Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 5
í VÍSIR . Þriðjudagur 22. október 1963. 5 Haustlestir — Framh. af bls. 1. dal á Fjöllum til Vopnafjarðar er lokaður vegna snjóa og verð ur ekki opnaður, þar eð Vopn- firðingar komast um Bakkafjörð til Norðurlands. Upplýsingar um Austurlandsleið veitti Helgi Hall grímsson hjá Vegagerðinni. Siglufjarðarskarð er lokað og lítil líkindi til að það verði opn- að aftur á þessu hausti. Sam- kvæmt viðtali við skrifstofu Norðurleiðar hf. í morgun var vegurinn til Akureyrar þung- fær vegna bleytu í gær, en snjór er ekki á þeirri Jeið. ÍÞRÓTTIR — Framhald af bls. 2. um þakklátir fyrir hjálpsemi I sam- bandi við firmakeppnina, án þess- arar miklu hjálpar mundi starf- semi verða mun erfiðari. í Skíðaráði Reykjavíkur eru eft- irtaldir fulltrúar f. n.k. starfsár. Glfmufélagið Ármann: Sig. R. Guðjónsson. Knattspyrnufélag Reykjavikur: Hinrik Hermannsson. Skíðafélag Reykjavíkur: Leifur 'Miiller. íþróttafélag Reykjavíkur: Þor- bergur Eysteinsson. íþróttafélag kvenna: Ellen Sighvats son. Knattspyrnufélagið Valur: Guð- mundur Magnússon. Knattspyrnufélagið Víkingur: Björn Ólafsson. Frú Ellen Sighvatsson var endur- kjörin formaður ráðsins. Eftir aðal fundinn var sameiginleg kaffi- drykkja. Fyrirbrigði kynnt. Síðasta dæmið um hið aust ræna lýðræði skeði á þingi upp- rennandi iðnaðarmanna um helgina. f upphafi þingsins úr- skurðuðu kommúnistar að ekki væri nein ástæða til þess, að taka inn í samtökin nýtt félag nema í bifvélavirkjun fyrr en í þinglok!! Var það fyrsta kynn- ingin á lýðræðinu sem þeir stóðu fyrir á þinginu. í upphafi fundar voru kjörbréf samþykkt og þá einnig kjörbréf Hafnar- fjarðarfulltrúanna. En seinna á þinginu tókst kommúnistum að úrskurða að fulltrúar Iðnnema- félags Hafnarfjarðar hefðu ekki atkvæðisrétt. Var það önnur kynningin á lýðræðinu. Þegar þessum ólögum hafði verið beitt kom inntökubeiðni hins nýja félags nema í bifvéla- virkjun til umræðu. Neituðu^ kommúnistar þá að veita félag-' inu atkvæðisrétt á þinginu, en aðeins seturétt. Var það þriðja kynningin á Iýðræðinu. Er þessum sérkennilegu vinnu brögðum hafði verið beitt gengu lýðræðissinnar af þingi í mót- mælaskyni. Þá hlupu kommúnist ar upp og kusu nýja stjórn Iðnnemasambandsins einir sér. Var það fjórða kynningin á lýð- ræðinu. Ávextir forystunnar. í morgun leggur Þjóðviljinn blessun sína yfir þessi sérstæðu vinnubrögð. Fyrir nokkrum dög um gat þetta sama blað þess að lífskilyrði hins vinnandi manns hefðu ekki batnað síð- ustu 10 árin. Allan þann tíma hafa kommúnistar farið með stjórnina í samtökum verkalýðs ins, og kynnt þjóðinni hin sér- stæðu lýðræðislegu vinnubrögð. Það skyldi þó aldrei vera að eitt hvert samband væri milli slíkra starfsaðferða og hins skerta hlut ar þess vinnandi manns, sem öll þessi ár hefir átt við slíka for- ystu að búa? Vestri. I gærkveldi var ráðizt á gamla konu og hún rænd veski sem hún var með í hendinni. Þessi einstæði óþokkaháttur var framinn á Skólavörðustíg ofanverð- um, eða gegnt mótum Bjarnarstígs um kl. hálf níu í gærkveldi. Konan, sem er 75 ára gömul var að koma frá vinnu