Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 4
1 V1SIR . Þriðjudagur 22. október!963. iwfTnniBMW ■iim ............. t—■ ■ n Erhard, hinn nýi kanzlari Vestur-Þýzkalands, ásamt konu sinni. y ■y^iðræður Dana við Efna- hagsbandalag Evrópu, sem fram fóru f síðustu viku, hafa vakið mikla athygli. Við ræður þessar voru hinar fyrstu, er EFTA-ríki átti við Efnahagsbandalagið frá því, að upp úr samningaviðræð- um Breta og Efnahagsbanda- lagsins slitnaði í janúar s. I. Var þess því beðið með mik- illi eftirvæntingu, hver árang ur viðræðnanna yrði og talið að þær gætu gefið nokkra vísbendingu um það, hver samskipti EFTA-ríkjanna og EBE-ríkjanna yrðu á næsí- unni. Það kom nokkuð á óvart, er það spurðist; að Per Hækkerup utanrikisráðherra Dana mundi e'ga «sérstakan fund með fram- •kvæmdastjórn Efnahagsbanda- iagsins um hin ýmsu vandamál Dana í sambandi við viðskipti þeirra við aðildarrflíi EBE. Áður hafði verið búizt við því, að Danir mundu ræða vandamál sín við fulltrúa sexveldanna á sama vettvangi og Bretar, þ. e. í Vestur-Evrópu bandalaginu, en ákveðið hefur verið að innan þess verði rætt um samstarf Bpeta við EBE. MIKIÐ TJÓN DANA. Hinar nýju reglur Efnahags- bandalagsins um viðskipti með landbúnaðarafurðir hafa þegar skaðað Dani stðrlega. Hefur út- flutningur Dana á Iandbúnaðar- afurðum til landa sexveldanna minnkað um 320 milljónir króna danskra á ári en sérfræðingar Dana í þessum málum teija, að viðskiptatjón þeirra muni fara upp í 900 milljónir kr. danskra á ári, þegar Efnahagsbandalagið hefur látið koma til fram- kvæmda þau ákvæði um land- búnaðarmái, sem nú eru í und- irbúningi. Höfuðástæðan fyrir því, að Danir óskuðu eftir sér- stökum viðræðum við Efna- hagsbandalagið, var að fá tæki- urslaus. Framkvæmdastjórn EBE féllst á, að sérfræðingar bandalagsins og Dana í mark- aðsmálunum héldu með sér fundi til þess að athuga ná- kvæmlega tjón það, er Danir hefðu orðið fyrir í landbúnaðar- málunum. Að þeirri athugun lokinni á utanríkisráðherra Dana að ræða við fram- kvæmdastjórn EBE á ný, eða í næsta mánuði. Eiga þær við- ræður að fara fram áður en framkvæmdastjórnin leggur fyrir ráðherranefndina tillögur sinar um endurskoðun þeirra ákvæða, er nú gilda varðandi viðskipti með iandbúnaðaraf- urðir. En um svipað leyti mun framkvæmdastjórnin einnig leggja fyrir ráðherranefndina tillögur um frekari ákvarðanir í landbúnaðarmálunum. Þá félist framkvæmdastjómin einnig á, að regiulegir fundir yrðu haldn- ir með fulltrúum Dana um vandamál þeirra I sambandi við viðskipti á sameiginlega mark- aðinum. Munu Danir gera sér góðar vonir um, að þeir muni fá einhver sérákvæði fyrir Iandbúnað sinn, þó síðar verði. BRETAR INN EFTIR 2-3 ÁR? Bretar munu eiga sinn fyrsta fund með fulltrúum sexveld- anna innan Vestur-Evrópu- bandaiagsins 24. október n. k. Er ekki búizt við neinum tíð- indum í sambandi við þann fund. Frakkar hafa ekki breytt neitt afstöðu sinni til aðildar Breta að EBE en það hefur hins vegar orðið æ ljósara