Vísir - 23.10.1963, Síða 5

Vísir - 23.10.1963, Síða 5
VÍ SIR . Miðvikudagur 23. október 1963. 5 *• Blómlegur fjárhagur ríkissjó Viðreisnin hefur vel tekizt í undirstöðuatriðum. — Fjárlagaræða Gunnars Thoroddsen fjármálaráðherra. Afkoma ríkissjóðs á árinu 1962 varð í meginatriðum eins og nú skal greina: Tekjur rikissjóðs voru áætlað- ar í fjárlögum 1752 milljónir. Þær urðu 2062 milljónir og fóru þann- ig 310 milljónir fram úr áætlun. Valda þar mestu um aðflutnings- g öld af innfluttum vörum, en það eru verðtollur, vörumagnstollur, innflutningsgjald, innflutningssölu skattur og bifreiðagjald. Þessi að- flutningsgjöld urðu samtals 214 milljónum hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Stafar þetta af þvf, að innflutningur til iandsins varð miklu meiri en reiknað var með, þegar fjárlög voru samin. Tekju- og eignarskattur varð 24 milljónir umfram fjárlög, og tekj- ur af ríkisstofnunum 11 milljónir umfram. Útgjöld ríkissjóðs voru áætluð í fjárlögum 1749 milljónir, þegar talin eru saman rekstursgjöld 7.— 19. greina fjárlaga 1638 millj. og útgjöld 20. greinar, 111 millj. Útgjöld reyndust samkvæmt þessum fjáriagaiiðum 1871 milljón króna, eða 122 milljónum hærri en fjárlög ráðgerðu. Reksturs- gjöld urðu 1756 milljónir og gjöld skv. 20. gr. 1150 milljónir. Orsakir þess að útgjöldin urðu 122 milljónum hærri en fjárlög ráðgerðu, eru einkum þrjár: í fyrsta lagi urðu niðurgreiðsl- ur á vöruverði innanlands og upp bætur á útfluttar landbúnaðar- vörur samtals 378 milljónir, eða 78 milljónir umfram fjárlög. Þeg- ar fjárlögin voru saman, stóð yfir rækileg athugun fyrirkomulags á niðurgreiðslum, og gerðu menn sér vonir um, að unnt væri að lækka þessi útgjöld verulega. En það reyndist ekki fært. 1 öðru lagi var í fjárlögum reiknað með 4% launahækkun frá 1. júní 1962, eins og stéttarfélög höfðu þá samið um. En vegna frekari almennra kauphækkana fengu ríkisstarfsmenn 7% launa- hækkun til viðbótar. Kostnaður við þær launahækkanir, sem fjár iögin höfðu ekki gert ráð fyrir, hefur numið yfir 20 milljónum kr. í þriðja lagi urðu framlög til samgöngumála, þ. e. vega, brúa, flugvalla og samgangna á sjó rúm lega 20 milljónir yfir áætlun. Nokkrir útgjaldaliðir urðu und- ir áætlun, svo sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Lausaskuldir voru engar í árs- lok 1962, annað árið í röð. 162 milljón kr. greiðsluafgangur Auk tekna og gjalda samkvæmt fjárlagaliðum eru ýmsar útborg- anir og innborganir hjá ríkissjóði, sem hafa áhrif á greiðslujöfnuð- inn. Það eru hreyfingar á geymslu fé, aukið rekstrarfé rlkisstofnana, veitt lán, fyrirframgreiðslur o. fl. Þegar öll þessi atriði voru upp gerð, varð greiðsluafgangur ríkis- sjóðs á árinu 1962 162 millj. króna. Ég hef áður getið um það, að rlkisbókhaldið og Seðlabankinn hafa notað nokkuð mismunandi reglur við að reikna út greiðslu- jöfnuð ríkissjóðs. Að þessu sinni verður útkoman næstum sú sama, hvor aðferðin sem höfð er, — munar aðeins 51 þúsundi. Er greint frá þessu á bis. 34 í hinum prentaða rlkisreikningi, sem hv. þm. hafa fengið í hendur. 