Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 6
VlSIR . ÞrlOjudagur 22. október!963. utlönd 1 morgun útlönd i rnórgun ' . •útlönd í.morgun útlönd í mopgun Heilt her- fylki fliitt loftleiðis Home lávaröur, hinn nýi for- sætisráðherra Bretiands, sagði að færa mætti gild rök fyrir því að fundum brezka þingsins yrði frestað fram yfir aukakosning- una. Sjónvarpað var í gær frá ; þrem sjónvarpsstöðvum svörum Home lávarðs við ýmsum fyrir sþurnum á þá leið, að hann hefði aldrei sótzt eftir að verða forsætisráðherra, en hann hefði talið sér skylt að verða við til- mælunum um að reyna að mynda*nýja rfkisstjórn. Birt hafa verið svarskeyti Home lávarðs til Kennedys Bandaríkjaforseta, Krúsévs for- sætisráðherra Sovétríkjanna og Ludwigs Erhards forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands. í skeytinu til Kennedys sagði hann, að brezka þjóðin yrði á- fram ákveðin og ábyrg sam- starfsþjóð Bandaríkjanna svo sem verið hefur. 1 skeytinu til Krúsévs kvaðst hann vilja gera allt sem i hans valdi stæði til þess að bæta sam búð Bretlands og Sovétríkjanna. Og i skeytinu til Ludwigs L.IIHHI n» IHlll aMMCWM Erhards hét hann auknu sam- starfi til éflingar góðrj sambúð og stuðningi við Norður-Atlants hafsbandalagið. Aukakosningin og neðri málstofan. Home kvað svo að orði, að það hefði verið sjálfsögð kurteisi að ræða við Harold Wilson leiðtoga stjórnarandstöð unnar um það hvort fresta skyldi þingfundum eða ekki, en Wilson hefði sjálfur farið að ræða það mál opinberlega, og lýst sig andvígan frestun, og gæti hann þvi gert grein fyrir skoðun sinni nú. Aukakosningin í Kinross á fram að fara 7. nóvember. Fram bjóðandi íhaldsflokksins hefur dregið sig I hlé í þágu Home lávarðs í kjördæminu (Kinross og West Perth). I almennu þingkosningunum seinustu voru úrslit þessi: Ihaldsfl. 16.256, Jafnaðarmenn 40008, Skozkir þjóðernissinnar 3.568. Nú verða frambjóðendur 4, einn þeirra ó- háður. Mestu herliðsflutningar í Iofti sem sögur fara af fyrr og síðar hófust í morgun með flutningi heils her- fylkis (um 16.000 manns) frá Banda ríkjunum til Vestur-Þýzkalands til þátttöku í heræfingum. Með þessum flutningum á að sýna, að gerlegt sé að flytja mikið lið til Evrópu á skömmum tlma, ef styrjöld brýzt út. Flogið er beint frá Texas og leggur hver flugvélin af stað á fætur annarri með jöfnu millibili. Flugferðin tekur 10*4 klst. Fjölmargar flugvélar, sem eru í áætlunarflugferðum um Ber- muda og Azoreyjar, fljúga nú norðurleiðma (um Grænland), til þess að vera utan þess svæð- is, sem nýi hvirfilvindurinn, Ginny, fer nú yfir. A 77/ AD M YRDA TIT0? Tito forseti Júgóslaviu ávarpar í dag AÍlsherjarþing Sameinuðu þjóð anna. Siðan er hann ræddi við Iienijedy í Washington hefir hann dvalizt í Williamsburg. Hann ætlaði að vera nokkra daga f Kaliforniu, en af því gat ekki orðið vegna þess, að hann veiktist af inflúenzu. 