Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 9
V1S IR . Þriöjudagur 22. október 1S63. Mynd af mannfólki á úrslitastund Viðtal við Guðmund Duníelsson rit- höfund vegnu nýrrur skúldsögu sem kemur út í huust Eftir Guðmund Danielsson rithöfund og skólastjóra á Eyr- arbakka er von á nýrri skáld- sögu í haust á vegum Isafoldar- prentsmiðju h.f. Bókin er f prentun. Henni hefur verið nafn gefið og heitir „Húsið“. Þetta mun vera 24. bók Guð- mundar. Vísir átti stutt samtal sfm- leiðis við Guðmund skáld og bað hann að segja það sem honum byggi í brjósti um nýju bókina. — Mér er ekki tamt að eiga viðtöl við blöð svo að nokkur uppbygging sé að fyrir einn eða neinn sagði Guðmundur. En hvers viltu spyrja? — Hvar gerist sagan og hvenær? — Hún gerist á árunum næstu eftir heimsstyrjöldina fyrri. Sögusviðið er sjávar- þorp. Að vissu leyti ekki óá- þekkt því sem- er hér á Eyrar- bakka. En þess ber iíka að geta að mörg þorp á íslandi | Siysfarasaga Skef- ilsstaðahrepps Ludvig R. Kemp fyrrv. bóndi og vegaverkstjóri, en einnig landskunnur fræðaþulur og hagyrðingur hefur sent á mark- aðinn bók um slysfarir í Skefils- staðahreppi, sem er nyrzti hreppur vestan Vatna í Skaga- firði. Leiftur h.f. gaf bókina út. Þessi slysfaraannáll nær yfir hálfrar annarrar aldar skeið, þ. e. frá 1800 til 1950, en á þeim tfma telur höfundurinn að 70 manneskjur hafi farizt af slys- förum í þessum eina hreppi, þar af 9 konur. Meginþorri slysfar- anna stendur í sambandi við drukknanir, en annars hafa slysin borið að með ýmsum hætti, allt frá því að detta fram úr rúmfleti sínu, sitja fastur í eldhússtrompi og upp f það að skera sig með gæruhnífi á háls. Frá öllu þessu segir bókarhöf- undur eftir þeim gögnum og heimildum sem hann hefur handbærar og beztar. Þó eru það ekki slysfara- sagnirnar sjálfar sem vekja mesta athygli við lestur bókar- innar heldur ættfærslur hinna slösuðu og niðjatöl. Þetta hvort tveggja rekur Kemp eins gaum- gæfilega og unnt er og fyrir bragðið verður bókin kærkomin öllum þeim, sem fást við ætt- fræði. Bókin er rúmar 180 síður að stæð og í henni m. a. nákvæm skrá yfir nöfn og heimilisföng þeirra sem slasazt hafa til bana, svo og hvaða dag og hvernig slysið hefur að höndum borið. 1 upphafi bókar er lýsing á alfaraleiðum að og frá Skefils- staðahreppi að fornu og nýju. Víða er frásögnin krydduð með kýmnisögum, sögnum eða vísum sem höfundur hefur náð að grafa úr gleymsku. hafa á sér áþekkan blæ. — Já, og svo er eitt hús, sem öðrum fremur dregur að sér at- hygli á Eyrarbakka. Dregur sagan nafn af því húsi? — Það skal ég ósagt látið. Hvert þorp á sitt hús. Hús sem öðrum fremur koma við sögu, hús mikilla örlaga. Ekki fremur á Eyrarbakka en annars staðar. Hins vegar er nafnið á skáld- sögunni minni nýju fyrst og fremst symbólskt og getur jafnt átt við mörg hús eins og eitthvert eitt. — Hvert er höfuðviðfangs- efni sögunnar? — ! rauninni það að gefa analyserandi mynd af mann- fólki á úrslitastund. Hvað það gildir að vera maður. Vera sjálfum sér trúr. ^Aðdragandi eða undirrót söguefnisins eru þau umbrot og sá byltingarhugur sem læsti sig í þjóðlífið árin næstu eftir fyrri heimsstyrjöld. Það voru mikil umbrot, ólga. Því má bæta við að