38.7 milljónum króna af greiðslu afganginum var varið til þess að greiða gamla skuld rlkissjóðs við Seðlabankann vegna smlði 10 tog ara. Eins og ástatt hefur verið I efnahagsmálum þjóðarinnar á þessu ári, mikiar framkvæmdir, blómlegt atvinnulif, en skortur á vinnuafli, þótti rlkisstjórninni ekki rétt né fært að verja greiðsluafgangi ríkissjóðs til auk- inna framkvæmda nú. Fyrir rösklega þrjátlu árum voru sett lög um Jöfnunarsjóð ríkisins. Samkvæmt þeim Iögum skal leggja I þann sjóð tekjuaf- gang ríkissjóðs, þegar hann fer fram úr tiltekinni upphæð. Fé úr þessum sjóði má aðeins nota til þess að lækka skuldir rikisins, mæta tekjuhalla rlkissjóðs, ef svo ber undir, en fyrst og fremst skal nota fé sjóðsins til þess að auka atvinnu og framkvæmdir, þegar atvinnubrestur verður og aftur- kippur 1 framkvæmdum. 1 rúm þrjátfu ár höfðu lög þessi aidrei verið framkvæmd. En þau standa enn I góðu gildi. Og þau rök, sem lágu til setningar þeirra, eru jafngild nú I dag og þá. Rík- isstjórnin taldi rétt að láta þessi merku lög koma til framkvæmda og ákvað því að leggja í Jöfnun- arsjóð ríkisins 100 milljónir króna af greiðsluafgangi rfkissjóðs á ár- inu 1962. Sá afgangur, sem eftir verður, að gerðum þessum tveim ráðstöf- unum, stendur inni I ríkissjóði sem rekstrarfé. Rikisskuldirnar 1 sambandi við þetta yfirlit um meginatriði rikisreiknings fyrir 1962, þykir rétt að víkja nokkuð að ríkisskuldunum. Skrá um skuld irnar I árslok 1962 er að finna á bls. 9 og 10 I rlkisreikningnum. Við þá skýrslu vil ég bæta upp- lýsingum um breytingar, sem orð ið hafa á ríkisskuldunum á þessu ári, fram til dagsins I dag. Öll innlend lán ríkissjóðs eru föst umsamin lán, lausaskuldir eru engar og hafa ekki verið um tvenn undanfarin áramót. Hin föstu innlendu lán voru I árslok 1962 203.2 milljónir króna, og lækkuðu um 3 milljónir á árinu. Stærstu skuldaliðirnir voru þess ir: 1) Skuld við Seðlabankann vegna gullframlags til Alþjóðabankans 54.8 milljónir. 2) Lán vegna kaupa á 10 togurum árin 1948 og ’49 38.7 milljónir. 3) Happdrættislán rlkissjóðs frá 1948 27.8 milljónir. 4) Skuld vegna Lánadeildar smá- íbúða, sem ríkissjóður tók að sér gagnvart Seðlabankanum, 21.1 milljón. 5) Lán til byggingar Landspltal- ans 11 milljónir. 6) Lán til byggingar Kennaraskól- ans 7.9 milljónir. Á yfirstandandi ári hafa ný byggingarlán verið tekin vegna Landspítala, Kennaraskóla og Lög reglustöðvar. En togaralánið, 38.7 milljónir, var borgað upp og um- samdar afborganir hafa Iækkað föstu lánin. Hafa því innlendar skuldir ríkissjóðs lækkað um 36 milljónir frá áramótum. Erlendar skuldir voru einnig að eins fastar, umsamdar skuldir, þar sem erlendar lausaskuidir voru greiddar upp 1961. Hinar erlendu ríkisskuldir voru um slðustu ára- mót 691.6 milljónir króna. Tekið var nýtt lán hjá