Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 11
n Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jakobi Jóns- syni, ungfrú Ásta Gunnarsdóttir og Magnús Guðmundsson. Heim- ili þeirra verður að Berþórugötu 8 a. (Ljósm. Studio Guðmundar). tJtvarpið Þriðjudagur 22. október. 18.30 Þingfréttir 19.30 Fréttir 20.00 Útvarp frá Alþingi: Fyrsta umræða um frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1964. Framsögu hefur Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra, en sfðan tala Ymislegt Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, hefir ákveðið að halda bazar þriðjudaginn 5 nóv- ember n.k. Félagskonur og aðrir velunn- arar sem ætla að gefa í bazarinn eru vinsamlega beðnar að koma gjöfum sínum til: Bryndfsar Þór- arinsdóttur Melhaga 3, Elínar Þor gilsdóttur, Freyjugötu 46. Krist- jönu Ámadóttur, Laugavegi 39, Ingibjargar Steingrímsdóttur Vest urgötu 46 a og Margrétar Þor- steinsdóttur verzluninni Vík. Gullkorn En með því að þér eruð leystir frá syndinni, en eruð orðnir þjón ar Guðs, þá berið ávöxt yðar til helgunar og eilíft lff að lokum. Þvf að laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilfft líf fyr ir samfélagið við Krist Jesúm, Drottinn vom. Róm 6. 22 — 23. Minnmgar sp j öl d Minningarspjöld Blómasveiga- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdóttur, Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats- dóttur Teigagerðj 17, Guðfinnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stfg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laufásvegi 49. Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl un Lámsar Lúðvfkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Söfnin Bókasafn Seltjarnamess. Útlán: Mánudaga kl. 5,15—7 og 8 — 10. Miðvikudaga kl. 5,15—7. Föstu- daga kl. 5,15—7 og 8—10. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30 til 3,30. fulltrúar annarra þing- flokka, og loks ráðherra aftur. Fréttir og veðurfregnir, — og dagskrárlok á óákveðn- um tíma. STJÖRNUSPÁ # Spáin gildir fyrir miðvikudag- inn 23. október. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þér munu gefast næg tæki færi til að sinna tómstunda- áhugamálum þínum, ef þú hefur verið atorkusamur við vinnuna og komið henni af á skömmum tíma. Nautið, 21. apríl til 21. maf: Þú hefur enga ástæðu til annars en líta framtfðina björtum aug um, ef allt er í lagi með sam- bönd þín á hinu rómantíska sviði. Tvíburamir, 22. maí til 21. júnf: Hinar dökku hliðar tilver- unnar gleymast, ef maður hefur næg verkefni fyrir stafni. Þú ættir að fylgjast vel með gangi fjármála þinna. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlí: Félagar þínir eru vissulega fúsir til að ganga langt f viðleitni sinni til að aðstoða þig, en þeg- ar þú lætur tilætlunarsemi f Ijós er hætt við að þetta snúist við. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Þú hefur meiri tilhneigingu nú til að þræða troðnar ilóðsr held ur en fitja upp á einhverju nýju til úrlausnar verkefna þinna. Minnztu þess að deilur í sam- skiptum fólks eru óæskilegar. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þrátt fyrir að þig fýsi mest til að ráða sjálfur gangi daglegra mála hjá þér, þá er manni oft ofviða að stjóma hlutunum, þeg ar fjármunina skortir. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Haltu þfnu striki þangað til þú hefur náð í mark. Aðrir gætu notfært sér það sem þér hefur áunnizt ef þú hættir við hálfn að verk. Starfaðu eftir áætlun- um. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þw átt það til að vera mjög fylginn sjálfum þér, þegar þú hefur þá bjargföstu trú að mark mið þitt sé háleitt og göfgandi. Laðaðu að þér fólk, sem getur stutt þig. