Vísir


Vísir - 16.10.1963, Qupperneq 5

Vísir - 16.10.1963, Qupperneq 5
Vt STR . Miðvikudagur 16. október 1963. 5 Ræða Bjarna — Framh. af bls. 1. vetna vera talinn mjög glæsileg- ur kosningasigur. MÖRG VERKEFNI. Þá vék ráðherrann að hinum mörgu og miklu verkefnum er bíða úrlausnar á þessu kjör- tfmabili. Hann sagði: Það þarf ekki að kvíða því að verkefni muni skorta eða að við komum ekki auga á framkvæmdir sem til hagsældar mundu geta orðið éf friður helzt til að hrinda þeim fram. En eðlilegt er að menn spyrji hvort nokkuð hamli framhaldi þeirra miklu framfara sem hafnar voru á síðasta kjör- timabili og hvort nokkuð hindri það að hefja ný stórverkefni. Þvf miður verður að játa að hættur eru framundan, ef ekki er brugðizt við þeim vanda, sem að steðjar og gripið til þeirra ráða, sem duga til að tryggja áframhaldandi framfarasókn þjóðarinnar. VANDI I LAUNAMÁLUM. ' Þá ræddi ráðherrann þau vand kvæði sem nú eru í launamál- um þjóðarinnar og fara vax- andi. Hann benti á það að fyrir kosningar hefðu stjórnarflokk- arnir ekki dulið það að fullt jafnvægi hefði ekki náðst í iaunamálum ,eins og til var ætl- azt þegar ríkisstjórnin tók við störfum. Ríkisstjórnin hefði mið að við að hægt væri að lúta for- sjá atvinnurekendasamtakanna og launþegasamtakanna í þeim efnum, en því miður hefði oft farið verr en skyldi og ríkis- stjórnin orðið að blanda sér í málið. Samt hefði ekki tekizt að koma i veg fyrir of miklar hækkanir og þær hækkanir hefðu haldið áfram að vaxa síð- ustu mánuðina. Launamálin eru hér í meira ólestri en með mörgum öðrum þjóðum, sagði ráðherrann. Rakti hann sfðan ítarlega að hvorki Alþýðusambandið né Vinnuveit endasambandið væru svo sterk samtök sem nauðsynlegt væri og það hlyti að leiða til upp- lausnar að láta samningsréttinn liggja f höndum svo margra að- ila sem raun bæri vitni um. Nauðsynlegt væri að komið væri á föstu hlutfalli innan verklýðshreyfingarinnar um laun hinna einstöku starfshópa. ORSAKIR ÓRÓANS. Þá rakti ráðherrann orsakir óróans í efnahagslífi þjóðarinnar síðustu misserin. Væri þar eink- um til að telja hina miklu síld- veiði sumarið 1962. Þjóðin öll hefði hagnazt á hinum góða afla en þó hefði það verið tiltölulega lítill hópur sjómanna, sem hinar mjög háu tekjur hlaut. Þessar háu tekjur, sem sízt bæri að telja eftir til hinna dugandi sjó- manna, hefðu svo valdið þvf að aðrir tóku að gera launasaman- burð. Auk þess leiddi hið aukna fjármagn til meiri framkvæmda, aðallega í húsbyggingum og þá hófust yfirborganir og aukin eft- irspurn eftir vinnuafli. Órói á vinnumarkaðnum fylgdi þannig í kjölfarið. Okkar litla þjóðfélag er þvf miður svo lítið, sagði ráðherrann, að tekjur nokkurra fiskimanna geta sett hér allt úr skorðum, þótt það myndi hafa næsta lítil áhrif í ekki stærra landi en Noregi. Vertfðin í sum- ar hefir hins vegar ekki gefið nægar tekjur til þess að taka við innflutningi, sem það fjármagn, sem til varð í fyrra, sækir nú eftir. Síðan rakti ráðherrann hvern- ig hinar vaxandi tekjur í fyrra höfðu í för með sér mikla hækk- un landbúnaðarverð í haust. Það tjáir ekki bæði að segja að bændur fái of mikið og líka að neita að leggja sig undir gerðar- dóm, eins og bændur búa við. Ef launþegar telja hlut bænda of ríflegan ættu þeir að vera fúsir til þess sjálfir að Ieggja sig undir slíka lögþvingun. KJARADÓMUR. Þá væri þess einnig að gæta, að kjaradómur veldur nokkrum óróa, þótt enn hafi hækkuð laun ríkisstarfsmanna ekki haft áhrif til verðhækkana. Við í ríkis- stjórninni erum ekki fremur en aðrir að öllu leyti ánægðir með úrskurð kjaradóms, en við verð- um að hlíta þeim dómi eins og aðrir, og sérstaklega er rétt að menn hafi það hugfast að launa- mismunur var orðinn svo lítill, að mjög erfitt var að halda hæf- um mönnum við störf hjá rík- inu og raunar var launakerfið allt að riðlast. Þá vék ráðherrann að þvl öng- þveiti í launamálum, sem nú hefði skapazt og hvernig leysa bæri vandann. Gengdarlausar