Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 7
7 V í SIR . Þriðjudagur 22. október 1963. í dag er öld liðin frá fæðingu Ólafíu Jóhannsdóttur. Minningu hennar var mikill sómi sýndur árið 1957 með útgáfu Hlað- búðar á endurminningum hennar, í tveimur bindum. Nefndist hið fyrra Frá myrkri tii ljóss, hið síð- ara Aumastur allra. Formála þess- arar vönduðu bókar skrifaði Bjarni Benediktsson ráðherra og segir hann þar réttilega: „Henni nægði ekki að boða trú sína, heldur varð hún að sýna hana í verki. Það tókst henni á þann veg, að ekki verður talið ofmælt, að henni hef- ur verið líkt við helga menn krist- innar kirkju, svo sem Frans frá Assisi“. Minningin um Ólafíu Jóhanns- dóttur og starf hennar má ekki falla í gleymsku. Því er ofannefndr- ar ártíðar minnzt hér, þótt eigi séu tök að gera það, nema í stuttu máli, en vísað skal tii Endurminn- inganna, sem öllum er hollur lest- ur, og ég vil endurtaka örstuttan kafla úr grein, sem ég skrifaði i Vísi um Ólafíu 1957, er minning- arnar hennar komu út: „Aumastur allra“ kynnt fyrstu kvöldvöku F. í Ferðafélag íslands efnir til fyrstu kvöldvöku sinnar á haust- inu í Sjálfstæðishúsinu n. k. fimmtudagskvöld. Aðalefni kvöldvökunnar verður erindi sem dr. Sigurður Þórarins- son flytur um hina merkilegu þjóð Mormóna í Bandaríkjunum og land íþað sem hún byggir. I vor þegar dr. Sigurði var boðið H'estur um haf til fyrirlestrahalds við ýmsa bandaríska háskóla voru einnig háskólar í Mormónaríkinu Utah þar á meðal. Þar var dr. Sigurði boðið í ferðalög um nokkurn hluta landsins og kvaðst hann hafa orðið undrandi yfir Ainni miklu náttúrufegurð sem Iand þetta hefúr að geyma. Þar voru fjöll með snævi þöktum tind- um, á 5. þús. metra há, stórkostleg og hrikafögur gljúfur sem naumast eiga sinn líka og önnur náttúru- fegurð eftir því. Þarna tók dr. Sig- urður fjölda litmynda og sýnir þær og skýrir með erindi sínu á fimmtudagskvöldið. Svo sem kunnugt er hafa nokkr- ir íslendingar gerzt mormónar og tekið sér búsetu í Utah. Það er mannvænlegt fólk og menningar- legt og komst dr. Sigurður í kynni við nokkra afkomendur hinna ís- lenzku Iandnema í Mormónaland- inu. Dr. Sigurður segir manna skemmtilegast frá og hefur jafnan verið húsfyllir á þeim kvöldvökum Ferðafélagsins, þar sem hann hefur flutt erindi. Þarf ekki að efa að svo verði enn. Að erindinu loknu verður myndagetraun og verðlaun veitt og loks stiginn dans til kl. 12 á mið- nætti. „Það er saga sumra munaðar- Ieysingja, sem Ólafía segir í bók sinni „De ulykkeligste", sem kom út í íslenzkri þýðingu og enskri, og var prentuð fimm sinnum í Noregi, seinast 1947. í þessu verki, sem hvert stórskáld mætti vera full- sæmt af vegna látlausrar frásagn- arsnilldar og efnismeðferðar, er lýst einni skuggalegustu hlið mann legs lífs, en hversu djúp sem ör- væntingin er og eymd mannssál- aririnar, sem lýst er, er aldrei svo dimmt yfir, að lesandanum finnist ekki, að hann standi í birtu drott- ins. Slík er trú, göfgi og fórnar- lund konunnar, sem segir frá“. Og niðurlagsorð greinarinnar: „Og nú skalt þú, lesari góður, lesa bókina um Ólafíu Jóhannsdótt- ur, ganga þannig á fund þeirrar konu, sem mér ávallt hefir fundizt eiga skilið heiti slíkt sem Florence Nightingale hlaut, að vera kölluð „konan með Iampann" — eða jafn- vel heiti enn fegurra". Axel Thorsteinson. ^ Fyrírlesfur 'i háskólanum Hr. Mogens Hansen verkfræð- ingur frá Danmörku flytur fyrir- lestur um notkun reiknivéla í tækni og stjórnum (Elektroniske regnemaskiners anvendelse inden- for teknik og administration) n. k. miðvikudag 23. okt. kl. 17,30 i í I. kennslustofu háskólans. — ! Öllum er heimill aðgangur. Ádrepa á póstjórn Mér dettur í hug að skamma póstyfirvöldin í dag. Þau eiga það skilið og ég skal segja ykkur hvers vegna. Um fjölmörg undanfarin ár hafa verið til sölu í pósthúsinu svokölluð flugbréf. Það er bréfsefni með áprentuðu frí- merki mjög hagkvæmt til allrar notkunar og burðargjald auk þess mun ódýrara heldur en undir venjulegt bréf. Þessi flugbréf hafa ekki verið til í pósthúsinu í Reykjavík í allt liðlangt sumar og er það ó- fyrirgefanlegt sleifarlag og sinnuleysi af hálfu póststjórn- armanna. Ég kom I pósthúsið í vor og ætlaði að kaupa nokkur flug- bréf. Þau voru ekki til en mér var tjáð að þau myndu koma i júlí. í júlímánuði fór ég aftur i pósthúsið og ætlaði að hreppa gæsina glóðvolga. Nei, flug- bréfin voru ennþá ókomin en voru væntanleg í næsta mán- uði. Þennan næsta mánuð var ég í sumarleyfi, tók mér hvíld frá öllum bréfaskriftum en Iagði Ieið mína í pósthúsið snemma í september og bað um flugbréf. !