og var á leið heim til sín. Hún gekk upp Skólavörðustíginn og þegar hún var komin á móts við Bjarnarstíg- inn gengu í veg fyrir hana þrir unglingspiltar, snöruðust að henni og hrifsuðu úr hendi hennar tösku sem hún hélt á. Piltarnir tóku að því búnu til fótanna með ráns- feng sinn, en konan stóð slypp eftir. Hún hefur nú kært ránið fyrir Iögreglunni. Ekki telur hún sig geta gefið neina lýsingu á piltun- um því atburðurinn skeði gersam- lega að henni óvörum og þeir voru horfnir áður en hún áttaði sig til fulls á því sem skeð hafði. Það, eina, sem hún taldi sig nokk- urn veginn geta fullyrt var það að mennirnir voru allir ungir. Hitt er svo annað mál að ráns- fengurinn verður piltunum þrem minna til fjár heldur en þeir hafa Hrakningar — Framh. af bls. 16. á leiðinni, 35—40 km. löng leið, með niðurgröfnum vegi en ekki tiltakanlega miklum snjó. Þetta gekk þó ekki sem bezt og enn var snúið til baka eftir mikinn mokstur og komið til Patreksfjarðar um nóttina kl. 2. í gær voru snjóýtur á leið upp á Þingmannaheiði og í morgun lagði Vestfjarðaleið af stað á ný. Fimm bílar í lest komu frá Reykjavík á sunnu- dagskvöldið, en mun betra er að komast yfir heiðina að Pat- reksfirði en frá, því snjórinn er að mestu að vestanverðu á heiðinni. Björn Pálsson flaug til Pat- reksfjarðar í gær samkvæmt á- ætlun og tók þar sjö farþega til Reykjavíkur, en sumir þeirra munu hafa upphaflega ætlað með Vestfjarðaleið. Orsökin vor bióðtnppi Visir sltýrði frá því á sínum tíma að maður hafi fundizt með- vitundarlaus í bifreið sinni á Suð- urlandsvegi móts við Árbæ mánu- daginn 14. þ. m. Maðurinn var strax fluttur í sjúkrahús og þar lá hann fyrstu sólarhringana algerlega rænulaus. Læknar gátu þá heldur ekkert um það sagt hvað fyrir manninn hefði komið né hver sjúkdómsorsökin væri. Nú hafa læknar sjúkrahússins kveðið upp þann úrskurð að sjúk- dómurinn sé blóðtappi. Sjúklingur- inn liggur enn á spítalanum og er máttfarinn og slappur, en hefur samt mjög náð sér og er sem óð- ast að hressast við. talið og vonað. í töskunni voru engir peningar nema einhverijr smápeningar og engin verðmæti sem þeir geta hagnýtt sér, 'nema þá helzt notað veski konunnar sem hún geymdi í töskunni. Hins vegar voru þar húslyklar konunnar, vasa- bók og fleira sem henni þykir ó- þægilegt að missa og kemur henni illa.j Rán er 1 sjálfu sér óafsakanlegt misferli, en þegar það kemur auk þess fram við gamla varnarlausa konu verður óþokkaskapurinn enn- þá kvikindislegri. Tcsldi skotið — Framh. af bls. 16. opnu hafi. Sagðist hann hafa misst trollið, fyrir utan 12 mílna mörkin. Nú ætlaði hann að fara austur fyrir land til að veiða meira og ætlað að nota tímann til að slá undir trollinu. „Þetta var erfiðffr eltingar- leikur, en ekki harður, og ég er orðinn þreyttur," sagði Þór- arinn Björnsson, skipherra á Óðni, þegar fréttamaður Vísis á ísafirði ræddi við hann stuttu eftir komu varðskipsins til ísa- fjarðar klukkan 22,15 í gær- kvöldi. Hann skýrði frétta- manni Vísis m. a. svo frá: Það var um miðnætti sem togarinn Lifeguard GY 395 sást langt fyrir innan fiskveiðitak- mörkin út af