kröfur væru nú hafðar uppi og ef við þeim væri orðið mundi annaðhvort blasa við stórfelld gengislækkun eða algjör stöðvun. Spurningin væri elcki um það nú hvort unnt væri að bæta auknum kostnaði ofan á frystihúsin og fiskiðnaðinn, heldur hvort þau gætu staðist þau laun sem nú væru greidd. Ræddi ráðherrann síðan um nauðsyn þess að forðast gengis- lækkun, eins og greint var hér að framan, en spyrna við fótum og treysta gildi krónunnar. TRAUST. VERÐIR Ræðu sinni lauk ráðherrann með þessum orðum: „Okkur greinir á um margt við stjórnarandstæðinga. Þeir vilja viðreisnarstjórnina feiga, en ég hygg að þeir sjálfir hljóti að skilja að timi hinnar gömlu kjarabaráttu er liðinn. Gleggsta dæmið um það er að hinir verst launuðu hafa yfirleitt orðið verst úti. Slík barátta hlýtur að heyra fortíðinni til. Við í stjórn- inni viðurkennum að reyna verð- ur að finna einhver ráð til þess að þeir sem verst eru settir fái raunverulegar kjarabætur, og stjórnin mun leggja sig alia fram um að það geti orðið. Fyrirfram vil ég ekki telja vonlaust að andstæðingarnir skilji að nú er nóg komið f kapp hiaupinu um kauphækkanir. Við munum í iengstu lög leitast við ao ná samkomulagi um þau ráð, sem grípa þarf til og leita sam- starfs um þau við andstæðing- ana. En á sama veg og við hljót- um að vera þakklátir fyrir hið mikla traust sem viðreisnar- stjórninni var sýnt í kosningun- um í sumar, þá gerum við okk- ur ljósa hina miklu skyldu, sem á okkar herðum hvílir. Ég treysti því að hvorugur stjórnarflokkurinn víki sér und- an þeirri skyldu, heldur verðum við áfram þess trausts verðir, sem þjóðin sýndi okkur“. Að lokinni ræðu ráðherra tóku þessir til máls: Sigurður Magn- ússon, Kjartan Ólafsson og Sig- urjón Bjarnason. Þrjár umsóknir um nýju prestsembættin í Reykjavik bár- ust á síðasta degi, en umsóknar fresturinn rann út í gærkvöldi. Eru umsækjendur þá orðnir 15 um 6 embætti. Frá 12 þessara umsókna og umsækjendum var sagt f blaðinu í gær, og verður nú sagt frá hinum nýju umsækj- endum. Þeir eru séra Ingólfur Guðmundsson, sem sækir um Bústaðaprestakall, séra Leó Júliusson á Borg á Mýrum, sem sækir um Ásprestakall og séra Yngvi Þórir Árnason, Prest- bakka f Hrútafirði, sem sækir um Háteigsprestakall. Séra Yngvi Þórir Ámason er fæddur 1916 í Reykjavík sonur Bjarna ívarssonar bókbindara, bónda og sjómanns í Litla-Seli í Reykjavík og\Ragnheiðar Magn úsdóttur, Blöndal, prests í Valla nesi, konu hans. Kjörfor- eldrar: Árn; verzlunarmaður í ------------------------------® 30 báSsir — Framh. af bls. 16. haga. Um kl. 9 urðu þrír árekstrar svo til samtímis, en þeir voru á Miklatorgi, á Laugavegi móts við Ás og loks á gatnamótum Nóatúns og Laugavegar. KI. 9,05 er svo síð- asti áreksturinn, sem hér kemur við sögu, en hann varð á mótum Kalkofnsvegar og Sölvhólsgötu. Enginn árekstur hafði orðið f Kópavogi í morgun og aðeins einn f Hafnarfirði, og þykir það vel sioppjg.^ I gær valt bifreið á vegmum heim að Kleppi. 1 bifreiðinni voru hjón, og sat konan við stýrið. Hvor ugt þeirra mun hafa meiðzt. Að fengnum upplýsingum frá götulögreglunni í morgun hefur hún á tímabilinu frá 1. —15. þ. m. haft afskipti af 170 árekstrum og slysum í Reykjavík, sem er langt fram úr öllum hliðstæðum árekstra og slysatölum sem um getur í sögu lögreglunnar fyrr og síðar á jafn skömmum tíma. í septembermán- uði öllum höfðu orðið 275 árekstr- ar, en sá mánuður var metmánuður í árekstrum fram að þessu. Nær 500 — Framh. af bls. 1. koma svo þeir nem- fóru utan á þessu en í staðinn endur, sem hausti. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um hve margir þeir eru. Þess er að geta, að fslenzkir nemendur er- lendis kunna að vera nokkru fleiri en segir hér á eftir (innan sviga tala nemenda í háskólum): Danmörk 207 (80), Svíþjóð 75 (30), Noregur 74 (35), Vestur-Þýzka land 158 (130), írska lýðveldið 1 (sem Ies írskar bókmenritir í há- skóla), Skotland 27 (24), England og Norður-írland 155 (26) þar af 6 í N.