sagan er fyrst og fremst psykologisk, en með meiru þjóðfélagslegu ívafi en í flestum bókum mínum öðr- um. Er hún ólík fyrri skáldsögum þínum? — Það held ég. Sér 1 lagi þeirri síðustu. Ég leitaði þarna að nýju tema sem ekki hefur verið uppistaða I neinni fyrri bóka minna. — Hvað finnst þér sjálfum Guðmundur Daníclsson rithöf. um hana? Telurðu þér hafa heppnast vel og ertu ánægðari með hana en fyrri skáldsögur þínar? — Það gæti svo sem vel ver- ið að mér fyndist eitthvað um hana. En það er nú einu sinni þannig, að oft hafa lesendur allt aðra skoðun á ritsmíðinni heldur en höfundarnir. Ég læt þá dæma, en þegi sjálfur. - Stór bók? — Það er eitt af fáu sem ég get frætt þig um I sambandi við hana. Það er búið að setja hana alla I prentsmiðjunni og hún hefur orðið 240 bls. að lengd. — Með nokkuð nýtt f smíð- um? — Nei. Ég tek alltaf hvíld eftir að verki lýkur. Aldrei skemur en hálft ár. Úr þvf fara kannski að myndast ný drög að einhverju viðfangsefni. En svo Iangt á leið er ég ekki kominn ennþá. 3 miklar orðabækur í smíðum hjá ISÁFOLD Bókaverzlun ísafoldar h.f. gef ur út margt bóka í ár að venju. Samkvæmt upplýsingum sem Pétur Ólafsson forstjóri gaf Vísi, eru þessar helztar meðal væntanlegra útgáfubóka í haust: Lögfræðinga og læknatöl, hvorttveggja mjög stórar bæk- ur. Lögfræðingatalið verður t. a. m. 736 síður að stærð, eða allt að helmingi stærra en gamla útgáfan. Það er Agnar Kl. Jóns- son ráðuneytisstjóri, sem sér um útgáfuna. Myndir verða af öll- um lögfræðingum. Læknatalið verður . eitthvað síðbúnara, en kemur samt út í vetur. Það verður sennilega mun stærra en Lögfræðingatal- ið og verður f tveim bindum. Að því hafa þeir unnið Vilmund ur Jónsson fyrrv. landlæknir og Lárus Blöndal bíkavörður. Eftir Árna Óla blaðamann koma tvær bækur út í haust, báðar stórar. Önnur þeirra, „Er- ill og ferill blaðamanns", eru endurminningar frá hálfrar ald- ar blaðamennskuferli höfundar hjá Morgunblaðinu og er ætlun- in að hún komi út á 50 ára af- mæli Morgunblaðsins 2. nóv. n. k. Þessi bók verður 460 sfður að stærð, myndskreytt. Hin bókin, sem kemur út eftir Árna, er fjórða Reykjavfkurbók- in hans og heitir „Horft á Reykjavík". Árni er allra manna fróðastur um sögu Reykjavíkur, enda enginn samtímamaður tínt saman jafn mikinn fróðleik um hana sem hann. í bókinni verður og nafnaskrá, bæði yfir manna- og staðanöfn, f öllum fjórum Reykjavíkurbókum Árna. Með þessu móti verður þetta ritsafn að þægilegu uppsláttarriti fyrir alla þá sem á einn eða annan hátt þurfa að leita fróðleiks eða heimilda í þessar bækur. Eftir Magnús Magnússon fyrrv. ritstjóra Storms kemur út ný minningabók „Ég minnist þeirra", en í henni segir höf- undur frá ýmsum samtíðarmönn um, sem hann kynntist. Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir Magnús, „Setið hef eg að sumbli", sem þótt hefur f röð skemmtilegustu minningabóka. „Endurminningar fjallgöngu- manns“ heitir óvenjuleg bók eft ir Þórð Guðjohnsen fyrrum lækni í Rönne f Danmörku. Þetta eru ferðaminningar hans, einkum um Noreg og verða með fjölda skemmtilegra teikn- inga, sem hann gerði sjálfur á ferðum sínum. Þetta verður ekki stór bók, en vafalaust ein af þeim fallegustu, sem á markað- inn koma í haust. 