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Svo virðist vera sem þér gangi nú vel á sviði fjármál- anna sem á öðrum sviðum. Það er bezt að verja fénu eftir fyr- irframgerðum áætlunum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þér er allvel ljóst hvað í vændum er, þegar innsýn þfn er starfandi. Þú ættir ekki að reyna að nota þvinganir, því það virkar gagnverkandi. Vabisberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir fremur að vinna að tjaldabaki f dag, heldur en standa f hita og þunga vinnunn- ar. Þú ættir ekki að láta öðrum uppi hinar veiku hliðar þfnar. Fiskamir, 20. feþr. til 20. macz Vinir þínir og félagar eru þeir aðilar, sem hægast eiga með að drífa þig upp úr upp- gjafarskapinu. Hafnaðu öllum gylliboðum að sinni. V1S IR . Þriðjudagur 22. október 1963. Kalli Olympíunefndin í Tokyo fékk fyrsta áfallið nú fyrir skömmu: Samkvæmt rannsókn, sem gerð var, eru um það bll 190 af þátttakendunum i Olympíu- leikunum 1964 yfir 195 sm á hæð. Nefndin þarf því að hefj ast handa um að útvega rúm handa þeim. Það má með sannl segja að Anton Schlett í suður-þýzka bænum Fussen lifir tvöföldu lífl. Hversdags er hann barþjónn og rekur einu krána i bænum. Þar afgreiðir hann öl og sterka drykki. Á sunnudögum er hann fab- ir Anton Schlett og kirkjan er alltaf fuil af fólki sem vill hlusta á hinar líflegu predikan ir hans. Þessu tvöfalda lífi lifir hann með góðu samþykki yfirva'd- anna. Þau þurfa ekki að borga honum svo mikið kaup og segja: — Faðir Anton sér alltaf fyr ir því að það sé góður andi í veitingunum hans. Þetta má hver skilja eins og hann vill. * Fyrsti geimfarrnn, Rússinn Jurij Gagarin, sem er 29 ára, hefur þyngzt um 12 kíió, síð- an hann fór í geimferðina. Sá orðrómur hefur borlzt að hann muni verða sá fyrsti sem fær að fara í aðra geimferð — að- eins þegar hann hefur losað sig við kíióin 12. orinn Kalli gnísti tönnum af bræði, en gat ekkert gert, og horfði- því á þegar Líbertínus hamaðist v.ið að breyta því sem hann hafði áður skrifað í reglubókina. Og á meðan dundu bylgjurnar á Krák, og Kalli bjóst við að hann myndi siga á hverri stundu. En hirð- meistarinn neitaði algerlega að hreyfa sig fyrr en allt væri orðið eins og það átti að vera með reglubókina. Reynið þið nú að flýta ykkur, argaði Kalli. Skipið getur farið á hverri stundu, og þá drukknum við allir eins og kett ir I poka Björgunarbáturinn er tilbúinn, bætti hann við, og gaut augunum til kóngsins til að sjá hvernig honum gengi. Komið þér nú Friðrik. Vissulega ekki, sagði Friðrik móðgaður, ég hreyfi mig ekki fyrr en það er orðið löglegt. Getið þér ekk; skilið, að það er hreinasta brjálæði að fara alltaf svona eftir reglunum, hrópaði kóngurinn reiður. Viljið þér kannski drukkna . . . nú jæja hér er það tilbúið og reynið nú að dratta yður úr sporunum. Já yðar hátign, sagði hinn óforbetranlegi Friðrik, og gekk virðulega upp stigann. Ég býst varla við því að þér viljið taka glas með mér herra Kirby, segir Senor Scorpion, og hellir sér sjálfur í glas* Nei þakka • yður yfir senor svarar Rip. Þér eruð tákn hins góða, segir senor Scorpion brosandi og lyftir glasi sínu kurteislega, ég aftur á móti er verri en fjandinn sjálfur. Ég þekki yður af afspurnum herra Kirby, og ég hefi boðað yður á minn fund til að segja yður, og sanna að þér hafið hitt ofjarl yð- ar. Ef einhver af nemendum yðar er að því kominn að drukna, notið þér þá munn vlð munn aðferðina til að lífga hann?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.