Alþjóðabankan- um til hitaveituframkvæmda I Reykjavík, 86.1 milljón króna. Þrátt fyrir þá lántöku hækkuðu erlendar rlkisskuldir aðeins um 49.5 milljónir, því að hinar föstu afborganir koma þar til frádrátt- ar. Hin erlendu lán hafa gengið til eftirtalinna framkvæmda: (Hér er ekki talin upphafleg lánsfjár- hæð, heldur eftirstöðvar um slð- ustu áramót). Sogs- og Laxárvirkjanir 137 millj. Raforkusjóður 116 — Hitaveitan Reykjavík 86 — Fiskiðnaður 82 — Togarakaup 1949 —’50 70 — Búnaðarsjóðir 59 — Áburðarverksmiðja 57 — Fiskveiðasjóður 39 — Hafnir 32 — Sementsverksm. 13 — Á árinu 1963 lækka ýmis þess- ara lána vegna umsaminna af- borgana, en við bætist brezka framkvæmdalánið, 240 milljónir króna. Af því láni var ráðstafað I sam- ráði við fjárveitinganefnd Alþing- ic* Til raforkumála 120 millj. — fiskiðnaðar 50 - — iðnaðar 10 - — hafna 50 - Hin erlendu ríkislán eru ekki tekin til þarfa ríkissjóðsins sjálfs, heldur hefur hann endurlánað þau öll til annarra. Ríkissjóð- ur þarf því ekki að standa straum af þessum erlendu lánum. Þess vegna er heldur ekki gert ráð fyrir vöxtum né afborgunum af þeim I fjárlagafrumvarpinu, eýis og sjá má af greinargerð frum- varpsins við 7. gr. Þar eru sund- urliðaðir vextir og afborganir af þeim innlendu lánum, sem ríkis- sjóður stendur straum af, en eng- in slík lán erlend hvíla nú á ríkissjóði. í opinberum skýrslum eru rík- isskuldirnar greindar sundur og flokkaðar með ýmsum hætti. Aðalflokkarnir eru oftast þess- ir: 1) Innlend lán, sem þá greinast f föst lán og laus lán. 2) Erlend lán, sem greinast einn- ig I föst ián og laus lán. 3) Geymt fé, sem greinist 1 ann- ars vegar ónotaðah fjárveit- ingar skv. fjárlögum, sem geymdar eru, og hins vegar annað fé, sem ríkissjóður inn- heimtir og afhendir sjóðum eða stofnunum til ráðstöfunar. Heildarupphæð ríkisskulda tal- in með þessum hætti var I árs- lok 1962 1061 millj. Flokkun ríkisskuidanna er nú I athugun I sambandi við undir- búnnig nýrrar löggjafar um bók- hald rlkisins. Geymt fé á 20. gr. ríkisreikn- ings er tvenns konar. Annars vegar ónotaðar fjárveitingar, sem hafa verið færðar til gjalda á ýmsum greinum rekstrarreiknings og verður því að færa sem inn- greiðslu á eignahreyfingum á móti. Þegar þessar fjárveitingar eru notaðar, eru þær færðar með- al útgreiðslna á eignahreyfingum, en ekki færðar til gjalda á rekstr- arreikningi. Gjaldfærslan er með öðrum orðum miðuð við fjárveit- ingarárið, en ekki notkunarárið. Notkun geymdra fjárveitinga og viðbót við geymdar fjárveitingar sést hins vegar á eignahreyfing- um. Lántökur rikisins Hinn liður geymds fjár á eigna- hreyfingum er svo innborgað eða innheimt fé fyrir aðra aðila en rlkissjóð. Þetta fé er rekstrar- reikning; óviðkomandi, en hefir áhrif á eignahreyfingar ríkissjóðs, þar sem hið innheimta fé fyrir aðra aðila er sjaldan sama upp- hæð og það, sem ríkissjóður greiðir viðkomandi aðilum. Þann- ig eykst ýmist eða minnkar sjóð- ur