1 bókarauka skrifar Jakob Guðjohnsen raf- magnsstjóri og frændi Þórðar, um höfundinn og rekur helztu æviatriði hans. Af ritsöfnum sem ísafold hef- ur géfið út á undanförnum ár- um koma tvö bindi f haust af skáldsögum Jack London, „Undrið rnikla" og „Neistinn", en þar með hefur Isafoldarprent smiðja gefið út 12 bækur eftir hann. Af ritsafni Sigurðar Breið- fjörðs hafa þegar komið út fjög- ur bindi, þ. á m. öll Ijóðmæli hans og eitt rímnabindi, það fyrsta af sex. í því bindi voru Tístransrímur, en í haust koma Númarímur út. Það er Svein- björn Beinteinsson, sem sér um útgáfuna, en Jóhann Briem list- málari teiknar f hana myndir. Skýringar á rímunum verða á spássfum, lesendum til flýtis og hægðarauka. Af ritsafni Matthíasar Joc- humssonar eru alls komin út 8 bindi. I haust kemur ekkert til viðbótar, en á næsta ári er gert ráð fyrir að 9. og síðasta bindið komi út. I því verða þýddu leik- ritin „Brandur" og „Gfsli Súrs- son“. Eina bók gefur Isafoldarprent smiðja út sameiginlega með Sögufélaginu, en það er „Jól á Islandi" eftir Árna Björnsson. Af innlendum skáldsögum má fyrst og fremst nefna nýja sögu, „Húsið“, eftir Guðmund Danf- elsson. Sú saga gerist hér á landi eftir fyrri heimsstyrjöld og munu lesendur — þegar þar að kemur — fljótt renna grun f við hvaða hús er átt. Eftir Guðmund Daníelsson kemur út endurprentun á fyrstu skáldsögu hans, „Bræðumir f Grashaga“. Verður þetta jafn- framt fyrsta bindið í heildarrit- safni Guðmundar. „Myllusteinninn“ heitir ný skáldsaga eftir Jakob Jónasson, en áður hefur forlagið gefið út tvær skáldsögur eftir hann. Ekki kvaðst Pétur myndi gefa mikið út af þýddum bókum f haust. Þó kvaðst hann myndi gefa út nýja skáldsögu „Gúró“ eftir norsku skáldkonuna Anitru, en hún er metsöluhðf- undur í heimalandi sfn um þess- ar mundir. Áður hafa komið út ,,Silkiklæðan“' og „Herragarðs- lff“ eftir hana hjá Isafoldar- prentsmiðju. Þá má ekki gleyma bókinni um „Dularfulla Kanadamann- inn“ eftir Sir William Steven- son, sem Vestur-Islendingar telja að sé annar nafnkunnasti landi þelrra, næstur Vilhjálmi Stefánssyni. Hann var yflrmað- ur leyniþjónustu Bandamanna f sfðari heimsstyrjöld og kann frá mjög mörgum spennandi og mikilvægum atburðum að segja. Er bókin áhrifamikil og spenn- andi frá upphafi tll enda. Nokkrar barna- og unglinga- bækur koma út í haust. Mesta athygli þeirra vekur vafalaust bók Stefáns Jónssonar „Hjalta“- höfundar sem hann nefnir „Sum ar í Sóltúni" og unglingabók eftir Kára Tryggvason „Ævin- týraleiðir", en hún gerist á Kanarieyjum. ísafoldarprentsmiðja h.f. hef- ur á undanförnum árum gefið út sæg kennslubóka og svo verður enn á þessu ári, jafnt nýrra bóka, sem endurútgáfna. I þeim hópi er ný ensk lestrar- bók, ætluð landsprófsnemend- endum, eftir Björn Bjarnason. Er þegar byrjað að kenna hana í landsprófsdeildum skólanna. Að lokum skal getið þriggja stórra orðabóka sem eru í undirbúningi. Það er fslenzk- ensk orðabók eftir Sigurð Boga-' son, íslenzk-þýzk orðabók eftir Ingvar Brynjólfsson og fslenzk- dönsk orðabók eftir þá próf. Ole Widding og Harald Magn- ússon. Allt stórar bækur og a. m. k. sú síðastnefnda í 2 bind- um. p

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.