1 New Yorlc býr forsetinn á 36. hæð, í hinu fræga gistihúsi Wal- dorf Astoria. Lögreglan handtók þar á hæð- inni I gærkvöldi tvo menn, sem höfðu laumazt þangað upp, og er kunnugt að þeir eru andstæðingar Tito, og er grunað, að þeir hafi ætlað að vinna honum mein. — Ekki er kunnugt um hvort forset- inn var f fbúð sinni, er handtakan átti sér stað. Lögreglan han^tók einnig 3 menn úr fylgdarliði Tito forseta, en þeir höfðu Ient f slags málum úti fyrir gistihúsinu við and-Titoista. Viðskiptasendinefnd frá Sovétríkjunum kom f dag til New York og Ieggur leið sína til Washington til þess að ræða kaup á bandarísku hveiti. — Skopmydin hér til hiiðar birtist upphaflega í bandaríska balð- inu Christian Science Monitor, en hefir verið endurprentuð víða, og er hér tekin eftir dönsku blaði. — Myndinni hafa fylgt fyrirspumir eins og: Hver greftrar?, en eitt sin sagði Krúsév við Badaríkjamenn og vestrænu þjóðiman Vér mumim greftra ykkur. iSsÍll ;V"Ív Tvö stjómarfrumvörp komu til umræðu á Alþingi í gær, frum- varp um framlengingu og bráða- birgðabreytingu nokkurra laga og frumv. um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúklinga. Neðri deild. Bjami Benediktsson, heilbrigð- ismálaráðherra, gerði grein fyrir síðartalda frumvarpinu með nokkrum orðum. Meðal nýmæla- í frumvarpinu er að heimilað er iögreglunni að flytja ítrekað handtekinn mann í sjúkrahús ef hann er grunaður um að vera haldinn drykkjusýki. Þá skal gera hlutaðeigandi og aðstaðend- um aðvart um sýnilega eða að- vífandi drykkjusýki. Verður hald- in spjaldskrá yfir þá menn, sem handteknir eru vegna ölvunar og með þeim hætti fylgzt með hátt- um þeirra að nokkru leyti. Fellt er niður ákvæði um að geðveikraspítalinn á Kleppi hafi yfirumsjón með gæzlu áfengis- sjúklinga I öðrum lækninga- stöðvum, Þörf er á sérstöku hæli fyrir drykkjusjúklinga og gert ráð fyr- ir að 7.5 millj. króna af ágóða Áfengisverzlunar ríkisins verði varið til stofnunar sérstaks sjóðs, gæzluvistarsjóðs, er skuli standa straum af kostnaði við byggingu hælis eða sérstakrar móttökudeildar fyrir áfengis- sjúklinga. Tvö stjórnar- frumvörp Tveim prósentum af fyrr- greindri upphæð skal varið til rannsókna á eðli og orsökum drykkjusýki og meðferð áfengis- sjúklinga. Þá flutti Gísli Guðmundsson (F) greinargerð fyrir frumv. sinu um aðgerðir til jafnvægisaukn- ingar í byggð landsins. Frumv. kom fram á s.l. þingi en var vís- að frá með rökstuddri dagskrá og töldu flutningsmenn um svo þýðingarmikið mál að ræða að nauðsynlegt væri að endurflytja frumvarpið. 1 frumvarpinu er m. a. gert ráð fyrir að komið verði á fót nefnd er fjalli um þessi mál og geri hún áætlanir um framkvæmdir í einstökum byggð- arlögum i því augnamiði að við- halda og jafnvel auka þar byggð. Stofnaður verði sérstakur sjóður sem veiti fjárhagslégan stuðning I þessu skyni. Efri deild. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen gerði grein fyrir frumvarpi um framlengingu og bráðabirgðabreytingu nokkurra laga. Þetta er frumvarp sem kem- ur nærri óbreytt fram á hverju þingi. í þetta sinn vantar á- kvæði um verðtoll og 8% bráða- birgðasöluskatt, sem felld voru niður með nýju tollalögunum. Karl Kristjánsson (F) flutti frumvarp sitt um heimild til að selja Jóhanni Skaftasyni sýslu- manni eyðijörðina Litlagerði í Grýtubakkahreppi, en Jóhann hefur á henni áhuga vegna þess að þar bjuggu foreldrar hans lengi og fæddist Jóhann á bæn- um. Skyndihappdrætti SiálfstæðisfEakksins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.