■■■■■■ „Það eru engin flugbréf til,“ hljóðaði svarið. í byrjun þessa mánaðar gerði ég enn eina tilraun til að fá flugbréf, en allt fór á sömu leið. Þau voru enn ókomin. Hvers vegna jpetta sinnuleysi? Nú langar mig til að spyrja yfirmenn póstmála hverju þetta sæti. Eru þeir sofandi í starfi sínu og hugsa ekki um sjálf- sagða þjónustu við almenning, sem ætla mætti þó að væri skylda þeirra. Fást flúgbréfin ekki prentuð, eða skortir papp- ír í bréfsefnin? Eða er þetta beinlínis gert af yfirlögðu ráði til að fólk geti ekki notið hinna ódýrari póstburðagjalda og af því að póststjórnin græðir meira á burðargjöldum almennra bréfa heldur en flugbréfa? Og að Iokum hvenær koma flugbréfin, eða koma þau alls . ekki? Eiginmenn klunnaleg meindýr Ég f.r að glugga í nýútkomna bók eftir danska gamanhöfund- inn Willy Breinholst sem ís- lendingum er að góðu kunnur fyrir bráðskemmtilegar ritsmíð- ar 1 tímaritum, bæklingum og bókum, m. a. í landkynning- arbæklingum Flugfélags íslands og víðar. Þessi nýkomna bók eftir Breinholst heitir „Hinn full- konaíl eiginmaður", en i fyrra kom út eftir hann bókin „Vandinn að vera pabbi“, sem varð meðal metsölubóka á jóla- markaðinum í fyrra. í hinni nýju bók sinni segir höfundurinn að frá sjónarmiði eiginkonunnar hafi eiginmaður- inn á öllum tímum verið klunnalegt, bjánalegt, tillits- laust og tóbaksþefjandi meindýr með tvær hendur, tvo fætur og höfuð, sem hann notar sem geymslustað fyrir ótakmarkaðar birgðir heimsku sinnar. Það sé og rökfræðileg sannreynd að allir eiginmenn séu aulabáðar (annars væru þeir ekki eigin- menn, heldur piparsveinar!). Það er margt skemmtilegt í þessari nýju kennslubók(l) til að verða fullkominn eiginmað- ur, og ekki kæmi mér á óvart þótt hún yrði ekki síður vin- sæl heldur en ,,pabba-bókin“ í fyrra. Kári II. Ólafía Jóhannsdóttir. OTTAZT UM HOF- UÐKÚPUBROT í fyrrinótt varð alvarlegt slys í Lækjargötu, rétt norðan við Vonarstræti. Þar varð fótgangandi maður fyrir bifreið og slasaðist það mikið að flytja varð hann í sjúkrahús. Slysið varð um miðnættið. Þá var bifreið ekið norður Lækjar- götuna og þegar hún var rétt komin norður fyrir gatnamót Von- arstrætis vissi ökumaður hennar ekki fyrr til en bifreiðin lendir á fótgangandi manni, sem skall um leið í götuna og var meðvitundar- laus þegar að var komið. Kvaðst ökumaðurinn alls ekki hafa séð neitt til ferða mannsins fyrr en um leið og áreksturinn varð. Maðurinn sem slasaðist heitir Ólafur Gestsson og er rúmlega hálffertugur að aldri. Hann var fluttur í slysavarðstofuna, en þar sem læknar töldu llklegt að mað- urinn væri höfuðkúpubrotinn, var hann fluttur £ Landakotsspltala. Rannsóknarlögregluna vantar vitni að atburði þessum. Hún telur líklegt að þarna hafi verið fólk á ferð og biður þá sem kunna frá atvikum að skýra að gefa sig fram við hana. Sd jum alla miðana SKYNDIHAPPDRÆTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS er i fullum gangi. Vinningurinn, MERCEDES BENZ 190, stend- ur í Austurstræti og þar eru seldir miðar. — KAUPIÐ MIÐA TÍMANLEGA. — Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem hafa fengið senda miða, eru vinsamlegast beðnir um að GERA SKIL SEM ALLRA FYRST í aðal- skrifstofu SjáifstæðisfIokksins. — TIL STYRKTAR SJÁLF- STÆÐISFLOKKNUM. - Munið, að dregið er 8. nóvem- ber, svo að ekki eru margir dagar til stefnu. En kjörorðið er samt sem áður: Seljum alla miðana. ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.