und- anfarið, hvers vegna De Gaulle beitti neitunarvaldi gegn upp- töku Breta f bandalagið. Að- stoðarutanríkisráðherra Frakka, Habib Deloncle, sagði t. d. í ræðu í Evrópuráðinu fyrir nokkru, að ef Bretar óskuðu eftir því að eiga samleið með Efnahagsbandalaginu f framtíð- inni yrðu þeir að hefja sam- vinnu við „Evrópuríkin“ á sviði kjamorkuvarna í stað þess að halla sér að Bandaríkjunum í því efni. Var það augljóst, af máli ráðherrans, að hann var að benda Bretum á það, að leið þeirra inn í EBE lægi gegn um samvinnu við Frakka um Frakka í landbúnaðarmálum eft- ir framkomu þeirra við Breta. Einnig hefur Frökkum gengið erfiðiega að fá samþykkt sér- ákvæði fy rir allmörg Afríku- ríki, fyrrverandi nýlendur Frakka, er hafa sótt um auka- aðild að EBE. Er greinilegt, að samstarf sexveldanna hefur ver- ið mjög stirt undanfarið og hef- um iðnaðarvörum en þeir hafa ekki fengið frjálsan aðgang að hinum vestur-þýzka markaði fyr ir landbúnaðarvörur sínar í staðinn. Er nú talið, að Frakk- ar muni fá einhverja úrlausn í desember n.k. En áreiðanlegt er að hin nýja stjórn Erhards mun ekki slaka neitt til fyrir Frökk- um í landbúnaðarmálunum fyrr veita forsetanum leyfi til þess að fella toilana alveg niður, ef um er að ræða vörutegundir, þar sem viðskipti Bandaríkjanna og EBE nema 80 prosent al- heimsviðskiptanna. Miklar von- ir eru bundnar við þessi nýju bandarísku lög og fyrirhugaðar tollaviðræður innan GATT. — Bandaríkin gerðu fulltrúum EBE Opnar Erbará Bretum leið inn / færi til þess að gera bandalag- inu grein fyrir því mikla tjóni, er þeir hefðu orðið fyrir vegna stefnu Efnahagsbandalagsins í landbúnaðarmálum. Per Hække- rup utanríkisráðherra Dana ósk- aði eftir því við Hallstein og aðra fulltrúa framkvæmda- stjórnar EBE, að Danir fengju undanþágur I sambandi við út- flutning vissra danskra land- búnaðarafurða til hins sameig- inlega markaðs sexveldanna. En fulltrúar EBE svöruðu því til, að ef Danir fengju slíkar undan- þágur, ju’ðu önnur rfki, er seldu landbúnaðarafurðir á hinum sameiginlega markaði einnig að fá hliðstæð hlunnindi, t. d. samveldislönd Breta, Suður- Ameríka, Pólland og Júgó- slavía. Eina lausnin á vanda- málum Dana væri þvl 1 raun- inni sú, að þeir gengju i Efna- hagsbandalagið. Enda þótt undirtektir fulltrúa Efnahagsbandalagsins við mála- leitan Dana hafi verið dræmar má segja, að för Per Hækkerups hafi ekki verið með öllu árang- kjarnorkuvarnir. Blöð i Vestur- Evrópu hafa einnig haldið því óhikað fram undanfarið að Bretar hafi goldið afstöðu sinn- ar I kjarnorkumálum, er þeim var neitað um aðild að EBE. Almennt er nú talið, að ekki verði hafnar alvarlegar við- ræður um aðild Breta að EBE á ný fyrr en 1—2 árum eftir næstu almennar þingkosningar í, Bretlandi. Þó er bent á, að valdataka Erhards f Vestur- Þýzkalandi geti éf til vill hrað- að málinu. Erhard, hinn nýi kanzlari Vestur-Þjóðverja, hef- ur ætíð verið eindregið fylgj- andi aðild Breta að Efnahags- bandalaginu og því má búast við því, að hann muni gera