Dýrafirði. Sam- kvæmt 1. staðarákvörðun reynd ist togarinn rúmar 3 sjómílur fyrir innan, en lengst komst hann 3,5 sjómílur inn fyrir. Tog- arinn sást toga með stjórnborðs víra í sjó. Nokkru síðar kom- umst við að raun um það að höggvið hafði verið á vírana. Öll Ijós voru slökkt á þilfari togarans, en togarinn hafði ekki verið með togljós, eftir það setti hann á fulla ferð út fyrir 12 mílurnar. Engum merkj- um var sinnt og heldur ekki þremur lausum skotum sem skotið var að togaranum. Er komið var norður í Húnaflóa var skotið á togarann föstu skoti og tók skipstjórinn þá við sér og fór að kalla á varðskip- ið í gegnum talstöðina, eins og fyrr segir. — Skipstjórinn kall- aði síðan aftur og spurði Þórar- in skipherra hvort hann vildi snúa við og hitta Palliser, sem hafði þá farið frá Reykjavík fyrir klukkustund. Síðan var snúið við og mættu skipin Palliser í ísafjarðar- djúpi. Commander Hunt fór tvisvar sinnum um borð í tog- arann og var það síðan ákveðið. eftir kröfu skipherra Óðins, að farið væri til ísafjarðar. Réttar- höld hefjast væntanlega í dag, en í morgun ætluðu þeir Gisli Einarsson, lögfræðingur Land- helgisgæzlunnar, og Gísli Is- leifsson, hrl. verjandi skipstjór- ans að fljúga til ísafjarðar, en komust ekki vegna slæmra lendingarskilyrða á ísafirði. Varðskipið Albert slæðir nú eftir vörpunni, en hún fór í sjóinn á um 60 faðma dýpi. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, tengdaföður og afa. TYRFINGS M. ÞÓRÐARSONAR stöðvarstjóra og heiðrað hafa minningu hans. Fyrir mína hönd, barna okkar, móður, systur og annarra ættingja. Úlla Ásbjömsdóttir. Símaþjónusta — Framh. af bls. 1. þar sem afhendingafrestur á símabúnaðinum er nú tvö ár eða meira. Það er því erfitt um skjótar úrbætur, þegar viðskipt- in vaxa óvænt. Á þessu ári hafa farið fram miklar breytingar á gömlu sjálfvirku stöðinni í Reykjavík, til þess að gera hana færa um að vinna með nýju stöðvunum sem eru af annarri gerð. Þetta hefur valdið nokkr- um erfiðleikum sem hefur gætt, t. d. í flokknum 22000 til 22499. Þetta eru þó aðeins tímabundnir örðugleikar sem munu lagast mikið þegar nýja símaskráin Sérstætt lýðræði. Það kemur æ betur í ljós eftir þvl sem timar liða hve kommún istar hafa merkilegar hugmyndir um lýðræðið. Er það kannski ekki að undra því Kiljan hefir rétt lýst þvi yfir í stórri bók í móðurlandinu sjálfu hafi ekk ert lýðræði verið fram á síðustu ár — þótt hann og fleiri góðir menn hafi því miður ekki gert sér það ljóst. Er þá ekki að undra þótt Þjóðviljanum skjótist enn örðru hvoru,, þegar jafnvel var hægt að blekkja nóbelsskáld ið svo lengi. gengur í gildi, því að um leið eru númer ýmissa stórra not- enda flutt í annan númeraflokk. Og það mun batna enn meir, þegar sjálfvirka sambandið við Vestmannaeyjar, Akranes og Sel ás verður opnað. Þess má geta, að það er mikil hjálp fyrir starfs menn símans, að notendur kvarti fljótlega ef sími þeirra bilar, og þá sérstaklega eftir breytinguna 3. nóvember. Lagður niður — Framh. af bls. 16. ur. Ragnar Arnalds mun hins vegar beggja blands. Einar og Brynjólfur á móti Þeir Einar Olgeirsson og Bryn jólfur