukvisl þar sem við nutum að þessu sinni þriggja stunda skjóls og hvíldar. Þar heyra gangnamenn oft hringlað í beizlum utan skála á nóttum, heyra hófadyn og fótatak manna. Þeim sem verið hafa einir á ferð hefur reynzt erfitt að haldast við í skálanum næt- urlangt sökum draugagangs og reimleika. Þessi þriggja stunda dvöl okkar i Ströngukvíslarskála var of stutt til að draugar næðu að komast á kreik. Við urðum því einskis vör, IX. Slys hafa fá orðið á Ey- vindarstaðaheiði og það er engin sögn til um það að menn hafi farizt þar í smalamennsku eða villu. Þetta er þeim mun einkennilegra sem kennileiti eru yfirleitt óljós á heiðinni og erfitt að rata um hana. Þá mun oft hafa verið leitað fjár á henni í tvísýnu og villugjörnu veðri og stundum í stórhriðum og fárviðri. Komið hefur fyrir að mjóu hafi munað en ævin- Iega vel og giftusamlegt til tek- izt. Síðast nú í haust þegar um 20 gangnamenn urðu að yfir- gefa heiðina í stórhríð og halda til byggða í botnlausri ófærð jafnt fyrir menn sem hesta. Einasta banaslys sem öruggar heimildir herma af Eyvindar- staðaheiði varð ekki við fjár- leitir heldur í grasaferð. Það skeði á fyrri hluta aldarinnar sem leið og varð með þeim hætti að unglingspiltur ætlaði að vaða eftir eggjum út í tjarn- arhólma. Eðja var í botni tjath- arinnar og svo djúp að pilturinn sökk og drukknaði. Litlu munaði seint á öldinni sem leið að lítt harðnaður unglingspiltur týndist f hriðar- veðri í haustleitum, en hans var saknað og leitað f tæka tfð og bjargað áður en slys hlauzt af. Þetta atvik mun hafa skeð haustið 1887, en þá brast skyndilega á norðanveður með iðulausri stórhrfð. Hópur gangnamanna var á leið frá svokölluðum Hraunlæk og að norðurrönd Hofsjökuls milli Vestari-Jökulsár og Ströngu- kvíslar. Vildi gangnaforinginn ekki snúa við þrátt fyrir aftaka- veður og hríð svo svarta að naumast sá út úr augum. En þegar hann áði að aflfðandi degi og tók að kanna lið sitt varð hann þess var að unglingspilt vantaði í hópinn. Hestar hans voru þó til staðar og þótti sýnt að pilturinn myndi ekki vera langt undan. Var hans leitað og fannst fljótlega, en þá var hann villtur orðinn og hélt úrleiðis. Það sem fyrir pilt hafði kom- ið var það, að honum hafði orð- Framh. á bls. 10. Ströngukvíslarskáli. Onnur grein Þor Ekki er margt stöðuvatna á Eyvindarstaðarheiði, og sízt af öllu er hún er borin saman við vatnafjöldann á vestur- heiðum eins og t. d. á Arnar vatnsheiði, Tvídægru og þeim heiðalöndum öðrum sem liggja norðan og vestan Lang jökuls. Aðeins eitt veiðivatn . er talið vera á heiðinni, svo- kallað Blönduvatn. Annað frammi ferlegt orðbragð og ó- guðlegt í senn. Svo var munn- söfnuðurinn ljótur að einum leitarmanna ofbauð og gekk út. Sá hann þá hvar ofsahlaup var komið í Ströngukvísl, barst það óðfluga fram með jakaburði og djöfulskap. Maðurinn gat f tæka tíð forðað sér upp á hæð í námunda við kofann, en rétt á eftir skall flóðið á sæluhús- inu, færði það í kaf og drekkti steins Jósepssonar um EYVINDAR- STAÐAHEIÐI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.