sitt ítrasta til þess að breyta afstöðu De Gaulle. Heita má, að alger stöðnun hafi ríkt hjá Efnahagsbanda- laginu síðan í janúar sl., er upp úr viðræðunum við Breta slitn- aði. Ekkert hefur gerzt í land- búnaðarmálunum og hefur virzt sem 5-veldin hefðu lítinn áhuga á því að verða við óskum ur það mjög torveldað framþró- un bandalagsins á þessu ári. Enda þótt stefna Efnahags- bandalagsins sé mörkuð í höfuð dráttum i Rómarsáttmálanum, verður ráð bandaiagsins að taka ákvarðanir um fjölmörg mál, t. d. að verulegu leyti um við- skiptin með landbúnaðarafurðir. Það ríður þvi á miklu fyrir sex- veldin, að samkomulag sé gott með þeim. BETRA ANDRÚMSLOFT I BRUSSEL Síðustu fréttir frá Brussel herma, að andrúmsloftið hafi hreinsazt undanfarið og búast megi við því, að samkomulagið fari batnandi á ný. Frakkar hafa lagt mikla áherzlu á það, að stefnan i landbúnaðarmálunum verði afgreidd frekar fyrir ára- mót en þeir eiga meira undir því en nokkurt annað aðildar- rikja EBE, að verzlunin með landbúnaðarafurðir verði gerð frjáls. Eins og málið stend- ur í dag hafa Frakkar orðið að opna markaði sína fyrir þýzk- en reynt hefur verið áður að fá Frakka til þess að breyta eitt- hvað afstöðu sinni til Breta. — Snemma á næsta ári eiga að fara fram tollaviðræður á veg- um Gatt, viðræður þær, er kenndar hafa verið við Kennedy Bandaríkjaforseta og snúast munu um gagnkvæmt samkomu- lag Efnahagsbandalagsríkjanna og Bandaríkjanna um tollalækkr amr. En vegna beztu kjara á- kvæða Gatt mundu önnur að- iidarríki Gatt einnig njóta góðs af þeim tollalækkunum, sem samið yrði um. Meðan enn voru taldar góðar horfur á því, að Bretar gerðust aðilar að EBE, var mikill áhugi fyrir þvf í Bandaríkjunum, að gerður yrði gagnkvæmur tollasamningur við EBE. Fékk Kennedy Bandaríkja- forseti heimild I sérstökum lög- um (Trade Expansion Act) til þess að lækka bandaríska tolla eða fella þá niður, ef samsvar- andi lækkanir fengjust á tollum annarra landa í staðinn. Lögin heimila Kennedy að lækka toll- ana um allt að 50 prosent og EBE? ríkjanna það þó strax ljóst, að Bandaríkin myndu þvi aðeins framkvæma víðtækar tollalækk- anir á vörum frá EBE-ríkjunum, að stefna EBE í landbúnaðar- málum skaðaði ekki Bandarfkin. Hækkun EBE á tolli þeim, sem Iagður er á innflutta frysta kjúkl inga, kom hins vegar mjög illa við Bandarfkin og orsakaði mikla deilu milli EBE og Banda- rfkjanna. Umræddur tollur var þrefaldaður og töldu fulltrúar Bandaríkjastjórnar, að sú tolla- hækkun skaðaði Bandarilíin um 46 millj. dollara á ári. Kröfðust Bandarfkin þess, að tollurinn yrði lækkaður á ný, ella yrði gripið til gagnráðstafana. Mikl- ar samningaviðræður hafa farið fram milli Bandaríkjanna og Efnahagsbandalagsins til þess að ná samkomulagi í kjúklingastríð inu. Samkvæmt síðustu fregnum hefur samkomulag náðst nú fyr- ir nokkrum dögum og eru horf- ur þá betri á ný á þvf að góður árangur náist í tollaviðræðunum á vegum GATT. Björgvin Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.