Bjarnason berjast eins og grenjandi ljón á móti því að Sósialistaflokkurinn verði lagð- ur niður og munu þeir hafa hót að að kljúfa flokkinn ver$i það samþykkt. Með þeim eru menn eins og Eggert Þorbjarnarson, Jón Rafnsson og' Kristinn And- résson. Flestir þeirra sem vilja leggja Sosialistaflokkinn niður líta nán ast á það sem nafnbreytingu að láta Alþýðubandalagið taka við. En nokkur hópur manna í Sosial istaflokknum mun hins vegar hugsa breytinguna á róttækari hátt. Sá hópur vill gjarnan að flokkurinn klofni og þeir Einar og Brynjólfur verði eftir í litlum kommúnistaflokki. Nýtur þessi hópur manna stuðnings þjóð- varnarmanna, sem vilja að stofn aður verði nýr flokkur og telja það algera forsendu fyrir stofn un hins nýja flokks, að Moskvu kommúnistar komi þar hvergi nærri. Sagt er, að Lúðvík Jóseps son sé í hjarta sínu sammála þessum fyrirætlunum en þori litt að láta það uppi. Er Ijóst að kommúnistaflokk- urinn er nú allur margklofinn og að flokkstjórnarfundurinn í næsta mánuði getur hæglega gengið af Sosíalistaflokknum dauðum enda þótt vafalaust verði enn á ný gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að fá málinu frestað. Suiaaraflina —■ Framh. af bls. 1. og fóru 70% hennar til verk- smiðja sunnan Langaness. Verðlag á sildarafurðum var breytilegt. Öll framleiðslan er nú seld en þó varð að lækka verðið. Mjölmarkaðurinn er óstöðugur, en nú má verð á síldarlýsi telj- ast hagstætt. Það kom þó fram- leiðslunni í sumar ekki að öllu leyti til góða því allverulegur hluti hennar hafði verið seldur fyrir fram á lægra verði. Pbfiun Framh. af bls. 1. gert illt af sér og því mjög lítið af síld fundizt. Einn bátur, Hrafn Sveinbjarnarson III. frá Grindavík hefur þó fiskað allvel og hefur komið með Um 2500 tunnur af síld að landi. Við fórum um borð í einn þeirra, báta sem eru að búa sig undir síldveiðarnar, Arn firðingur heitir hann og er skrá settur í Reykjavík. Skipstjórinn Gunnar Magnússon sýndi okkur bátinn, sem er einn glæsileg- asti bátur flotans, enda nýr af nálinni, kom hingað 11. júli í sumar. Áhöfn Arnfirðings hafði nóg að starfa þegar við klifruðum um borð, en Gunnar skipstjóri gaf sér þó tíma til að sýna okk ur bátinn, sem' var smíðaður í Molde í Noregi. „Þetta gekk ekkert of vel fyrir norðan í sumar“, sagði Gunnar, „við vor um með 12.000 mál og tunnur, en við gerum það áreiðanlega betra í vetur“. Nokkrir bátar fóu út i gær en engar fréttir hafa enn borizt af gengi þeirra. Aftur á móti sneru síldarbátar frá Keflavík og Akranesi til lands í gær, þeg- ar fór að hvessa skyndilega. Milli 70-80 bátar voru inni í Reykiavíkurhöfn í morgun. Fyrirlesfur í Dr. Porteous, prófessor við Edinborgarháskóla, flytur tvö er- indi á vegum Háskólans í fimmtu kennslustofu. Fyrra erindið miðvikudag 23. okt. kl. 10,30 árdegis um efnið: Continuity and Discontinuity in the Old Testament, hið síðara fimmtudag 24. okt. kl. 10.30 ár- degis um efnið: Actualization and the Prophetic Criticism of the Cult. — Allir eru velkomnir til að hlýða á erindin, sem verða flutt á ensku. Gömul kona ræaá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.