innheimts fjár fyrir aðra hjá ríkissjóði. Þessar geymdu fjár- hæðir nema oft háum upphæð- um, t. d. I árslok 1962 166 millj- ónum. Til þess að eyða að mestu leyti áhrifum þessa innheimtufjár á sjóðseign ríkissjóðs, og greiðslu jöfnuð hefir á þessu ári verið tekin upp sú aðferð að leggja innheimtuféð inn á sérstakan reikning I Seðlabanka íslands, sem ekki er talinn með sjóðs- eign ríkissjóðs. Meðal stærstu innheimtuliðanna, sem þannig er nú farið með, eru Afiatrygginga- sjóður, útflutningsgjald, Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga, vegasjóð- ur, brúarsjóður, byggingarsjóður, tollstöðvargjald o. fl. Þegar Alþingi hefur í fjárlaga- ræðum verið gerð grein fyrir skuldum ríkissjóðs, hafa fjár- málaráðherrar um áratugi tekið eingöngu þær skuldir, sem ríkis- sjóður stendur straum af enda skipta þær meginmáli I sambandi við útgjöld ríkisins og afgreiðslu fjárlaga. I því sambandi eru þó ekki talin ríkislán, sem eru end- urlánuð öðrum né geymslufé. Lán þau, sem ríkissjóður stend- ur straum af, voru I árslok 1962 183.2 millj. króna. Nú I dag eru þau 147.6 millj. og hafa því Iækk- að 1 ár um 36 milljónir. Þegar ríkissjóður hefur milli- göngu um lánstökur erlendis er það oft og tíðum hreint forms- atriði, hvort rlkissjóður er sjálf- ur lántakandi eða ekki. Má nefna til skýringar hitaveitulánið frá Alþjóðabankanum á s.l. ári. Við þá lántöku komu þrjár aðferðir til greina: I fyrsta lagi, að Reykja víkurborg væri sjálf lántakandi gagnvart Alþjóðabankanum en fengi ríkisábyrgð á láninu. 1 öðru lagi, að íslenzkur banki tæki lán- ið og endurlánaði það Reykja- vlkurborg. 1 þriðja lagi, að ríkis sjóður væri lántakandi og endur- lánaði féð til hitaveitunnar. Þar sem Alþjóðabankinn ósk- aði helzt eftir þriðju leiðinni var hún farin. Það form er efnislega mjög skylt því, ef hinn raunveru- legi lántakandi, þ. e. a. s. Reykja- vík, hefði tekið lánið með ríkis- ábyrgð. En þar sem rlkissjóður er lán- takandinn að formi til gagnvart lánveitanda, eru slík lán talin hér til ríkisskuida, en hins vegar ekk; þau lán, sem ríkisábyrgð er veitt á. Það er eðlilegt, að rikissjóður greiði fyrir skynsamlegum erlend- um lántökum. í þessu efni velt- ur á miklu, að hvorttveggja fari saman, að fslenzka rlkið hafi á- unnið sér traust hjá erlendum fjármálastofnunum og hins vegar að nú stofnun, það fyrirtæki eða mannvirki, sem fjár skal aflað til sé álitlegt og æskilegt I fram- farasókn þjóðarinnar. En um leið kemur það til álita, hvort efna- hagsástandið innanlands sé á hverjum tíma með þeim hætti, að rétt sé eða verjandi að taka veruleg erlend lán. Frh. á bls. 7. 4*.+ * fvrir áriö (»ir -Vl-uvt :8tö; ................................ — #1 :>i júInun.tiM«.v ............. Þnr 1:1 ........... ’“«™ . r,j»W at MtmiNtm ««wAt. IV 1»8» nt- 4-iWVÖ Uiui, BniU-VfeukrtBti tuí •• li-K.it.iin* aaiuöiiaii y’rv H'Wíhwo ííntmM tu. :»»::>■!»

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.