Í., Finnland 5 (4), Frakkland 31 (17), Sviss 8 (3), Austurrík; 6 (6), Spánn 4 (4), Holland 1 (há- skóla), Bandaríkin og Kanada 116 (46), Austur-Þýzkaland 8, Sovét- ríkin, PóIIand, Tékkóslóvakía: Einn í hverju Iandi en um löndin austan „tjalds" eru engan veginn tæm- andi upplýsingar fyrir hendi. Leiðrétting í frétt blaðsins í gær um al- mannavarnir varð misritun. Stóð f greininni að kanna ætti birgða- rými, en átti að vera byrgjarými. Séra Leó Júlíusson er fæddur árið 1919 í Bolungavfk, sonur hjónanna Júlíusar formanns þar Sigurðssonar og Önnu Guðfinnu Guðmundsdóttur. Lauk stúdents prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1941 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1945. Stundaði framhaldsnám í trúarheimspeki og trúarlffssál- arfræði við Kaupmannahafnar- háskóla 1951-1952. Var sóknar- prestur í Hofsprestakalli, Álfta- firði (Djúpavogi) 1945 — 1946 er hann var kjörinn prestur að Borg á Mýrum og hefir gegnt því embætti síðan og einnig þjónað nágrannasóknum all- lengi. Séra Leó hefir fengizt mik ið við kennslustörf, verið stunda kennari við Miðskólann í Borgar nesi sfðan 1947 og kenndi við tœndaskólann á Hvanneyri um skeið. Hann hefir starfað lengi að æskulýðs- og bindindismálum og haft barnastúku í Borgarnesi. Séra Leó Júiíusson er kvæntur Önnu Sigurðardóttur af Akra- nesi og eiga þau tvö börn. Reykjavík Gíslason og Sigur- björg Sigurðardóttir k. h. Lauk stúdentsprófi frá Mennta skólanum í Reykjavfk 1938 og embættisprófi í guðfræði frá Há skóla íslands 1944. Settur prest ur í Arnamesprestakalli sama ár og þjónaði þvf til ársins 1948 að hann fékk veitingu fyrir Prestbakka í Hrútafirði og hef- ur þjónað þar síðan og einnig þjónað nágrannaprestaköllum. Séra Yngvi stundaði framhalds- nám f samstæðilegri guðfnæði og Kirkjusögu við Kaupmanna- hafnarháskóla 1952 til 1953 og hefir starfað við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútáfirði. Kvæntur er hann Jóhönnu Helgadóttur læknis í K^flavík og eiga þau 8 börn. Séra Ingólfur Guðmundsson fæddist að Laugarvatni árið 1930, sonur hjónanna Guðmund ar Ólafssonar kennara þar og Ólafar Sigurðardóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1951 og næsta ár stundaði hann guð- fræðinám í Safnaðarháskólanum í Ósló, og var aftur þar síðar við nám. Árið 1954 tók hann próf í ýmsum greinum í Guðfræðj- deild Háskóla íslands en em- bættispróf tók hann ekki fyrr en vorið 1962 og var settur prestur á Húsavfk s.I. ár. Séra Ingólfur hefur unnið fjölþætt störf og hefir almennt kennara próf og íþróttakennarapróf í ýmsum greinum auk embættis prófs síns. Hann hefir gegnt kennslustörfum í Reykjavík m.a. í gagnfræðaskólanum við Hring braut, starfað í lögregluliði borg arinnar, ferðazt mikið erlendis á mót og fundi á vegum kirkj- unnar og Ungmennafélags ís- lands. Hann vann að undirbún- ingi norræna æskulýðsmótsins á Laugarvatni 1954, átti sæti í Stúdentaráði Háskólans um skeið og var fulltrúi þess á stúdentaráðstefnu á Ceylon, hef ir átt sæti í stjórn Kristilegs Stúdentafélags og hefir unnið mikið að sumarbúðastarfi á veg um kirkjunnar. Séra Ingólfur er kvæntur Áslaugu Eiríksdóttur og eiga þau 3 börn. t Maðurinn minn faðir okkar og tengdafaðir JÓN PÉTURSSON viktarmaður, Akranesi, verður jarðsunginn fimmtudaginn 17. okt. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hans Vesturgötu 77 Akranesi kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeðið, en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta sjúkrahús Akraness njóta þess. Guðrún Jóhannesdóttir börn og tengdabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar tengdamóðir og amma RAGNMLDUR MAGNÚSDÓTTIR Laugarnesveg 88, sem lézt á Borgarsjúkrahúsinu 11. þ. m. verður jarð- sungin fimmtudaginn 17. október kl. 10,30 i Fossvogs- kirkju. Jarðarförinni verður útvarpað. Ingibjartur Jónsson og böm.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.