Vísir - 11.10.1963, Blaðsíða 8
VlSIR . Föstud«*;ur 11. október 1963.
8
ES
Utgetandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
1 lausasólu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Verkefni Alþingis
Höfuðverkefni þess þings, sem í gær kom saman
til funda, er að tryggja verðgildi íslenzku krónunnar.
í viðtali hér í Vísi í gær sagði forsætisráðherra
Ólafur Thors: „Nú, sem ella, á þjóðin allt undir sjálfri
sér. Vilji hún hlíta þeim úrræðum sem ég tel vera
fyrir hendi, og að öðru leyti sætta sig við þau kjör
sem þjóðarbúskapurinn bezt getur boðið, þá er henni
borgið“.
Hér er drepið á þá meginstaðreynd að þýðingar-
laust er að knýja fram launahækkanir sem atvinnu-
vegir þjóðarinnar fá ekki greitt. Þá er stefnt beint út
í gjaldþrot og þjóðarvoða. Hins vegar hefir þjóðin það
að fullu í hendi sér að fylgja þeim úrræðum, sem ein
geta leyst þann vanda sem nú steðjar að. Meginatriðið
er nú að ná aftur því jafnvægi í efnahagslífinu, sem
viðreisnin skapaði eftir 1960, og stóð allt fram á síð-
ustu mánuði Þá var fram úr erfiðleikunum ráðið, þjóð-
in eignaðist gjaldeyrisforða, greiddi skuldir sínar og
öðlaðist traust út á við og inn á við.
Launaskrið síðustu mánaða teflir þessum mikla
árangri í hættu. Brýnasta verkefnið er nú að taka upp
nýjar viðreisnarráðstafanir til þess að rétta hallann á
þjóðarskútunni. Um það mun ríkisstjórnin hafa for-
ystuna á næstunni. Það er undir þjóðinni komið að
veita þeim ráðstöfunum fullt brautargengi. Ella mun
illa fara.
Nýi Keflavíkurvegurinn
Nú hafa nær 11 kílómetrar verið teknir í notkun
af hinum nýja Keflavíkurvegi eða tæpur helmingur.
Það er þegar orðið Ijóst hve gífurleg samgöngubót
er að þessum nýja vegi á hinni fjölförnu Keflavíkur-
leið. Mun hann vafalaust hafa það í för með sér að
byggð og atvinnurekstur á Suðurnesjum eykst veru-
lega og einnig hitt að Keflavíkurvöllur verður greið-
færari millilandaflugvöllur Reykvíkinga en hingað til
hefir verið.
En ýmsir bera þann ugg í brjósti, að hinn nýi veg-
ur verði mikil slysagata, einkum á vetrum í ísingu og
myrkri. Lögreglan verður frá upphafi að taka strangt
á umferðarbrotum þar og framfylgja ströngustu var-
úðarráðstöfunum á þessari fjölförnu hraðbraut.
Sjónvarpsgleði Þjóðviljans
Þjóðviljinn hefir aldrei þótt mikið sjónvarpsblað.
Hann hefir barizt um á hæl og hnakka vegna sölu í
verzlunum á sjónvörpum og birtingu sjónvarpsdag-
skrárinnar. En nú bregður svo undarlega við, að blað-
ið birtir myndir og lofgerðarrollu um eina tegund
sjónvarpa og hvetur fólkt til að kaupa þau sem mest
það megi.
Hver er skýringin? Hún er sú, að sjónvörpin eru
framleidd í Rússlandi!
Frá vinstri: Murphy, Reid og Burke.
GÓÐIR GESTIR
FRÁ ÍRLANDI
frlandsvinum er fagnaðarefni,
að þeim fer fjölgandi írunum,
sem koma hingað, til lengri eða
skemmr; dvaiar, því að það er
í allan mðta æskilegt, að kynni
aukist og tengsl treystist milli
þessara skyldu og líku þjóða.
Það sígur í áttina með þessi
auknu kynni. íslendingar eru við
nám £ háskólanum bæðj £ Norð
ur og Suður-írlandi (Eire) eða
frska lýðveldinu — 20—30 ung
ir háskólan.enn komu hingað
£ sumar til margra vikna dval-
ar, og ber einnig mjög að fagna
þvf, að hingað hafa einnig kom
ið miklir hæfileikamenn frá Dyfl
inni, á sviði leiklistar og tón-
listar. Og Ioks er að geta fjög-
urra ágætra gesta, sem komu
hingað á Gullfossi siðast, f boði
Eimskipafélags fslands.
Ég hefi áður vikið að mikil-
vægj þess, að Eimskipafélagið
hóf beinar siglingar til írlands
(Dyflinnar), en þrfr Fossarnir
eru í förum þangað, koma þar
á þriggja vikna fresti, og flytja
írskt kjöt á bandarískan mark-
að. Gestirnir frá Dyflinni,
Raymond F. Burke, umboðsmað
ur Eimskipafélagsins í Dyflinni,
W. Murphy, sölustjóri Irish
Meat Packers Ltd. og kona hans
og R. Reid, sölustj. The Internati
onal Meat Co. Ltd. Ég naut
þeirrar ánægju að dveljast heilt
kvöld með þessu, ágæta fólki,
og tveimur starfsmönnum E. í.
þ^jn Sigurlaugi Þorkelssyni og
Ernngi Brynjólfssyni og konum
þeirra, og hafði því hið bezta
tækifæri til þess að ræða við
hina írsku gesti.
KYNNIN VORU LÍTIL.
— Ég skal játa það, sagði
Mr. Murpþy, að kynnin af ís-
landi voru lítil, er Mr. Burke
fyrst ræddi við mig um Eim-
skipafélagið. Ég hélt til dæmis,
að íslendingar ættu ekki nema
fiskiskip, og kom það mjög 6-
vænt, að þeir ættu vönduð og
glæsileg hafskip, eins og Foss-
ana, sem nú um nokkur ár hafa
flutt afurðir okkar á markað
vestra. Hófst svo hið ánægju-
legasta samstarf, sem ég vona
að haldi áfram sem lengst, þvf
að það hefir í stuttu máli verið
með þeim ágætum, að ekki
verður á betra kosið. Það er
gott, að eiga skipti við félög
eða einstaklinga, sem hafa alla
fyrirgreiðslu í bezta lagi, svo að
allt stendur eins og stafur á
bók. Og ég vil taka það fram,
að við erum í alla staði á-
nægðir, og það, sem ég segi
um velvild og góða framkomu
á ekki aðeins við fulltrúa fé-
lagsins, sem við höfum samband
við, — það á líka við skips-
hafnirnar á Fossunum, sem
sigla til Dyflinnar.
— Og hingað komuð þið á
Gullfossi.
— Já, og það var hin ánægju-
legasta ferð, enda skipið fagurt
og þægilegt, al’It frábærlega
snyrtilegt og til fyrirmyndar.
Og mig langar til að minnast á
það fyrst við minnumst á þessa
ferð, að þarna vorum við f
fyrsta sinni innan um marga ís-
lendinga, og það vakti þegar
sérstaka athygli mína hve fólk-
ið er líkt okkur, bæði að útliti
og upplagi. Og um þetta höfum
við sannfærzt enn betur við
nánari kynni hér.
Mr. Reid tók í sama streng:
— Og ég vil því við bæta,
sagði hann, að mér finnst sumt
í íslenzku landslagi minna mig
mjög á írlandi, fjöllin okkar eru
lægri og landslag hér stórkost-
Iegra, en það er margt vinsam-
legt ef svo mætti segja í ís-
lenzku landslagi, sem minnir á
landslagið hjá okkur. Og hér
eins og heima sér maður svo
langt, litir stundum með nokk-
uð öðrum en þó oft líkum blæ,
og litaauðlegðin mikil.
— Þetta er allt ánægjulegt
að heyra. Ég veit, að þið hafið
ferðazt til frægra staða, til
Þingvalla og að Geysi og Gull-
fossi og víðar, en hvernig lízt
ykkur á Reykjavík?
Þeim ber saman um, að
margt hefði komið þeim ó-
vænt og þeim fannst mikið til
um hve hér var mikið og vel
byggt.
— Og ekki sízt fannst mér
mikið til koma, að sjá allt
með nýtfzku myndarbrag f
fiskvinnslustöðvum ykkar — og
f stórum stfl. Þar hefi ég sér-
staka sögu að segja, þegar heim
kemur.
Mr. Reid minntist á Þjóð-
leikhúsið, sem honum fannst
mikið til um, og það væri eitt
af mörgu, sem ánægjulegt væri
að segja frá er heim kæmi.
Það væri lofsvert, að fámenn
þjóð skyldi hafa komið sér upp
þjóðleikhúsi og bæri það mikl-
um menningarbrag og fram-
taki vitni.
- ABBEY-LEIKHÚSIÐ er
okkar þjóðarleikhús, sagði
hann. Það brann, eins og yður
mun kunnugt, en það er byrjað
að reisa nýtt Abbey-Ieikhús, o*
við vonum að það verði full-
búið eftir tvö ár, en leikhús-
starfseminni hefir verið haldið
áfram.
Þeir félagar allir létu í Ijós
mikinn áhuga á íslandi sem
ferðamannalandi, og minntust á
hið mikla starf sem unnið hefði
verið í Eire með ágætum ár-
angri til þess að hæna ferða-
Framh. á bls. 5.